Showing 2 results

Authority record
Person Bóndi Kambur Deildardal

Hjálmar Þorgilsson (1871-1962)

  • S03036
  • Person
  • 17. jan. 1871 - 15. okt. 1962

Fæddur á Kambi í Deildardal. Foreldrar: Þorgils Þórðarson (1842-1901), bóndi á Kambi og kona hans Steinunn Árnadóttir (1848-1918). Hjálmar ólst upp hjá foreldrum sínum á Kambi. Faðir hans stundaði m.a. fuglaveiðar í Drangey og þangað fór Hjálmar 15 ára gamall. Árið eftir, 1887, gerðist hann bjargmaður við Drangey og var það óslitið í 18 ár. Varð hann á þeim árum þekktur fyrir að klífa Kerlingu, 80-90 m háan móbergsdrang sem stendur skammt frá Drangey. Var hann annar maðurinn sem það gerði. Eftir andlát föður síns tók Hjálmar við búi á Kambi og bjó þar með móður sinni og systur þar til hann kvæntist árið 1904. Keypti hann þá Hof á Höfðaströnd og fluttist þangað vorið 1905. Meðan hann bjó þar missti hann konu sína. Fljótlega eftir það seldi hann Hof og flutti aftur að Kambi. Var bóndi þar 1913-1930, er dóttir hans og tengdasonur tóku við búi, en hann hafði þó jarðarnytjar til 1942. Hjálmar hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. fyrir jarðarbætur á Hofi. Hann sat um skeið í hreppsnefnd Hofshrepps og var oddviti 1907-1910.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir (1880-1909) frá Sleitustöðum. Þau eignuðust þrjú börn.

Hjálmar Pálsson (1904-1983)

  • S03193
  • Person
  • 03.03.1904-15.04.1983

Hjálmar Pálsson, fæddur 03.03.1904 (05.03. skv. kirkjubók) á Stafni í Deildardal, d. 15.04.1983 í Hafnarfirði. Foreldrar: Páll Ágúst Þorgilsson bóndi í Stafni og síðar á Brúarlandi í Deildardal og kona hans Guðfinna Ásta Pálsdóttir. Hjálmar fluttist með foreldrum sínum frá Stafni að Brúarlandi aðeins eins ár að aldri og ólst þar upp í hópi margra systkina. Faðir hans dó 1925, aðeins 52 ára gamall. Eftir það bjó Hjálmar með móoður sinni og Þorgils bróður sínum á Brúarlandi 1925-1928. Þá fluttist hann að Kambi og kvæntist árið etir Steinunni frændkonu sinni. Mun hann hafa haft ítök í Brúarlandi næstu tvö árin og er þar opinberlega talinn bóndi, en 1930 tekur hann alfarið við búi á Kambi er Hjálmar tengdafaðir hans bregðu búi. Hjálmar var svo búsettur að Kambi til ársins 1982, er hann fór til Hafnarfjarðar til barna sinni. Var hann þá orðinn heilsulaus og lést vorið eftir. Steinunn kona hans lést árið 1942 frá sjö ungum börnum en Hjálmar hélt áfram búskap og ól upp börnin og tóku yngstu dæturnar að sér húsmóðurhlutverkið barnungar. Tvö barnanna voru tekin í fóstur í nærliggjandi bæjum. Í rúm 20 ár bjó Hjálmar félagsbúi ásamt Páli syni sínum og Erlu konu hans en þau flutti til Sauðárkróks 1976 og síðustu 3-4 árin var Hjálmar einn á Kambi. Var hann þá með annan fótinn á Háleggsstöðum hjá Þórönnu dóttur sinni.
Maki: Steinunn Hjálmarsdóttir (11.06.1905-15.07.1942). Þau eignuðust tíu börn. Tvö dóu úr kíghósta á fyrsta ári og eitt lést samdægurs.