Showing 11 results

Authority record
Smiður

Árni Jónsson (1839-1888)

  • S003618
  • Person
  • 12.11.1839-02.03.1888

Árni Jónsson, f. á Hauksstöðum í Vopnafirði 12.11.1839, d. 02.03.1888 í Borgarey. Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi og smiður á Hauksstöðum. og Arnjbörg Arngrímsdóttir. Er Árni var fullorðinn fór hann utan til Kaupmannahfanar til trésmíðanáms og vann þar að loknu námi. Flutti svo til Vopnafjarðar og vann þar að smíðum. Árið 1878 ætlaði hann til Vesturheims. Þegar hann kom á Sauðárkrók hitti hann séra Jakob Benediktsson, er þá var að byggja stofu á Miklabæ, og fékk Árna til að fresta för og taka að sér bygginguna. Varð það til þess að Árni ílengdist í Skagafirði. Byggði hann m.a. bæinn í Glæsibæ, kirkju í Goðdölum og bæinn á Flugumýri. Þar taldist hann til heimilis um hríð og þar næst á Hólum í Hjaltadal og Syðra-Vallholti. Hann keypti Borgarey í Vallhólmi og var bóndi þar 1886-1888 og andaðist þar.
Maki: Guðrún Þorvaldsdóttir frá Framnesi (1854-1924). Þau eignuðust 3 börn. Guðrún giftist síðar Pétri Gunnarssyni, bónda á Stóra-Vatnsskarði.

Ástvaldur Kristinn Hjálmarsson (1921-2002)

  • S03483
  • Person
  • 13.06.1921-04.10.2002

Ástvaldur Kristinn Hjálmarsson, f. á Helgustöðum í Fljótum 13.06.1921, d. 04.10.2002. Foreldrar: Hjálmar Jónsson bóndi í Stóra-Holti og ráðskona hans Sigríður Eiríksdóttir. Valli, eins og hann var alltaf kallaður, var ásamt tvíburabróður sínum yngstur níu systkina. Hann ólst ekki upp hjá foreldrum sínum. Hann missti móður sína í janúar 1922 og föður sinn í febrúar sama ár, er hann var á fyrsta aldursári. Hann fór í fóstur í Stóru-Brekku tik Kristjáns Bjarnasonar og Ástu Friðbjarnardótturog ólst upp hjá þeim til fullorðinsára. Vilhjalmur tvíburabróðir hans ólst upp hjá Siglulínu í Tungu en hún var hálfsystir þeirra bræðra.
Valli naut barnaskólalærdóms og ólst upp við hefðbundin sveitastörf. Hann tók virkan þátt í menningarlífi sveitarinnar, m.a. með ungmennafélaginu, og lék á harmónikku við ýmis tækifæri. Á unglingsárunum vann hann ýmis tilfallandi störf og fór m.a. til Siglufjarðar og lærði smiðar hjá Sveini Ásmundssyni. Hann vann mikið víð smíðar meðfram búskapnum, m.a. við byggingar hjá Samvinnufélagi Fljótamanna á árunum 1949-1956. Einnig hjá ýmsum bændum í sveitinni.
Valli og Sigga hófu sambúð í Grund í Haganesvík árið 1949. Þaðan fluttu þau í Sléttu í Holtshreppi þar sem þau byrjuðu að koma sér upp bústofni. Árið 1957 keyptu þau jörðina Delpa í Sítflu sem hafði verið í eyði í nokkur ár. Þar bjuggu þau til ársins 1973, er þau fluttu í Siglufjörð og seldu allan fjárstofninn nema nokkrar kindur. Er synir þeirra, Reynir og Kári, hófu búskap í Bakka í Ólafsfirði, fóru Valli og Sigga til að hjálpa við búskapinn, meðan Reynir fór á Bændaskóla.Þar voru þau til ársins 1981, að þau fluttu aftur í Depla og byggðu þar nýtt íbúðarhús. Nokkra síðustu veturna fóru þau til Silgufjarðar en dvöldu á Deplum á sumrin.
Maki: Sigríður Inigbjörg Sveinsdóttir (1931-2008) frá Brautarholti í Haganesvík. Þau eignuðust sjö börn.

