Showing 551 results

Authority record
Reykjavík

Anna Dóra Antonsdóttir (1952-

  • S02575
  • Person
  • 3. okt. 1952-

Anna Dóra er fædd og uppalin á Dalvík. Hún lauk kennaraprófi og MA í sagnfræði. Býr í Reykajavík.

Erling Edwald (1921-2011)

  • S02576
  • Person
  • 16. jan. 1921 - 13. maí 2011

Erling fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón St. Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður og kona hans Sigrún Edwald. Erling kvæntist Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn. Eftir stúdentspróf frá MA hóf Erling nám í lyfjafæði í Lyfjafræðingaskóla Íslands árið 1940. Hann var aðstoðarlyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki 1943 -1944 og í Lyfjaverslun ríkisins 1944 -1945. Erling hélt til Danmerkur að loknu seinna stríði og hóf þar nám við Danmarks farmaceutiske Höjskole í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi í cand. Pharm. 1947. Að því laoknu starfaði hann sem lyjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins 1947 til 1967, en varð þá lyfsölustjóri ríkisins og gegndi því starfi til 1986. Erling var fyrsti lyfjafræðingur lyfjabúrs Landspítalans; var þar í hlutastarfi árabilið 1954 til 1958. Hann var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands 1957 til 1970. Hann sat einnig í lyfjaverðlagsnefnd og í eiturefnanefnd um árabil og gegndi stjórnarstörfum í Lyfjafræðingafélagi Íslands frá 1991. Árið 1987 tók hann próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með 30 rúmlestaréttindi.

Guðlaugur Jónsson (1895-1982)

  • S02579
  • Person
  • 31. mars 1895 - 3. des. 1981

Guðlaugur var fæddur Ölviskrossi í Kolbeinsstaðarhreppi í Hnappadalssýslu þann 31. mars 1895. Foreldrar hans voru Stílveig Þórhalladóttir og Jón Guðmundsson. Guðlaugur ólst þar upp og stundaði hefðbundin landbúnaðarstörf fram yfir tvítugassaldur, en fluttist þá til Reykjavíkur. Árið 1919 gerðist Guðlaugur lögregluþjónn og vann við það allar götur síðan.

Helgi Þorgils Friðjónsson (1953-

  • S02581
  • Person
  • 7. mars 1953-

Helgi ólst upp í Búðardal, en fluttist til Reykjavíkur fimmtán ára gamall. Hann stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskólann 1971-1976. Hann stundaði einnig nám í Hollandi sem hann lauk árið 1979. Hann er myndlistarmaður.

Pálína Þorfinnsdóttir (1890-1977)

  • S02582
  • Person
  • 18. apríl 1890 - 19. júlí 1977

Fædd á Eilífsstöðum í Kjós. Foreldrar: Þorfinnur Jónsson og Þuríður Pálsdóttir. Búsett í Reykjavík frá 1908, félagi í Verkakvennafélaginu Framsókn, Jafnaðarfélagi Reykjavíkur, Alþýðuflokknum og kvenfélagi Alþýðuflokksins. Starfaði aldarfjórðung hjá alþýðudeild Háskóla Íslands. Gift Magnúsi Péturssyni og áttu þau tvö börn saman, en Pálína tvö börn af fyrra hjónabandi.

Ríkharður Jónsson (1888-1972)

  • S02589
  • Person
  • 20. sept. 1888 - 17. jan. 1977

Ríkarður Jónsson fæddist 20. september árið 1888 að Tunguhóli í Fáskrúðsfirði. Hann var sonur Jóns Þórarinssonar, sem var frægur þjóðhagasmiður og bóndi að Núpi á Berufjarðarströnd og síðan að Strýtu við Hamarsfjörð, og síðari konu hans, Ólafar Finnsdóttur húsfreyju. Ríkharður ólst upp að Strýtu, en fór sautján ára til Reykjavíkur í trésmíðanám til Stefáns Eiríkssonar og lauk prófi í þeirri grein tvítugur að aldri. Hann stundaði síðan nám hjá Einari Jónssyni myndhöggvara í Kaupmannahöfn og í Teknisk Selskabs Skole og stundaði nám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm og hálft ár. Ríkharður gerði mannamyndir og minnisvarða en einnig rismyndir og tréskurðarverk í kirkjur og aðrar opinberar byggingar. Meðal þekktra verka Ríkarðs má nefna biskupsstól í Kristskirkju í Landakoti, krossmark þar með Kristslíkneski og hurðina á Arnarhvoli. Hann gerði auk þess fjölda brjóstmynda og lágmynda af samtíðarmönnum, skírnarfonta og predikunarstóla.

Stefán Grímur Ásgrímsson (1899-1968)

  • S02593
  • Person
  • 26. sept. 1899 - 1. des. 1968

Foreldrar: Ásgrímur Sigurðsson b. á Dæli í Fljótum og víðar og k.h. Sigurlaug Sigurðardóttir. Verkamaður á Akureyri og síðar á Siglufirði, bjó þar lengi, síðast búsettur í Reykjavík. Kona: Jensey Jörgína Jóhannesdóttir.

Pálmi Erlendur Vilhelmsson (1925-2006)

  • S02599
  • Person
  • 27. júlí 1925 - 23. des. 2006

Fæddur á Hofsósi. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Stúdent frá MR 1946. Las læknisfræði í nokkur ár við HÍ. Kennari við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1956-1957, við barna- og unglingaskóla í Vík Mýrdal 1957-1958, við barna- og unglingaskóla í Ólafsvík 1958-1962, við Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1962-1963 og Réttarholtsskóla í Reykjavík 1963-1964. Stundaði almenna vinnu og sjómennsku að sumrinu. Skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins frá 1964.

Jón Kristinn Björnsson (1928-2000)

  • S02603
  • Person
  • 22. des. 1928 - 12. des. 2000

Foreldrar: Björn Jónsson bóndi og hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd og Kristín Ingibjörg Kristinsdóttir. ,,Jón lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal ungur að árum, aðeins 17 ára gamall. Að loknu námi fór hann suður á vertíð eins og svo margir á þeim tíma. Fyrst í Reykjavík og Ytri-Njarðvíkum og síðan í Vestmannaeyjum. Á vertíð var hann flesta vetur til 1957. Hann hóf búskap að Hellulandi á móti tengdaforeldrum sínum, fyrst að hálfu en síðan tóku þau við búinu að fullu árið 1961. Jón var snemma kosinn í ábyrgðarstörf innan sveitarinnar, einnig stundaði hann frá árunum eftir 1970 störf utan heimilis. Sláturhússtjóri hjá Slátursamlagi Skagfirðinga og verkstjóri við landanir við Sauðárkrókshöfn."
Barnsmóðir: Guðrún Svavarsdóttir á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Kvæntist árið 1951, Perlu Björnsdóttur frá Vestmannaeyjum og átti með henni þrjá syni. Þau skildu árið 1954. Árið 1956 kvæntist hann Þórunni Ólafsdóttir frá Hellulandi í Hegranesi, þau eignuðust sex börn.

