Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

314 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

302 results directly related Exclude narrower terms

Landbrot

Landbrot við verslunarhúsin, sem voru staðsett nærri Villa Nova. Landbrot var verulegt vandamál á Sauðárkróki og gerðar margar tilraunir tila ð hefta það. Með tilkomu hafnar út á Eyrinni minnkaði þetta vandamál, en síðar var lagður grjótgarður fyrir framan húsin til að koma í veg fyrir að þau sópuðust á haf út. Brún við gömlu bryggju.

Síld

Talsvert af síld var saltað á Sauðárkróki. A.m.k. 60 konur vorum um tíma skráðtar til vinnu við söltunina. Söltun Sauðkrækinga var þó aðeins brot af því sem var víða annars staðar fyrir Norðurlandi. Myndin gæti verið tekin árið 1942. Járnbrautarteinarnir sjást vel á myndinni. Við myndina stendur: Hulda Bubba, Bibba Þorvaldar, Ólafía Pétursdóttir, Ingibjörg Konráðsdóttir, Lína "Ingveldastaða", Jón Sig Ketu og Pála Sveinsdóttir

Skólaferðalag 1938

Skólaferðalag 1938. Ljósrituð ljósmynd ásamt blaði með upplýsingum um þá sem á myndinni eru. Nöfnin eru: Erlendur Hansen, Haraldur Árnason, Sveinn Kristinsson, Kristján Jóhann Jónsson, Sigurður Gíslason, Jóhannes Gíslason, Jón Tómasson, Jóhann Jónsson, Jón Þ. Björnsson, Margrét Magnúsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Sigríður Magnúsdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Ingibjörg Hanna Pétursdóttir, Guðbjörg Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Guðmundsson, Guðrún Snorradóttir, Pála Sveinsdóttir, Einrós Fjóla Gunnarsdóttir, Jóhannes Hansen, Einar Sigtryggsson, Friðrik Jónsson, Magnús Jónsson. Sigurlaug Guðmundsdóttir tók myndina.

Ljósmyndir

Ljósmyndir af íþróttaviðburðum og iðkendum UMSS.

UMSS (1910-

KCM14

  1. júní 1954. Börn á leið á íþróttavöllinn við Grænuklauf til hátíðarhaldanna. (Sama mynd og KCM 3). Líka tilg. um að þetta sé skrúðganga frá kirkju til sundlaugar þegar sundlaugin var vígð 11. júní 1957. Fánaberi er sennilega Kári Steinsson og Guðjón Ingimundarson t.v. við skrúðgönguna.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM3

Sauðárkrókur. Skrúðganga fyrir framan kirkjuna. Götur enn ómalbikaðar. Tilg. Vígsla sundlaugarinnar á Sauðárkróki 11. júní 1957, en þá var gengið frá kirkjunni að sundlauginni. (Líka tilg. 17. júní 1954). Tilg. að fánaberi sé Kári Steinsson og t.v. við skrúðgönguna er Guðjón Ingimundarson.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM333

Sauðárkrókur eftir 1944. Gamla bryggjan neðan Aðalgötu t.v. Kolaportið nyrst í Aðalgötu ber yfir bryggjuna.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM378

Aðalgata 6. Ísleifshús byggt 1904. Verslun Þorvaldar Þorvaldssonar, Vísir (ca. 1960-1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM38

Malbikun á Sauðárkróki 1962. Guðni Friðriksson stendur og horfir á framkvæmdirnar. Suðurgata 1 (Læknishúsið) á miðri mynd.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM382

Aðalgata 16 - Sauðárkróki. Sýslumannshús. Byggingavörudeild Kaupfélags Skagfirðinga var staðsett í húsinu. Vegginn máluðu Haukur Stefánsson og Jónas Þór Pálsson (ca. 1960-1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM426

Aðalgata 15. Söðlahús - Ólafshús - byggt 1897. Þar var íbúðarhús - fyrsta apotekið á Sauðárkróki - Sparisjóður Sauðárkróks - Búnaðarbankinn á Sauðárkróki - Frímúrarahús og loks veitingahús.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM443

Fjárhús (sýslumannshús) á Sauðárkróki. Sýsluhesthúsið t.h. við miðja mynd. Þessi hús stóðu sunnan og vestan við Safnahúsið.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM447

Sauðárkrókur. Sundlaugin nýbyggð á miðri mynd, en hún var tekin í notkun 1957.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM481

Ónafngreint fólk með barn. Á bak við fólkið eru skúrar (Læknisskúrarnir) sem voru norðan við Suðurgötu 1 (Læknishúsið).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM485

Skrúðganga á Sauðárkróki. Gæti verið við vígslu sundlaugarinnar á Sauðárkróki (1957), en þá var gengið frá Barnaskólanum í Aðalgötunni að sundlauginni.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM505

Guðrún Gísladóttir (1918-1988) líklega með Jakobínu dóttur sína. Í baksýn eru húsið Blómsturvellir á Sauðárkróki og sér niður á Skagfirðingabraut. Sauðáin rennur bak á við Guðrúnu.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM51

Jarðaför Péturs Hannessonar (ljósmyndara) frá Sauðárkrókskirkju, en hann lést árið 1960.
Líkmenn, t.h að framan er Kristján Skarphéðinsson en Adolf Björnsson aftar og t.v að framan er Gunnar Þórðarson en aftari óþekktur. Vörubíllinn (líkbíllinn) var í eigu Sigurðar Björnssonar Suðurgötu 4. Rotaryfélagar bera kistu hans og standa heiðursvörð.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM566

Fundur á Sauðárkróki. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra í ræðustóli. Tryggvi var forsætisráðherra frá 1927 til 1932.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM572

Votvirðri á Sauðárkróki. Börnin (ónafngreind) á myndinni er á róluvellinum við Skógargötu.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM645

Sýslumannshús við Aðalgötu 16 á Sauðárkróki - síðar Byggingavöruverslun Kaupfélags Skagfirðinga og loks Kaffi Krókur. Húsið brann - en samsvarandi hús var byggt í þess stað. (ca. 1960-1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM69

Drengurinn óþekktur, en húsið er Aðalgata 16, nú Kaffi Krókur (ca. um 1950).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM762

Suðurgafl byggingavöruverslunar KS við Aðalgötu 16, málað af Jónasi Þór Pálssyni og Hauk Stefánssyni (ca. um 1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2054

Séð yfir Sauðárkrók af Nöfunum. Myndin tekin milli 1950 og 1960. Flæðarnar á miðri mynd og gripahúsin t.v.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2072

Sauðárkrókur séð af Sauðárhæðum (um 1960). T.h. gamli Spítalavegurinn (ca. 1960-1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2167

Hús á Sauðárkróki (neðan Kristjánsklaufar). Húsin næst á myndinni eru F.v. Lindargata 3 (Hótel Tindastóll), Lindargata 5 (Borgarey) og Lindargata 7.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2352

Sauðárkókur að vetri. Miðbærinn, Kirkjutorgið. Skógargatan í forgrunni (ca. 1955-1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2453

Sauðárkrókur, vetrarmynd. Suðurbærinn, (T.v.) Hólavegur og Skagfirðingabraut (1950-1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Results 1 to 85 of 314