Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2517 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2495 results directly related Exclude narrower terms

Króksarar í útreiðatúr

Standandi lengst til hægri Eyþór Stefánsson, liggjandi lengst til vinstri Eysteinn Bjarnason. Mennirnir sem liggja lengst til hægri með hatta eru Valgard Blöndal með dökka hattinn og fremstur er Lárus Blöndal.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Mynd 81

Frá vinstri Árni Blöndal, Kristján Blöndal og Sigurgeir Snæbjörnsson.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Jónas Sigurjónsson: Ljósmyndasafn

  • IS HSk N00023
  • Fonds
  • 1960-1970

Allar myndirnar eru frá einu atviki, uppskipun hrossa í kringum 1964-1965, líklega í Sauðárkrókshöfn.

Jónas Sigurjónsson (1944-

Skólaferðalag 1938

Skólaferðalag 1938. Ljósrituð ljósmynd ásamt blaði með upplýsingum um þá sem á myndinni eru. Nöfnin eru: Erlendur Hansen, Haraldur Árnason, Sveinn Kristinsson, Kristján Jóhann Jónsson, Sigurður Gíslason, Jóhannes Gíslason, Jón Tómasson, Jóhann Jónsson, Jón Þ. Björnsson, Margrét Magnúsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Sigríður Magnúsdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Ingibjörg Hanna Pétursdóttir, Guðbjörg Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Guðmundsson, Guðrún Snorradóttir, Pála Sveinsdóttir, Einrós Fjóla Gunnarsdóttir, Jóhannes Hansen, Einar Sigtryggsson, Friðrik Jónsson, Magnús Jónsson. Sigurlaug Guðmundsdóttir tók myndina.

Hópmynd af leikhópi

Hópmynd af leikhópi. Aftan á myndinni stendur "Leikrit: Frænka Charles". Aftari röð: Sigríður Sigtryggsdóttir, Magnús halldórsson, Snæbjörn Sigurgeirsson, Pétur Hannesson, Páll Jónsson. Fremri röð: Jóhanna Linnet, Sigurbjörg Jónsdóttir, Lárus Blöndal, Sigríður Blöndal (Þorgrímsdóttir), Guðmundur Björnsson. Mynd þessi birtist í Sögu Sauðárkróks blaðsíðu 377.

SSKv16

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Eyborg Guðmundsdóttir
Selma Magnúsdóttir
Helga Kristjánsdóttir
Margrét Ólafsdóttir

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv17

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Selma Magnúsdóttir
Margrét Ólafsdóttir
Eyborg Guðmundsdóttir
Björn Daníelsson

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv18

List um landið, sýning í Safnahúsinu á vegum S.S.K. 1973.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Jóhann L. Jóhannesson, Helga Kristjánsdóttir og Jóhann Salberg Guðmundsson.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv19

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Eyborg Guðmundsdóttir (listakona sem setti upp sýninguna, (höfundar ýmsir))
Helga Kristjánsdóttir
Margrét Ólafsdóttir
Selma Magnúsdóttir

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv21

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Á myndinni má sjá (í forgrunni) Marteinn Friðriksson, Halldór Þ. Jónsson, Jóhann Salberg og Gunnar Sveinsson.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv22

List um landið, sýning í Safnahúsinu á vegum S.S.K. 1973.
Á myndinni er Helga Kristjánsdóttir.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv25

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973. Helga Kristjánsdóttir býður gesti velkomna.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv24

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Helga Kristjánsdóttir virðir fyrir sér myndvefnað Vigdísar Kristjánsdóttiur.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv26

Mynd tekin á afmælishófi í Bifröst 1969.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Svana í Ási
Jóhanna S. í Brautarholti
Ingibjörg í Flugumýrahvammi
Ingibjörg á Mið-Grund
Sigríður (ath)
María á Húsabakka

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

SSKv27

Ljósmynd frá afmælishófi í Bifröst 1969, 100 ár frá stofnun Kvenfélags Rípurhrepps. Sigurlaugarsjóður var stofnaður við það tækifæri.
Nafnalisti fylgir myndinni.
Aftasta röð: Magnús H. Gíslason, Jóhanna Þórarinsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Lovísa Guðmundsdóttir (systur í skrautbúningum), Jón Sigurjónsson og Þórunn Jónsdóttir.
Þeir sem sitja á móti þeim:
Einar Guðmundsson, Ási?, Sigurbjörg í Brekkukoti? og Bára Björnsdóttir? Felli.
Næsta borð:
Sigríður Helgadóttir, Ingibjörg á Úlfsstöðum, Pála Pálsdóttir, Þorsteinn Hjálmarsson, Laufey á Torfufelli í Eyjafirði.
Þeir sem sitja á móti þeim:
Halldóra Bjarnadóttir, Dómhildur Jónsdóttir og Emma Hansen.
Næsta borð:
Fjóla í Víðinesi.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Hulda Sigurbjörnsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00031
  • Fonds
  • 1947-2006