Bragi Þór Jósafatsson (1930-2018)

  • S03580
  • Person
  • 10.02.1930-02.12.2018

Bragi Þór Jósafatsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 10.02.1930, d. 02.12.2018 í Borgarnesi. Foreldrar: Jóhanna Sigríður Jónsdóttir (1907-2000) og Jósafat Sigfússon (1902-1990).
Þegar Bragi var á fimmta ári fluttist fjölskyldan að Sælandi á Hofsósi og þaðan til Sauðárkroks 1947. Hann lærði húsgagnasmíði hjá föður sínum og 1954 stofnaði hann Trésmiðjuna Hlyn ásamt æskuvini sínum, Birni Guðnasyni og fleirum. Bragi lék á harmónikku og spilaði fyrir dansi vítt og breitt um Skagafjörð með Jóni bróður sínum sem lék á trommur. Árið 1971 fluttist fjöldskyldan í Borgarnes. Þar fór Bragi í samstarf með mági sínum, Birni Arasyni, við verslunarrekstur. Þeir ráku Stjörnuna og Húsprýði þar. Bragi tók virkan þátt í stafi sjálfstæðisflokksins og var félagi í Lions og Frímúrarareglunni.
Maki: María Guðmundsdóttir (f. 1936). Þau eignuðust fjögur börn.

Eiríkur Jónsson (1863-1948)

  • S00719
  • Person
  • 4. júní 1863 - 15. sept. 1948

Sonur Jóns Jónssonar og Valgerðar Eiríksdóttur í Djúpadal. Bóndi og trésmiður í Djúpadal 1897-1923. Kvæntist Sigríði Hannesdóttur (1875-1958), þau eignuðust átta börn.

Guðmundur Guðmundsson (1880-1951)

  • S03230
  • Person
  • 20.10.1880-23.12.1953

Guðmundur Guðmundsson f. í Flatatungu 20.10.1880, d. 23.12.1953 á Akureyri. Foreldrar: Guðmundur Björnsson bóndi á Giljum í Vesturdal og víðar og kona hans Guðrún Björnsdóttir. Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum í framanverðum Skagafirði og var stoð þeirra á síðustu búskaparárum þeirra. Hann lærði trésmíði hjá Þorsteini Sigurðssyni á Sauðárkróki og lauk sveinsprófi 1904. Stundaði þá iðn nær eingöngu þar til hann hóf búskap. Tvö fyrstu árin eftir að Guðmundur kvæntist átti hann heimili í Goðdölum og hafði grasnyt þar en taldist ekki búnandi. Bóndi í Brekku hjá Víðimýri 1909-1915. Keypti þá Reykjarhól og bjó þar til 1935. Árið 1930 lét hann hluta úr landinu undir nýbýli, er síðar hlaut nafnið Varmahlíð. Eftir að þau hjónin hættu búskap áttu þau heima á Sauðárkróki til 1941 en fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar til æviloka. Á báðum stöðum stundaði Guðmundur smíðar.
Maki: Stefanía Guðrún Guðmundsdóttir (16.09.1887-15.10.1946). Þau eignuðust þrjú börn og ólu upp eina fósturdóttur, Þóreyju Pétursdóttur.
Maki:

Ingjaldur Þorsteinsson (1808-1867)

  • S02725
  • Person
  • 09.02.1808-03.09.1867

Fæddist 9. febrúar 1808 í Holtskoti í Seyluhreppi. Faðir: Þorsteinn Ingjaldsson, bóndi og smiður í Holtskoti og Stóru-Gröf. Móðir: Engilráð Sæmundsdóttir, húsfreyja í Holtskoti/Stóru-Gröf. Ingjaldur ólst upp hjá foreldrum sínum. Vann á búi þeirra á Húsabakka til 1831, á Reynistað 1831-38 og í Stóru-Gröf 1837-39. Bóndi í Stóru-Gröf 1839-44, á Ríp 1844-47, á Víðivöllum 1847-49, í Eyhildarholti 1849-51 og á Balaskarði 1851 til æviloka.
Kvæntist Guðrúnu Runólfsdóttur (um 1800-1864) í kringum 1831-1832. Saman áttu þau 10 börn.
Eftir lát Guðrúnar bjó með Ingjaldi Sigurlaug Guðmundsdóttir. Saman áttu þau tvö börn.

