Showing 14 results

Authority record
Húsmóðir

Anna Guðmundsdóttir (1846-1894)

 • S03293
 • Person
 • 19.08.1846-25.05.1894

Anna Guðmundsdóttir, f. á Ásláksstöðum í Kræklingahlið 19.08.1846, d. 25.05.1894 á Egilsá. Foreldrar: Guðmundur Pétursson þá vinnumaður á Hranastöðum og kona hans Ásdís Þorsteinsdóttir. Anna ólst að mestu leyti upp hjá Jóni Jónssyni í Bandagerði við Akureyri. Fluttist hann með Önnu til Skagafjarðar og dvaldi hjá henni til dánardags.
Maki: Sveinn Magnússon (1857-1926) bóndi. Þau eignuðust einn son. Bjuggu á Stekkjarflötum 1883-1893, Tyrfingsstöðum 1893-1894 og á Egilsá 1894-1896. Sveinn kvæntist aftur.

Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959)

 • S03291
 • Person
 • 16.08.1882-24.09.1959

Anna Guðrún Pálsdóttir (Guðrún Anna Pálsdóttir, skv. Íslendingabók) f. 16.08.1882, d. 24.09.1959. Foreldrar: sr. Páll Sigurðsson prestur, síðast í Gaulverjabæ (1839-1887), og kona hans Margrét Andrea Þórðardóttir (1841-1938).
Maki: Sigurður Sigurðsson (1879-1939), skáld og lyfsali. Þau eignuðust eina dóttur sem lést á þritugsaldri. Þau bjuggu í Arnarholti í Vestmannaeyjum (áður nefnt Stakkahlíð) þar sem Apótekið var í áratugi. Anna tók virkan þátt í félagslífi í Eyjum og var píanóleikari. Vegna lélegs heilsufars Sigurðar varð hann að hætta störfum og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur í byrjun fjórða áratugarins.

Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965)

 • S03290
 • Person
 • 26.12.1883-18.07.1965

Anna Guðrún Þorleifsdóttir, f. 26.12.1883, d. 18.07.1965. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson bóndi í Brekkukoti og Miklabæ í Óslandshlíð (1850-1937) og kona hans Elísabet Magnúsdóttir (1845-1931). Þau bjuggu á Miklabæ þegar Anna fæddist.
Maki: Jóhann Gunnarsson (1880-1962). Þai eignuðust þrjú börn en áður átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur. Jóhann og Anna bjuggu á parti í Utanverðunesi 1907-1908, í Garði 1908-1913, Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, Enni í Viðvíkursveit 1927-1928 og á Krossi 1928-1962, en þá lést Jóhann. Ekki er getið um hvort Anna dvaldi þar áfram þau þrjú ár sem hún átti ólifuð.

Anna Helgadóttir (1905-1974)

 • S00885
 • Person
 • 2. 06.1905 -28.06.1974

Anna Helgadóttir, f. 09.06.1905, d. 28.06.1974. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) bóndi í Kirkjuhóli í Seyluhreppi og fyrri kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir.
Anna var verkakona, búsett á Akureyri. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Kirkjuhóli í Seyluhreppi 1901-1914, en það ár lést móðir Önnu. Faðir hennar eignaðist síðar börn með bústýru sinni. Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Anna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð.
Maki: Júlíus Davíðsson (1905-1986), verkamaður á Akureyri. Fósturdóttir þeirra er Valdís Brynja Þorkelsdóttir (1946-), systurdóttir Önnu. Þá ólst dóttir Júlíusar, Sigrún Margrét Júlíusdóttir, upp hjá þeim frá 12 ára aldri, en móðir hennar var Margrét Sigurrós SIgfúsdóttir.