Friðrik Olgeirsson (1950-

  • S02617
  • Person
  • 30. nóv. 1950-

Friðrik er sagnfræðingur að mennt. Lengi vel stundaði hann kennslu, en eftir það hefur hann fengist við ritstörf.

Kristján Árnason (1934-2018)

  • S02624
  • Person
  • 26. sept. 1934 - 28. júlí 2018

,,Kristján var skáld, þýðandi og dósent í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Kristján er einna þekktastur fyrir þýðingar sínar, og þýddi m.a. Ummyndanir eftir Óvidíus, Ilminn eftir Patrick Süskind, Raunir Werthers unga eftir Goethe, Hinsta heim eftir Christoph Ransmayr og Felix Krull; játningar glæframanns eftir Thomas Mann. For­eldr­ar Kristjáns voru Árni Kristjánsson píanóleikari og tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins og Anna Guðrún Steingrímsdóttir. Kristján lauk stúd­ents­prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953. Hann lauk BA-próf í grísku og lat­ínu frá Háskóla Íslands árið 1962 og nam heim­speki, bók­mennt­ir og forn­mál­ við há­skóla í Þýskalandi og Sviss á ár­un­um 1953-1958 og 1963-1965. Hann starfaði m.a. sem kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri og Kenn­ara­skóla Íslands á sjö­unda ára­tugn­um og Mennta­skól­an­um að Laug­ar­vatni frá 1967-1990. Frá 1973 var hann kennari við Háskóla Íslands. Fyrri eiginkona Kristjáns var Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona en hún lést árið 1988. Þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Kristjáns var Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur. Árið 2010 hlaut Kristján Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvid."

Guðbjörg Benjamínsdóttir (1935-2020)

  • S02630
  • Person
  • 18. maí 1935 - 23. okt. 2020

Guðbjörg Benjamínsdóttir fæddist á Hellissandi 18. maí 1935. Guðbjörg fór í Hús­mæðraskóla á Löngu­mýri í Skagaf­irði og út­skrifaðist þaðan 1955. Hún gift­ist Vil­helm Þór Júlí­us­syni, f. og bjuggu þau sér heim­ili í Vest­manna­eyj­um og síðar meir í Breiðholt­inu, þau eignuðust fimm börn, þau skildu.

Hallgrímur Helgason (1959-

  • S02631
  • Person
  • 18. feb. 1959-

Hallgrímur Helgason er íslenskur rithöfundur, málari, þýðandi, skopteiknari og greinahöfundur. Hann nam við Myndlista- og Handíðaskólann veturinn 1979-1980 og Listaakademíuna í München 1981-1982. Hallgrímur hefur starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður og rithöfundur frá árinu 1982. Tónskáld.

Karl Ottó Runólfsson (1900-1970)

  • S02632
  • Person
  • 24. okt. 1900 - 29. nóv. 1970

,,Karl Ottó Runólfsson tónskáld fæddist í Reykjavík 24.10. árið 1900. Hann var sonur Runólfs Guðmundssonar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, og k.h., Guðlaugar M. Guðmundsdóttur. Fyrri kona Karls var Margrét Kristjana Sigurðardóttir sem lést kornung, 23 ára, eftir skamma sambúð þeirra hjóna. Seinni kona Karls var Helga Kristjánsdóttir. Karl lærði prentiðn í Gutenberg, lauk sveinprófi 1918 og starfaði við prentverk til 1925. Hann fór þá til Kaupmannahafnar, lærði þar á trompet hjá Lauritz Sörensen, lærði á fiðlu hjá Axel Jörgensen og lærði að útsetja lög fyrir lúðrasveitir hjá Dyring. Þá stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1934-39, lærði þar tónsmíðar hjá Frans Mixa og að útsetja lög fyrir hljómsveitir hjá Victor Urbancic. Karl kenndi og stjórnaði Lúðrasveit Ísafjarðar 1920 og 1922-23, Lúðrasveit Hafnarfjarðar 1924-25 og 1928-29, Lúðrasveit og Hljómsveit Akureyrar 1929-34, var hljómsveitarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1934-35 og meðlimur Lúðrasveitar Reykjavíkur frá stofnun og stjórnandi hennar 1941-42. Lengst af stjórnaði Karl þó Lúðrasveitinni Svani eða í 21 ár, auk þess sem hann stjórnaði Lúðrasveit barna- og unglingaskóla Reykjavíkur. Þá lék hann með danshljómsveitum, víða um land, á sínum yngri árum. Karl kenndi hljómfræði og trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1939-64, stundaði einkakennslu á fiðlu og trompet og lék sjálfur á trompet í Útvarpshljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-55. Karl var stofnandi og síðar formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur í mörg ár og formaður Landssambands íslenskra lúðrasveita í tíu ár. Hann var mikilsvirt tónskáld sem samdi flestar tegundir tónsmíða, þ.á m. nokkur ástsæl sönglög og raddsetti mikinn fjölda þjóðlaga."

Sigurður Guðmundsson (1833-1874)

  • S02635
  • Person
  • 9. mars 1833 - 7. sept. 1874

Sigurður Guðmundsson (oftast nefndur Sigurður málari) var íslenskur listmálari frá Hellulandi í Skagafirði, sonur Guðmundar Ólafssonar b. á Hellulandi og Steinunnar Pétursdóttur. Hann lærði teikningu og listmálun í Kaupmannahöfn. Sigurður starfaði mikið að leikhúsmálun, hannaði búninga og gerði sviðsmyndir. Hann hafði sterk áhrif á mótun Íslenskrar þjóðarímyndar með hvatningu sinni og störfum að þjoðbúningagerð, forngripasöfnun og leiklist, þar sem áhersla var lögð á innlendar ímyndir frá sögu- og miðöldum. Hann átti drjúgan þátt í stofnun Fornminjasafnsins og vann ósleitilega að fegrun hins íslenska kvenbúnings. Sigurður var forystumaður um stofnun Forngripasafnsins árið 1863, en safnið varð síðar að Þjóðminjasafni Íslands. Sumarið 1874 vann Sigurður við hönnun skreytinga fyrir þjóðhátíð á Þingvöllum. Síðasta veturinn sem Sigurður lifði málaði hann leiktjöld fyrir leikritið Hellismenn eftir Indriða Einarsson. Við vinnuna ofkældist hann og náði aldrei fullri heilsu. Sigurður var ógiftur og barnlaus.

