Sigmundur Þorkelsson (1912-1975)

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Sigmundur Þorkelsson (1912-1975)

Hliðstæð nafnaform

  • Sigmundur Þorkelsson

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

  • Simbi Þorkels

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. feb. 1912 - 24. ágúst 1975

Saga

Foreldrar: Þorkell Jónsson b. á Syðri-Ingveldarstöðum á Reykjaströnd og k.h. Anna Sigríður Sigurðardóttir. Sigmundur ólst upp á heimili foreldra sinna að Daðastöðum og Ingveldarstöðum, þar sem hann tók við búi að nokkru ásamt móður sinni og systkinum að föður þeirra látnum. Jafnframt sótti hann vinnu utan heimilis, þegar tök voru á. Stundaði hann sjó frá Ingveldarstöðum ásamt föður sínum að bræðrum, bæði til fiskjar og fulgaveiða við Drangey og einnig við eggjatöku þar nokkur vor í sigflokki með Maroni Sigurðssyni frá Hólakoti. Þá átti hann fast skipsrím á síldveiðibát frá Akranesi á tímum Norðurlandssíldarinnar. Bóndi á Syðri Ingveldarstöðum 1933-1944 er hann fluttist til Sauðárkróks. Stundaði þar daglaunavinnu samhliða sjómennsku og var um skeið formaður á opnum vélbáti. Sigmundur starfaði um árabil hjá Þórði P. Sighvats rafvirkjameistara við rafmagn og símalagnir og mörg haust skotmaður við sláturhús K.S. á Sauðárkróki. Sigmundur var ókvæntur og barnlaus.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

S02157

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Skráningardagsetning

14.02.2017 frumskráning í AtoM, SFA.
Lagfært 19.10.2020. R.H.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Skagfirskar æviskrár 1910-1950 IV, bls. 234-235.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects