Showing 630 results

Authority record
Person Sauðárkrókur

Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir (1890-1968)

  • S01369
  • Person
  • 29. júní 1890 - 29. maí 1968

Fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp. Kvæntist Gísla Ólafssyni skáldi frá Eiríksstöðum í Svartárdal, þau eignuðust þrjú börn og ólu einnig upp dótturson sinn. Fyrstu ár sín í hjónabandi voru þau í húsmennsku á nokkrum bæjum í Svartárdal. Bjuggu á Blönduósi 1924-1928 er þau fluttu til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til æviloka. Jakobína starfaði mikið með kvenfélagi Sauðárkróks og var meðal þeirra sem lögðu fyrstu hönd að gróðursetningu trjáplantna í Sauðárgili þar sem nú kallast Litli skógur.

Ingvi Geirmundsson (1959-

  • S02236
  • Person
  • 22. sept. 1959-

Sonur Guðríðar Önnu Guðjónsdóttur frá Nýlendi í Deildardal og Geirmundar Jónssonar frá Grafargerði. Læknir.

Ingvar Jónsson (1917-2003)

  • S00939
  • Person
  • 8. janúar 1917 - 18. janúar 2003

Ingvar Jónsson fæddist í Steinholti í Staðarhreppi í Skagafirði 8. janúar 1917. Foreldrar hans voru Áslaug Egilsdóttir og Jón Guðmundsson. ,,Ingvar ólst upp á Sauðarkróki. Hann stundaði nám í Íþróttaskólanum í Haukadal 1937-38. Hinn 19. apríl 1942 kvæntist Ingvar Elínborgu Ásdísi Árnadóttur frá Kringlu í Torfalækjarhreppi. Bjuggu þau fyrstu árin á Sauðárkróki en fluttu til Akranes 1945 og svo til Skagastrandar 1950 og bjuggu þar allt til enda, þau eignuðust þrjú börn."

Ingvar Gýgjar Jónsson (1930-

  • S02475
  • Person
  • 27. mars 1930-

Fæddur í Skagafirði. Sonur hjónanna Olgu Sigurbjargar Jónsdóttur og Jóns Jónssonar frá Hafsteinsstöðum, síðar á Gýgjarhóli í Staðarhreppi í Skagafirði. Kvæntist Sigþrúði Sigurðardóttur, þau eignuðust fimm börn. Býr á Sauðárkróki.

Ingvar Bjarni Sighvats (1948-

  • S02886
  • Person
  • 17. mars 1948-

Foreldrar: Sighvatur Pétursson Sighvats (1915-1991) á Sauðárkróki og Herdís Pálmadóttir frá Reykjavöllum. Rafvirki á Sauðárkróki. Var formaður Ferðafélags Skagfirðinga. Maki: Elsa Sigurjónsdóttir.

Ingunn Björnsdóttir (1922-2004)

  • S01823
  • Person
  • 18. júlí 1922 - 29. nóv. 2004

Ingunn Björnsdóttir fæddist á Stóru-Ökrum 18. júlí 1922. Foreldrar hennar voru Sigríður Gunnarsdóttir húsfreyja á Stóru-Ökrum og Björn Sigurðsson bóndi og símstöðvarstjóri þar. ,,Maður Ingunnar var Geir Axelsson, þau bjuggu fyrstu árin í Bakkaseli en Björn faðir Ingunnar rak þar greiðasölu. Fluttu þau síðan að Hrólfsstöðum þar sem þau bjuggu í 8 ár, eða þar til þau eignuðust jarðirnar Litladal og Brekkukot en þar bjuggu þau þar til þau fluttu á Sauðárkrók árið 1982.." Ingunn og Geir eignuðust sjö börn.

Ingólfur Siggeir Andrésson (1912-1957)

  • S00164
  • Person
  • 26.04.1912-26.04.1957

Fæddur í Reykjavík 26. apríl 1912. Foreldrar hans voru Andrés Folmer Nilsen frá Leiðarhöfn við Vopnafjörð og Guðný Jósefsdóttir frá Uppsölum í Flóa. Ingólfur ólst upp með foreldrum sínum Reykjavík. Þegar hann var þriggja ára fékk hann lömunarveiki uppúr kíghósta og var fatlaður á fæti alla tíð síðan. Árið 1936 flutti hann til Sauðárkróks og vann þar við bílaviðgerðir. Í kringum 1943 fór hann aftur suður til þess að nema bifvélavirkjun og útskrifaðist með meistararéttindi í þeirri grein árið 1946. Sneri hann þá aftur til Sauðárkróks og byggði eigið verkstæði norðan við íbúðarhús sitt við Knarrarstíg. Ingólfur giftist Ingibjörgu Ágústsdóttur frá Ósi á Borgarfirði eystra, þau eignuðust eina dóttur.

Ingólfur Guðmundsson (1953-

  • S01766
  • Person
  • 14. maí 1953-

Sonur Guðmundar Helgasonar frá Tungu í Gönguskörðum og k.h. Ernu Guðbjargar Ingólfsdóttur frá Sauðárkróki.

Ingólfur Arnarson (1959-

  • S01897
  • Person
  • 15.12.1959

Foreldrar: Örn Friðhólm Sigurðsson og Erla Ásgrímsdóttir. Kvæntur Kristínu Jónsdóttir frá Hellulandi.

Ingólfur Agnarsson (1915-1990)

  • S01833
  • Person
  • 6. jan. 1915 - 13. apríl 1990

Sonur Agnars Baldvinssonar b. í Litladal og k.h. Árnýjar Jónsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki. Rak fornbókasölu. Ókvæntur og barnlaus.

Ingimundur K. Guðjónsson (1958-

  • S03094
  • Person
  • 25. feb. 1958-

Sonur Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara á Sauðárkróki og k.h. Ingibjargar Kristjánsdóttur. Tannlæknir á Sauðárkróki. Kvæntur Agnesi Huldu Agnarsdóttur, þau eiga fimm börn.

Ingimundur Árnason (1923-2017)

  • S02006
  • Person
  • 9. ágúst 1923 - 27. jan. 2017

Ingimundur Árnason fæddist í Ketu í Hegranesi 9. ágúst 1923. Ingimundur giftist árið 1950 Baldvinu Ásgrímsdóttur frá Syðra-Mallandi á Skaga. Ingimundur og Baldvina hófu búskap í Ketu í Hegranesi árið 1950, þau eignuðust tvö börn. Baldvina lést árið 1960 en Ingimundur bjó áfram í Ketu ásamt börnum sínum til ársins 1974 er hann fluttist til Sauðárkróks. Þar starfaði hann fyrst sem olíubílstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og við ýmis önnur störf. Vorið 1982 keypti hann jörðina Laufskála í Hjaltadal og flutti þangað með sambýliskonu sinni, Maríu Hermannsdóttur frá Lóni í Viðvíkursveit. María lést árið 1985, þá flutti Ingimundur aftur á Sauðárkrók og bjó þar síðan, starfaði lengst af sem vörubílstjóri.

Ingimar Jónsson (1957-

  • S02232
  • Person
  • 10.05.1957-

Sonur Jóns Stefánssonar verkstæðisformanns á Sauðárkróki og k.h. Petru Gísladóttur.

Ingimar Bogason (1911-1996)

  • S01469
  • Person
  • 18. maí 1911 - 19. maí 1996

Ingimar Bogason fæddist á Syðra-Skörðugili á Langholti í Skagafirði 18. maí 1911. ,,Foreldrar hans voru hjónin Bogi Gíslason bóndi á Syðra-Skörðugili og kona hans Þorbjörg Ólafsdóttir. Ingimar kvæntist 30. maí 1943 Engilráði Sigurðardóttur frá Hvammi í Svartárdal og hófu þau búskap að Halldórsstöðum í Seyluhreppi. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1945 og bjuggu þar síðan, lengst af á Freyjugötu 34, þau hjónin eignuðust fjóra syni."

