Sýnir 2 niðurstöður

Nafnspjöld
Bóndi Skarðsá Skagafirði

Sigurður Jónsson (1853-1940)

  • S03039
  • Person
  • 3. sept. 1853 - 30. nóv. 1940

Fæddur á Litla-Vatnsskarði í Laxárdal. Foreldrar: Jón Arnórsson (1810-1878), bóndi á Bessastöðum í Sæmundarhlíð og kona hans, Guðrún Jónsdóttir (f. 1821-1879) frá Hóli í Sæmundarhlíð. Sigurður ólst upp með foreldrum sínum, en fór að vinna fyrir sér strax og hann hafði aldur til. Var vinnumaður og síðar lausamaður. Árið 1883 hafði hann ákveðið að fara til Vesturheims og var kominn á Sauðárkrók með fólk sitt og farangur og beið þar langt fram á sumar en aldrei kom skipið. Var bóndi á Syðra-Skörðugili 1878-1879, Stóru-Seylu 1879-1883. Þá brugðu þau búi. Bóndi í Brautarholti (þá Litlu-Seylu) 1885-1888, Skarðsá 1888-1890, aftur í Brautarholti 1890-1940. Hann var oddviti Seyluhrepps 1892-1899 og frá 1901-1919. Maki: Jóhanna Steinsdóttir (1854-1942) frá Stóru-Gröf. Þau eignuðust fjögur börn en eitt dó í æsku.
Áður átti Sigurður son með Guðbjörgu Björnsdóttur frá Glæsibæ.

Karl Valdimar Konráðsson (1897-1976)

  • S03273
  • Person
  • 25.12.1897-28.10.1976

Karl Valdimar Konráðsson, f. á Skarðsá í Sæmundarhlíð 25.12.1897, d. 28.10.1976 á Auðnum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Konráð Konráðsson bóndi á Skarðsá og barnsmóðir hans Steinunn Stefánsdóttir, þá vinnukona á Skarðsá. Karl ólst upp hjá móður sinni í ýmsum stöðum fyrstu fjögur æviárin en var þá látinn í fóstur í Litlu-Gröf til Guðlaugar Eiríksdóttur og Sigurðar Jónssonar. Árið 1904 hóf faðir hans búskap á Skarðsá ásamt Sigurbjörgu móður sinni og tók börn sín þá til sín. Hjá þeim ólst Karl upp þar til hann hóf sjálfur búskap á Auðnum 1928. Þá kom til hans sem ráðskona hálfsystir hans, Anna Guðrún Stefanía Sveinsdóttir, síðar húsfreyja á Varmalandi í Sæmundarhlíð. Að tveimur árum liðnum réðist til hans uppeldissystir hans, Sigríður María Jóhannesdóttir (20.11.1882-04.08.1965). Alllöngu síðar fluttist svo einnig til þeirra Vigdís Jóhannesdóttir, hálfsystir Sigríðar. Voru þær báðar þar til heimilis til æviloka. Uppeldissonur Karls og Sigríðar var Valdimar Stefán Eiríksson (19.12.1921-05.02.1942), sonur Eiríks Sigurgeirssonar og Kristínar Vermundardóttur.