Orðabók Háskólans (1944-

  • S02637
  • Public party
  • 1944-

,,Á fundi í háskólaráði hinn 29. september 1944 var samþykkt að ráða mann til að hefja orðtöku rita eftir fyrimælum kennara í íslenskum fræðum. Samþykkt háskólaráðs markar upphaf starfsemi Orðabókar Háskólans. Í kjölfar hennar var Árni Kristjánsson, síðar menntaskólakennari á Akureyri, ráðinn til orðtöku og réttum tveimur árum síðar var komið á yfirstjórn orðabókarverksins. Fyrri hluta árs 1947 voru starfsmenn orðnir tveir og í ársbyrjun 1948 urðu þeir þrír er Jakob Benediktsson var ráðinn til að taka við forstöðu verksins. Má segja að þá hafi Orðabók Háskólans orðið háskólastofnun þó að það hafi ekki verið formlega staðfest fyrr en með fyrstu reglugerð um Orðabók Háskólans árið 1966. Orðabókin var upphaflega til húsa í Aðalbyggingu Háskólans en fluttist þaðan 1969 í Árnagarð við Suðurgötu þar sem hún var til 1991 þegar stofnunin fluttist í núverandi húsnæði á Neshaga 16."

Þórhallur Vilmundarson (1924-2013)

  • S02639
  • Person
  • 29. mars 1924 - 27. nóv. 2013

Þórhallur var fæddur á Ísafirði 1924. Foreldrar hans voru Kristín Ólafsdóttir læknir og Vilmundur Jónsson landlæknir. Árið 1941 lauk Þórhallur stúdentsprófi frá menntaskólanum í Reykjavík og cand.mag. gráðu í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1950, því næst stundaði hann nám háskóla í Danmörku og Noregi (Kaupmannahöfn og Osló). Þórhallur var kennari við Menntaskólann í Reykjavík árabilið 1951 til 1960. Þar kenndi hann íslenska bókmenntasögu við heimspekideild HÍ og var skipaður prófessor í sögu Íslands 1961 og var hann forseti heimspekideildar 1969-1971. Þá var hann forstöðumaður Örnafnastofnunar frá stofnun hennar eða frá 1969-1998 og var formaður örnefnanefndar. Einnig átti hann sæti í nýyrðanefnd árabilið 1961-1964 og íslenskri málnefnd 1964-2001.

Eiður Sigurjónsson (1893-1964)

  • S02641
  • Person
  • 10. sept. 1893 - 15. okt. 1964

Eiður Sigurjónsson f. 10.09.1893 á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurjón Jónsson Ósland og Sigurjóna Magnúsdóttir. Ólst upp á Óslandi í Óslandshlíð. Gekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar og Hólaskóla. Vann við verslun Ólafs Jenssonar á Hofsósi við afgreiðslu og skrifstofustörf. Bóndi á Skálá 1918-1954. Kennari í Fellshreppi í 35 ár. Í hreppsnefnd frá 1923 og oddviti frá 1928, sýslunefndarmaður 1925-1942 og 1946-1954. Hreppstjóri 1935-1954. Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga í 24 ár. Fluttist til Reykjavíkur 1964 og gerðist þingvörður og stundaði það starf fram til síðasta árs. Kvæntist árið 1918 Guðlaugu Veróniku Franzdóttur f. 1896 á Vatni á Höfðaströnd. Foreldrar: Franz Jónatansson bóndi og kennari í Málmey á Skagafirði og Jóhanna Gunnarsdóttir. Eiður og Verónika eignuðust fjögur börn.

Kjartan Ragnars (1916-2000)

  • S02646
  • Person
  • 23. maí 1916 - 7. jan. 2000

Kjartan var fæddur á Akureyri 1916. Foreldrar hans voru Guðrún Johnson húsfreyja og Ragnar Ólafsson kaupmaður og konsúll á Akureyri. Kjartan lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann lauk prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1942 og árið 1949 varð hann héraðsdómslögmaður og hæstaréttarlögmaður árið 1958. Árabilið 1942-1956 starfaði Kjartan í Fjármálaráðuneytinu; einnig var hann í stjórn Lífeyrisjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði barnakennara. Kjartan hlaut fræðimannastyrk Atlandsbandalagsins árið 1958 til rannsókna í París. Tveimur árum síðar var hann skipaður sendiráðsritari í Stokkhólmi og Osló, en þar sat hann til 1970. Var hann deildarstjóri í Utanríkisráðuneytinu árið 1972 og sendifulltrúi 1983, en hann lét af störfum 1985 fyrir aldurs sakir. Kjartan kvæntist Ólafíu Þorgrímsdóttur og eignuðust þau fimm börn.

Óli Björn Kárason (1960-

  • S02663
  • Person
  • 26. ágúst 1960-

Óli Björn Kárason er fæddur á Sauðárkróki 26.ágúst 1960. Foreldar: Kári Jónsson (1933-1991) og Eva Mjallhvít Snæbjörnsdóttir (1930-2010). Maki: Margrét Sveinsdóttir (f. 1960) og börn þeirra eru þrjú. Óli Björn útskrifðist með stúdentspróf frá MA 1981 og BS-próf í hagfræði frá Suffolk University í Boston 1989. Óli Björn hefur starfað við ýmsa útgáfu og ritstjórn ásamt því að vera alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2016 og varaþingmaður þar áður.

Kristín Jakobína Guðmundsdóttir (1894-1983)

  • S02679
  • Person
  • 27. nóv. 1894 - 3. maí 1983

Foreldrar: Guðmundur Finnbogason og Sigríður Jónsdóttir, þau voru ekki gift. Móðir hennar kvæntist síðar Pétri Hannessyni. Ólst upp í skjóli föðurömmu sinnar, Guðrúnar í Mjóadal til 6 eða 7 ára aldurs. Fluttist þá til föður síns á Ísafjörð um tíma og var í fóstri á bæjum í A-Húnavatnssýslu. Fór síðar í fóstur að Kirkjuskarði í Laxárdal til Sigríðar Björnsdóttur og Stefáns Guðmundssonar. Gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Giftist Helga Magnússyni frá Núpsöxl í Laxárdal fremri og bjuggu þau þar 1918-1935 og í Tungu í Gönguskörðum 1835-1949 er þau skildu og Kristín fluttist Reykjavíkur. Þau eignuðust átta börn. Í Reykjavík starfaði hún við matseld og barnagæslu. Seinna hóf hún sambúð með Halldóri Þorsteinssyni frá Grýtubakka í Eyjafirði. Kristín var vel hagmælt og varð virkur félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni.

Jóhann Pétur Guðmundsson (1924-2020)

  • S02682
  • Person
  • 22. jan. 1924 - 20. okt. 2020

Foreldrar: Guðmundur Jónsson b. í Stapa í Tungusveit, síðast bæjarpóstur á Sauðárkróki og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Jóhann fæddist í Grundargerði í Blönduhlíð. Ólst upp í Blönduhlíð og Lýtingsstaðahreppi en keypti jörðina Stapa um tvítugt. Gekk í Bændaskólann á Hvanneyri. Vann við smíðar meðfram búskap og kenndi um skeið teikningu við Steinsstaðaskóla. Eftir að Jóhann brá búi bjó hann um skeið í Reykjavík og vann við smíðar þar og austur í sveitum en fluttist aftur norður um áttrætt og var síðast búsettur í Varmahlíð. Jóhann var landsþekktur hagyrðingur og hefur gefið út ljóðabækurnar Axarsköft og Fleiri axarsköft.
Kvæntist Erlu Stefánsdóttur. Þau skildu.

