Sýnir 6399 niðurstöður

Nafnspjöld

Haraldur Þórðarson (1943-2019)

  • S02564
  • Person
  • 13. maí 1943 - 21. nóv. 2019

Haraldur var vinnumaður á Sjávarborg í Skagafirði nokkur sumur, síðast 1958. Hann starfaði lengi í lögreglunni í Reykjavík. Síðar tækjafræðingur við Háskóla Íslands. Haraldur kvæntist Málfríði Haraldsdóttur. Þau eignuðust tvo syni.

Helga Brynjólfsdóttir (1937-2019)

  • S02625
  • Person
  • 30. jan. 1937 - 22. júlí 2019

Fædd á Akureyri. Dóttir Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara og Þórdísar Haraldsóttur. Helga lauk stúd­ents­prófi frá MA vorið 1957 og mest­all­an hluta starfsæv­inn­ar vann hún við banka­störf.

Hængur Þorsteinsson (1938-

  • S02555
  • Person
  • 3. feb. 1938-

Tannlæknir. Var á Fornastöðum í Austur - Húnavatnssýslu, síðar í Reykjavík.

Tryggvi Finnsson (1942-

  • S02571
  • Person
  • 1. jan. 1942-

Tryggvi er fæddur á Húsavík. Sonur Finns Kristjánssonar og Hjördísar Tryggvadóttur Kvaran. Hann kvæntist Áslaugu Þorgeirsdóttur.

Kristján Árnason (1934-2018)

  • S02624
  • Person
  • 26. sept. 1934 - 28. júlí 2018

,,Kristján var skáld, þýðandi og dósent í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Kristján er einna þekktastur fyrir þýðingar sínar, og þýddi m.a. Ummyndanir eftir Óvidíus, Ilminn eftir Patrick Süskind, Raunir Werthers unga eftir Goethe, Hinsta heim eftir Christoph Ransmayr og Felix Krull; játningar glæframanns eftir Thomas Mann. For­eldr­ar Kristjáns voru Árni Kristjánsson píanóleikari og tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins og Anna Guðrún Steingrímsdóttir. Kristján lauk stúd­ents­prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953. Hann lauk BA-próf í grísku og lat­ínu frá Háskóla Íslands árið 1962 og nam heim­speki, bók­mennt­ir og forn­mál­ við há­skóla í Þýskalandi og Sviss á ár­un­um 1953-1958 og 1963-1965. Hann starfaði m.a. sem kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri og Kenn­ara­skóla Íslands á sjö­unda ára­tugn­um og Mennta­skól­an­um að Laug­ar­vatni frá 1967-1990. Frá 1973 var hann kennari við Háskóla Íslands. Fyrri eiginkona Kristjáns var Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona en hún lést árið 1988. Þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Kristjáns var Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur. Árið 2010 hlaut Kristján Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvid."

Margrit Árnason (1928-2014)

  • S02580
  • Person
  • 12. júní 1928 - 24. júlí 2014

Margrit/Margrét var fædd í Sviss 12. júní 1928. ,,Í heimaborg sinni Zürich lauk Margrit verslunarprófi og sinnti ritarastörfum. Hún flutti með manni sínum til Íslands í desember 1950 og settust þau að á Sjávarborg í Skagafirði. Þar hafa þau búið síðan, að undanskildum 10 árum sem þau bjuggu á Hólum í Hjaltadal, þegar Haraldur var þar skólastjóri. Margrit sinnti alla tíð heimilisstörfum en vann að auki utan heimilis til fjöldamargra ára. Hún vann m.a. við skrifstofustörf, rak verslun ásamt Haraldi á árunum 1966-1971 og var í hlutverki bússtýru við bændaskólann á Hólum árin 1971-1981. Eftir að Margrit og Haraldur fluttu til baka á Sjávarborg vann hún sem deildarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, fyrst í Gránu og síðar í Skagfirðingabúð. Þar starfaði Margrit uns hún lét af störfum árið 1991. Helstu áhugamál hennar voru ferðalög, blóma- og matjurtarækt og klassísk tónlist." Margrit kvæntist Haraldi Árnasyni frá Sjávarborg, þau eignuðust fjórar dætur.

