Pappírskópía

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Pappírskópía

Equivalent terms

Pappírskópía

Tengd hugtök

Pappírskópía

4 Lýsing á skjalasafni results for Pappírskópía

4 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Ragnheiður Dóra Árnadóttir: ljósmyndasafn

  • IS HSk N00499
  • Safn
  • 1870-1965

Lítið safn úr eigu Ragnheiðar Dóru Árnadóttur, safnið inniheldur 11 ljósmyndir (pappírskópíur) og 3 heillaóska skeyti til Ástrúnar Sigfúsardóttur og Árna Gíslasonar vegna giftingar þeirra þann16.02.1932 2 ljósmyndir sem eru innrammaðar með gulllituðum trérömmum (ekki er vitað af hverjum myndirnar eru). Safnið er allt vel varðveitt.

Ragnheiður Dóra Árnadóttir (1933-2020)

Stefana Guðbjörg Björnsdóttir: skjala- og ljósmyndasafn

  • IS HSk N00497
  • Safn
  • 1929-1970

Safn sem byggist á bréfaskrifum milli Stefönu við frænda hennar óperusöngvarann Stefán Íslandi, þau áttu í bréfaskrifum um 35 ára skeið eða frá því að hann fór utan til söngnáms í Genova á Ítalíu 1930 og allt til ársins 1965 er hann bjó og starfaði í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma nam Stefán og starfaði lengi á Ítalíu og svo síðar er hann hóf störf hjá Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn. Í safninu, auk sendibréfanna eru handskrifaðar jólakveðjur, nafnspjöld og skeyti. Einnig efnisskrá tónleika sem Stefán og Else Brehms héldu í Reykjavík ásamt undirleikaranum Fritz Weisshappel og skáldsaga sem er merkt Stefáni. Í safninu voru tveir myndarammar, í þeim voru tvær myndir - önnur þeirra pappírskópía var sett í viðeigandi plastvasa ásamt öðrum litmyndum sem voru í safninu. Hin myndin var úrklippa úr tímariti eða blaði með mynd af Stefáni, sú mynd var grisjuð úr safninu. Ákveðið var að halda myndarömmunum áfram í safninu.
Allt safnið er ágætlega varðveitt.

Stefana Guðbjörg Björnsdóttir

Sigurlaug Jónsdóttir og Gunnar (Guðjón) Helgason: ljósmyndasafn

  • IS HSk N00498
  • Safn
  • 1850-1993

Ljósmyndasafn Sigurlaugar Jóns (Lillu) og Gunnars Helgasonar, safnið eru frá ýmsum tímabilum, elstu eru pappírskópíur og eru líklega frá 1850 - yngstu myndirnar eru frá 1993. Flestar pappírskópíurnar eru teknar á Íslandi og mikið af svarthvítum litmyndunum eru af skyldfólki Sigurlaugar í móðurætt, flestar myndirnar eru merktar af Sigurlaugu hverjir eru á myndunum. Talsvert af svarthvítum litmyndum og ljósmyndum er í safninu sem Sigurlaug tók sjálf.
Í safninu eru nokkrar eftirtökur af svarthvítum litmyndum með Gunnari og skólafélögum hans og gamla torfbænum á Fagranesi á Reykjaströnd. Með myndunum fylgdi lítill miði sem á stóð "Gunnar Helgason 14.10.90".
Í safninu voru auk ljósmynda listi með nöfnum þeirra einstaklinga sem fermd voru frá Sauðárkrókskirkju árið 1943, einnig ljósritaður listi með nöfnum og símanúmerum þeirra sem hittust af tilefni 50 ára fermingarafmælisins sem var 1993.

Úr safninu var grisjuð ein svarthvít mynd sem tekin voru af leikhóp stúkunnar "Gleym mér ei" árið 1952 - þar sem búið var að krassa yfir sum andlitin með penna. Tvær nákvæmlega eins myndir eru áfram í safninu þar sem þær geyma upplýsingar um hvaða einstaklingar eru á myndinni og af hvaða tilefni. Úrklippa úr fréttablaðinu Feyki með fyrirsögninni "50 ára fermingarsystkini" var grisjuð og ljósrit af ljósmynd þar sem tvö eintök voru af sömu myndinni.
A4 blað með teiknuðum útlínum út frá svarthvítri ljósmynd af skólabörnum á Reykjaströnd. Á blaðið er ritað "Mynd fyrir 1940" og "Skólabörn á Reykjaströnd" búið var að skrá eitt nafn á þetta blað.
Yfir heildina er myndasafnið mjög vel varðveitt, ein svart hvít litmyndin hefur verið rifin og hún límd á spjald og litað hefur verið með svörtum lit í eitt horn myndarinnar til að fela litarmuninn.
8 póstkort með teikningum eftir G. Þorsteinsson voru í safninu, einnig póstkort með teikningu af nokkrum húsum á Lindargötu á Sauðárkróki og 2 myndir af Sauðárkrókskirkju - líklega framhliðar á jólakortum.

Sigurlaug Jónsdóttir (1929-2008)

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir og Guðjón Sigurðsson: skjalasafn

  • IS HSk N00492
  • Safn
  • 1900-1995

Bréfa og ljósmyndasafn úr eigu Guðjóns Sigurðssonar bakara og Ólínu Ingibjörgu Björnsdóttur konu hans, safnið samanstendur af sendibréfum og erindum m.a til þáverandi sjávarútvegsráðherra Emils Jónssonar (1963). Í safninu eru auk þess 280 pappírskópíur og ljósmyndir, hluti af þeim er úr eigu Björns (Haraldar) Björnssonar, bróður Ólínu. Safn Björns var í litlu tréboxi (gömlu vindlaboxi). Þess má geta að í tréboxinu voru tvær litlar myndamöppur með ljósmyndum af helstu kennileitum Kaupmannahafnar. Ákveðið var að halda söfnunum aðskildum og skrá myndirnar og myndamöppurnar sérstaklega.
Þegar byrjað var að fara yfir myndinar komu í ljós nokkrar myndir sem eru úr eigu Björns Björnssonar sem var tengdasonur Ólínu og Guðjóns, nokkrar af myndunum eru merktar honum og hafa liklega verið birtar í Morgunblaðinu (Björn var lengi fréttaritari blaðsins).

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980)