Ingibjörg Sigríður Pétursdóttir Eriksen (1912-1956)

  • S01641
  • Person
  • 29. júní 1912 - 20. júní 1956

Foreldrar: Pétur Eriksen skósmiður, f. 1870, skósmiður á Sauðárkróki og Ingibjörg Ólafsdóttir Eriksen, f. 1872, frá Harrastöðum á Skagaströnd. Ingibjörg var ógift og barnlaus.

Ingibjörg Kristjánsdóttir (1922-2010)

  • S02285
  • Person
  • 11.09.1922-02.01.2010

Ingibjörg Kristjánsdóttir var fædd 11. september 1922. Foreldrar hennar voru Kristján Árnason bóndi á Krithóli í Skagafirði og kona hans Ingibjörg Jóhannsdóttir. Fósturforeldrar hennar voru Sigurður Þórðarson alþingismaður og kaupfélagsstjóri á Nautabúi, síðar Sauðárkróki, og kona hans Ingibjörg Sigfúsdóttir. Ingibjörg giftist 27. maí 1944, Guðjóni Ingimundarsyni (1915-2004) og áttu þau saman sjö börn. Ingibjörg lauk hefðbundinni skólagöngu og fór í Kvennaskólann á Blönduósi áður en hún giftist Guðjóni. Þau bjuggu á Sauðárkróki alla sína hjúskapartíð. Hún vann við verslunarstörf en síðan tóku við skyldur og störf á stóru heimili. Hún var félagi í Kirkjukór Sauðárkróks í mörg ár og starfaði í Kvenfélagi Sauðárkróks um árabil. Þá lagði hún ýmsum félögum lið ekki síst þeim sem tengdust félagsstarfi eiginmannsins. Eftir að börnin uxu úr grasi starfaði hún við Sundlaug Sauðárkróks til starfsloka.

Ingibjörg Jósafatsdóttir (1940-

  • S02289
  • Person
  • 13.05.1940-

Foreldrar: Jónanna Sigríður Jónsdóttir frá Hofsósi og Jósafat Sigfússon frá Gröf á Höfðaströnd. Kvæntist Sveini M. Friðvinssyni, þau eignuðust þrjú börn. Búsett á Sauðárkróki.

Ingibjörg Jónsdóttir (1908-2001)

  • S01489
  • Person
  • 5. apríl 1908 - 11. ágúst 2001

Ingibjörg er fædd á Bólu í Blönduhlíð, dóttir Jóns Ingimars Jónassonar og k.h. Oddnýjar Stefánsdóttur. Ingibjörg ólst upp í Bólu en fór til Akureyrar 1922 þar sem hún var m.a. í vistum. Hún fór í Kvennaskólann í R.vík og lauk þar námi. Árið 1930 flutti hún til Siglufjarðar þar sem hún setti upp matsölu og rak hana að sumrinu. Þá rak hún einnig saumastofu á Siglufirði og saumaði skinnhúfur, skinnhanska, lúffur og vinnuvettlinga. Þessa framleiðslu seldi hún víða um land. Ingibjörg tók mikinn þátt í félagslífi á Siglufirði. Auk þess að syngja með Kirkjukór Siglufjarðar starfaði hún með kvenfélaginu þar og eitthvað með leikfélagi Siglufjarðar. Árið 1945 flutti hún ásamt manni sínum, Pétri Helgasyni, til Sauðárkróks, þar sem þau tóku fyrst við rekstri Hótel Tindastóls og síðar Villa Nova. Eftir að þau hættu rekstri Hótel Tindastóls, setti Ingibjörg þar upp hannyrðaverslun í félagi við Sigríði Önnu Stefánsdóttur og ráku þær hana þar til 1970, að Ingibjörg opnaði verslun að Hólavegi 16 sem hún rak meðan heilsa leyfði. Vefnaðarvöruverslun hennar var vinsæl og þekkt fyrir góða og vandaða vöru. Hún gekk til liðs við Kirkjukór Sauðárkróks og söng þar meðan heilsa leyfði. Einnig var hún virk í starfi Kvenfélags Sauðárkróks og var gerð að heiðursfélaga á 90 ára afmæli félagsins árið 1985.
Ingibjörg og Pétur eignuðust einn son saman og tóku einn fósturson, fyrir hjónaband hafði Pétur eignast dóttur.

Ingibjörg Jónsdóttir (1890-1985)

  • S00977
  • Person
  • 14. júní 1890 - 3. okt. 1985

Dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstjóra á Sauðárkróki (1907-1920) og Guðbjargar Sölvadóttur frá Skarði. Kvæntist Birni Magnússyni frá Garðakoti. Þau bjuggu á Borðeyri og Ísafirði.

Ingibjörg Guðmundsdóttir (1876-1936)

  • S00889
  • Person
  • 18.08.1876-13.09.1936

Fædd í Vatnahverfi í Refasveit. Kvæntist Þorleifi Þorbergssyni frá Selá á Skaga, þau bjuggu á Sauðárkróki. Eftir að Þorleifur lést úr holdsveiki 1906 flutti Ingibjörg til Gísla bróður síns sem þá rak Hótel Tindastól. Ingibjörg og Þorleifur eignuðust eina dóttur.

Ingibjörg Björnsdóttir (1896-1997)

  • S01701
  • Person
  • 21. okt. 1896 - 2. sept. 1997

Foreldrar: Björn Benónýsson b. á Illugastöðum í Laxárdal og k.h. Ingibjörg Stefánsdóttir. Tveggja ára gömul fór Ingibjörg í fóstur til Sigríðar föðursystur sinnar og manns hennar Magnúsar Hjálmarssonar að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Árið 1907 fluttust þau hjón með Ingibjörgu að Illugastöðum í Laxárdal til Björns föður hennar. Þar voru þau eitt ár, en fluttust síðan til árs búskapar að Ingveldarstöðum ytri á Reykjaströnd og árið 1909 fóru þau til Sauðárkróks og settust að í húsinu Brimgarði. Ingibjörg fermdist árið 1911, og sama árið fór hún vinnukona að Hólkoti á Reykjaströnd. Árið 1912 fór hún frá Hólkoti að Bakka í Vallhólmi, þar sem kynntist mannsefni sínu, Agli Gottskálkssyni. Þau bjuggu á Hvammkoti á Skaga 1917-1921, á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1921-1926, í Hjaltastaðakoti 1926-1935, á Mið-Grund 1935-1968. Síðast búsett á Akureyri. Ingibjörg lést 101 árs gömul.
Ingibjörg og Egill eignuðust átta börn.

Ingibjörg Árnadóttir (1885-1966)

  • S02168
  • Person
  • 6. okt. 1885 - 18. júlí 1966

Dóttir Árna Magnússonar b. á Syðra-Mallandi á Skaga og k.h. Baldvinu Ásgrímsdóttur. Rak prjónastofu á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Ingibjörg Alda Bjarnadóttir (1929-2009)

  • S01807
  • Person
  • 2. maí 1929 - 1. ágúst 2009

Ingibjörg Alda Bjarnadóttir fæddist á Sauðárkróki 2. maí 1929. Hún var dóttir hjónanna Helgu Pétursdóttur saumakonu og Bjarna Antons Sigurðssonar sjómanns. ,,Eftir að Alda missti föður sinn ung að árum, fluttist móðir hennar frá Sauðárkróki til Akureyrar. Alda þurfti að hætta skólagöngu í Menntaskólanum á Akureyri sökum þess að hún fékk berkla. Árið 1954 fór hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og kláraði próf þaðan árið 1955. Árið 1952 giftist Alda Stefáni Skaftasyni lækni frá Siglufirði, þau skildu, þau eignuðust eina dóttur. Alda og Stefán bjuggu bæði í Þýskalandi og Svíþjóð en eftir að þau skildu fluttist hún aftur til Akureyrar. Á Akureyri kynntist hún síðari manni sínum, Magnúsi, þar sem hann starfaði sem bæjarstjóri, þau eignuðust tvær dætur. Bjuggu þau hjónin á Akureyri til ársins 1967 en fluttu þá suður. Alda og Magnús fluttu í Kópavoginn og bjuggu þar allt fram á dánardag Magnúsar. Síðast búsett í Keflavík.