Erling Edwald (1921-2011)

  • S02576
  • Person
  • 16. jan. 1921 - 13. maí 2011

Erling fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón St. Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður og kona hans Sigrún Edwald. Erling kvæntist Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn. Eftir stúdentspróf frá MA hóf Erling nám í lyfjafæði í Lyfjafræðingaskóla Íslands árið 1940. Hann var aðstoðarlyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki 1943 -1944 og í Lyfjaverslun ríkisins 1944 -1945. Erling hélt til Danmerkur að loknu seinna stríði og hóf þar nám við Danmarks farmaceutiske Höjskole í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi í cand. Pharm. 1947. Að því laoknu starfaði hann sem lyjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins 1947 til 1967, en varð þá lyfsölustjóri ríkisins og gegndi því starfi til 1986. Erling var fyrsti lyfjafræðingur lyfjabúrs Landspítalans; var þar í hlutastarfi árabilið 1954 til 1958. Hann var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands 1957 til 1970. Hann sat einnig í lyfjaverðlagsnefnd og í eiturefnanefnd um árabil og gegndi stjórnarstörfum í Lyfjafræðingafélagi Íslands frá 1991. Árið 1987 tók hann próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með 30 rúmlestaréttindi.

Hallgrímur Marinósson (1944-2012)

  • S02574
  • Person
  • 16. júlí 1944 - 25. sept. 2012

Hallgrímur var fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Katrín Kristín Hallgrímsdóttir húsfreyja og Marinó Kristinn Jónsson bifreiðastjóri. Hallgrímur kvæntist Arndísi Kristínu Sigurbjörnsdóttur hannyrðakonu og leiðbeinanda. Þau eignuðust fjögur börn.

F.E. Sillanpää

  • S02578
  • Person
  • óvíst

Vinur Kristmundar Bjarnasonar 1947 sem hann hjálpaði eftir stríðsárin.

Finnur Karl Björnsson (1952-

  • S02585
  • Person
  • 6. jan. 1952-

Finnur Karl Björnsson, fæddur 06.01.1952. Bóndi á Köldukinn í Torfalækjarhreppi. Giftur Jóhönnu Lilju Pálmarsdóttur og eiga þau fjögur börn.

Seðlabanki Íslands (1961-)

  • S02592
  • Félag/samtök
  • 1961-

Seðlabanki Íslands er ríkisstofnun sem fer með stjórn peningamála á Íslandi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í verðlagsmálum, en einnig að stuðla að framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Jafnan er stefnt að því að halda verðbólgu og atvinnuleysi lágu. Seðlabankinn er sjálfstæð ríkisstofnun og starfar samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sett. Forsætisráðherra skipar bankastjóra til fimm ára. Alþingi kýs sjö fulltrúa í bankaráð að loknum kosningum til Alþingis. Bankaráðið fundar að jafnaði tvisvar í mánuði og hefur meðal annars eftirlit með því að starfsemi bankans sé í samræmi við þau lög og þær reglur sem starfa ber eftir.

Seðlabanki Íslands var stofnaður með lögum árið 1961, en seðlabankastarfsemi á Íslandi á sér mun lengri sögu, áður hafði Landsbanki Íslands haft umsjón með peningamál á Íslandi. Núgildandi lög um Seðlabanka Íslands eru lög nr. 36/2001.

Pálmi Erlendur Vilhelmsson (1925-2006)

  • S02599
  • Person
  • 27. júlí 1925 - 23. des. 2006

Fæddur á Hofsósi. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Stúdent frá MR 1946. Las læknisfræði í nokkur ár við HÍ. Kennari við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1956-1957, við barna- og unglingaskóla í Vík Mýrdal 1957-1958, við barna- og unglingaskóla í Ólafsvík 1958-1962, við Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1962-1963 og Réttarholtsskóla í Reykjavík 1963-1964. Stundaði almenna vinnu og sjómennsku að sumrinu. Skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins frá 1964.