Haraldur Valdimar Ólafsson (1901-1984)

  • S02689
  • Person
  • 3. júní 1901 - 18. sept. 1984

Lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1920. Var við nám í Danmörku og Þýskalandi 1922-1923. Var aðstoðarmaður föður síns, Ólafs Magnússonar kaupmanns við versluna Fálkann árin 1921-1948. Framkvæmdastjóri Fálkans frá 1948-1955. Framkvæmdastjóri þar ásamt bræðrum sínum þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1975. Gegndi ýmsum félagsstörfum á vettvangi hljómplötuframleiðenda og var aðalræðismaður lýðveldisins Kóreu frá 1970. Gerður heiðursfélagi í deild Íslendingafélagsins í Winnipeg árið 1968. Heiðursfélagi Karlakórsins Vísis og Lúðrasveitarinnar Svans árið 1969. Maki: Þóra Finnbogadóttir frá Skarfanesi. Þau eignuðust tvö börn en fyrir átti Haraldur einn son.

Þorvaldur Árnason (1906-1974)

  • S02693
  • Person
  • 28. júlí 1906 - 1. júlí 1974

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Maki: Kristín Sigurðardóttir. Þau áttu tvö börn. Þorvaldur var tannsmiður í Reykjavík. Kvæntur Kristínu Sigurðardóttur.

Sigurlaug Árnadóttir (1910-2002)

  • S02497
  • Person
  • 6. feb. 1910 - 26. júní 2002

Sigurlaug var fædd á Sauðárkróki, foreldrar hennar voru hjónin sr. Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki 1887-1913 og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. ,,Eftir að Sigurlaug lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík hóf hún nám við Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist árið 1933. Fór síðan í frekara nám í Belgíu og Englandi í eitt ár. Sigurlaug vann á Hvítabandinu og Röntgendeild Landsspítala 1934 -1937. Sigurlaug giftist 8.8. 1937 Skafta Benediktssyni frá Hlíð í Lóni, þau keyptu jörðina Hraunkot í Lóni og bjuggu þar frá hausti 1937. Hún var organisti í Stafafellskirkju í hartnær 60 ár. Sigurlaug starfaði mikið að félags - og menningarmálum. Hún sat lengi í hreppsnefnd Bæjarhrepps og var með fyrstu konum á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat lengi í formannaráði Kvenfélagasambands Íslands og sat landsþing þess. Hún sat einnig fulltrúaráðsfundi og landsfundi Kvenréttindafélags Íslands, og á vettvangi þess bar hún árið 1952 upp tillögu um að í hverri sveitarstjórn, nefnd og ráði á Íslandi skyldi sitja að minnsta kosti ein kona. Sigurlaug átti lengi sæti í hreppsnefnd Bæjarhrepps og var ein fyrsta kona á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat í Byggðasafnsnefnd og Þjóðhátíðarnefnd Austur-Skaftafellssýslu 1975. Sigurlaug sá um útgáfu á bókum Guðlaugar mágkonu sinnar og las sögur hennar upp í útvarpi ásamt frumsömdum erindum sínum. Hún þýddi einnig allmargar bækur og sá um útgáfu þeirra. Fyrir störf sín að félags- og menningarmálum fékk hún riddarakross Fálkaorðunnar árið 1975. Sigurlaug var frumkvöðull í garðrækt. Þau Skafti komu upp skrúðgarði þar sem hún kom upp af fræjum ýmsum skrautjurtum frá fjarlægum heimshlutum. Hún fékk fyrir þau störf viðurkenningar víða að, þar á meðal frá Garðyrkjufélagi Íslands árið 1985. Auk allra annarra starfa gegndi Sigurlaug mikilvægu uppeldisstarfi. Hún fóstraði mikinn fjölda sumarbarna." Sigurlaug og Skafti áttu einn fósturson.

Gísli Tómasson (1927-1998)

  • S02694
  • Person
  • 19. júlí 1927 - 20. apríl 1998

Foreldrar: Tómas Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki, f. 1876 og Elínborg Jónsdóttir, f. 1886. Maki: Kristín Sigurjónsdóttir frá Vestmannaeyjum. Þau eignuðust þrjú börn. Útskrifaðist frá MA 1949. Framkvæmdastjóri, veðurathugunarmaður og verslunarstjóri í Reykjavík.

Björn Einar Árnason (1896-1967)

  • S02627
  • Person
  • 27. feb. 1896 - 23. nóv. 1967

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Endurskoðandi í Reykjavík. Kvæntist Margréti Ásgeirsdóttur.

Árni Thorsteinson (1870-1962)

  • S02696
  • Person
  • 15. okt. 1870 - 16. okt. 1962

Foreldrar: Árni Bjarnason Thorsteinson landfógeti í Reykjavík, f. 1839 og Soffía Kristjana Hannesdóttir Thorsteinson húsfreyja, f. 1839. Árni varð stúdent frá Lærða skólanum 1890 og Cand.phil. 1891. Las lög um hríð en lauk ekki prófi. Lærði ljósmyndum á ljósmyndastofu Charles Petersen í Kaupmannahöfn árið 1897. Rak ljósmyndastofu í Reykjavík árin 1897-1918. Var bókhaldari hjá Sjóvártryggingafélagi Íslands 1918-1929 og starfsmaður Landsbankans frá 1930. Maki: Helga Einarsdóttir Thorsteinson húsfreyja, f. 22.10.1875. Þau eignuðust 4 börn.

Vagn Kristjánsson (1921-2011)

  • S02697
  • Person
  • 4. nóv. 1921 - 20. jan. 2011

Foreldrar: Kristján Ragnar Gíslason, f. 1887 og Aðalbjörg Vagnsdóttir, f. 1893, bjuggu á Minni-Ökrum. Maki: Svana H. Björnsdóttir, f. 1923. Þau eignuðust sex syni. Vagn ólst upp á Minni-Ökrum í Blönduhlíð og flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar þau hættu búskap. Hefðbundin skólaganga fór fram á Króknum og síðan var hann tvo vetur á Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Vagn vann ungur að árum í verslun Haraldar Júlíussonar, þar til hann tvítugur að aldri flutti til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, en sneri sér fljótlega að akstrinum sem varð hans ævistarf. Vagn var einn af stofnendum Hreyfils og vann þar við leiguakstur svo lengi sem heilsa leyfði. Hann stofnaði og rak flutningafyrirtæki ásamt Brynleifi Sigurjónssyni, sem sá um flutninga til Akureyrar og Ísafjarðar á framleiðsluvörum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, ásamt því að vera með umboðsskrifstofu á Akureyri.