Anna Sigurbjörg Helgadóttir (1913-1976)

 • S03461
 • Person
 • 20.05.1913-15.10.1976

Anna Sigurbjörg Helgadóttir, f. 20.05.1913, d. 15.10.1976. Foreldrar: Helgi Jónsson bóndi á Hafgrímsstöðum og kona hans Þóra Kristjánsdóttir.
Anna var áttunda og yngst barna þeirra Helga og Þóru. Síðar eignaðist hún tvö hálfsystkini. Anna ólst upp hjá Elínu ömmu sinni á Hafgrímsstöðum og vann ýmis tilfallandi störf. Um tvítugt veiktist hún alvarlega og lá marga mánuði á Kristnesspítala. Hún vann við síldarsöltun á Siglufirði, var í vist á Akureyri og kaupakona á Nautabúi á Efribyggð. Anna var einnig í kaupavinnu á Sveinsstöðum og er Elín amma hennar veiktist réð hún sig í innu á sjúkrahúisinu á Sauðárkróki. Anna fór að Hrólfsstöðum og hóf sambúð með Guðmundi Ólafssyni. Árið 1947 fluttust þau að Skíðastöðum. Guðmundur veiktist árið 1952 en þá hélt Anna búskapnum áfram með aðstoð Páls, bróður Guðmundar.Eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur hóf Anna að starfa á Hrafnistu í Reykjavík og vann þar til dánardags.
Maki: Guðmundur Ólafsson (1916-1974).Þau eignuðust tvö börn. Fyrir átti Anna son með Sigurði Sigurðssyni frá Akeyri og dóttur með Karli Hallberg sem var sænskur en búsettur á Siglufirði.

Björg Sveinsdóttir (1890-1959)

 • S03191
 • Person
 • 06.02.1890-24.05.1959

Björg Sveinsdóttir, f. í Háagerði á Höfðaströnd 06.02.1890, d. 24.05.1959 í flugslysi.
Foreldrar: Sveinn Stefánsson bóndi í Háagerði og kona hans Anna Símonardóttir. Björg fór ung í fóstur til móðursystur sinnar Guðrúnar Símonardóttur og eiginmanns hennar Guðbjóns Vigfússonar, að Grundaraldni í Unadal. Þar ólst hún upp og dvaldi til 25 ára aldurs, er hún giftist Jóni. Tók hún við búsforráðum á Heiði vorið eftir.
Maki: Jón Guðnason (11.12.1888-24.05.1959). Þau eignuðust sjö börn.

Helga Jónsdóttir (1895-1988)

 • S03427
 • Person
 • 28.07.1895-10.07.1988

Helga Jónsdóttir, f. 28.07.1895, d. 10.07.1988. Foreldrar: Jón Jónasson bóndi á Flugumýri og fyrri kona hans, Júlíana Ingibjörg Jónasdóttir. Helga ólst upp á Flugumýri en þangað fluttu foreldrar hennar þegar hún var á fyrsta ári. Hún missti móður sína 10 ára gömul. Helga var tvo vetur í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún var húsmóðir á Hjaltastöðum í 20 ár en eftir það fluttu hún og Stefán á Sauðárkrók og bjuggu að Skagfirðingabraut 5. Eftir dauða Stefáns flutti Helga til Hrafnhildar dóttur sinnar.
Maki: Stefán Vagnsson. Þau einguðust fimm börn.

Jóhanna Birna Helgadóttir (1911-1990)

 • S00888
 • Person
 • 6. júlí 1911 - 21. desember 1990

Jóhanna Birna Helgadóttir, f. að Kirkjuhóli í Seyluhreppi 06.07.1911, d. 21.12.1990. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttir (1871-1914). Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Birna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð. Birna missti móður sína þegar hún var þriggja ára gömul en Helgi tók sér bústýru, Maríu Guðmundsdóttur, og eignaðist með henni börn. Hún gekk börnum hans einnig í móðurstað. Fjórtán ára gömul fluttist Birna til Akureyrar og dvaldi í vistum hjá skyldfólki sínu. Það ár missti hún föður sinn. Árið 1935 réðist hún í kaupavinnu að Fremstagili í Langadal. Þar bjó Hilmar, sem síðar varð eiginmaður hennar.
Maki: Hilmar Arngrímur Frímannsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu allan sinn búskap á Fremstagili.
Birna var hgmælit og félagslind og tók þátt í starfi kvenfélagsins í sveitinni.