Hrefna Magnúsdóttir (1920-2008)

  • S02606
  • Person
  • 1920-2008

Hrefna Magnúsdóttir f. í Litla-Dal í Saurbæjarhreppi 03.03.1920. Foreldrar: Snæbjörg Sigríður Aðalmundardóttir og Magnús Jón Árnason. Maki: Sr. Bjartmar Kristjánsson frá Ytri-Tjörnum í Öngulstaðahreppi, f. 14.04.1915, d. 20.09.1990. Þau áttu fimm börn. Hrefna gekk í húsmæðraskóla á Laugalandi í Eyjafirði. Hún kenndi við Steinsstaðaskóla og síðar á Laugalandi. Bjó lengst af á Mælifelli í Skagafirði. Var símstöðvarstjóri og húsfreyja þar. Einnig virk í kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps. Fluttu síðar að Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. D. 25.03.2008.

Sigtryggur Einarsson (1886-1955)

  • S02613
  • Person
  • 11. mars 1886 - 4. okt. 1955

Sigtryggur Einarsson f. 11.3.1886 í Héraðsdal. Foreldrar: Einar Jónsson og Dagbjört Björnsdóttir í Héraðsdal. Bjó á móti föður sínum í Héraðsdal og síðar bóndi þar 1920-1927. Fluttist síðar til Sauðárkróks. Starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Maki: Ágústa Jónasdóttir, f. 1.8.1904 á Merkigili í Austurdal. Þau áttu sex börn.

Helgi Árnason (1852-1928)

  • S02614
  • Person
  • 17. jan. 1852-1928

Foreldar: Árni Einarsson og Guðrún Jóhannesdóttir á ÚIfá í Eyjafirði. Bóndi á Gilsbakka 1879-1881, Breiðargerði 1882-1885, Skatastöðum 1885-1887, Hellu 1888-1901, Brekkukoti í Efribyggð 1901-1903 og Sólheimagerði 1908-1920 og aftur 1924-1926. Maki: Ingibjörg Andrésdóttir frá Syðri Bægisá. Áttu eitt barn sem dó kornungt en ólu upp fósturbörn.

Ingibjörg Andrésdóttir (1847-1919)

  • S02615
  • Person
  • 18. júní 1847 - 6. maí 1919

Foreldrar: Andrés Tómasson og Ingibjörg Þórðardóttir bændur á Syðri Bægisá. Bjó á Gilsbakka, Breiðargerði, Skatastöðum, Hellu, Brekkukoti í Efribyggð og Sólheimagerði. Maki: Helgi Árnason frá Úlfá í Eyjafirði. Þau áttu eitt barn, sem dó kornungt en ólu upp fósturbörn.

Sólveig Stefánsdóttir (1939-

  • S02616
  • Person
  • 10. júní 1939-

Fósturforeldrar: Friðbjörn Jónasson b. á Þrastarstöðum á Höfðaströnd o.v. og k.h. Sigríður Halldórsdóttir. Sólveig Stefánsdóttir var lengi ábúandi á Miðsitju í Blönduhlíð ásamt eiginmanni sínum Jóhanni Þorsteinssyni. Sólveig fluttist frá Miðsitju á Sauðákrók og síðast til Reykjavíkur þar sem hún er nú búsett.

Friðrik Olgeirsson (1950-

  • S02617
  • Person
  • 30. nóv. 1950-

Friðrik er sagnfræðingur að mennt. Lengi vel stundaði hann kennslu, en eftir það hefur hann fengist við ritstörf.

Aðalbjörg Sigmarsdóttir (1952-

  • S02640
  • Person
  • 16. maí 1952-

Aðalheiður var forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins á Akureyri í 34 ár; lét af störfum árið 2018.