Kristján Ragnar Gíslason (1887-1958)

  • S02699
  • Person
  • 27. apríl 1887 - 14. mars 1958

Foreldrar: Gísli Gíslason, f. og Kristín Jónsdóttir í Grundarkoti í Blönduhlíð. Ólst upp hjá foreldrum sínum fram um fermingu en 1901 fór hann að Stóru-Ökrum og var þar til hann hóf sjálfstæðan búskap. Var bóndi á Minni-Ökrum 1914-1927. Maki: Aðalbjörg Vagnsdóttir frá Miðhúsum. Brá búi 1927 og þau hjónin fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð, Bakka í Vallhólmi og Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Fluttu til Sauðárkróks 1930. Stundaði þar ýmsa vinnu, m.a. vegavinnu hjá Kota-Valda. Einn vetur fjármaður á Reynistað og gæslumaður við mæðiveikivarnir eftir að hann hætti í vegavinnu. Var einnig við símalagnir í Skagafirði. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1945 og bjuggu hjá Vagni syni sínum á Langholtsvegi 5. Kristján og Aðalbjörg eignuðust sex börn

Ingibjörg Árnadóttir (1883-1979)

  • S02703
  • Person
  • 17. sept. 1883 - 1. ágúst 1979

Foreldrar: Guðrún Þorvaldsdóttir frá Framnesi og Árni Jónsson b. og snikkari í Borgarey í Vallhólmi. Árni lést þegar Ingibjörg var aðeins fimm ára gömul. Móðir hennar kvæntist aftur, Pétri Gunnarssyni á Stóra-Vatnsskarði. Um tvítugsaldur settist Ingibjörg í kvennaskóla á Akureyri og lauk þar námi. Eftir það stóð hún fyrir búi hjá Árna bróður sínum á Stóra-Vatnsskarði þar til hann kvæntist. Hún tók í fóstur frænku sína, Guðrúnu Þorvaldsdóttur, þær fluttu til Reykjavíkur árið 1945 og bjó Ingibjörg þar til æviloka.

Hrafnhildur Ester Pétursdóttir (1939-

  • S02705
  • Person
  • 3. maí 1939-

Foreldrar: Pétur Jónsson verkstjóri á Sauðárkróki og kona hans Ólafía Sigurðardóttir. Flugfreyja hjá Loftleiðum um tíma. Tannfræðingur og starfsmaður á tannlæknastofu og hjá Reykjavíkurborg. Lærði tannfræði í Árósum í Danmörku. Búsett á Akureyri, síðar í Reykjavík. Maki: Pétur Pálmason byggingarverkfræðingur, þau eignuðust fimm börn.

Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972)

  • S02709
  • Person
  • 13. maí 1894 - 15. sept. 1972

Ásgeir Ásgeirsson fæddist árið 1894 í Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lauk stúdentsprófi 1912 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1915. Hann stundaði framhaldsnám við háskólana í Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916-1917. Kjörinn heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1961 og við Edinborgarháskóla 1967. Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 1923-1934, utanflokka 1934-1937 og fyrir Alþýðuflokkinn 1937-1952. Forseti Sameinaðs þings 1930-1931 og varaforseti þess 1928-1929. Fjármálaráðherra 1931-1932 er hann varð forsætis- og fjármálaráðherra og gegndi hann því starfi til 1934. Ásgeir var biskupsritari 1915-1916, bankaritari við Landsbankann í Reykjavík 1917-1918 og kennari við Kennaraskólann 1918-1927. Fræðslumálastjóri 1926-1931 og 1934-1938. Bankastjóri Útvegsbankans í Reykjavík. Kjörinn forseti Íslands 29. júní 1952 og endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1956, 1960 og 1964 og lét af embætti 1968. Maki: Dóra Þórhallsdóttir, f. 23.02.1893. Þau eignuðust þrjú börn.

Thor Harald Thors (1903-1965)

  • S02710
  • Person
  • 26. nóv. 1903 - 11. jan. 1965

Foreldrar: Thor Jensen og Margrét Þ. Kristjánsdóttir. Stúdent 1922 og lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1926. Stundaði framhaldsnám í hagfræði í Cambridge og París og einnig um skeið á Spáni og í Portúgal. Framkvæmdastjóri hjá Kveldúlfi hf., forstjóri Sölusambands Íslenskra fiskframleiðenda. Skipaður aðalræðismaður Íslands í Bandaríkjunum 1941 og ambassador þar 1955. Einnig sendiherra Íslands í mörgum öðrum ríkjum vestan hafs. Var alþingsmaður Snæfellinga 1933-1941. Maki: Ágústa Ingólfsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn.

Sigurður Einarsson (1898-1967)

  • S02711
  • Person
  • 29. okt. 1898 - 23. feb. 1967

Sigurður Einarsson f. 29.10.1898 að Arngeirsstöðum í Fljótshlíð. Foreldrar: Einar Sigurðsson og María Jónsdóttir. Stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur 1922 og kandídatsprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1926. Vígðist til Flateyjar á Breiðafirði sama ár og settur prestur þar. Skipaður sóknarprestur þar árið eftir en fékk lausn frá prestsskap 1928 og dvaldist þá erlendis áralangt. Skipaður eftirlitsmaður með kennslu í æðri skólum og síðan kennari við kennaraháskólann og dóesent í guðfærði við HÍ. Fékk lausn frá því embætti og var um tveggja ára skeið skrifstofustjóri fræðslumálaskrifstofunnar. Árið 1946 var hann skipaður sóknarprestur í Holtsprestakalli í Rangárvallasýslu og þjónaði þar til dánardags. Maki: Guðný Jónsdóttir, þau eignuðust þrjú börn. Maki 2: Jóhanna Karlsdóttir, þau eignuðust einn son.

Agnar Magnússon (1907-1970)

  • S02713
  • Person
  • 8. feb. 1907 - 4. mars 1970

Foreldrar: Magnús Einar Jóhannsson, f. 1874, læknir á Hofsósi og Rannveig Tómasdóttir. Maki: Anna G. Laxdal, f. 1922, d. 1999. Þau eignuðust 6 börn. Bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík.

Jóhanna Jóhannesdóttir (1907-1980)

  • S02717
  • Person
  • 9. maí 1907 - 24. júní 1980

Foreldrar: Jóhannes Björnsson verslunarmaður, f. 1875 og Ólína Björg Benediktsdóttir, f. 1883, búsett á Sauðárkróki. Jóhanna er skráð þjónustustúlka á Njálsgötu 5 í Reykjavík árið 1930. Starfaði um 20 ár í Sælgætisgerð Nóa í Reykjavík og var síðast búsett í Reykjavík. Jóhanna var ógift og barnlaus.

Margrét Jónsdóttir (1877-1965)

  • S02718
  • Person
  • 15. júlí 1877 - 31. maí 1965

Foreldrar: Jón Antonsson og Guðlaug Sveinsdóttir á Arnarnesi í Eyjafirði. Ólst upp í foreldrahúsum. Fór um tvítugt til Kaupmannahafnar til að leita sér menntunar og dvaldi þar hjá frænkum sínum. Kom heim 1898. Maki: Sigtryggur Benediktsson. Þau eignuðust einn son. Ráku Hótel Hvanneyri á Siglufirði og Hótel Akureyri um tíma. Komu upp matsölu og gistihúsi á Hjalteyri og ráku það. Margrét var einnig um tíma ráðskona á heimavist Gagnfræðaskólans á Akureyri. Dvöldu á heimilis sonar síns í Reykjavík en síðustu árin dvaldist Margrét á Ási í Hveragerði og Elliheimilinu Grund í Reykjavík.

