File 9 - Útgefið efni

Identity area

Reference code

IS HSk N00199-D-9

Title

Útgefið efni

Date(s)

  • 1930-1956 (Creation)

Level of description

File

Extent and medium

Útgefið efni.

Context area

Name of creator

(6. okt. 1907 - 1. jan. 1994)

Biographical history

Stefán Íslandi eða Stefano Islandi (Stefán Guðmundsson) var íslenskur söngvari. Foreldrar: Guðmundur Jónsson frá Nesi í Flókadal og k.h. Guðrún Stefánsdóttir frá Halldórsstöðum. Þau bjuggu í Krossanesi 1906-1911 en síðan á Sauðárkróki. ,,Faðir Stefáns drukknaði í Gönguskarðsá þegar Stefán var tíu ára en þá fór hann í fóstur til hjónanna í Syðra-Vallholti í Skagafirði. Stefán þótti snemma mjög efnilegur tenórsöngvari. Fyrstu tónleika sína hélt hann á Siglufirði 17 ára að aldri. Haustið 1926 hélt hann til Reykjavíkur og starfaði þar fyrst í Málaranum en hóf síðar nám í rakaraiðn. Hann söng jafnframt í Karlakór Reykjavíkur og stundaði söngnám hjá Sigurði Birkis. Hann hélt tónleika og söng við ýmis tækifæri, meðal annars á kvikmyndasýningum, og vakti mikla athygli fyrir sönghæfileika sína. Úr varð að Richard Thors, forstjóri útgerðarfélagsins Kveldúlfs, styrkti hann til náms á Ítalíu. Stefán hóf söngnám í Mílanó á Ítalíu árið 1930 og lærði lengst af hjá barítónsöngvaranum Ernesto Caronna. Árið 1933 söng Stefán fyrst á sviði á Ítalíu og tók skömmu síðar upp listamannsnafnið Stefano Islandi. Hann söng á Ítalíu um tíma en var síðan á faraldsfæti um skeið, söng bæði heima á Íslandi og á Norðurlöndum og tók upp fyrstu tvær hljómplötur sínar. Árið 1938 söng hann svo hlutverk Pinkertons í óperunni Madame Butterfly við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn við þvílíkar vinsældir að hann settist að í Danmörku, fékk fastráðningu við leikhúsið 1940 og varð það aðalstarfsvettvangur hans allt þar til hann fluttist heim til Íslands. Hann naut mikilla vinsælda í Danmörku og söng fjölda þekktra óperuhlutverka. Hann var útnefndur konunglegur hirðsöngvari 1949. Hann var einnig söngkennari við óperuna og prófdómari við Konunglega tónlistarskólann um skeið. Stefán flutti til Íslands árið 1966 og sneri sér að söngkennslu. Á Kaupmannahafnarárunum kom hann oft heim og hélt tónleika eða söng sem gestur, söng meðal annars Rigoletto í fyrstu íslensku óperuuppfærslunni í Þjóðleikhúsinu 1951."
Maki 1: Else Brems, dönsk óperusöngkona. Þau skildu.
Maki 2: Kristjana Sigurz frá Reykjavík.
Stefán eignaðist fimm börn.

Name of creator

(3. okt. 1853 - 9. ágúst 1927)

Biographical history

Foreldrar: Guðmundur Stefánsson b. á Kirkjuhóli hjá Víðimýri og k.h. Guðbjörg Hannesdóttir. ,,Stefán fæddist þann 3. október árið 1853 á Kirkjuhóli í Skagafirði og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Til fimmtán ára aldurs bjó Stefán í Skagafirði, en fluttist þá í Þingeyjarsýslu og starfaði þar sem vinnumaður. Hann bjó þar allt til þess er hann fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum og systur árið 1873, þá að verða tvítugur. Í fimm ár bjó hann í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum og kvæntist sama ár og hann flutti þaðan náfrænku sinni, Helgu Sigríði Jónsdóttur. Þau áttu saman átta börn, en sex þeirra komust upp. Næst bjó Stefán að Görðum í Norður-Dakóta, í tíu ár. Árið 1889 fluttist hann síðan til Albertafylkis í Kanada og bjó þar til dauðadags. Fyrstu ár Stefáns í Vesturheimi vann hann t.d. við járnbrautalagningu og skógarhögg en hætti því upp úr fertugu og einbeitti sér að búskapnum. Hann afrekaði það sem bóndi að nema land þrisvar og virðist hafa farist það vel úr hendi. Í Wisconsin kallaði Stefán sig Stefán Guðmundsson en í Dakóta var hann skrifaður Stefansson. Þetta leiddi til þess að bréf hans rugluðust við bréf annarra Stefanssona svo Stefán tók upp nafnið Stephan G. Stephansson sem hann varð þekktur undir. Fyrsta ljóðakver Stefáns var Úti á víðavangi sem kom út árið 1894. Ljóðabækur hans urðu fjölmargar, flestar gefnar út í Reykjavík. Eitthvað af lausamáli eftir hann birtist líka í íslensku blöðunum fyrir vestan. Meginverk hans verður að teljast Andvökur I-VI sem út kom á árunum 1909-1938. Andvökur draga nafn sitt af því að Klettafjallaskáldið, eins og Stefán er oft nefndur, átti erfitt með svefn í Vesturheimi og flest ljóð hans því samin á nóttunni."

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Útgefið efni.
Sigfús Halldórsson; Tíu sönglög
Einar Markan; Þrjú sönglög
Árni Thorsteinsson; Einsöngslög
Jónas Þorbergsson; Haustljóð - Stephan G. Stephanson
Skúli Halldórsson við ljóð Sigurðar Grímssonar; Linda.
2 eintök af Ómar, 5 sönglög Bjarni Böðvarsson.
Sigfús Einarsson; Gígjan
Þórarinn Guðmundsson; Tvö sönglög.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Í skjalageymslu HSk.

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

SFA

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

01.03.2018 frumskráning í AtoM.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places