Páll Marvinsson (1925-1995)

  • S002643
  • Person
  • 17. júní 1925 - 25. jan. 1995

(Þorleifur) Páll Marvinsson, f. 17.06.1925. Var á Enni á Höfðaströnd. Bóndi á Sandfelli á Höfðaströnd í Skagafirði. Eignaðist þriðjung í jörðinni Enni 1935 og telst ábúandi á nýbýlinu Sandfelli sem stofnað var úr Enni, árið 1946. Sambýliskona frá 1990: Sólborg Indiana Bjarnadóttir frá Reykjum í Tungusveit, f. 1923.

Eiður Guðmundsson (1888-1984)

  • S03006
  • Person
  • 2. okt. 1888 - 10. nóv. 1984

Fæddur í Sörlatungu í Barkárdal. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson og Guðný Loftsdóttir. Þau bjuggu lengst á Þúfnavöllum í Hörgárdal. Einar var bóndi, hreppstjóri og oddviti og kom að margvíslegum félagsmálum. Skrifaði talsvert, m.a. mikið um Skriðuhrepp hinn forna og setti fram umdeildar kenningar um sögu.
Maki 1: Lára Friðbjarnardóttir frá Staðartungu, þau eignuðust 3 börn.
Maki 2: Líney Guðmundsdóttir, þau eignuðust 2 börn.

Sauðfjárveikivarnirnar (1937-

  • S02667
  • Félag/samtök
  • 1937-

Sauðfjárveikivarnir hófust formlega kringum 1937. Árið 1941 var Sæmundur Friðriksson kosinn framkvæmdastjóri þeirra.

Helgi Þorgils Friðjónsson (1953-

  • S02581
  • Person
  • 7. mars 1953-

Helgi ólst upp í Búðardal, en fluttist til Reykjavíkur fimmtán ára gamall. Hann stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskólann 1971-1976. Hann stundaði einnig nám í Hollandi sem hann lauk árið 1979. Hann er myndlistarmaður.

Skúli Brynjólfur Steinþórsson (1934-

  • S02394
  • Person
  • 9. ágúst 1934-

Skúli Brynjólfur Steinþórsson, f. 09.08.1934 á Sléttu í Fljótum. Foreldrar: Steinþór Helgason og Guðríður Brynjólfsdóttir. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1954. Stundaði flugnám hjá Svifflugfélagi Akureyrar 1949-1954 og í Flugskóla Viktors Aðalsteinssonar á Akureyri og Flugskólanum Þyt hf. í Reykjavík. Ýmis trúnaðarstörf fyrir FÍA og störf við flug og flugumsjón. Maki: Ólöf Sigurðardóttir. Þau eiga 3 börn.

Sigurður Jónsson (1853-1940)

  • S03039
  • Person
  • 3. sept. 1853 - 30. nóv. 1940

Fæddur á Litla-Vatnsskarði í Laxárdal. Foreldrar: Jón Arnórsson (1810-1878), bóndi á Bessastöðum í Sæmundarhlíð og kona hans, Guðrún Jónsdóttir (f. 1821-1879) frá Hóli í Sæmundarhlíð. Sigurður ólst upp með foreldrum sínum, en fór að vinna fyrir sér strax og hann hafði aldur til. Var vinnumaður og síðar lausamaður. Árið 1883 hafði hann ákveðið að fara til Vesturheims og var kominn á Sauðárkrók með fólk sitt og farangur og beið þar langt fram á sumar en aldrei kom skipið. Var bóndi á Syðra-Skörðugili 1878-1879, Stóru-Seylu 1879-1883. Þá brugðu þau búi. Bóndi í Brautarholti (þá Litlu-Seylu) 1885-1888, Skarðsá 1888-1890, aftur í Brautarholti 1890-1940. Hann var oddviti Seyluhrepps 1892-1899 og frá 1901-1919. Maki: Jóhanna Steinsdóttir (1854-1942) frá Stóru-Gröf. Þau eignuðust fjögur börn en eitt dó í æsku.
Áður átti Sigurður son með Guðbjörgu Björnsdóttur frá Glæsibæ.