Jórunn Einarsdóttir Norðmann (1871-1961)

 • S01297
 • Person
 • 16.05.1871-11.09.1961

Foreldrar: Einar Guðmundsson hreppstjóri og alþingismaður að Hraunum í Fljótum og 1.k.h. Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Hún missti móður sína átta ára gömul en þremur árum síðar gifist faðir hennar Jóhönnu Jónsdóttur sem annaðist uppeldi barnanna síðan.
Maki: Jón Norðmann Jónsson frá Barði í Fljótum.
Árið 1908 missti hún eiginmann sinn og áttu þau þá sjö ung börn. Vorið 1909 flutti hún með barnahópinn sinn til Reykjavíkur. Tvö barnanna létust ung, en þó komin á fullorðinsaldur. Eftir að börnin stofnuðu heimili var hún hjá þeim til skiptis. Síðustu árin var hún mest hjá Katrínu dóttur sinni og Jóni Sigurðssyni, eiginmanni hennar. Jórunn var söngelsk mjög og mikil tónlist á heimili hennar.

Margrét Helga Magnúsdóttir (1896-1986)

 • S03302
 • Person
 • 18.03.1896-19.01.1986

Margrét Helga Magnúsdóttir, 18.03.1896 í Gilhaga á Fremribyggð, d. 19.01.1986 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Jónsson bóndi í Gilhaga og kona hans Helga Indriðadóttir ljósmóðir. Margrét ólst upp hjá föður sínum til fullorðinsára. Níu ára gömul missti hún móður sína. Hún naut menntunar hjá heimiliskennurum sem teknir voru í Gilhaga.
Maki 1: Steindór Kristján Sigfússon (12.12.1895-21.08.1921) bóndi í Hamrsgerði á Fremribyggð. Þau giftu sig 12. desember 1916 á Mælifelli. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigurjón Helgason (1895-1974), Þau eignuðust fjögur börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Margrét og Steindós bjuggu á Mælifelli 1918-1919 og í Hamrsgerði 1919-1921. Steindór lést það ár og eftir það bjó Margrét áfram eitt ár í Hamrsgerði en giftist þá Sigurjóni Helgasyni og bjó með honum í Hamarsgerði til 1929. Þá fóru þau að Árnesi og bjuggu þar til 1938 en síðan á Nautabúi frá 1938-1974, er Steindór lést.

Ólöf Guðmundsdóttir (1841-1916)

 • S03202
 • Person
 • 1841-1916

Ólöf Guðmundsdóttir, 23.11.1841, d. 1916. Foreldrar: Guðmundur Jónsson bóndi í Efri-Skútu í Siglufirði og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum og fermdist frá þeim árið 1857. Vann að búi þeirra í Efri-Skútu til 1862. Bjó ásamt manni í sínum í Efri-Skútu 1862-1869, en það ár drukknaði Árni á Siglufirði, ásamt Guðmundi föður Ólafar. Eftir lát hans bjó Ólöf í Efri-Skútu 1869-1872 , er hún giftist Magnúsi. Þau bjuggu áfram í Efri-Skútu 1872-1879. Fóru þá að Brekkukoti í Óslandshlíð og voru til 1881 eða lengur. Voru á Háleggsstöðum 1885-1887 og í Grafargerði 1887 og þar til Magnús lést 1889. Eftir lát hans var Ólöf vinnukona á Torfhóli 1890 og 1901, húskona í Berlín á Hofsósi 1910 en síðast á sveitarframfæri á Krossi.
Maki 1 (g. 1860): Árni Árnason. Hann drukknaði á Siglufirði ásamt tengdaföður síns í miklum hafís. Árni og Ólöf eignuðust 5 börn og létust 2 þeirra í frumbernsku.
Maki 2 (1872): Magnús Gíslason (1851-24.01.1889). Hann drukknaði í Kolkuósi. Þau eignuðust þrjú börn sem öll dóu ung.

