Showing 7 results

Authority record
Hvammkot á Skaga

Sigríður Björnsdóttir (1895-1975)

  • S01817
  • Person
  • 24. feb. 1895 - 26. okt. 1975

Dóttir Björns Ólafssonar á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Björnsdóttur. Kvæntist Hannesi Guðvini Benediktssyni árið 1918, þau bjuggu í Hvammkoti á Skaga 1921-1937 og í Hvammi í Laxárdal 1937-1943 þar til þau fluttu til Sauðárkróks árið 1943. Þau skildu. Þau eignuðust sjö börn. Sigríður starfaði mikið í Kvenfélagi Skefilsstaðahrepps og einnig í kvenfélaginu á Sauðárkróki eftir að hún fluttist þangað.

Lilja Hannesdóttir (1920-2002)

  • S03598
  • Person
  • 25.08.1920-17.08.2002

Lilja Hannesdóttir, f. á Skefilsstöðum á Skaga 25.08.1920, d. 17.08.2002. Foreldrar: Hannes Benediktsson og Sigríður Björnsdóttir. Lilja ólst upp í Hvammkoti til 17 ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan að Hvammi í Laxárdal. Lilja gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Hún vann íymis störf, m.a. á hótelum og við veitingasölu, bæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Maki: Pálmi Jóhannsson frá Búrfelli í Svarfaðardal. Þau giftu sig árið 1948. Eftir það bjó Lilja á Dalvík og starfaði við fiskvinnslu og einnig við félagsheimilið Víkurröst. Þau eignuðust tvíbura.

Ingibjörg Björnsdóttir (1896-1997)

  • S01701
  • Person
  • 21. okt. 1896 - 2. sept. 1997

Foreldrar: Björn Benónýsson b. á Illugastöðum í Laxárdal og k.h. Ingibjörg Stefánsdóttir. Tveggja ára gömul fór Ingibjörg í fóstur til Sigríðar föðursystur sinnar og manns hennar Magnúsar Hjálmarssonar að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Árið 1907 fluttust þau hjón með Ingibjörgu að Illugastöðum í Laxárdal til Björns föður hennar. Þar voru þau eitt ár, en fluttust síðan til árs búskapar að Ingveldarstöðum ytri á Reykjaströnd og árið 1909 fóru þau til Sauðárkróks og settust að í húsinu Brimgarði. Ingibjörg fermdist árið 1911, og sama árið fór hún vinnukona að Hólkoti á Reykjaströnd. Árið 1912 fór hún frá Hólkoti að Bakka í Vallhólmi, þar sem kynntist mannsefni sínu, Agli Gottskálkssyni. Þau bjuggu á Hvammkoti á Skaga 1917-1921, á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1921-1926, í Hjaltastaðakoti 1926-1935, á Mið-Grund 1935-1968. Síðast búsett á Akureyri. Ingibjörg lést 101 árs gömul.
Ingibjörg og Egill eignuðust átta börn.

Helga Sölvadóttir (1859-1942)

  • S01805
  • Person
  • 18. nóv. 1859 - 23. sept. 1942

Dóttir Sölva Sölvasonar b. í Hvammkoti á Skaga og k.h. Maríu Jónsdóttur. Síðar búsett á Uppsölum í Blönduhlíð hjá Bjarna syni sínum. Kvæntist ekki en eignaðist tvö börn.

Hannes Guðvin Benediktsson (1896-1977)

  • S01207
  • Person
  • 19. janúar 1896 - 27. september 1977

Sonur Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Árið 1918 kvæntist Hannes Sigríði Björnsdóttur frá Skefilsstöðum og bjuggu þau þar fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1921 fluttust þau að Hvammkoti og þaðan 1937 að Hvammi í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1943 er þau fluttu til Sauðárkróks. Stuttu eftir flutningana til Sauðárkróks slitu þau samvistum og upp frá því settist Hannes að á Akureyri. Hann var póstur á Skaga frá árinu 1937 og sinnti því starfi þar til hann fluttist til Sauðárkróks. Einnig höfðu þau hjón umsjón með símstöðinni í Hvammi meðan þau bjuggu þar. Eftir að hann fluttist til Akureyar starfaði hann í klæðaverksmiðjunni Gefjunni og varð þar fyrir því slysi að missa annan framhandlegg við olnboga. Hannes og Sigríður eignuðust sjö börn.