Brynjólfur Sveinsson (1898-1982)

  • S02519
  • Person
  • 29. ágúst 1898 - 14. sept. 1982

Brynjólfur var frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði, fæddur árið 1898. Foreldrar hans voru Sveinn Benediktsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Eiginkona hans var Þórdís Haraldsdóttir, þau eignuðust þrjár dætur. Brynjólfur fór til Akureyrar í gagnfræðaskóla og lauk þaðan prófi 1922 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927. Fluttist það sama ár aftur til Akureyrar og var kennari við Barnaskólann 1927-1928, Gagnfræðaskólann 1927-1930 og Iðnskólann 1928-1931. Kennari við Menntaskólann 1930-1968, lengi yfirkennari. Brynjólfur kenndi einkum íslensku og stærðfræði; einnig landafræði og eðlisfræði. Mörgu öðru sinnti hann, sat m.a. í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1951-1972, sinnti framkvæmdastörfum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1954-1964 og var lengi formaður Fræðsluráðs Akureyrar, auk fjölda annarra trúnaðarstarfa. Var síðast í Reykjavík.

Upprekstrarfélag Staðarfjalla

  • S02656
  • Félag/samtök

Félag sem stóð að rekstri og umsjón með upprekstri búfénaðar í afrétt í Staðarfjöllum. Afréttarlandið var í eigu Staðarhrepps, Rípurhrepps, Seyluhrepps og Borgarsveitar í Sauðárhreppi. Allir þessir hreppar eru í dag sameinaðir og tilheyra Sveitarfélaginu Skagafirði. Starfsemi félagsins hefur því breyst en starfandi er stjórn Staðarafréttar ásamt því að starfandi eru fjallskilanefndir fyrir alla gömlu hreppana.

Ásgeir Sölvason (1865-1948)

  • S02658
  • Person
  • 31.01.1866-29.09.1948

Ásgeir Sölvason, ljósmyndari í Kanada. Heimildum ber ekki saman um hvenær hann fæddist. Íslendingabók telur hann hafa verið fæddan 1866 og er þar kenndur við Stóradal, Svínavatnshreppi, A-Hún. Aðrar heimildir segja hann fæddan 31. janúar 1865. Foreldrar hans voru Sölvi Sölvason (1829-1903) og Sólveig Stefánsdóttir (1831-1870), Ytri-Löngumýri.

Móðir hans deyr þegar hann er fimm ára að aldri. Árið 1876 flytur hann ásamt föður sínum til Vesturheims. Fyrstu fjögur árin búa þeir í Nýja-Íslandi og Winnipeg. Árið 1880 flytur fjölskyldan til Dakota og býr Ásgeir hjá föður sínum til fullorðinsára á Hallson svæðinu, vestur af Cavalier. Lítið er vitað um ljósmyndaferil Ásgeir. Í kringum 1890 var hann farinn að taka hágæða ljósmyndir með auðkenninu „A. Solvason, Cavalier“ og rak hann ljósmyndastofu í Cavalier til ársins 1907. Á þessum tíma tók hann hundruði ljósmynda af einstaklingum, hjónum, fjölskyldum og hópum. Hann notaði landslags-bakgrunn á ljósmyndastofu sinni sem urði hans gæðamerki. Hann tók einnig ljósmyndir úti við af býlum, þorpum og hópum. Þegar á leið breyttu ljósmyndir hans um stíl og snið og jafnvel talið að gæði þeirra hafi minnkað.

Vitað er til þess að sumarið 1892 hafi Christian H. Richer, einnig þekktur undir nafninu Kristján Kristjánsson, unnið á ljosmyndastofu Ásgeirs og seinna var Páll E. Eiríksson í starfsþjálfun hjá honum.

Ásgeir kvæntist Ólöfu Vigfúsdóttur Hallsson frá Glasston en hún lest árið 1907. Þá flutti Ásgeir frá Cavalier og settist að í Washington fylki. Ásgeir Sölvason dó í Tacoma 83 ára að aldri. Ekki er vitað til þess að hann hafi átt afkomendur.