Ingi Gests Sveinsson (1919-2000)

  • S03587
  • Person
  • 04.11.1919-12.5.2000

Ingi Gests Sveinsson, f. í Reykjavík 04.11.1919, d. 12.05.2000 í Hafnarfirði. Foreldrar: Sveinn Helgason frá Ketilsstöðum á Kjalarnesi og kona hans Björg Sigríður Þórðardóttir frá Sperlahlíð í Arnarfirði. Ingi ólst upp hjá foreldrum sínum i Reykjavík. Hann vann sem sendill, m.a. hjá O. Johnson og Kaaber. Árið 1941 lauk hann sveinsprófi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Síðan lærði hann vélvirkjun og bifvélarvirkjun. Árið 1945 flutti hann í Neskuapsstað og sáum byggingu slippsins þar. Árið 1948 kom hann á Sauðárkrók og tók við formennsku á Bifreiða- og vélaverkstæði KS. Þar vann hann til 1958, að hann byggði eigið verkstæði, Vélaverkstæði Inga Sveinssonar. Sumrin 1958 og 1959 vann hann á skurðgröfu hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga. Verkstæði rak hann til 1963 en þáfluttist hann til Reykjavíkur. Gerðist hann vélstjóri á olíuflutningaskipinu Hamrafelli og 1964-1966 vann hann við Búrfellsvirkjun. Árið 1967 hóf hannstörf hjá Íslenska álfélaginu þear það hóf göngu sína. Ingi var mikill sundmaður og tók átt í ýmsum keppnum og átti mörg Íslandsmet. Ingi var radíóamatör og á Sauðárkróki byggði hann fyrstur manna loftnetsturn með snúanlegu stefnuvirku loftneti. Hann var eini Íslendingurinn og einn örfárra manna á heimsvísu sem hafði komið á staðfestu radíósambandi í öll lönd veraldar. Hann var heiðursfélagi í íslenska radíóamatörafélaginu. Á Sauðárkróki kenndi Ingi eðlis- og efnafræði við Iðnskólann um tíma og tók virkan þátt í starfi Rótarýklúbbsins.
Maki 1: Guðrún Sigríður Gísladóttir (1941-1988). Þau eignuðust fjögur börn. Þau slitu samvistir 1968.
Maki 2: Lilja Eygló Karlsdóttir (191-2010). Lilja átti fimm börn af fyrra hjónabandi.

Indíana Sveinsdóttir (1891-1968)

  • S02678
  • Person
  • 3. ágúst 1891 - 22. júní 1968

Foreldrar: Sveinn Gunnarsson b. á Mælifellsá og k.h. Margrét Þórunn Árnadóttir. Kvæntist Hallgrími Valberg, þau bjuggu á Mælifellsá 1918-1923, í Kálfárdal 1923-1931, eftir það á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Indíana Albertsdóttir (1906-2001)

  • S02869
  • Person
  • 5. maí 1906 - 4. feb. 2001

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi) bændur á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Stefán Þórðarson múrari, frá Þorljótsstöðum í Skagafirði, f. 1895, d. 1951. Þau eignuðust þrjár dætur. Þau hófu búskap hjá foreldrum Indíönu en fluttust fljótlega að Kollugerði í sömu sveit og síðan að Eyjakoti á Skagaströnd. Þaðan fluttu þau síðan til Sauðárkróks eftir 15 ára búskap. Eftir andlát Stefáns sá Indíana fyrir sér með kaupavinnu á sumrin og vann við fiskvinnu á veturna. Að nokkrum árum liðnum tók hún að sér að annast heimili fyrir ekkjumanninn Skafta Magnússon. Héldu þau saman heimili yfir 20 ár eða þar til Skafti andaðist 1982 en þá voru þau flutt í Kópavog. Síðustu þrjú æviárin bjó Indíana á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.

Hulda Vilhjálmsdóttir (1943-

  • S01523
  • Person
  • 20.12.1943-

Dóttir Vilhjálms Hallgrímssonar trésmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Heiðbjartar Óskarsdóttur. Gagnfræðingur frá Akureyri 1960. Fór eftir það í húsmæðraskóla í Vejle í Danmörku og lauk prófi þaðan vorið 1962. Stundaði síðan skrifstofustörf í Kaupmannahöfn í níu mánuði. Var við símavörslu á Sauðárkróki um tíma en flutti til Akureyrar árið 1964 og vann þar á Landsímastöðinni um tíma. Kvæntist Þórarni Blómkvist Jónssyni.

Hulda Tómasdóttir (1942-2011)

  • S02876
  • Person
  • 3. apríl 1942 - 2. ágúst 2011

Foreldrar: Tómas Björnsson, trésmiður á Sauðárkróki, f. 1895. og Líney Sigurjónsdóttir húsmóðir, f. 1904. Maki: Kári Valgarðsson húsasmiður, f. 1942, d. 2012. Hulda og Kári hófu búskap á Kambastíg 4, Sauðárkróki, en fluttu síðan á Smáragrund 21. Þau eignuðust þrjú börn. Hulda starfaði allan sinn starfsferil hjá Pósti og síma, síðar Íslandspósti, að frátöldum 2-3 árum þegar hún var um tvítugt, þar sem hún starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og Verslunarfélagi Skagfirðinga.

Hulda Gísladóttir (1913-1993)

  • S03611
  • Person
  • 08.08.1913-14.08.1993

Hulda Gísladóttir, f. á Bólstað í Svartárdal 08.08.1913, d. 14.08.1993. Foreldrar: Gísli Ólafsson og Jakobína Þorleifsdóttir. Um tvítugt fluttist Hulda til Siglufjarðar. Þar starfaði hún m.a. við síldarsöltun. Hún giftist fyrri manni sínum þar. Þegar seinni maður hennar lést árið 1954 flutti hún til Sauðárkróks og bjó þar síðan. Hún starfaði sem matráðskona hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.
Maki: Anton Ingimarsson. Þau slistu samvistir. Þau eignuðust fjögur börn.
Maki 2: Hilmar Jónsson frá Tungu í Fljótum.

Hulda Ester Michelsen (1912-1985)

  • S00079
  • Person
  • 26. nóv. 1912 - 29. ágúst 1985

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúar Pálsdóttur. Starfaði sem ljósmyndari í Reykjavík.

Hreinn Þorvaldsson (1937-2006)

  • S01845
  • Person
  • 5. júní 1937 - 17. feb. 2006

Hreinn Þorvaldsson fæddist á Sauðárkróki 5. júní 1937. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þorvaldsson verslunarmaður og Hulda Jónsdóttir. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki. Kvæntist Guðrúnu Þ. Vagnsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Hrefna Jóhannsdóttir (1905-1993)

  • S03091
  • Person
  • 17. des. 1905 - 3. jan. 1993

,,Hún var fædd á Kjartansstöðum í Staðarhreppi 17. desember 1905. Foreldrar hennar voru þau Ingibjörg Jónsdóttir, ljósmóðir frá Botnastöðum í Svartárdal, og Jóhann Sigurðsson, bóndi frá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Hrefna kvæntist Jóni Friðbjörnssyni frá Rauðuskriðu í Aðaldal, árið 1933. Þau settust að á Sauðárkróki og bjuggu lengst af á Freyjugötu 23, í húsi sem þau reistu og kölluðu Víkingvatn, þau eignuðust tvo syni."

Hrafnhildur Stefánsdóttir (1937-1998)

  • S02155
  • Person
  • 11. júní 1937 - 15. júlí 1998

Hrafnhildur Stefánsdóttir fæddist á Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Stefán Vagnsson og Helga Jónsdóttir. Fjölskyldan bjó á Hjaltastöðum fram til ársins 1942, er þau fluttust til Sauðárkróks. Hrafnhildur stundaði nám við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Hinn 16. febrúar 1957 giftist Hrafnhildur Stefáni Guðmundssyni, þau eignuðust þrjú börn. Hrafnhildur rak um skeið eigin verslun, en lengst af starfaði hún í Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki.