Sigurbjörg Þórarinsdóttir (1915-1997)

  • S02723
  • Person
  • 23. ágúst 1915 - 27. jan. 1997

Fædd á Auðnum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Þórarinn Sigurjónsson b. á Auðnum í Sæmundarhlíð, Vík í Staðarhreppi, Glæsibæ í Staðarhreppi og Garði í Hegranesi og f.k.h. Hallfríður Sigríður Jónsdóttir. Maki: Ragnar Marinó Bjarnason rafvirki, fæddur á Álftanesi. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturdóttur. Voru búsett í Reykjavík.

Anna Jónsdóttir (1867-1911)

  • S02736
  • Person
  • 13. ágúst 1867 - 6. nóv. 1911

Var í Reykjavík. Húsfreyja á Höfða í Skutulsfirði. Maki: Kristmundur Jónsson bóndi þar.

Polly Grönvald (1889-1934)

  • S02737
  • Person
  • 25.03.1889-04.08.1934

Foreldrar: Karl Gústaf Grönvold verslunarstjóri á Siglufirði og k.h. Karólína Vilborg Grönvold. Eftir andlát föður síns fór Polly til frænda síns Jóns Vigfússonar verslunarstjóra á Akureyri. Fór til Reykjavíkur 1912. Maki: Gísli J. Ólafsson, f.09.09.1888, d. 15.08.1931, bæjarsímstjóri í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur.

Gísli Ólafsson (1888-1931)

  • S02738
  • Person
  • 9. sept. 1888 - 15. ágúst 1931

Foreldrar: Jón Ólafsson og Helga Eiríksdóttir. Byrjaði á námi í Latínuskólanum, fór 1904 til Danmerkur og nam símritun. Var síðan í þjónustu Landsímans í Reykjavík frá 1927. Maki: Polly Grönvold frá Siglufirði, f. 1889. Þau eignuðust tvær dætur.

Leifur Vilhelmsson (1934-2011)

  • S02739
  • Person
  • 26. júlí 1934 - 11. apríl 2011

Leifur Vilhelmsson var fæddur á Hofsósi 26. júlí 1934. Foreldrar: Hallfríður Pálmadóttir frá Hofsósi og Vilhelm Erlendsson verslunarmaður og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Maki: Sæunn Eiríksdóttir, f. 1938. Þau eignuðust einn son. Síðast búsettur á Seltjarnarnesi.

Birgir Vilhelmsson (1934-2001)

  • S02740
  • Person
  • 26. júlí 1934 - 8. júlí 2001

Fæddist á Hofsósi 26. júlí 1934. Foreldrar: Hallfríður Pálmadóttir frá Hofsósi og Vilhelm Erlendsson verslunarmaður og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Var í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði 1948-1951. Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli 1952-1957. Tók sveinspróf í setningu 1963. Starfaði í Ingólfsprentsmiðju og Félagsprentsmiðjunni. Síðast búsettur að Skúlagötu 40a í Reykjavík.

Kristjana Lovísa Ísleifsdóttir (1877-1965)

  • S02743
  • Person
  • 23. sept. 1877 - 3. mars 1965

Kristjana Lovísa Ísleifsdóttir f. 23.09.1877 á Hvammi í Laxárdal í Skagafirði. Foreldrar: Sr Ísleifur Einarsson prestur á Hvammi og síðar á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Sesselja Jónsdóttir frá Miklabæ í Blönduhlíð. Ólst upp í foreldrahúsum á Hvammi og á Stað og fluttist síðan með þeim til Reykjavíkur. Faðir hennar lést fáum árum síðar og eftir það var Lovísa mikið hjá föðursystur sinni, Önnu Breiðfjörð. Fór ung til náms í Kvennaskólanum í Reykjavík. Var eftir það um tíma hjá frændfólki í Skagafirði. Maki: Jón Eyvindarson kaupmaður. Þau eignuðust einn son og ólu auk þess upp Guðrúnu Jónsdóttur. Bjuggu alla sína búskapartíð á Stýrimannastíg 9 í Reykjavík.

Svanlaug Bjarnadóttir (1905-1982)

  • S02745
  • Person
  • 11. okt. 1905 - 18. mars 1982

Foreldrar: Bjarni Björnsson bóndi í Hlíð við Reykjavík og kona hans Júlíana Guðmundsdóttir. Svanlaug missti föður sinn á áttunda ári og brá móðir hennar þá búi. Maki: Ísleifur Jónsson. Þau hófu búskap hjá foreldrum hans, Lovísu Ísleifsdóttur og Jóni Eyvindarsyni, á Stýrimannastíg 9 í Reykjavík en bjuggu lengst af á Túngötu 41. Svanlaug var virk í ýmsu félagsstarfi kvenna og var heiðursfélagi í Thorvaldsen félaginu.

Eggert Bergsson (1929-2013)

  • S02748
  • Person
  • 28. nóv. 1929 - 29. maí 2013

Eggert Bergsson f. 28.11.1929 á Unastöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði. Foreldrar: Bergur Magnússon bóndi á Unastöðum, f. 1896 og kona hans Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir, f. 1892. Maki: Ingunn Jónsdóttir frá Skálafelli í Suðursveit. Þau eignuðust fjögur börn og fyrir átti Ingunn einn son. Eggert ólst upp í Skagafirði en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar árið 1948. Þremur árum síðar fluttist hann til Reykjavíkur og nam húsasmíði. Hann starfaði lengst af við smíðar, lengst af hjá ÍAV víðs vegar um landið. Frá árinu 1972 rak hann sitt eigið byggingafyrirtæki, Berg sf. Var virkur félagsmaður innan Bridgesambandsins og vann til fjölda verðlauna á því sviði.

Jón Gunnlaugsson (1899-1970)

  • S02755
  • Person
  • 13.02.1899-19.10.1970

Jón Gunnlaugsson, f. 13.02.1899 á Mjóafelli í Stíflu í Fljótum. Foreldrar: Gunnlaugur Magnús Jónsson húsmaður á Mjóafelli og Sigríður Guðvarðardóttir. Jón var bóndi á Deplum í Stíflu 1921-1924 og á Mjóafelli 1924-1963. Jón missti föður sinn á unga aldri, en ólst áfram upp hjá móður sinni og í skjóli föðurafa og ömmu og var þar til 18 ára aldurs. Árið 1921 hóf hann búskap í félagi við móður sína á Deplum en fluttist árið 1924 að Mjóafelli og bjó þar samfleytt til 1963. Var móðir hans bústýra lengi vel en síðan Guðrún systir hans. Skólagöngu naut Jón ekki utan barnaskóla eins og hann var á þeim tíma. Var virkur í félagsstörfum og var m.a. einn af stofnendum ungmennafélagsins Vonar í Stíflu og lengi gjaldkeri þess. Sat í sveitarstjórn 1938-1942 og aftur 1946-1963 og var oddviti allt síðara tímabilið. Einnig forðagæslumaður um árabil og sýslunefndarmaður 1947-1965. Jón var ógiftur og barnlaus. Oft voru börn og unglingar á heimilinu og Haukur Gíslason systursonur hans ólst alveg upp á heimili hans. Er Jón hætti búskap fluttist hann í Haganesvík og starfaði þar hjá Samvinnufélagi Fljótamanna. Síðan fluttist hann suður og starfaði þar hjá BYKO.

