Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

291 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

290 results directly related Exclude narrower terms

GI 1139

Norðurlandsmót í sundi á Sauðárkróki 1960. Annar frá hægri er Óli G. Jóhannsson frá Akureyri.

GI 1138

Norðurlandsmót í Sauðárkróki árið 1960. Tilgáta að fremst til hægri sé Jóhann Sigurðsson (Jonni) sonur Sigurðar varðstjóra í Varmahlíð.

GI 1044

Þetta mun vera Sigurður Sigurðsson (1917-1999) eldri frá Sleitustöðum - Þetta er tekið út á eyri á gamla vellinum - og Ungmennafélagið Hjalti var í Hjaltadalnum. (Heimildarmaður Jón Sigurðsson bróðir hans.

GI 1039

Jóhann Eiríkur Jónsson Fæddur á Sauðárkróki 19. ágúst 1921 Látinn 20. mars 2004 Var á Siglufirði 1930. Heimili: Sauðárkrókur. Var á Beinakeldu í Torfalækjahr. - A-Hún. 1957. Bóni og frjótæknir á Beinakeldu. Síðast bús. þar.

GI 1034

Ottó Geir Þorvaldsson Fæddur á Sauðárkróki 18. febrúar 1922 Látinn 5. ágúst 2001 Bóndi í Víðimýrarseli og Viðvík í Skagafirði. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. í Viðvíkurhreppi.

Fey 337

Börn á Sauðárkróki sem héldu hlutaveltu í júlí 1985. F.v. Arna Dröfn Björnsdóttir (1975-), Ragnar Páll Árnason (1976-), Dagur Jónsson (1976-) og Atli Björn Þorbjörnsson (1976-).

Feykir (1981-)

Fey 304

Styrktar- og líknarsjóður lögreglumanna styrkir Ólöfu Þórhallsdóttur á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi í desember 1995, en Ólöf hafði misst eiginmann sinn og son í bílslysi fyrr á árinu. Afhendingin fór fram í lögreglustöðinni á Sauðárkróki. F.v. Geir Jón Þórisson, Ólöf Þórhallsdóttir (1952-) og Gissur Guðmundsson.

Feykir (1981-)

Fey 266

Dvalarheimili aldraðra við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki tekið í notkun um mánaðarmótin október-nóvember árið 1986. Það var Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem afhenti stjórn Sjúkrahússins húsið.

Feykir (1981-)

Fey 228

Lionsklúbbarnir á Sauðárkróki stóðu fyrir samkeppni meðal grunnskólanema um gerð friðarveggspjalds vorið 1990. F.v. Páll Pálsson (1946-), formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks ásamt verðlaunahöfum þeim, Björgvin Benediktssyni (1977-), Ingibjörgu Stefánsdóttur (1976-) og Helenu Magnúsdóttur (1976-).

Feykir (1981-)

Fey 111

Verðlaunahafar fyrir veggspjald, sem unnið var í umferðarátaki sem umferðanefnd Sauðárkróks, lögreglan, tryggingarfélögin og grunnskólinn á Sauðárkróki stóðu fyrir 1997. Aftari röð frá vinstri, Arnar Freyr Frostason (1988-), Snævar Örn Jónsson (1988-), Stefanía Inga Sigurðardóttir (1988-), Jóhanna Ey Harðardóttir (1988-). Fremri röð frá vinstri Skapti Ragnar Skaptason (1988-), Katrín Sveina Björnsdóttir (1988-).

Feykir (1981-)

Claessen-fjölskyldan 2

Claessen fjölskyldan við kaffidrykkju úti við, líklega á Sauðárkróki.
Neðri röð frá vinstri: María , Valgarð, Anna (yngri), Anna, Ingibjörg, óþekkt kona, Arent.
Efri röð frá vinstri: Óþekktur maður, óþekktur maður, Kristján Blöndal, Eggert (?).

Claessen-fjölskyldan 1

Valgarð og Anna Claessen, seinni kona hans með börn sín.
Fremst eru Anna og Arent. Fyrir aftan þau standa frá vinstri, Ingibjörg, Eggert, Gunnlaugur, Kristján Blöndal og María.
Arnór Egilsson hefur að öllum líkendum tekið myndina (sjá Hcab 1237).

Arnór Egilsson (1856-1900)

cab 868

Helga Þorleifsdóttir frá Breiðabólsstað; Tunguhálsi. Myndin er tekin fyrir utan Ljósmyndarahúsið á Sauðárkróki.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

cab 858

Sæmundur Árnason í Vikurkoti Blönduhlíð og seinni kona hans Margrét Jónsdóttir frá Flugumýrarhvammi (1853-1932)

Daníel Davíðsson (1872-1967)

cab 714

Jón Sigurðsson Sauðárkróki í búningi væntanlega vegna Álfareiðar; sem fram fór á Sauðárkróki hver áramót.

Daníel Davíðsson (1872-1967)

cab 710

Björn Ásgrímsson Suðurgötu 14; Sauðárkróki; sjómaður og síðar verkamaður og bóndi. Björn stendur við bíl sinn K 252

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Results 171 to 255 of 291