Hrafnhildur Ester Pétursdóttir (1939-

  • S02705
  • Person
  • 3. maí 1939-

Foreldrar: Pétur Jónsson verkstjóri á Sauðárkróki og kona hans Ólafía Sigurðardóttir. Flugfreyja hjá Loftleiðum um tíma. Tannfræðingur og starfsmaður á tannlæknastofu og hjá Reykjavíkurborg. Lærði tannfræði í Árósum í Danmörku. Búsett á Akureyri, síðar í Reykjavík. Maki: Pétur Pálmason byggingarverkfræðingur, þau eignuðust fimm börn.

Hörður Pálsson (1933-2015)

  • S02158
  • Person
  • 27. mars 1933 - 15. sept. 2015

Hörður Húnfjörð Pálsson fæddist á Skagaströnd 27. mars 1933. Foreldrar Harðar voru Páll Sveinbjörnsson bifreiðastjóri á Sauðárkróki, og Sigrún Ásbjörg Fannland skáldkona. ,,Hörður ólst upp á Sauðárkróki. Hann starfaði hjá Guðjóni í Sauðárkróksbakaríi til 1958, tók þá við rekstri Alþýðubrauðgerðarinnar á Akranesi og rak hana 1958-63. Hann keypti þá bakaríið, breytti nafni þess í Harðarbakarí og starfrækti það til 1998. Hörður var einn af stofnendum Íþróttafélagsins Drangeyjar á Sauðárkróki, en það sameinaðist ungmennafélaginu Tindastóli 1948. Hann æfði og keppti í frjálsum íþróttum, sat síðar í knattspyrnuráði Akraness og var formaður þess 1988-89. Hörður gekk ungur í stúku, var æðsti templar stúkunnar Gleymmér-ei á Sauðárkróki, starfaði í stúkunni Akurblóminu á Akranesi og sat lengi í stjórn Stórstúku Íslands. Hörður söng í kirkjukór Sauðárkróks og síðan í kirkjukór Akraness. Hann stofnaði, ásamt þremur öðrum Skagakvartettinn 1967 og starfaði í Oddfellow-reglunni frá 1960. Hörður var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi 1974-86, sat í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands, í stjórn Dvalarheimilisins Höfða og var stjórnarformaður Skipasmíðastöðvarinnar Þorgeir og Ellert á Akranesi 1994-2008. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 2003." Hörður kvæntist Ingu Þóreyju Sigurðardóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Hörður Guðmundsson (1928-1987)

  • S01975
  • Person
  • 23. mars 1928 - 22. ágúst 1987

Sonur Hólmfríðar Jónasdóttur, verkakonu og skáldkonu frá Hofdölum, og Guðmundar Jósafatssonar, verkamanns frá Krossanesi. Uppvaxtarár sín dvaldi Hörður að mestu í foreldrahúsum á Sauðárkróki. Sjómaður og vélgæslumaður á Sauðárkróki. Þá vann hann einnig við hin ýmsu störf í landi lengi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sem afgreiðslumaður og síðustu árin sem afgreiðslumaður hjá ÁTVR á Sauðárkróki. Einnig hljóðfæraleikari. Kvæntist Sólborgu Valdimarsdóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Hólmfríður Rögnvaldsdóttir (1947-

  • S01694
  • Person
  • 24. okt. 1947-

Foreldrar: Rögnvaldur Ólafsson (Valdi rakari) og Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir. Maður hennar er Guðmundur G. Halldórsson, þau eiga tvær dætur.

Hólmfríður Friðriksdóttir (1937-2013)

  • S01013
  • Person
  • 03.07.1937-02.02.2013

Hólmfríður Friðriksdóttir fæddist á Sauðárkróki 3. júlí 1937. Foreldrar hennar voru Friðrik Guðmann Sigurðsson bifvélavirki og Brynhildur Jónasdóttir, húsmóðir og verkakona. Hólmfríður giftist 26.9.1959 Jóni Karli Karlssyni frá Mýri Bárðardal, þau eignuðust þrjú börn. ,,Starfsferill Hólmfríðar einkenndist í upphafi af hefðbundnum verkakvennastörfum og verslunar- og þjónustustörfum. Þannig vann hún við verslanir Kaupfélags Skafirðinga, um tíma við fiskvinnslu og verksmiðjustörf, en lengst af á umboðsskrifstofu Brunabótafélags Íslands á Sauðárkróki og seinna VÍS, þar af lengi sem umboðsmaður ásamt eiginmanni sínum. Hún tók þátt í ýmsum félagsstörfum og lengst af í Lionshreyfingunni þar sem hún var mjög virk, bæði í sínum klúbbi og með eiginmanni sínum."

Hólmfríður Elín Helgadóttir (1900-2000)

  • S02032
  • Person
  • 14.01.1900-22.06.2000

Hólmfríður Elín Helgadóttir fæddist á Ánastöðum í Svartárdal hinn 14. janúar 1900. Foreldrar hennar voru þau Margrét Sigurðardóttir og Helgi Björnsson á Ánastöðum. Hólmfríður glímdi við fötlun á fæti sem talin hafa verið vegna útvortis berkla. Eftir fermingu var hún send til Jónasar læknis á Sauðárkróki og dvaldi þar í níu ár, Jónas reyndi hvað hann gat að bjarga fætinum og gerði margar aðgerðir. Fóturinn hætti að lengjast og var allt að 14 cm. styttri en hinn. Veturinn 1923-1924 dvaldi hún í Reykjavík við nám í saumaskap. Hólmfríður kvæntist árið 1924 Magnúsi Halldórssyni b. og verkamanni á Sauðárkróki, þau eignuðust sex börn. Hólmfríður missti mann sinn árið 1932 og kvæntist ekki aftur, var búsett á Sauðárkróki.

Hólmar Magnússon (1914-1995)

  • S02550
  • Person
  • 14. okt. 1914 - 8. júlí 1995

Hólmar var fæddur á Sauðárkróki. Hann ólst upp hjá ömmu sinni, Málfríði Friðgeirsdóttur og manni hennar Þorkeli Jónssyni. Hólmar var stýrimaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og vann sem slíkur í mörg ár. Hann var einnig húsasmiður að mennt og starfaði lengi á verkstæði Leikfélags Reykjavíkur.

Hólmar Ástvaldsson (1967-

  • S02264
  • Person
  • 29. apríl 1967-

Sonur Þórdísar Einarsdóttur og Ástvaldar Guðmundssonar rafvirkjameistara. Viðskiptafræðingur.

Hjörleifur Andrésson (1885-1965)

  • S03115
  • Person
  • 12. júlí 1885 - 31. des. 1965

Foreldrar: Andrés Pétursson b. á Öldubakka á Skaga og k.h. Kristjana Jónsdóttir. Bóndi á Öldubakka 1912-1916, á Þorbjargarstöðum í Laxárdal 1919-1920, á Breiðstöðum í Skörðum 1920-1921 er hann flutti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki starfaði hann m.a. við sláturhús K.S. og var í sigflokki Marons Sigurðssonar í Drangey. Hjörleifur tók þátt í starfsemi Leikfélags Sauðárkróks og lék m.a. hlutverk Skugga-Sveins í samnefndu leikriti. Árið 1925 kvæntist Hjörleifur Steinvöru Júníusdóttur. Þau slitu samvistir eftir stutta sambúð. Hjörleifur kvæntist ekki aftur og var barnlaus.

Hjálmar Sigurður Helgason (1909-2005)

  • S02036
  • Person
  • 29.08.1909-21.04.2005

Hjálmar Sigurður Helgason fv. bifreiðarstjóri, Holtagerði 84 í Kópavogi fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 29. ágúst 1909. Foreldrar hans voru Margrét Sigurðardóttir frá Ásmúla í Holtum og Helgi Björnsson bóndi. Hjálmar kvæntist 6. maí 1943 konu sinni Kristbjörgu Pétursdóttur kennara frá Hranastöðum í Eyjafirði, f. 25. júlí 1916. Þau bjuggu fyrst eitt ár á Sauðárkróki, síðan á Akureyri frá 1944 - 1967. Þá fluttust þau til Kópavogs og bjuggu þar upp frá því.