Herbert Sölvi Ásgrímsson (1915-1963)

  • S02760
  • Person
  • 20. jan. 1915 - 31. júlí 1963

Foreldrar: Ólöf Konráðsdóttir og Ásgrímur Halldórsson, búsett á Tjörnum í Sléttuhlíð og víðar. Herbert var bifreiðastjóri í Reykjavík. Reisti sér hús í landi Tjarna og kallaði Þrastarlund. Maki: Kristín Anna Jóhannsdóttir, f. 1911 á Lónkoti í Sléttuhlíð. Þau eignuðust sex börn.

Anna Guðmundsdóttir (1916-1990)

  • S02773
  • Person
  • 3. júní 1916 - 14. sept. 1990

Anna Guðmundsdóttir, f. 03.06.1916 í Hvarfsdal í Dölum. Foreldrar: Guðmundur Ari Gíslason Kaldbak, f. 1880, bóndi í Steinholti í Staðarhreppi og kona hans Sigríður Helga Gísladóttir, f. 1891. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en þau bjuggu þá í Dölum og Snæfellssýslu. Þau fluttu svo til Skagafjarðar og fór Anna fljótlega eftir það í fóstur til Jóns Sigurðssonar og Sigrúnar Pálmadóttur á Reynistað og ólst þar upp frá sex ára aldri. Hún flutti til Siglufjarðar 1933 og var þar í eitt ár. Fór þá til Reykjavíkur. Húsmóðir og starfsmaður við matreiðslu í Hafnarhúsinu í 16 ár. Síðar lengi við Laugarnesskóla og loks forstöðumaður Athvarfsins þar. Maki: Einar Sigurjón Magnússon, bifreiðastjóri hjá Hreyfli, f. 14.10.1906. Þau eignuðust fjögur börn en ólu auk þess upp dóttur Einars frá fyrra hjónabandi.

Stefanía Guðríður Sigurðardóttir (1918-1993)

  • S02775
  • Person
  • 5. jan. 1918 - 12. júlí 1993

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson sýslumaður og Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Að loknu skólanámi á Sauðárkróki fór Stefanía í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan. Hún stundaði skrifstofustörf í Reykjavík, lengst af hjá Vegagerð Ríkisins en einnig hjá Reykjavíkurborg. Stefanía var ógift og barnlaus.

Bjarnfríður Jóhannesdóttir (1907-1980)

  • S02776
  • Person
  • 30. des. 1907 - 25. júní 1980

Foreldrar: Jóhannes Bjarnason, f. 1875, bóndi í Grundarkoti í Blönduhlíð og kona hans Björg Sigfúsdóttir, f. 1877. Bjuggu á Minni-Ökrum fyrstu ár Bjarnfríðar. Maki: Sigurður Pálsson. Þau bjuggu í Reykjavík, Hverfisgötu 104b.

Sigrún Guðmundsdóttir (1929-2017)

  • S02777
  • Person
  • 26. júní 1929 - 14. sept. 2017

Sigrún Guðmundsdóttir, f. 26.06.1929 á Ísafirði. Foreldrar: Guðmundur Guðni Kristjánsson f. 23.01.1893 og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 19.07.1894. Hún átti sjö bræður. Sigún ólst upp á Ísafirði. Hún útskrifaðist sem fóstra frá uppeldisskóla Sumargjafar í Reykjavík árið 1949 og vann á leikskólum þar til hún giftist árið 1954. Hún hóf aftur störf árið 1972 og starfaði þá sem leikskólakennari í Garðabæ og Reykjavík. Var leikskólastjóri í Hlíðarborg við Eskihlíð í Reykjavík frá 1974 og þar til hún lét af störfum árið 1982. Maki: Hallgrímur F. Árnason bifreiðastjóri, f. 12.09.1918. Þau eignuðust þrjú börn. Bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði en eftir að Hallgrímur lést fluttist Sigrún til Reykjavíkur.

Eyþór Jóhann Hallsson (1903-1988)

  • S02784
  • Person
  • 4. ágúst 1903 - 4. feb. 1988

Eyþór Jóhann Hallsson, f. 04.08.1903 á Hofsósi. Foreldrar: Hallur Einarsson og Friðrika Jóhannsdóttir (Jakobína Friðrikka Karina Jóhannsdóttir). Eyþór lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1927 og var þekktur skipstjóri til ársins 1945. Veiktist þá af berklum sem hann síðar læknaðist af. Var framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Siglufjarðar á árunum 1947-1953. Umboðsmaður Olíufélagsins Skeljungs hf. á Siglufirði frá árinu 1957. Meðeigandi í Síldarsöltun O. Henriksens sf. frá árinu 1950 og fékkst að auki við útgerð. Eyþór var ræðismaður Noregs á Siglufirði frá árinu 1958. Sat í ýmsum nefndum og stjórnum. Maki: Ólöf Jónsdóttir frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Þau ólu upp fósturdóttur.

Gróa Sveinsdóttir (1869-1949)

  • S03055
  • Person
  • 17. feb. 1869 - 23. júlí 1949

Fædd og uppalin í Litladal í Svínavatnshreppi. Kvæntist Jóni Jóhannessyni b. í Árnesi árið 1894, þau bjuggu þar til 1929 er þau fluttu að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Gróa var síðast búsett í Reykjavík. Gróa og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón son sem Gróa gekk í móðurstað.

Valdimar Eyberg Ingimarsson (1927-1989)

  • S02795
  • Person
  • 2. des. 1927 - 27. mars 1989

Valdimar Eyberg Ingimarsson, f. 02.12.1927 á Brandaskarði í A-Húnavatnssýslu. Foreldrar: Ingimar Sigvaldason og Valný M. Benediktsdóttir. Valdimar ólst upp á Brandaskarði til fjögurra ára aldurs, eftir það fluttist hann með móður sinni og móðurömmu í Skagafjörð þar sem hann var til 26 ára aldurs. Hann vann þar ýmis landbúnaðarstörf. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og síðar Hafnafjarðar. Var bústjóri í Vestmannaeyjum og vann við Skipasmíðastöðina Dröfn í Hafnarfirði. Síðustu 20 æviárin vann hann hjá Póststofunni í Hafnarfirði. Síðast búsettur í Hafnarfirði.
Maki 1: Fjóla Hafsteinsdóttir. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Hólmfríður Kristjánsdóttir. Hún lést eftir langvarandi veikindi 1978.

