Eðvald Eilert Friðriksson Möller, f. 28.10.1875 á Skagaströnd, d. 24.02.1960 á Akureyri. Foreldrar: Friðrik E. Möller, síðar póstmeistari á Akureyri og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir. Eðvald varð stúdent frá Lærða skólanum 1896. Fór eftir það til náms í læknisfræði í Kaupmannahöfn en lauk því námi ekki. Heimkominn stofnaði hann Sápuverksmiðju. Þegar þeim rekstri lauk gerðist hann verslunarmaður hjá Ólafi Árnasyni á Stokkseyri. Eftir það stundaði hann verslunarstörf til æviloka, m.a. í Haganesvík í Fljótum. Eftir að konan hans féll frá árið 1946 bjó hann í skjóli barna sinna, lengst af hjá dóttur sinni á Akureyri.
Maki: Pálína Margrét Jóhannesdóttir Möller, f. 26.12.1871, d. 22.06.1946. Þau eignuðust fjögur börn.
Kennari og lausamaður í Húsey, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Heimili: Hofsós. Bóndi, kennari og verslunarmaður á Grófargili og Marbæli á Langholti, Skag. og síðar á Siglufirði.
Frá Sjávarborg í Skagafirði. Var í Reykjavík 1910. Verslunarmaður í Reykjavík.
Jón Guðmann Gíslason, f. á Breiðstöðum 04.11.1896, d. 03.09.1958. Foreldrar: Gísli Þorsteinsson verslunarmaður á Sauðárkróki og Helga Jónsdóttir. Bóndi á Skarði við Akureyri. Þegar Jón var nokkurra ára gamall fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Jón stundaði alla algenga vinnu til sjós og lands og eftir skólagöngu fékkst hann við verslunarstörf og skirfstofustörf. Síðar stundaði hann sjó og gerðist bátseigandi og formaður. Árið 1922 fluttist hann til Akureyrar. Þar stundaði hann verslunarstörf og hóf búskap á Skarði skammt fyrir ofan bæinn. Jón sinnti einnig blaðamennsku um tíma. Hann starfaði að bindindismálum, bæði á Sauðárkroki og Akureyri. Á Akureyrarárunum tók hann sér Guðmannsnafnið sem ættarnafn og kallaði sig Jón G. Guðmann upp frá því.
Karl Grímur Dúason, f. 15.04.1900, d. 12.05.1970. Foreldrar: Dúi Grímsson bóndi í Langhúsum í Fljótum og kona hans Eugenía Jónsdóttir Norðmann. Faðir Dúa var barnabarn Gríms græðara á Minni-Reykjum. Karl var yngstur þriggja bræðra. Hann ólst upp að Krakavöllum og var með foreldrum sínum til fjórtán ára aldurs er hann fór í Gagnfræðaskóla Akureyrar og var þar frá 1914-1916 og lauk svo gagnfræðaprófi vorið 1918. Eftir það fór hann til Danmerkur og stundaði þar verslunarnám til 1920. Eftir það fór hann heim til foreldrar sinna á Krakavöllum og vann að búi þeirra uns hann fluttist með þeim til Siglufjarðar. Þar vann hann við Síldarverksmiðjur Ríkisins og auk Þess við endurskoðun bæjarreikninga þar um mörg ár. Á Siglufirði kynntist hann konu sinni, Sigriði Ögmundsdóttur. Þau eignuðust fimm börn. Fyrir átti Sigríður tvær dætur. Frá Siglufirði fluttist Karl með fjölskyldu sína til Ytri-Njarðvíkur árið 1951. Þar vann hann við frystihús mága sinna ásamt smíðum við húsbyggingar bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Karl hafði orðið fyrir heilsubresti þegar á unglingsáum og síðustu árin tók hjartað að bila. Hann lést sjötugur að aldri.
Karl Ingjaldsson, f. að Öxará í Þingeyjarsýslu 29.05.1900, d. 12.11.1935. Foreldrar: Elín Kristjánsdóttir (1862-1941) og Ingjaldur Jónsson.
Karl fluttist til Akureyrar árið 1925 og réðist til Kaupfélags Eyfirðinga. Var deildarstjóri þar. Einnig vann hann um tíma við verslunina París á Akureyri.
Maki: Hallfríður Gísladóttir (1911-1990). Þau eignuðust eina dóttur.
Kristbjörg Guðbrandsdóttir, f. í Ólafsvík 15.06.1934, d. 03.12.2009 á Sauðárkróki. Foreldrar: Guðbrandur Guðbjartsson og Kristjana Sigþórsdóttir. Kristbjörg giftist Magnúsi H. Sigurjónssyni árið 1954. Á Sauðárkróki vann hú ýmis störf. M.a. í Landssímastöðinni, kenndi handavinnu við barnaskóla Sauðárkróks, leiðbeindi í skólagörðum bæjarins og starfaði um árabil við verslun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hún var mikil hannyrðakona. Stofnaði kvenfata- og snyrtivöruverslunina Ísafold árið 1988 og rak í tæp tuttugu ár. Kristbjörg var félagi í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.
Maki. Magnús Heiðar Sigurjónsson, f.v. verslunarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.
Lárus Hermannsson f. á Hofsósi 04.03.1914, d. 12.04.2007 í Reykjavík. Foreldrar: Hermann Jónsson bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói og kona hans Elín Lárusdóttir.