Jón Jónsson (1894-1952)

  • S02701
  • Person
  • 3. ágúst 1894 - 23. apríl 1952

Foreldrar: Jóhanna Eiríksdóttir, f. 1864 og Jón Jónsson, f. 1853, vinnumaður og húsmaður á Höskuldsstöðum. Jón var smiður, ókvæntur og barnlaus, búsettur á Höskuldsstöðum.

Jónas Guðlaugur Antonsson (1909-1983)

  • S03262
  • Person
  • 14.08.1909-01.06.1983

Jónas Guðlaugur Antonsson, f. á Deplum í Stíflu 14.08.1909, d. 01.06.1983 í Reykjavík. Foreldrar: Anton Grímur Jónsson bóndi á Deplum og Nefstöðum og kona hans Stefanía Jónasdóttir. Jónas ólst upp í foreldrahúsum til 15 ára aldurs en þá fór hann í vinnu til Siglufjarðar og lærði trésmíðar. Árið 1931 féll faðir hans frá og féll þá í hans hlut að standa fyrir búi með móður sinni. Nokkru síðar tók hann við búsforráðum á Nefstöðum tils ársins 1936 er hann fluttist til Ólafsfjarðar þar sem hann bjó næstu 18 árin. Þá fluttist hann til Siglufjarðar og dvaldi þar í átta ár þar til hann fluttist til Kópavogs árið 1961. Lengst af starfaði hann við trésmíðar og á fullorðinsaldri, eða árið 1962, tók hann sveinspróf í þeirri grein.
Maki: Hólmfríður Guðleif Jónsdóttir (03.04.1913-21.01.1972) frá Ólafsfirði. Þau eignuðust tvö börn, en annað þeirra lést samdægurs. Einnig ólu þau upp systurdóttur Hólmfríðar, Margréti Jónfríði Helgadóttur upp. Kom hún til þeirra tveggja ára gömul.

Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984)

  • S03600
  • Person
  • 27.05.1897-22.02.1984

Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.

Kristján Ingólfur Sigtryggsson (1906-1982)

  • S03632
  • Person
  • 27.10.1906-11.01.1982

Kristján Ingólfur Sigtryggsson, f. á Giljum í Vesturárdal í Skagafirði 27.10.1906, d. 11.01.1982 í Reykjavík. Foreldrar: Sigtryggur Friðfinnsson bóndi á Giljum og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir húsfreyja. Kristján ólst upp í foreldrahúsum og vann ýmis störf, greip m.a. í bókband með föður sínum. Hann nam húsgagnasmíði hjá Steindóri Jónssyni á Sauðárkróki og setti þar upp verkstæði að námi loknu. Kristján bjó lengst af á Siglufirði. Þar starfaði hann að félagsmállum. Gekk í Siglufjarðardeil Kommúnistaflokksins, átti sæti í stjórn og fulltrúaráði Sósóalistafélags Siglufarðar og starfaði einnig nokkur í Alþýðubandalaginu. Þá starfaði hann nokkuð að tónlistarmálum og var í stjórnum Iðnaðarmannafélagsins og Trésmíðafélagsins.
Maki: Aðalbjörg Pálsdóttir. frá Siglufirði. Þau eignuðust fimm börn.
Móðir: Ingibjörg Pálsdóttir (1868-1930).

Páll Hróar Jónasson (1908-1999)

  • S03371
  • Person
  • 17.05.1908-21.12.1999

Páll Hróar Jónasson, f. í Hróarsdal 17.05.1908, d. 21.12.1999 í Reykjavík. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal og þirðja kona hans, Lilja Jónsdóttir. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum í Hróarsdal við hefðbundin bústörf. Hann lærði húsasmíði og vann við húsbyggingar víða um Skagafjörð og á Siglufirði.Árin 1930-1932 stundaði hann nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Á árunum 1933-1938 vann hann að hluta til hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga. Páll var bóndi í Hróarsdal 1936-1956 en stundaði smíðar meðfram búskapnum. Árið 1956 flutti fjölskyldan í Utanverðunes. Hann stundaði áfram smíðar meðfram búskapnum og var einnig vitavörður í Hegranesvita.
Páll sat í hreppsnefnd Rípurhrepps 1935-1950 og aftur 1958-1962. Í skattanefnd 1938-1963. Árið 1963 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur en átti áfram lögheimili að Utanverðunesi.
Maki: Þóra Jóhanna Jónsdóttir (1919-1997). Þau eignuðust átta börn en eitt þeirra dó á öðru ári.