Hilmar Hilmarsson (1949-)

  • S02900
  • Person
  • 20. maí 1949-

Foreldrar: Hulda Gísladóttir og Hilmari Jónssyni frá Tungu í Fljótum. Alinn upp á Sauðárkróki. Kjötiðnaðarmaður. Maki: Kristbjörg Óladóttir. Þau eiga þrjú börn og eru nú búsett í Reykjavík.

Herdís Sigurjónsdóttir (1914-1999)

  • S01463
  • Person
  • 25. des. 1914 - 29. sept. 1999

Herdís Sigurjónsdóttir fæddist í Sigríðarstaðakoti í Flókadal í Fljótum í Skagafirði 25. desember 1914. ,,Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Björnsson frá Sigríðarstöðum í Flókadal, síðar skipstjóri á Siglufirði og kona hans Sigurlaug Jóhannsdóttir frá Helgustöðum í sömu sveit. Þegar Herdís var tíu ára gömul fluttist fjölskyldan að Hóli við Siglufjörð en síðan inn í kaupstaðinn á Hólaveg 5 þar sem fjölskyldan bjó upp frá því. Árið 1937 fluttist Herdís til Sauðárkróks til Valdimars Péturssonar sem hún giftist síðar, þau eignuðust þrjú börn."

Herdís Pétursdóttir (1871-1928)

  • S00199
  • Person
  • 04.12.1871-25.01.1928

Herdís var fædd í Valadal. Foreldrar hennar voru Pétur Pálmason og Jórunn Hannesdóttir. Hún var gift Sr. Hálfdáni Gunnarssyni presti í Goðdölum, síðar vígslubiskupi á Sauðárkróki. Þau eignuðust fimm börn, þrjú þeirra misstu þau í æsku.

Herdís Helgadóttir (1928-2017)

  • S01704
  • Person
  • 10. júlí 1928 - 19. jan. 2017

Fæddist á Sauðárkróki 10. júlí 1928, dóttir Helga Ólafssonar kennara og Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. ,,Herdís lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1951 og var skólahjúkrunarfræðingur á Siglufirði frá 1955 til 1968. Hún hóf störf á lungnadeild Landspítalans árið 1968 og var deildarstjóri taugadeildar frá 1970 til 1984. Herdís var deildarstjóri á Droplaugarstöðum frá 1986 til 1991. Hún var varaformaður Kvenfélags Hallgrímskirkju frá 1968 til 1985 og varaformaður Prestakvennafélags Íslands frá 1972 til 1975." Herdís giftist sr. Ragnari Fjalari Lárussyni, prófasti frá Miklabæ, þau eignuðust sex börn.

Herbert Alfreð Jónsson (1922-2000)

  • S00433
  • Person
  • 2. mars 1922 - 24. júlí 2000

Fæddur á Sauðárkróki, sonur Jóns Jónssonar, bónda og verkamanns og Tryggvínu Sigríðar Sigurðardóttur. Bjó á Neskaupstað.

Henrik Adólf Kristjánsson Linnet (1919-2014)

  • S01264
  • Person
  • 21. júní 1919 - 6. júní 2014

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Héraðslæknir í Bolungarvík, síðar læknir í Reykjavík.

Helgi Rafn Traustason (1937-1981)

  • S01655
  • Person
  • 18. apríl 1937 - 21. des. 1981

Helgi Rafn Traustason fæddist á Patreksfirði 18. apríl 1937. Foreldrar hans voru Trausti Jóelsson og kona hans Rannveig Jónsdóttir.
Helgi Rafn stundaði nám í gagnfræðaskólanum í Reykjavík, á Laugarvatni og Akureyri. Hann lauk gagnfræðaprófi með ágætum frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Veturinn 1954-1955 nam hann við Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk hann prófi úr þeim skóla árið 1955. Sama ár flutti skólinn að Bifröst í Borgarfirði. Hann vann við hreingerningar í Samvinnuskólanum er hann var við nám þar og hóf störf hjá Samvinnutryggingum mánuði áður en hann lauk þar námi. Þá vann hann nokkur sumur hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar og í fjármáladeild Sambandsins sumarið 1954. Hann var aðalbókari hjá Samvinnutryggingum 1955-1960, kaupfélagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna 1960-1963, fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga 1963-1972 og kaupfélagsstjóri KS 1972-1981. Helgi Rafn var frumkvöðull körfuboltans á Sauðárkróki.
Kona hans: Inga Valdís Tómasdóttir (1937-). Þau kvæntust árið 1957.

Helga Steinsdóttir (1852-1931)

  • S03041
  • Person
  • 4. nóv. 1852 - 1. jan. 1931

Fædd að Stóru-Gröf. Foreldrar: Steinn Vigfússon bóndi í Stóru-Gröf (1814-1887) og kona hans Helga Pétursdóttir (f. 1820-1892). Helga ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar, sem veitt var "betri bænda dætrum." Hún tók oft fósturbörn um lengri eða skemmri tíma. Þegar hún settist að á Sauðárkróki keypti hún leyfi til veitingasölu og gistihússreksturs og stundaði það um 30 ár í eigin íbúð. Rak einnig búskap í nokkur ár og leigði sér lönd til heyskapar. kMaki: Jónas Halldórsson. Þau giftu sig um 1875. Bjuggu að Stóru-Seylu á Langholti til 1888 en fóru þá búferlum að Keldudal í Hegranesi og bjuggu þar til 1901. Þá brugðu þau búi og fluttu til Sauðárkróks og fór Jónas síðar til dætra sinna í Ameríku en Helga varð eftir. Þau eignuðust 4 börn og fóru þrjú þeirra til Ameríku.

Helga Sigríður Sigurðardóttir (1909-1987)

  • S02849
  • Person
  • 3. júlí 1909 - 26. sept. 1987

Helga Sigríður Sigurðardóttir, f. 03.07.1909 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, húsvörður í barnaskólanum á Sauðárkróki. Helga Sigríður ólst upp á Sauðárkróki til sjö ára aldurs en fór þá í fóstur að Fagranesi á Reykjaströnd til hjónanna Björns og Dýrólínu. Maki: Jón Svavar Ellertsson frá Holtsmúla, bóndi og hagyrðingur. Þau eignuðust níu börn. Húsmóðir í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki.

Helga Pálsdóttir Biering (1926-)

  • S01532
  • Person
  • 5. nóv. 1926-

Foreldrar hennar voru Páll Friðriksson múrari á Sauðárkróki og s.k.h. Sólveig Danivalsdóttir. Húsmóðir í Reykjavík. Kvæntist Hilmari Biering, þau eignuðust tvö börn.

Helga Júlíana Guðmundsdóttir (1892-1988)

  • S03034
  • Person
  • 28. jan. 1892 - 1. júní 1988

Foreldrar: Guðmundur Gíslason verkamaður á Sauðárkróki, áður bóndi á Hryggjum í Gönguskörðum og k.h. Ólöf Jónsdóttir frá Steinavöllum í Flókadal. Árið 1901 fluttist Helga með foreldrum sínum til Sauðárkróks og fór ung að stunda fiskvinnu og fleiri tilfallandi störf. Um fjórtán ára aldur fór hún til Hartmanns og Kristínar í Kolkuósi og dvaldi þar í tíu ár. Eftir veruna í Kolkuósi var hún eitt ár vinnukona á Hólum, síðar verkakona með búsetu á Sauðárkróki, var í síld á Siglufirði í nokkur sumur en starfaði á saumaverkstæði á Sauðárkróki að vetrinum. Eftir að hún kvæntist vann hún m.a. við síldarsöltun og saumaskap samhliða húsmóðurstörfum. Maki: Stefán Jóhannesson bifreiðastjóri og verkstjóri á Sauðárkróki, þau eignuðust tvær dætur og ólu auk þess upp tvo fóstursyni.