Sigurður Guðmundsson (1900-1986)

  • S04457
  • Person
  • 14.08.1900-24.12.1986

Sigurður Guðmundsson, f. í Reykjavík 14.08.1900, d. 24.12.1986 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson klæðskerameistari í Reyjavík (1876-1956) og Svanlaug Benediktsdóttir húsfreyja (1880-1918).
Sigurður lærði ljósmyndun hjá Carli Ólafssyni í Reykjavík 1915-1917. Tók einnig tveggja ára framhaldsnám í Danmörku. Var um skeið ljósmyndari á ljósmyndastofu Jóns Kaldals 1925-1926. Stofnaði ljósmyndastofu í Reykjavík 1927 og rak hana til um 1978.
Maki 1: Ingibjörg Guðbjarnadóttir (1903-1982) húsfreyja. Þau eignuðust eina dóttur. Þau skildu.
Maki 2: Elínborg Ása Guðbjarnadóttir (1908-1984) ljósmyndari og húsfreyja. Þau eignuðust tvær dætur.

Páll Gísli Sigmundsson (1854-1884)

  • S02307
  • Person
  • 6. maí 1854 - 5. júní 1884

Faðir: Sigmundur Pálsson, verslunarstjóri á Hofsósi og bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. Verslunarmaður. Kvæntist Friðriku Guðrúnu Friðriksdóttur, þau eignuðust eina dóttur.

Sveinn Ingimundarson (1865-1956)

  • S03111
  • Person
  • 24. sept. 1865 - 4. maí 1956

Sveinn Ingimundarson, f. á Gunnsteinsstöðum í Langadal24.09.1865, d. 04.05.1956. Foreldrar: Ingimundur Sveinsson b. og smáskammtalæknir á Tungubakka í Laxárdal fremri og Júlíana Ingibjörg Ólafsdóttir. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum en fór ungur í vinnumennsku á ýmsa bæi í Húnaþingi. Flutti til Sauðárkróks um 1920 og bjó þar til lokadags. Fyrstu árin stundaði hann sjómennsku en varð að hætta störfum vegna blindu og um sextugt var hann orðinn öryrki af þeim sökum. Sveinn var ókvæntur og barnlaus.

Sólveig Kristjánsdóttir (1923-2012)

  • S00542
  • Person
  • 21. júní 1923 - 1. ágúst 2012

Sólveig Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki hinn 21. júní 1923. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Daníelsdóttur frá Steinsstöðum í Tungusveit og Kristjáns Inga Sveinssonar frá Stekkjarflötum í Austurdal. ,,Sólveig var í foreldrahúsum á Sauðárkróki til tvítugs, en flutti þá með þeim til Hríseyjar og seinna til Siglufjarðar. Hún flutti til Reykjavíkur 1951 og bjó þar með manni sínum til 1996 er hann andaðist. Hún bjó áfram í Reykjavík til 2004, en flutti þá til Sauðárkróks fyrst í eigin íbúð, en síðar á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks." Sólveig giftist Gunnari Guðmundssyni frá Hóli á Langanesi, þau eignuðust saman þrjá syni, fyrir áttu þau bæði einn son.

Ásgrímur Einarsson (1877-1961)

  • S03167
  • Person
  • 01.05.1877-06.03.1961

Ásgrímur Einarsson, f. að Illugastöðum í Flókadal 01.05.1877, d. 06.03.1961 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Ásgrímsson bóndi á Vöglum á Þelamörk og víðar og fyrri kona hans, Kristbjörg Jónsdóttir. Ásgrímur ólst að mestu upp með Sölva Sigurðssyni bónda á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð og naut þar heimafræðslu og fræðslu sóknarprests. Hann fór í Stýrimannaskólann og lauk þar farmannaprófum og varð stýrimaður og skipstjóri á hákarlaskipum við Siglufjörð og Eyjafjörð en síðast hafnsögumaður á Sauðárkróki. Hann var einnig bóndi að Ysta-Hóli í Sléttuhlíð 1910-1913, Ási í Hegranesi (að hálfu) 1913-1924 og á Reykjum á Reykjaströnd 1924-1931. Flutti þá til Sauðárkróks og keypti húsið Suðurgötu 14 þar í bæ. Átti þar heima til æviloku. Hann var einnig við barnakennslu á vetrum, áður en hann kvæntist og formaður fræðslunefndar í Hegranesi í nokkur ár. Feildarstjóri fyrir Rípurhrepp í Pöntunarfélagi Skagfirðinga meðan það starfaði. Jafnframt studdi hann ýmis önnur félagasamtök.
Maki (gift 28.11.1909): Stefanía Guðmundsdóttir (16.12.1885-08.07.1944). frá Ási í Hegranesi. Þau eignuðust fimm börn. Stefanía var systurdóttir Ásgríms.

