Showing 2 results

Authority record
Póstur

Baldur Eyjólfsson (1882-1949)

  • S03249
  • Person
  • 17.05.1882-16.06.1949

Baldur Eyjólfsson, f. að Gilsfjarðarmúla 17.05.1882, d. 16.06.1949 í Reykjavík. Foreldrar: Eyjólfur Bjarnason bóndi í Gilsfjarðarmúla og kona hans Jóhanna Halldórsdóttir. Baldur ólst frá barnæsku upp hjá hjónunum Eggert Stefánssyni og Kristrúnu Þorsteinsdóttur í Króksfjarðarnesi. Er Ragnheiður dóttir þeirra giftist Arnóri Árnasyni að Felli í Kollafirði og síðar að Hvammi í Laxárdal, flutti Baldur með þeim mæðgum til sr Arnórs að Felli og átti heimili sitt hjá þeim Arnóri og Ragnheiði oftast upp frá því. Fluttist hann með konu sinni frá Rauðamýri á Langadalsströnd til Húsavíkur 1905 og að Hvammi í Laxárdal 1907. Voru hjónin þar í vinnumennsku í eitt ár. Bjuggu á Selá á Skaga 1908-1909. Fluttust þá aftur vestur að Rauðamýri og var Baldur síðan vestra til 1912, er hann kom aftur að Hvammi. Var hann þá skilinn við konu sína.
Fyrstu árin eftir 1916 hafði Baldur póstferðir á Skaga, en seinna um margra ára skeið hafði hann á hendi póstferðir milli Víðimýrar og Sauðárkróks. Einhvern tíma á þessum árum annaðist hann einnig póstferðir milli Hóla og Sauðárkróks, jafnvel alla leið út í Hofsós. Hélt hann þá til á Sauðárkróki með hesta sína og átti hús fyrir þá og hafði sjálfur herbergi á Hótel Tindastól. Póstferðir stundaði hann alveg til 1936.
Maki: Hólmfríður Ingibjörg Halldórsdóttir. Þau eignuðust einn son.

Sigurjón Sumarliðason (1867-1954)

  • S03046
  • Person
  • 6. nóv. 1867 - 9. maí 1954

Fæddur í Sælingsdalstungu í Hvammssveit í Dalasýslu. Foreldrar: Sumarliði Guðmundsson bóndi og póstur og fyrri kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Sigurjón ólst að nokkru upp hjá foreldrum sína en fór snemma til vandalausra. Um tvítugt flutti hann með foreldrum sínum til Eyjafjarðar. Bjuggu þau m.a. að Lögmannshlíð og í Skjaldarvík en fluttu að Ásláksstöðum. Sigurjón gerðist fylgdarmaður föður síns á póstferðum milli Akureyrar og Staðar í Hrútafirði. Árið 1888 fór hann til Ameríku og dvaldi þar í fimm ár. Heimkominn gerðist hann aftur fylgdarmaður föður síns en tók alfarið við póstferðunum árið 1902 og hélt því starfi til 1916. Jafnframt póstferðalögunum ferðaðist Sigurjón mikið með útlendingum og hélt því starfi áfram, eftir að hann hætti póstferðum. Sigurjón gerðist bóndi á Ásláksstöðum 1895 og bjó til 1930. Byggði hann sér þá hús á Akureyri, við Munkaþverárstræti 3 og bjó þar síðan. Fyrir vel unnið starf í þjónustu landsins, var Sigurjón sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Árið 1909 giftist Sigurjón Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Víðivöllum i Fnjóskadal, þau áttu einn fósturson.