Helga Jóhannesdóttir (1898-1979)

  • S02079
  • Person
  • 26. júlí 1898 - 13. nóv. 1979

Foreldrar: Jóhannes Randversson og Ólína Ragnheiður Jónsdóttir. Árið 1905 missti Helga móður sína og fór þá í fóstur til móðursystur sinnar að Skáldsstöðum í Eyjafirði. Hún dvaldi þar í tvö ár, en fór þá til vandalausra hjóna að Kolgrímastöðum í Eyjafirði og var þar í tvö ár, en hvarf af þeim liðnum 1909 til Skagafjarðar til Jóhannesar bróður síns og Sæunnar Steinsdóttur konu hans að Glæsibæ í Staðarhreppi. Hjá þeim hjónum var Helga til ársins 1915, er hún fluttist til Sauðárkróks til Geirlaugar systur sinnar og Jóns Þ. Björnssonar, manns hennar. Þar stundaði hún nám í Unglingaskóla Sauðárkróks 1915 og 1916. Árið 1919 kvæntist hún Þorvaldi Þorvaldssyni frá Þorbjargarstöðum í Laxárdal. Þorvaldur lést árið 1930 og vann Helga þá öll þau störf sem til féllu til þess að ala önn fyrir börnum sínum. Sá hún fyrstu árin um mötuneyti sjómanna á Siglufirði síðla vetrar, stundaði síldarsöltun á sumrin og vann í sláturhúsi á Sauðárkróki á haustin. Þegar síldarsöltun minnkaði á Siglufirði gerðist Helga ráðskona hjá vega- og brúargerðamönnum á sumrin og einnig ráðskona á vertíðum við mötuneyti sjómanna á Suðurnesjum. Síðustu áratugina vann hún við fiskverkun á Sauðárkróki. Helga starfaði í Verkakvennafélaginu Öldunni á Sauðárkróki, sat nokkur ár í stjórn félagsins og var formaður í tvö ár. Félagar hennar í Öldunni sýndu henni margvíslegan sóma á ýmsum tímamótum í lífi hennar, og var hún kjörin heiðursfélagi Öldunnar árið 1976. Helga og Þorvaldur eignuðust sjö börn.

Helga Hinriksdóttir (1923-2011)

  • S02537
  • Person
  • 9. sept. 1923 - 19. ágúst 2011

Helga var fædd í Úlfstaðakoti í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Jóhanna Hallgrímsdóttir og Hinrik Sigurður Kristjánsson. Fjölskyldan flutti í Bakkasel um vorið 1927, en um haustið missti Helga föður sinn. Móðir Helgu flutti þaðan vorið eftir og fór þá sem ráðskona í Silfrastaði í Blönduhlíð. Helga fylgdi móður sinni og ólst upp hjá henni. Vorið sem Helga fermdist voru þær mæðgur á Víðivöllum en þar voru þær í eitt ár en fóru svo aftur í Silfrastaði. Eftir 15 ára aldur fór hún að vinna fyrir sér og upp úr 1940 flutti hún til Reykjavíkur. Í Reykjavík vann hún fyrst á Langholtsbúinu en þar var Gígja systir hennar líka. Eitt ár starfaði hún á Reykjalundi, einnig vann hún á saumastofum. Í Langholti kynntist hún Sveini verðandi eiginmanni sínum. 1949 fluttust þau hjónin norður í Skagafjörð og settust að á Hafragili í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1968 er þau fluttu til Sauðárkróks. Fyrsta sumarið á Króknum vann hún á Hótel Mælifelli en fór svo að vinna í fiski. Lengst af starfaði Helga þó í þvottahúsi Sjúkrahúss Skagfirðinga eða þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Síðustu æviár Sveins bjuggu þau í Grenihlíð 9, Sauðárkróki og bjó Helga þar síðan ein til ársins 2007 er hún flutti á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.Hún flutti til Reykjavíkur um 1940, en þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Sveini Bjarnasyni. Árið 1949 fluttu þau til Skagafjarðar og bjuggu á Hafragili í Laxárdal, en fluttu á Sauðárkrók 1968. Helga og Sveinn eignuðust fimm börn.

Heiðbjört Óskarsdóttir (1919-1992)

  • S01528
  • Person
  • 4. feb. 1919 - 5. ágúst 1992

Fædd í Aðaldal. Var í Kvennaskólanum á Laugum 1939-1940 þar sem hún kynntist Vilhjálmi Hallgrímssyni manni sínum. Árið 1943 flutti hún til Vestmannaeyja þar sem Vilhjálmur stundaði nám í húsasmíði. 1946 fluttu þau til Sauðárkróks og voru þar búsett síðan. Á Sauðárkróki vann hún við verslunarstörf, átti og rak Hannyrðabúðina á Sauðárkróki ásamt Sigríði Stefánsdóttur. Hildur og Vilhjálmur eignuðust tvö börn.

Héðinn Sveinn Ásgrímsson (1930-1987)

  • S03330
  • Person
  • 24.03.1930-28.07.1987

Héðinn Ásgrímsson, f. 24.03.1930. d. 28.07.1987. Foreldrar: Ásgrímur Árnason (1896-1933) bóndi á Mallandi á Skaga og kona hans, Sigríður Sigurlína Árnadóttir (1905-1985).
Héðinn var húsasmiður og búsettur á Sauðárkróki.
Maki: Hjörtína Ingibjörg Steinþórsdóttir (1940-2001) frá Þverá í Blönduhlíð.

Héðinn Sigurðsson (1971-

  • S02274
  • Person
  • 18. maí 1971-

Sonur Önnu Rósu Skarphéðinsdóttur og Sigurðar Ágústssonar.

Haukur Skagfjörð Jósefsson (1937-1999)

  • S01915
  • Person
  • 6. jan. 1937 - 21. okt. 1999

Haukur Skagfjörð Jósefsson fæddist á Sauðárkróki 6. janúar 1937. Foreldrar hans voru Elín Aðalbjörg Jóhannesdóttir og Jósef Stefánsson. ,,Haukur lærði húsgagnasmíði hjá Helga Einarssyni í Reykjavík og húsasmíði hjá föður sínum sem rak Trésmiðjuna Björk á Sauðárkróki." Árið 1959 kvæntist Haukur Guðrúnu Stefánsdóttur Hjaltalín, þau eignuðust fjögur börn.

Haukur Pálsson (1931-2011)

  • S01479
  • Person
  • 20. jan. 1931 - 13. júní 2011

Foreldrar hans voru Páll Sveinbjörnsson frá Kjalarlandi í Austur-Húnavatnssýslu, og Sigrún Fannland frá Ingveldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði. ,,Haukur var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Hann nam mjólkurfræði í Statens Meieriskole í Þrándheimi, Noregi og útskrifaðist þaðan 1955. Eftir útskrift fluttist hann heim til Sauðárkróks og hóf störf hjá Mjólkursamlagi KS. Hinn 2. ágúst 1958 kvæntist Haukur Sigurlaugu Valdísi Steingrímsdóttur frá Hvammi í Vatnsdal. Á árunum 1972 til 1978 starfaði hann sem verkstjóri í sælgætisgerðinni Víkingi í Reykjavík. Þaðan flutti hann sig svo aftur til mjólkursamlagsins á Sauðárkróki og sérhæfði sig í ostagerð. Hann vann til margra verðlauna í þeirri grein. Eftir starfslok 1998 fluttu þau hjón til Garðabæjar og bjó hann þar til æviloka."

Haukur Haraldsson (1927-2013)

  • S00521
  • Person
  • 05.07.1927 - 09.09.2013

Haukur fæddist í Brautarholti 5. júlí 1927. Hann var sonur Haraldar Bjarna Stefánssonar og Jóhönnu Gunnarsdóttur.
Hann var búsettur á Sauðárkróki. Bifreiðastjóri hjá K.S. og síðar starfsmaður hjá Loðskinni.
Kona hans var Erla Maggý Guðjónsdóttir frá Sauðárkróki.
Haukur lést 9. september 2013.