Daníel Ingólfsson (1919-2001)

  • S01332
  • Person
  • 24.11.1919 - 18.05.2001

Foreldrar: Jónína Guðrún Einarsdóttir og Ingólfur Daníelsson á Steinsstöðum. Fósturforeldrar Daníels voru Hannes Halldór Kristjánsson og Sigríður Benediktsdóttir í Hvammkoti.
Daníel var bóndi í Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 1944-1945 og var áfram þar eftir að hann brá búi. Hann hóf búskap á Brenniborg á Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi árið 1956 og bjó þar fram til ársins 1963. Flutti aftur að Laugabóli er hann brá búi á Brenniborg. Síðar búsettur í Kópavogi. Ókvæntur.

Árni Sigurður Kristmundsson (1889-1976)

  • S00614
  • Person
  • 14. nóvember 1889 - 15. október 1976

Árni Sigurður Kristmundsson f. á Höfnum á Skaga 14.11.1889, d. 15.10.1976. Foreldrar: Kristmundur Guðmundsson bóndi á Selá og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til þau létu af búskap árið 1908. Eftir það fór hann í vistir, fyrst hjá sr. Arnóri Árnasyni og Ragnheiði Eggertsdóttur í Hvammi í Laxárdal. Hjá þeim var hann í fimm ár. Næstu árin stundaði hann vinnu á ýmsum stöðum í Skefilstaðahreppi, ýmist vistráðinn eða sem kaupmaður við heyskap á sumrin eða vetrarmaður við hirðingu búfjár á vetrum eins og það var nefnt. Einnig stundaði hann sjóróðra á haustin, en þá var róið frá Selvík og víðar af Skaga. Árið 1920 réðist Árni að Hóli á Skaga sem ráðsmaður til Ingibjargar Sigurðardóttur. Árið 1924 tók Árni við búi en Ingibjörg varð ráðskona hans. Eftir að Árni lét af búskap á Hóli árið 1948 var hann í tvö ár til heimilis á Hrauni hjá Guðrúnu systur sinnum og manni hennar, Steini L. Sveinssyni. Vann hann þá við brúarvinnu o.fl. Síðar hóf hann búskap á ný, í Hvammnkoti á Skaga. Fyrstu búskaparárin á Hóli hélt Árni út báti í Selvík á haustin og var sjálfur formaður.
Erin gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps frá 1946-1962, var í allmörg ár í skattanefnd, varamaður í sýslunefnd í mörg ár og sat a.m.k. tvo aðalfundi Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu. Hann var mörg ár formaður Búnaðarfélags Skefilsstaðahrepps og einnig formaður lestrarfélagsins í hreppnum og bókavörður um alllangt skeið. Þá hafði hann með höndum afgreiðslu á vörum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, en félagið hafði um árabil vöruskýli við Selvík.
Framan af búksaparárum sínum fékkst Árni við vefnað á vetrum og óf vaðmál úr heimaunnum þræði. Mun hann hafa verið síðasti maðurinn í hreppnum sem stundaði þá iðn.
Haustið 1964 brá Árni bvúi og fluttist til Önnu Leósdóttur og Agnars Hermannssonar að Hólavegi 28 á Sauðárkróki. Næstu 2-3 sumur var hann um 2-3 mánaða skeið heima hjá sér í Hvammkoti en hætti því eftir að sjón hans hrakaði. Um 1970 hafði hann alveg tapað sjón. Hann naut umönnunar á heimili Önnu í sjö ár en fór árið 1971 á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki og dvaldist þar til æviloka. Árni var ókvæntur og barnlaus.