Hjálmar Þorgilsson (1871-1962)

  • S03036
  • Person
  • 17. jan. 1871 - 15. okt. 1962

Fæddur á Kambi í Deildardal. Foreldrar: Þorgils Þórðarson (1842-1901), bóndi á Kambi og kona hans Steinunn Árnadóttir (1848-1918). Hjálmar ólst upp hjá foreldrum sínum á Kambi. Faðir hans stundaði m.a. fuglaveiðar í Drangey og þangað fór Hjálmar 15 ára gamall. Árið eftir, 1887, gerðist hann bjargmaður við Drangey og var það óslitið í 18 ár. Varð hann á þeim árum þekktur fyrir að klífa Kerlingu, 80-90 m háan móbergsdrang sem stendur skammt frá Drangey. Var hann annar maðurinn sem það gerði. Eftir andlát föður síns tók Hjálmar við búi á Kambi og bjó þar með móður sinni og systur þar til hann kvæntist árið 1904. Keypti hann þá Hof á Höfðaströnd og fluttist þangað vorið 1905. Meðan hann bjó þar missti hann konu sína. Fljótlega eftir það seldi hann Hof og flutti aftur að Kambi. Var bóndi þar 1913-1930, er dóttir hans og tengdasonur tóku við búi, en hann hafði þó jarðarnytjar til 1942. Hjálmar hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. fyrir jarðarbætur á Hofi. Hann sat um skeið í hreppsnefnd Hofshrepps og var oddviti 1907-1910.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir (1880-1909) frá Sleitustöðum. Þau eignuðust þrjú börn.

Björn Björnsson (1876-1907)

  • S03310
  • Person
  • 06.10.1876-15.09.1907

Björn Björnsson, f. á Stóru-Seylu 06.10.1876, d. 15.09.1907. Foreldrar: Björn Finnsson bóndi á Syðra-Skörðugili og kona hans Salóme Jónasdóttir. Björn ólst upp með foreldrum sínum til 5 ára aldurs en þá missti hann föður sinn. Eftir það var hann hjá móður sinni til æviloka, á síðari árum ráðsmaður fyrir búi hennar og síðustu árin bóndi í Glaumbæ.
Hann átti sæti í hreppnsefnd Seyluhrepps. Björn var ókvæntur þegar hann lést aðeins 31 árs gamall, en var heitbundinn Jensínu Mósesdóttur.

Jón Sveinsson (1880-1945)

  • S03234
  • Person
  • 10.08.1880-10.07.1945

Jón Sveinsson, f. að Mið-Mói í Fljótum 10.08.1880, d. 10.07.1945 á Ólafsfirði. Foreldrar: Sveinn Sigvaldason bóndi að Höfða og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum fram til tvítugs og var á ýmsum stöðum eftir það, m.a. í Eyhildarholti. Þaðan kemur hann að Höfða árið 1909 og flytur síðan búferlum að Lónkoti vorið 1913. Brá búi þar vorið 1933 og flutti til Siglufjarðar. Þar bjó hann í eitt ár og fór síðan til Ólafsfjarðar og settist að hjá dætrum sínum þar.
Maki: Ólöf Sölvadóttir (06.09.1885-05.01.1966) frá Lónkoti. Þau eignuðust þrjár dætur.

Niðurstöður 851 to 935 of 6399