Kjötvinnsla

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Kjötvinnsla

Equivalent terms

Kjötvinnsla

Associated terms

Kjötvinnsla

1 Authority record results for Kjötvinnsla

1 results directly related Exclude narrower terms

Slátursamlag Skagfirðinga hf.

  • S03749
  • Association
  • 1965-1986

Þessi fundagerðabók segir ekki frá upphafi félagsins, en kemur inn 25 ágúst 1965 þegar aðalfundur var haldin í Sláturfélagi Skagfirðinga h/f á Sauðárkróki. Formaður félagsins Bjartmar Kristjánsson setti fundinn og stjórnaði honum. Guðjón Jónsson flutti skýrslu stjórnarinnar. Hann minntist lauslega á þá erfiðleika sem Verslunarfélagið hefði átt við að etja að undanförnu og einnig það að vegna þeirra hefði verið horfið að því ráði á síðastliðnu ári að auka hlutafé í Slátursamlaginu og hefði það þegar borið talsverðan árangur. Einnig las Guðjón upp álitsgerð um það að Slátursamlagið h/f keypti sláturhús Verslunarfélags Skagfirðinga og yrði það síðan rekið sem sérstakt fyrirtæki. Síðan 2. sept. 1965 kom stjórn Slátursamlagsins ásamt stjórn V.E.S.S saman á fund og gekk frá kaupsamningi á Sláturhúsinu ásamt afsali hússins. Að því loknu ræddi stjórn samlagssins um væntanlegan rekstur sláturhússins. Það sem eftir var árs 1965 kom stjórnin saman 15 sinnum til umræðu um málefni félagsins og útvegun á fé, til greiðslu til bænda og starfsfólks í sláturhúsi.
( Þetta stendur í fundagerðabók er liggur í þessu safni.) LVj