Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

15 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

10 results directly related Exclude narrower terms

Fyrir utan Popps verslun

Fyrir utan Poppsverslun, menn á tröppum óþekktir, Christian Valdemar Carl Popp stendur neðan við tröppur

Ingrid Hansen (1884-1960)

Grein um Sauðárkrók 1967

Grein send Degi á Akureyri þar sem Guðjón fjallar ítarlega um Sauðárkrók, bæjarstjórnina, kirkjuna, íbúana, heilbrigðismál, skólamál, verslun, félags- og skemmtanalíf og atvinnumál.

Hcab 163

Í Syðribúð K.S. frá vinstri: Viðskiptavinurinn er Sigríður Jónasdóttir Syðri-Brekkum. Innan við borðið eru Marta Sigtryggsdóttir og Tómas Hallgrímsson. Safn Kr. C. Magnússonar.

Hcab 164

Í Syðribúð K.S. frá vinstri: Viðskiptavinurinn er Sigríður Jónasdóttir Syðri-Brekkum. Innan við borðið eru Marta Sigtryggsdóttir og Tómas Hallgrímsson. Safn Kr. C. Magnússonar.

Hcab 129

Hermundur Ármannsson (t.v.) starfsmaður í Mjólkursamlaginu á Sauðárkróki og fósturfaðir hans Guðmundur Sigurðsson smiður. Þeir sitja á bekk fyrir framan Vörubifreiðastöð Skagafjarðar sem stóð við Skagfirðingabraut þar sem nú er hús Búnaðarbanka.

Hcab 161

Marta Sigtryggsdóttir (t.v.) og Hólmfríður Friðriksdóttir við störf í Syðribúð K.S. á Sauðárkróki. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 162

Frá vinstri: Sverrir Svavarsson- Kristján Guðmundsson og Marta Sigtryggsdóttir á Skirfstofu K.S. á Sauðárkróki Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 169

Hermundur Ármannsson (t.v.) starfsmaður í Mjólkursamlaginu á Sauðárkróki og fósturfaðir hans Guðmundur Sigurðsson smiður. Þeir sitja á bekk fyrir framan Vörubifreiðastöð Skagafjarðar sem stóð við Skagfirðingabraut þar sem nú er hús Búnaðarbanka.

Hcab 396

Myndin er tekin við Kjörbúðina við Freyjugötu á Sauðárkróki 1956-1957. Talið frá vinstri: Ragnhildur Óskarsdóttir Sauðárkróki- Hanna Steingerður Helgadóttir (1940-) frá Ólafsfirði- Sveinn Guðmundsson Sauðárkróki og Anna Jónsdóttir Sauðárkróki. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM378

Aðalgata 6. Ísleifshús byggt 1904. Verslun Þorvaldar Þorvaldssonar, Vísir (ca. 1960-1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM382

Aðalgata 16 - Sauðárkróki. Sýslumannshús. Byggingavörudeild Kaupfélags Skagfirðinga var staðsett í húsinu. Vegginn máluðu Haukur Stefánsson og Jónas Þór Pálsson (ca. 1960-1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM762

Suðurgafl byggingavöruverslunar KS við Aðalgötu 16, málað af Jónasi Þór Pálssyni og Hauk Stefánssyni (ca. um 1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)