Sýnir 3 niðurstöður

Nafnspjöld
Bóndi Syðri-Hofdalir

Jósafat Guðmundsson (1853-1934)

  • S03038
  • Person
  • 2. júní 1853 - 21. maí 1934

Fæddur á Löngumýri í Vallhólmi. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson (1826-1902), sem víða var vinnumaður, m.a. á Hafsteinsstöðum og Anna Helgadóttir (1818-1889). Jósafat fylgdi móður sinni sem var vinnukona á ýmsum stöðum, m.a. nokkur ár í Viðvík. Jósafat var bóndi í Auðnum 1882-1883, Krossanesi 1883-1914, Syðri-Hofdölum 1914-1927. Brá þá búi og dvaldi eftir það hjá börnum sínum. Hann sat allengi í hreppsnefnd Seyluhrepps. Maki: Guðrún Ólafsdóttir (1855-1901) frá Ögmundarstöðum. Þau eignuðust fimmtán börn og komust 10 þeirra upp. Eftir að Guðrún lést bjó Jósafat með Margréti systur hennar og eignaðist með henni eitt barn, sem dó í bernsku.
Auk þess átti hann 2 börn með Ingibjörgu Jóhannsdóttur (1870-1947).

Jakob Jón Símonarson (1864-1935 )

  • S03162
  • Person
  • 04.01.1864-24.10.1935

Jakob Jón Símonarson, f. í Hólakoti á Höfðaströnd 04.01.1864, d. 24.10.1935 á Hofsósi. Foreldrar: Símon Sigvaldason (1837-1887) bóndi í Hólakoti og kona hans Hólmfríður Jakobsdóttir frá Tumabrekku. Jakob ólst upp hjá foreldrum sínum í Hólakoti til 1886, en eitthvað af þeim árum mun hann hafa dvalist hjá Pétri Jónssyni frænda sínum á Syðri-Hofdölum. Árið 1887 fluttist hann að Garði í Kelduhverfi og var þar eitt ár en fór síðan að Skinnastað og var þar ráðsmaður hjá sr. Þorleifi Jónssyni og naut þar fræðslu.
Maki: María Þórðardóttir (30.06.1860-08.12.1936) frá Sævarenda í Loðmundarfirði. Þau giftust árið 1887.
Árið 1899 komu Jakob og María í Skagafjörð og settust að á Höfða. Fluttust í Ártún við Grafarós árið 1890 og voru þar til 1892, er þau fluttust að Brekku við Hofsós, sem Jakob var þá búinn að byggja. Jafnhliða þeirri uppbyggingu stundaði hann smíðar og ýmsar viðgerðir. Hann átti sjálfur tvo báta, feræring og sexæring, og hélt þeim út frá Hofsósi.
Jakob og María skyldu árið 1897 og fór hún austur á Seyðisfjörð og síðar til Reykjavíkur. Þau eignuðust einn son. Síðar hafði Jakob ráðskonu, þar til árið 1912 að þau fluttust til hans, Guðmundur Guðmundsson og Bjargey Kristjánsdóttir. Sáu þau um Jakob þar til hann lést. Hafði hann þá gefið eign sína, Brekku, dóttur þeirra, Margréti Guðmundsdóttur.

Sigurður Gunnar Jósafatsson (1893-1969)

  • S03309
  • Person
  • 15.04.1893-05.08.1969

Sigurður Gunnar Jósafatsson, f. í Krossanesi í Vallhólmi 15.04.1893, d. 05.08.1969 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson bóndi í Krossanesi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum en missti móður sína átta ára gamall og tók systir hennar, Margrét Ólafsdóttir þá við hússtjórn á bænum. Hann fór í Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Hann fluttist með föður sínum og fjölskyldu að Syðri-Hofdölum 1914 og vann að búi hans uns hann gifti sig. Fyrstu þrjú ár hjúskaparins voru hann og kona hans í húsmennsku á Syðri-Hofdölum við lítil efni en vorið 1919 tóku þau sig upp og hófu búskap á Hvalnesi á Skaga. Bjuggu þar til 1923 en síðan á Selá á Skaga 1923-1924. Þá misstu þau nær öll lömb sín úr fjöruskjögri og heimilið leystist upp og Sigurður gerðist farandverkamaður. Kona hans varð vinnukona á Hvammi í Laxárdal.Árið 1926 settust þau að á Sauðárkróki og áttu þar heimili síðan.
Maki: Guðrún Þóranna Magnúsdóttir, f. 19.08.1895, d. 30.07.1968. Þau eignuðust átta börn og ólu auk þess upp frá fimm ára aldri dótturson sinn, Ævar Sigurþór.