Gögn sem tengjast Verkakvennafélaginu Öldunni, Sauðárkróki og gögn sem tengjast bæjarpólítíkinni.
Einnig 12 eintök af tímaritinu 19. júní.

Hulda Sigurbjörnsdóttir (1922-2015)

Fyrir utan Popps verslun

Fyrir utan Poppsverslun, menn á tröppum óþekktir, Christian Valdemar Carl Popp stendur neðan við tröppur

Ingrid Hansen (1884-1960)

Uppboð úr Emanúel

Mynd tekin við uppboð úr norska seglskipinu Emanuel en hann strandaði 13. september 1906, í sunnan fárviðri á Sauðárkróki og rak upp sunnanvert við Gönguskarðsárnes. Mannbjörg varð.

Ingrid Hansen (1884-1960)

Paul Arvid Severin Paulsen

Paul Popp við mynd er ártalið 1904 en Paul fæðist ekki fyrr en 1906 og tilgáta er um að þessi mynd er tekin 1909.

Ingrid Hansen (1884-1960)

Fyrir utan Poppsverslun

Fyrir utan Poppsverslunina á Sauðárkróki, Kona stendur við barnavagn, kona situr með barn á tröppum og barn stendur hjá.

Ingrid Hansen (1884-1960)

Jóhanna Lárentsínusdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00039
  • Fonds
  • 1946

Myndir úr fórum Erlendar Hansen. Myndirnar teknar árið 1946 þegar leikritið Gift og ógift var sett upp af Leikfélagi Sauðárkróks.

Erlendur Hansen (1924-2012)

Ljósmyndir

Myndir úr menningarlífi Sauðárkróks, 8 myndir úr leikritinu Gift og ógift sem Leikfélag Sauðárkróks setti upp árið 1946. Ein mynd af Kirkjukór Sauðárkróks

Erlendur Hansen (1924-2012)

Leikrit Gift og ógift

Leikfélag Sauðárkróks í leikritinu Gift og ógift, við píanó Sigríður Auðuns, Svavar Þorvaldsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Valgard Blöndal, Dagrún Halldórsdóttir, Ólöf Snæbjarnardóttir og Sveinsína Bergsdóttir

Filmur

Myndir af Sauðákróki

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Sauðárkrókur

Mynd út Skagafjörð. Gripahús við Nafir, Safnahúsið, Bankahúsið, Kaupfélagið/Ráðhús.

Séð í suður af Nöfum

Sundlaug Sauðárkróks og sjá má Skagfirðingabraut 47, mjólkursamlag mun sunnar. Íþróttavöllur í undirbúningi. Fjárhúsin "gömlu" við Nafirnar.

Sigríður Auðuns Suðurgötu 1, Sauðárkróki

Viðtal við Sigríði Auðuns, læknisfrú á Sauðárkróki. Torfi og Sigríður bjuggu á Sauðárkróki til ársins 1955. Viðtalið líklega tekið í kringum 1950-1970. Sigríður greinir frá uppruna sínum en hún var Vestfirðingur. Greinir einnig frá tengslum sínum við Skagafjörð.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Torfi Bjarnason héraðslæknir, Suðurgötu 1, Sauðárkróki

Viðtal við Torfa Bjarnason héraðslæknir á Sauðárkróki. Torfi og Sigríður bjuggu á Sauðárkróki til ársins 1955. Viðtalið líklega tekið í kringum 1950-1970.
Torfi segir frá læknastörfum sínum í héraðinu og staðháttum og aðstæðum, m.a. vetrarferðum um héraðið. Sigurður spyr um líf eftir dauðann og skoðanir læknavísinda á því.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Sveinn Þorsteinsson, Berglandi

Viðtal við Svein Þorsteinsson, Berglandi í Fljótum, á sýslunefndarfundi 1970.
Ræðir um þátttöku sýna í störfum sýslunefndar. M.a. heilbrigðismál og skólamál.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Results 511 to 595 of 2517