Hauður Sigrún Haraldsdóttir (1932-)

  • S03607
  • Person
  • 10.03.1932-

Hauður Sigrún Haraldsdóttir, f. 10.03.1932. Forldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki (1882-1963) og Ólöf Sesselja Bjarnadóttir (1904-1984).
Búsett í Reykjavík, starfaði við veirurannsóknir. Ógift.

Haraldur Ingvar Jónsson (1904-1969)

  • S01361
  • Person
  • 21. jan. 1904 - 13. okt. 1969

Foreldrar: Jón Þorsteinsson verkstjóri á Sauðárkróki og k.h. Jóhanna Gísladóttir frá Hvammi í Laxárdal.
Smiður á Akureyri, kvæntist Helgu Magnúsdóttur.

Haraldur Hróbjartsson (1925-1985)

  • S03101
  • Person
  • 11. des. 1925 - 31. mars 1985

Foreldrar: Hróbjartur Jónasson og Vilhelmína Helgadóttir á Hamri í Hegranesi. Múrarameistari á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð árið 1952 og það sama ár hófu þau búskap á Hamri í félagi við foreldra Haraldar, systur hans og mág. Haraldur og Sigríður eignuðust fjögur börn.

Haraldur Hermannsson (1923-2014)

  • S01972
  • Person
  • 22. apríl 1923 - 3. apríl 2014

Haraldur fæddist á Ysta-Mói í Fljótum og ólst þar upp. Faðir: Hermann Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói (1891-1974). Móðir: Elín Lárusdóttir (1890-1980) húsfreyja á Ysta-Mói. Eftir barna- og unglingaskóla í Fljótum hélt Haraldur til náms við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði og var þar einn vetur. Haraldur hóf búskap á Ysta-Mói ásamt konu sinni árið 1947 og bjó þar í félagi við foreldra sína. Þau hættu búskap 1973 þegar elsti sonur hans tók við búinu. Haraldur flutti þá í Haganesvík þar sem hann tók við starfi kaupfélagsstjóra Samvinnufélags Fljótamanna ásamt því að sjá um póstafgreiðslu fyrir sveitina. Hann var kaupfélagsstjóri til ársins 1977 en þá var Samvinnufélag Fljótamanna sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsemin flutt að Ketilási. Haraldur vann svo hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, fyrst að Ketilsási og síðan hjá byggingarvörudeild Kaupfélagsins á Sauðárkróki en þangað flutti hann 1979. Haraldur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. hreppstjóri Haganeshrepps 1970-82, hreppsnefndarmaður, sýslunefndarmaður, í stjórn Búnaðarsambands Skagafjarðar og formaður jarðanefndar Skagafjarðarsýslu, ásamt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Haraldur sinnti auk þess ýmsum félags- og íþróttamálum, t.d. formennsku í Skíðafélagi Fljótamanna um árabil, formennsku fyrir Veiðifélag Flókadalsár, ásamt ýmsum öðrum félagsstörfum. Hann var mikill áhugamaður um skák. Haraldur kvæntist 29.12. 1946 Guðmundu Pálínu Hermannsdóttur, þau eignuðust níu börn.

Hans Ragnar Linnet (1924-2002)

  • S01261
  • Person
  • 31. maí 1924 - 23. maí 2002

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet.

Hans Birgir Friðriksson (1953-

  • S02888
  • Person
  • 06.06.1953-

Sonur Sesselju Hannesdóttur og Málfreðs Friðriks Friðrikssonar. Búsettur á Sauðárkróki.

Hallgrímur Þorsteinsson (1864-1952)

  • S01628
  • Person
  • 10. apríl 1864 - 9. nóv. 1952

Hallgrímur fæddist í Götu í Hrunamannahreppi 1864, en ólst upp að mestu hjá séra Jóhanni Briem í Hruna. Hann nam orgelleik hjá Einari orgelleikara og trésmið Einarssyni. Hallgrímur tók organistapróf hjá séra Sæmundi Jónssyni í Hraungerði. Hallgrímur var organisti, tónskáld, söngkennari og stjórnandi lúðrasveitar og kóra. Flutti til Sauðárkróks árið 1893 til að starfa við barnaskólann þar og hjá Sauðárkrókssöfnuði. Ári síðar stofnaði hann Söngfélagið Svölu og tók Svalan m.a. að sér kirkjusöng. Söngkennari í Reykjavík á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, einn af fyrstu hvatamönnum af stofnun Lúðrasveitar Reykjavíkur. Kvæntist Margréti Sigríði Björnsdóttur frá Hjaltastaðahvammi, þau eignuðust þrjú börn.

Hallfríður Sigríður Jónsdóttir (1893-1965)

  • S03059
  • Person
  • 20. maí 1893 - 24. okt. 1965

Foreldrar: Jón Pálmason b. á Auðnum í Sæmundarhlíð og k.h. Guðbjörg Sölvadóttir. Árið 1912 kvæntist hún Þórarni Sigurjónssyni frá Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Þau bjuggu á Sæunnarstöðum í Hallárdal 1912-1914, á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 1914-1915, á Auðnum í sömu sveit 1915-1920, í Vík í Staðarhreppi 1920-1922. Þau eru sögð hafa skilið árið 1923 en fjölskyldan átti þó lögheimili að Varmalandi hjá foreldrum Þórarins til 1928, jafnframt er yngsti sonur þeirra fæddur 1926. Hallfríður hóf störf á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki árið 1923, fyrst sem þvottakona. Í framhaldinu nam hún undirstöðuatriði hjúkrunarfræði hjá Jónasi lækni og varð síðar yfirhjúkrunarkona við sjúkrahúsið og hélt því starfi til ársloka 1962. Eftir það veitti hún ellideild sjúkrahússins forstöðu til 1964. Hallfríður bjó á spítalanum og var þar vakin og sofin öllum stundum. Árið 1948, eftir 25 ára starf á sjúkrahúsinu, sæmdi sýslufélagið hana í heiðursskyni 1000 krónum, sem þótti töluverð upphæð í þá daga. Á síðari árum sæmdi bæjarstjórn Sauðárkróks hana heiðursskjali og peningagjöf.
Hallfríður og Þórarinn eignuðust fimm börn. Hallfríður eignaðist einnig son með Árna Hafstað frá Vík.

Hallfríður Guðmundsdóttir (1931-

  • S01506
  • Person
  • 29. jan. 1931-

Dóttir Guðmundar Sveinssonar og Dýrleifar Árnadóttur. Lyfjatæknir og húsmóðir, búsett í Reykjavík. Kvæntist Agli Einarssyni bifreiðastjóra.

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir (1921-2009)

  • S00935
  • Person
  • 11.03.1921-25.09.2009

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir fæddist í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu, 11. mars 1921. Foreldrar Halldóru voru Jón Björnsson bóndi á Heiði og Finney Reginbaldsdóttir. ,,Halldóra ólst upp í Skagafirði. Fram til 5 ára aldurs bjó hún á Sjávarborg í Borgarsveit og til 15 ára aldurs á Heiði í Gönguskörðum er hún flutti til Sauðárkróks. Hún hóf skólagöngu sína í farskólum til skiptis á bæjunum Heiði og Veðramóti og útskrifaðist gagnfræðingur frá Sauðárkróki. Hún stundaði síðan nám í húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík. Halldóra fór þá til starfa á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Á Siglufirði kynntist hún eiginmanni sínum Jóhannesi Þórðarsyni og bjuggu þau þar eftir það. Halldóra vann meðal annars við verslunarstörf, síldarsöltun og ræstingar. Halldóra starfaði mikið að félagsmálum og lét til sín taka í mörgum félagasamtökum, meðal annars í Slysavarnafélaginu, Rauða krossinum, Krabbameinsfélaginu, Hjartavernd og Framsóknarflokknum. Í mörgum félögunum á Siglufirði var hún formaður um langt skeið. Hún starfaði jafnframt í nefndum á vegum Siglufjarðarbæjar." Halldóra og Jóhannes eignuðust tvö börn.

