Sýnir 4 niðurstöður

Nafnspjöld
Person Málari

Eiríkur Haukur Stefánsson (1933-1992)

  • S03430
  • Person
  • 24.08.1938-17.07.1992

Eiríkur Haukur Stefánsson, f. á Hjaltastöðum í Blönduhlíð 24.08.1938, d. 17.07.1992. Foreldrar: Stefán Vagnsson og Helga Jónsdóttir, Hann ólst upp á Hjaltastöðum fyrstu æviárin en þegar hann var enn á barnsaldri fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Hann dvaldi þó áfram á sumrin í Hjaltastaðakoti. Hann hélt til Kanda ásamt vini sínum, Kára Jónssyni frá Sauðárkróki að snemma á sjötta áratugnum. Valdi hann þar, aðallega í Winnipeg, í hálft annað ár við ýmis störf. Heim kominn lærði hann málaraiðn og starfaði við það á Sauðárkróki. Síðar var hann við skrifstofustörf hjá Saumastofunni Vöku. Lengst af bjuggu hann og Minný á Víðigrund 13. Þau eignuðust ekki börn en Minný átti tvö börn fyrir.
Maki: Minný Leósdóttir.

Sigtryggur Traustason (1903-1980)

  • S00703
  • Person
  • 10. nóv. 1903 - 24. mars 1980

Sonur Trausta Friðrikssonar og Ásu Nýbjargar Ásgrímsdóttur. Fór til Vesturheims árið 1922 með foreldrum sínum. Starfaði sem málari í Vancouver.

Jónas Pétur Jónsson (1898-1940)

  • S03214
  • Person
  • 21.03.1898-20.06.1940

Jónas Pétur Jónsson, f. á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð 21.03.1898, d. 20.06.1940. Foreldrar: Jón Jónasson (1857-1922) bóndi á Þorleifsstöðum og Guðrún Þóra Þorkelsdóttir (1859-1935) ljósmóðir. (Jónas) Pétur var málari á Sauðárkróki og í Kanada.

Tryggvi Magnússon (1900-1960)

  • Person
  • 06.06.1900-08.09.1960

Tryggvi Magnússon, f. í Bæ við Steingrímsfjörð 06.06.1900, d. 08.09.1960. Foreldrar: Magnús Magnússon og kona hans Anna Eymundsdóttir.
Tryggvi stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1919. Hann fór sama ár til Kaupmannahafnar og nam í Tekniske Selskabsskole og hjá einkakennurum 1919-1921. Hann nam teikningu og málaralist og tók próf upp í Listaháskólann en gat ekki haldið áfram námi þar. Hann gekk í League Art í New York 1921-1922 og nam þar andlitsmyndagerð. Fór síðan í einkaskólann Der Weg í Dresden 1922-1923 og lagði þar stund á málaralist. Árið 1923 kom hann til Reykjavíkur og bjó þar síðan.
Tryggvi teiknaði m.a. drög að öllum sýslumerkjum fyrir Alþingishátíðina 1930 og skjaldarmerkið. Var um árabil aðalteiknarinn í skopritið Spegilinn og þar einna þekktastur fyrir skopmyndir sínar.
Maki: Sigríður Jónína Sigurðardóttir (23.07.1904-22.05.1971) listmálari frá Minni-Þverá í Fljótum. Þau eignuðust tvö börn. Þau slitu síðar samvistir.