Rannveig Ingibjörg Bjarnadóttir (1869-1953)

 • S03189
 • Person
 • 10.09.1869-21.02.1953

Rannveig Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 10.09.1869, d. 21.02.1953. Foreldrar: Bjarni Bjarnason og Margrét Jónsdóttir á Mannskaðahóli. Rannveig ólst upp með foreldrum sínum á Mannskaðahóli. Var síðan vinnukona, m.a. á Hrauni í Unadal og fluttist þaðan að Hrauni í Sléttuhlíð er hún gistist Jóni, en fyrri kona hans var alsystir hennar. Eftir að Jón drukknaði leystist heimilið upp og börnin fóru í fóstur á ýmsa staði, nema yngsta dóttirin, sem fylgdi móður sinni. Fór hún í vinnumennsku og var á ýmsum stöðum í Sléttuhlíð. Þegar Stefanía, dóttir hennar, byrjaði búskap á Hrauni árið 1918 fluttist Rannveig til hennar og dvaldist hjá henni til dauðadags að undanskildum tveimur árum sem hún dvaldi á Svaðastöðum.
Maki: Jón Zóphonías Eyjólfsson (10.09.1868-01þ06þ1910. Hann drukknaði 41 árs er bátur hvölfdi með hann á Sléttuhlíðarvatni. Hann átti eitt barn með fyrr konu sinni, sem dó í bernsku og sjö börn með Rannveigu. Þrjú þeirra dóu í bernsku.

Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir (1894-1962)

 • S03170
 • Person
 • 19.11.1894-19.02.1962

Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir, f. 19.11.1894, d. 19.02.1962. Foreldrar: Jóhann Oddsson (07.07.1864-14.04.1949), búsettur á Siglunesi og víðar, og kona hans Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Ólst upp á Siglunesi og víðar. Fylgdi föður sínum eftir að móðir hennar dó.
Gift Jóhanni Friðgeiri Steinssyni smið á Akureyri. Skráð húsfreyja þar árið 1930. Skráð leigjandi í Hafnarstræti 63 á Akureyri í manntali árið 1920, þá ógift. Sigríður og Jóhann eignuðust sex dætur.
Sigríður kom að uppbyggingu drengjaheimilisins að Ástjörn og stofnaði sjóð til styrktar heimilinu.
Sigríður var móðuramma Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar söngvara.

Sigurlaug Brynjólfsdóttir (1870-1966)

 • S03231
 • Person
 • 03.07.1870-13.04.1966

Sigurlaug Brynjólfsdóttir, f. í Ölduhrygg 03.07.1870, d. 13.04.1966 á Sauðárkróki. Foreldrar: Brynjólfur Oddsson og kona hans Valgerður Rafnsdóttir. Um sex ára aldur fór hún í fóstur að Sveinsstöðum til Björn Þorkelssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur og átti þar heimili til 1904. Þar kynntist hún Jóni manni sínum, sem var vinnumaður þar. Þau bjuggu á hluta Sveinsstaða 1901-1904 og fluttu þá að Brandsstöðum í Blöndudal er þau fluttu ða Grófargili 1905. Eftir lát mannsins síns árið 1924 bjó Sigurlaug áfram á Grófargili með aðstoð dætra sínna næstu fjögur árin. Hún andaðist hjá dóttur sinni í Sauðárkróki 96 ára gömul.
Maki: Jón Benediktsson (03.07.1872-17.05.1924). Þau eignuðust 5 börn en eitt þeirra dó í bernsku.