Halldóra Helgadóttir (1945-

  • S01898
  • Person
  • 25.11.1945-

Foreldrar: Sigríður Björg Ögmundsdóttir og Helgi Einarsson. Halldóra er kvænt Ingimari Pálssyni, þau eiga þrjú börn. Búsett á Sauðárkróki.

Halldór Stefánsson (1887-1967)

  • S03146
  • Person
  • 3. ágúst 1887 - 17. des. 1967

Foreldrar: Stefán Bjarnason seinna b. á Halldórsstöðum á Langholti og k.h. Aðalbjörg Magnúsdóttir. Halldór dvaldi hjá foreldrum sínum til vors 1902 en þá dó faðir hans og fjölskyldan sundraðist. Halldór fór þá í fóstur til móðursystur sinnar, Sigurlínu Magnúsdóttur og Árna Jónssonar hreppstjóra á Marbæli. Árin 1906-1910 var hann vinnumaður á Skíðastöðum á Neðribyggð. Kvæntist árið 1915 Karólínu Konráðsdóttur frá Brekkukoti í Blönduhlíð. Þau voru bændur í Brekkukoti 1919-1923, í Borgarseli í Borgarsveit 1923-1925 er þau fluttust til Sauðárkróks. Eftir að til Sauðárkróks kom stundaði Halldór lengst af smíðavinnu á veturna á eigin verkstæði í húsinu Rússlandi. Starfaði einnig í vegavinnu og seinni árin töluvert í byggingarvinnu. Halldór og Karólína eignuðust fjögur börn.

Halldór Sigurðsson (1920-1968)

  • S01315
  • Person
  • 20.02.1920-13.04.1968

Halldór Sigurðsson, f. 20.02.1920 á Sjávarborg í Borgarsveit, d. 13.04.1968 á Hofsósi. Foreldrar: Sigurður Pétursson verkstjóri á Sauðárkróki og seinni kona hans Margrét Björnsdóttir. Halldór ólst upp á heimili foreldra sinna á Sauðárkróki. Hann vann hjá föður sínum við vita- og hafnarbyggingar víðs vegar um land á fyrstu starfsárum ævinnar. Um tvítugt fór hann í Stýrimannaskólann og lauk fiskimannaprófi 1942. Bjó á Ísafirði 1944-1945 og var skipstjóri á Djúpbátnum Fagranesi. Sneri síðan heim til Sauðárkróks og settist að þar. Stundaði sjómennsku alla tíð. Eftir andlát konu sinnar réðst hann til Þorgríms Hermannssonar útvegsmanns á Hofsósi og fluttist þangað 1963 og bjó þar til æviloka. Halldór tók virkan þátt í félagsmálum sjómanna á Sauðakróki. Sat í hreppsnefnd Hofsóss frá 1966 til dánardags. Nokkru áður en Halldórs lést var samið um nýsmíði á stóru togskipi sem keypt var til Hofsóss og heiðruðu íbúar minningu Halldórs með því að gefa skipinu nafn hans.
Maki: Kristjana Sesselja Kjartansdóttir frá Felli í Dýrafirði, f. 21.10.1918, d. 14.12.1960. Þau eignuðust eina dóttur.

Halldór Hafstað (1924-

  • S02856
  • Person
  • 21. maí 1924

Sigmar Halldór Árnason Hafstað f. á Sauðárkróki 14.05.1924. Foreldrar: Árni Jónsson Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir. Bóndi í Útvík í Skagafirði, maki: Solveig Arnórsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Halla Sigríður Rögnvaldsdóttir (1951-)

  • S01440
  • Person
  • 26. apríl 1951-

Foreldrar Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson (Valdi rakari). Halla hárgreiðslumeistari, búsett á Sauðárkróki, kvænt Garðari Hauki Steingrímssyni, þau eiga tvær dætur.

Hálfdán Steingrímsson (1920-2012)

  • S01675
  • Person
  • 26. sept. 1920 - 15. ágúst 2012

Fæddur á Flateyri. Foreldrar hans voru Steingrímur Árnason, útgerðarmaður á Flateyri, í Keflavík og víðar og f.k.h. Kristín Hálfdánardóttir frá Meiri-Hlíð í Bolungarvík. ,,Þegar hann var sjö ára gamall missti hann móður sína og var sendur í fóstur um skeið í Hegranes í Skagafirði. Síðan fór hann til föður síns og seinni konu hans, Grétu Þorsteinsdóttur, sem höfðu þá sest að á Sauðárkróki. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum fram á unglingsár. Fjölskyldan flutti síðar til Reykjavíkur og átti Hálfdán þar heimili æ síðan eða þar til árið 2009 er hann og flutti ásamt konu sinni til Mosfellsbæjar. Hálfdán stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og gerðist að því loknu vörubílstjóri í Reykjavík. Árið 1951 tók hann við sem prentsmiðjustjóri í Steindórsprenti hf. sem síðar varð Steindórsprent-Gutenberg ehf. Þessu starfi gegndi hann til starfsloka árið 2000, eða í tæp 50 ár. Hálfdán var virkur félagi í Oddfellowreglunni og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum."
Árið 1943 kvæntist Hálfdán Ingibjörgu Steindórsdóttur frá Reykjavík, þau eignuðust þrjú börn.

Hálfdán Guðjónsson (1863-1937)

  • S00813
  • Person
  • 23.05.1863-07.03.1937

Fæddur í Flatey á Breiðafirði þar sem faðir hans var prestur, foreldrar: sr. Guðjón Hálfdánarson og Sigríður Stefánsdóttir. Hálfdán útskrifaðist úr Prestaskólanum 1886 og var vígður sama ár til Goðdala. Fékk Breiðabólstað í Vesturhópi 1894 og Reynistaðarprestakall 1914, búsettur á Sauðárkróki, þjónaði því til 1934. Prófastur í Húnavatnssýslu 1907-1914 og í Skagafjarðarsýslu 1919-1934. Vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi 1928 til æviloka 1937. Jafnframt gegndi Hálfdán hinum ýmsu trúnaðarstörfum, var alþingismaður Húnvetninga 1909-1911, sýslunefndarmaður í Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu um tíma. Sat í stjórn Sparisjóðs Sauðárkróks í 20 ár. Hálfdán kvæntist Herdísi Pétursdóttur frá Valadal, þau eignuðust fimm börn, tvö þeirra komust á legg.

Hákon G. Torfason (1929-2020)

  • S03102
  • Person
  • 1. mars 1929 - 13. sept. 2020

Verkfræðingur í Reykjavík. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1966-1974. Maki: Ásta Kristjánsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Ásta tvær dætur sem Hákon gekk í föðurstað.

Gunnsteinn Sigurður Steinsson (1915-2000)

  • S01673
  • Person
  • 10. jan. 1915 - 19. des. 2000

Gunnsteinn Sigurður Steinsson fæddist á Hrauni á Skaga 10. janúar 1915. Foreldrar hans voru hjónin Steinn Leó Sveinsson bóndi og hreppstjóri á Hrauni á Skaga k.h. og Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir. ,,Gunnsteinn lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann var búsettur á Hrauni til 1953 og stundaði á þeim tíma aðallega sjómennsku og smíðar. Gunnsteinn var bóndi í Ketu á Skaga 1953-1974 en fluttist þá ásamt konu sinni til Sauðárkróks. Stundaði hann þar störf í skinnaverkuninni Loðskinni hf. auk þess sem hann var um árabil umboðsmaður skattstjóra á Sauðárkróki. Gunnsteinn starfaði mikið að félagsmálum og var m.a. hreppstjóri og sýslunefndarmaður fyrir Skefilsstaðahrepp um árabil auk þess að gegna fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína." Gunnsteinn kvæntist árið 1945 Guðbjörgu Hólmfríði Guðmundsdóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Results 341 to 425 of 630