Showing 6 results

Authority record
Person Vatnskot í Hegranesi

Skúli Vilhelm Guðjónsson (1895-1955)

  • S02456
  • Person
  • 26. nóv. 1895 - 25. jan. 1955

Foreldrar: Guðjón Gunnlaugsson b. í Vatnskoti (nú Svanavatn og Hegrabjarg) í Hegranesi og k.h. Guðrún Arngrímsdóttir. Prófessor í Kaupmannahöfn og ráðunautur danskra stjórnvalda um heilsufræðileg efni. K: Inge Melite, þau eignuðust þrjár dætur.

Ragnheiður Konráðsdóttir (1892-1982)

  • S02102
  • Person
  • 3. okt. 1892 - 18. nóv. 1982

Fæddist á Miklabæ í Óslandshlíð, dóttir Konráðs Arngrímssonar b. og kennara á Ytri-Brekkum og k.h. Sigríðar Björnsdóttur. Frá þriggja vikna aldri ólst Ragnheiður upp hjá föðursystur sinni Guðrúnu Arngrímsdóttur og manni hennar Guðjóni Gunnlaugssyni í Vatnskoti í Hegranesi. Hún dvaldist á Kvennaskólanum á Blönduósi 1912-1914 og bjó síðan hjá fósturforeldrum sínum þar til hún giftist og fluttist til bónda síns, Ólafs Sigurðssonar að Hellulandi, þar sem þau bjuggu óslitið frá 1916-1961. Þeim Ragnheiði og Ólafi varð ekki barna auðið en þau ólu upp tvö kjörbörn.

Magnús Sigurbjörn Ásgrímsson (1888-1963)

  • S01849
  • Person
  • 10. sept. 1888 - 14. júlí 1963

Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti í Austur-Fljótum og k.h. María Stefanía Eiríksdóttir. Magnús fór í hákarlalegur strax og aldur leyfði og var samskipa föður sínum á Fljótavíkingi 1904 þegar Ásgrímur féll fyrir borð og drukknaði. Hann var í vinnumennsku í Stóra-Holti í Fljótum um hríð, réðst þaðan til Héðinsfjarðar og var síðan um skeið á Siglufirði. Fluttist árið 1912 í Skagafjörð og kvæntist Elísabetu Evertsdóttur árið 1914. Bóndi í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Eftir það á Sauðárkróki til 1952 er þau hjónin fluttust að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og bjuggu þar síðan. Á Sauðárkróki vann Magnús við fiskvinnslu og aðra daglaunavinnu sem til féll. Magnús og Elísabet eignuðust tvö börn.

Jóhann Sigurðsson (1869-1934)

  • S03158
  • Person
  • 03.05.1869-04.09.1934

Jóhann Sigurðsson, f. í Vatnskoti í Hegranesi 03.05. 1869, d. 04.09.1934 á Sævarlandi. Foreldrar: Sigurður Stefánsson bóndi í Vatnskoti (1835-1887) og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir (1835-1908). Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum til 13 ára aldurs, en þá voru þau komin að Heiðarseli og bjuggu þar við mikla fátækt. Vorið 1881 réðst Jóhann að Skíðastöðum í Laxárdal, þar sem hjónin á bænum, Hjörtur og Þórunn, tóku hann að sér. Hann dvaldi 2 vetur á Möðruvallaskóla. Er hann reisti bú á Sævarlandi hafði hann verið ráðsmaður Þórunnar um skeið.
Jóhann átti lengi sæti í hreppsnefnd Skefilstaðahrepps, var oddviti hennar frá 1906-1919, sýslunefndarmaður frá 1901-1922 og hreppsstjóri frá 1901 til æviloka.
Maki (gift 1901): Sigríður Magnúsdóttir (18.09.1868-14.09.1949). Þau eignuðust eina dóttur.

Elísabet Evertsdóttir (1878-1957)

  • S01850
  • Person
  • 13. nóv. 1878 - 8. nóv. 1957

Foreldrar: Evert Evertsson á Nöf við Hofsós og s.k.h. Guðbjörg Árnadóttir. Elísabet ólst upp með foreldrum sínum til níu ára aldurs, fyrst á Nöf, síðan á Stafshóli í Deildardal og að Minna-Hofi. Eftir það fór hún í fóstur til vandalausra, fyrst í Garðshorn á Höfðaströnd en síðan að Tumabrekku í Óslandshlíð þar sem hún var til tvítugs hjá Goðmundu Sigmundsdóttur og Þorgrími Kristjánssyni. Í fjögur ár var hún vinnukona á Marbæli á Langholti og sex ár á Reynistað þar sem hún kvæntist Magnúsi Ásgrímssyni frá Hólakoti í Austur-Fljótum. Þau bjuggu í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Þaðan fóru þau til Sauðárkróks þar sem þau áttu heimili til 1952 en fluttu þá að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og áttu þar heimili síðan. Elísabet og Magnús eignuðust tvö börn.

Bergur Magnússon (1896-1987)

  • S02645
  • Person
  • 13. okt. 1896 - 13. apríl 1987

Foreldrar: Magnús Gunnlaugsson síðast bóndi á Ytri-Hofdölum og seinni kona hans Guðrún Bergsdóttir. Bergur ólst upp í foreldrahúsum fram um fermingaraldur. Hann naut tilsagnar farkennara í nokkrar vikur en um frekari skólagöngu var ekki að ræða. Var sendur að Vatnskoti í Hegranesi kringum fermingaraldur og var þar til tvítugs við sveitastörf. Bóndi í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1922-1926, á Unastöðum í Kolbeinsdal 1926-1943 og Enni í Viðvíkursveit 1943-1945, var í húsmennsku á Ytri-Hofdölum í fjögur ár en fluttist þá til Siglufjarðar og bjó þar til æviloka. Maki: Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir, f. 1892. Þau eignuðust 4 börn.