Maki: Aðalheiður Halldórsdóttir. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: María Jakobína Sófusdóttir. Þau eignuðust þrjá syni.
Lárus ólst upp á Ysta-Móií Fljótum. Þar gekk hann í barnaskóla í Haganesvík. Hann stundaði nám við Íþróttaskólann á Laugarvatni einn vetur og fír síðan í Samvinnuskólann. Að loknu námi þar fór hann til Ísafjarðar og starfaði hjá kaupfélaginu þar í nokkur ár. Þá starfaði hann hjá KRON og síðan SÍS. Lárus var hagmæltur og eftir hann liggur nokkur kveðskapur. Árið 1998 gaf hann út bókina Frásagnir frá fyrri tíð sem geymir m.a. sagnaþætti og vísur.
Pétur Zóphoníasson, f. í Goðdölum í Lýtingsstaðahreppi 31.05.1879, d. 21.02.1946. Foreldrar: Zóphonías Halldórsson (1845-1908), þá prestur í Goðdölum og síðar prófastur i VIðvík og kona hans Jóhanna Jónsdóttir (1855-1931frá Víðivöllum í Skagafirði. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum í Skagafirði og naut þar ágætrar fræðslu föður síns. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla 1898. Í verslunarskóla í Kaupmannahöfn 1898-1900. Verslunarmaður í Reykjavík og bankaritari i Landsbankanum 1900-1909. Ritstjóri Templars 1904-1909 og aftur 1923-1925 og ritstjóri Þjóðólfs 1910-1911. Var við verslunarstörf næstu ár. Fulltrúi á Hagstofu Íslands 1915-1943. Endurskoðandi Reykjavíkurbæjar um hríð og í niðurjöfnundarnefnd Reykjavíkur í 8 ár. Starfaði mikið að bindindismálum á vegum Stórstúku Íslands frá 1905 til æviloka og var stórtemplar 1930-1931. Aðalstofnandi Taflfélags Reykjavíkur árið 1900 og varð oft skákmeistari Íslands. Var og heiðursfélagai í Skáksambandi Íslands , Taflfélags Reykjavíkur og stúkunnar Verðandi. Lagði stund á ættfræðirannsóknir frá unglingsárum til æviloka.
Af ritstörfum hans má m.a. nefna: Kennslubók í Skák (1906), Ættir Skagfirðinga 1910 (1914)Víkingslækjarætt (1940-1943) o.fl.
Maki. Guðrún Jónsdóttir (1886-1936) frá Ásmundarstöðum á Sléttu. Þau eignuðust 10 börn er upp komust.
Sigurður Þorkell Tómasson, f. að Miðhóli í Sléttuhlíð 16.07.1910, d. 26.04.2002.
Foreldrar: Tómas Jónasson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fellshrepps og kona hans, Ólöf Þorkelsdóttir húsfreyja.
Sigurður ólst upp á Miðhóli. Hann var afgreiðslumaður á unglingsárum hjá Kaupfélagi Fellshrepps og reri til Drangeyjar til fuglaveiða á flekum þrjár vorvertíðir. Hann lauk Samvinnuskólaprófi 1930 og var í bóklegu og verklegu námi á vegum Kooperativa Förbundet í Stokkhólmi 1931-1932. Hann var forstjóri Kjörbúðar Siglufjarðar 1932-1936, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Siglfirðinga 1937-1945, vann við aðalbókhald SÍS í Reykjarvík 1945-1948, og var skrifstofumaður hjá Skeljungi 1949-1951.
Siguður stofnaði síðan Efnagerð Laugarness en seldi hana eftir rúmlega tuttugu ára rekstur. Þá stofnaði hann fyrirtækið S.Þ.Tómasson hf.
Sigurður starfaði mikið í Kiwanishreyfingunni og gegndi trúnaðarstörfum á vegum hennar.
Maki: Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir (1910-2000). Þau eignuðust eina dóttur.
Símon Ingi Gestsson, f. 23.12.1944 í Saltnesi í Hrísey, d. 05.06.2018 í Reykjavík. Foreldrar: Friðfinna Símonarsdóttir (1927-1995) og Gestur Árelíus Frímannsson (1924-2007). Símon ólst upp hjá foreldrum sínum á Siglufirði en dvaldist einnig langdvölum hjá föðurforeldrum sínum, Frímanni Viktori Guðbrandssyni og Jósefínu Jósefsdóttur á Austara-Hóli. Hann gekk í barnaskóla á Siglufirði og útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1961. Auk hefðbundinna sveitastarfa vann Símon m.a. við gerð Strákaganga og keyrði leigubíl í Keflavík um tíma. Árið 1970 tóku Símon og Heiðrún jörðina Barð í Fljótum á leigu. Auk búskapar vann Símon m.a. við akstur mjólkurbíls og skólabíls. Hann var útibússtjóri KS á Ketilási frá 1981-1991 og vann við póstafgreiðslu á Ketilási og póstdreifingu. Á Barði bjuggu Heiðrún og Símon til 2008, er þau fluttu á Bæ á Höfðaströnd. Þar hafði Símon starfað um skeið sem ráðsmaður og gengdi því starfi til haustsins 2016 en þá lét hann af störfum og flutti í Hofsós. Símon gengdi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður Hestamannafélagsins Svaða og formaður sóknarnefndar Barðskirkju.
Maki: Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir (1946-2016). Þau eignuðust fjögur börn.