Lestrarfélög

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Lestrarfélög

Equivalent terms

Lestrarfélög

Associated terms

Lestrarfélög

2 Authority record results for Lestrarfélög

2 results directly related Exclude narrower terms

Lestrarfélag Goðdalasóknar

  • S03736
  • Association
  • 1909 - 1979

Í elstu gjörðabók í þessu safni segir í upphafi að aðalfundur Lestrarfélags Goðdalssóknar haldin að Goðdölum 31.maí 1909. Málefni fundar voru, endurskoðun og samþykktir reikningar félagsins og kosin stjórn til næsta árs þeir sömu sem síðastliðið ár. Þessi bók er því trúlega ekki stofnfundarbók félagsins og lestrarfélagið því greinilega eldra en þetta safn sýnir. Eins og segir í lögum félagsins þá er tilgangurinn að auka menntun og þekkingu félagsmanna, glæða hjá þeim félagsanda og framfarahug og efla ánægju þeirra. Til að ná þeim tilgangi sínum er vert að útvega eins mikið af bókum sem séu skemmtandi, fræðandi og vekjandi. En í lok sömu bókar segir: Með aðalfundi Lestrarfélags Goðdalsóknar árið 1956 verða þáttaskil í sögu félagsins. Þá hefur Alþingi sett ný lög um bókasöfn og lestrarfélög og eru þau að koma til framkvæmda. Þar með er myndað embætti bókafulltrúa. Samkvæmt þeim lögum hefur hreppsnefnd Lýtingstaðarhrepps skipað einn mann í stjórn félagsins ( Rósmund G Ingvarsson).

Lestrarfélag Mælifellsprestakalls ( Neisti )

  • S03735
  • Association
  • 1878 - 1978

Í febrúarmánuði 1878 senda þeir Jón Jónsson á Mælifelli og Árni Eiríkssn á Sölvanesi skriflegt ávarp til nokkurra ungra manna í Lýtingstaðahrepp, þess efnis að fá þá að ganga í lestrarfélag og fékk það 13 áskrifendur. Sömdu þeir síðan frumvarp til laga fyrir félagið. Kvöddu síðan til fundar að Mælifellsá hinn 3. dag maímánaðar og mættu á honum aðeins 9. Til fundastjóra var kosin Árni Eiríksson á Sölvanesi og til skrifara Jón Jónsson Mælifelli, lagafrumvarp var rætt ítarlega og samþykkt í einu hljóði. Það er 31 desember 1878 sem haldin er aukafundur í Lestrarfélaginu "Neista" mættu á fundinn 15 manns.
Skráð fundagerð frá 1978, Item 3, þar segir meðal annars aftast í bók : Lögð hefur verið fram tillaga stjórnar um að afhenda hreppnum bókasafn félagsins. Safnið er nú nær eingöngu fjármagnað af hreppsfé fyrir liggur að ráða bót á húsakynnum safnsins og því þykir stjórn eðlilegt að safnið verði í eign og umsjón Sveitafélagsins. Ef áður nefnd tillaga nær fram að ganga er æskilegt að fundargestir móti sér skoðun á framtíðarhlutverki félagsins, hbort því ljúki með þessu eða hvort finna megi ný verkefni. Uppkast 15.10. 1978. Ekki er vitað meira um framvindu félagsins í þessum gögnum.