Þorleifur Benedikt Þorgrímsson (1903-1981)

  • S02796
  • Person
  • 14. júlí 1903 - 23. sept. 1981

Foreldrar: Arnór Þorgrímur Helgason og Salbjörg Helga Jónsdóttir á Miklahóli í Viðvíkursveit. Þorleifur var kaupmaður og útgerðarmaður í Reykjavík. Maki: Sigrún Pétursdóttir. Þau eignuðust einn son. Bjuggu í Snælandi í Kópavogi.

Guðmundur Hlíðdal (1886-1965)

  • S02799
  • Person
  • 10. feb. 1886 - 25. júní 1965

Guðmundur Hlíðdal, f. 10.02.1886 í Gröf á Vatnsnesi. Foreldrar: Jónas Jónasson og Anna Margrét Guðlaugsdóttir. Guðmundur lauk 4. bekkjar prófi frá Lærða skólanum í Reykjavík árið 1904 og var síðan við nám í rafmagnsfræði í Þýskalandi til 1909. Hann var verkfræðingur hjá Vita- og hafnamálastjórn 1914-1920 og verkfræðingur Landsímans frá 1924. Landsímastjóri var hann frá 1931 og póst- og símamálastjóri frá 1935-1956. Auk þess gegndi hann fjölda annarra trúnaðarstarfa. Maki: Karólína Þorvaldsdóttir frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Þau eignuðust fjögur börn.

Þorsteinn Helgi Björnsson (1929-2000)

  • S02802
  • Person
  • 30. maí 1929 - 14. feb. 2000

Foreldrar: Eríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, f. 1989 og Björn Zophonías Sigurðsson frá Héðinsfirði, f. 1892. Þorsteinn ólst upp á Siglufirði. Hóf sjómennsku 17 ára gamall með föðurbróður sínum sem þá var skipstjóri á Kristjönu EA. Lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1953 og var stýrimaður og skipstjóri á ýmsum skipum eftir það. Síðustu árin var hann stýrimaður á togaranum Sigurbjörgu frá Ólafsfirði. Hætti til sjós 1989 og var eftir það nokkur ár við fiskmat og á hafnarvigtinni á Ólafsfirði.
Maki: Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 18.12.1926. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Hólmfríður eina dóttur.

Tryggvi Þórhallsson (1889-1935)

  • S02804
  • Person
  • 9. feb. 1889 - 31. júlí 1935

Foreldrar: Þórhallur Bjarnarson, f. 1855 og Valgerður Jónsdóttir, f. 1863. Maki: Anna Guðrún Klemensdóttir, f. 1890. Þau eignustu sjö börn.
Tryggvi tók stúdentspróf frá MR 1908 og guðfræðipróf frá HÍ 1912. Var biskupsritari og barnakennari í Reykjavík 1912-1913, prestur á Hesti í Borgarfirði 1913-1917. Settur dósent í guðfræði við HÍ 1916-1917. Ritstjóri Tímans 1917-1927. Forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra frá 1927. Jafnframt fjármálaráðherra frá 1928 til 1929. Var síðan forsætis, dóms,- krikju- og kennslumálaráðherra frá apríl til ágúst 1931 og þá aftur forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra. Bankastjóri Búnaðarbankans frá 1932 til æviloka. Sat einnig í ýmsum nefndum og stjórnum. Var formaður Búnaðarfélags Íslands 1925-1935 og formaður Framsóknarflokksins 1927-1932. Formaður Bændaflokksins 1933-1935.

Hróðmar Margeirsson (1925-2012)

  • S02809
  • Person
  • 5. sept. 1925 - 13. des. 2012

Hróðmar Margeirsson, f. 05.09.1925 á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi. Foreldrar: Helga Óskarsdóttir, f. 1901, frá Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi og Margeir Jónsson, f. 1889, bóndi, kennari og fræðimaður á Ögmundarstöðum. Hróðmar ólst upp á Ögmundarstöðum og tók snemma þátt í bústörfum þar. Hróðmar tók kennarapróf vorið 1947 og kenndi við Melaskólann í Reykjavík 1947-1956. Samhliða náminu og kennslu vann hann að búinu á sumrin. Maki: Ásdís Björnsdóttir frá Ölduhrygg í Svarfaðardal. Vorið 1956 tóku þau við búinu á Ögmundarstöðum og bjuggu þar síðan. Hróðmar var jafnframt skólastjóri barnaskóla Staðarhrepps frá 1956-1993. Síðasta æviárið dvaldi hann á Heilbrigðisstofuninni á Sauðárkróki. Hróðmar og Ásdís eignuðust 4 börn.

Eyjólfur Konráð Jónsson (1928-1997)

  • S02813
  • Person
  • 13. júní 1928 - 6. mars 1997

Eyjólfur Konráð Jónsson, f. í Stykkishólmi 13. júní 1928. Foreldrar: Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson (1891-1968) kaupmaður og kona hans Sesselja Konráðsdóttir (1896-1987) skólastjóri. Maki: Guðbjörg Benediktsdóttir (f. 17.03.1929) húsmóðir, þau eignuðust þrjú börn. ,,Stúdentspróf VÍ 1949. Lögfræðipróf HÍ 1955. Hdl. 1956. Hrl. 1962. Framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins og Stuðla hf. frá stofnun þeirra 1955 til 1960. Ritstjóri Morgunblaðsins 1960–1974. Rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík frá því í september 1956. Í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976–1982. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988 og formaður hennar frá 1989. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995. Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–1979 og 1983–1987, landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1979–1983, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Sjálfstæðisflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra) janúar–febrúar, apríl og desember 1968, apríl–maí 1969 og nóvember–desember 1970, varaþingmaður Norðurlands vestra mars–apríl og október 1968, október–nóvember og desember 1969, janúar 1970, október og desember 1971, maí og október–nóvember 1972, febrúar og október 1973, janúar–febrúar og mars–apríl 1974.

  1. varaforseti efri deildar 1979. Ritstjóri: Félagsbréf (1955–1959). Morgunblaðið (1960–1974)."

Finnur Árnason (1958-

  • S02836
  • Person
  • 27. maí 1958-

Foreldrar: Árni Hafstað og Arngunnur Ársælsdóttir. Maki: María Maack. Þau eignuðust þrjú börn. Finnur lauk Bs prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands og cand. fil. prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð. Starfaði sem háseti á Má frá Ólafsvík, framleiðslustjóri hjá Slippfélaginu, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki og Aldin á Húsavík. Var um langt skeið stjórnarformaður Sjávarleðurs á Sauðárkróki. Vann hjá Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og við ráðgjafafyrirtækið Taktar. Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum frá 2013.

Sigurður Guðmundsson (1878-1949)

  • S02857
  • Person
  • 3. sept. 1878 - 10. nóv. 1949

Sigurður Guðmundsson, f. 03.09.1878 á Æsustöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Guðmundur, hreppstjóri á Æsustöðum og í Mjóadal, og k.h. Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja. Maki: Halldóra Ólafsdóttir, frá Kálfholti. Þau eignuðust sex börn. Sigurður tók stúdentspróf í Reykjavík 1902 og meistarapróf í norrænum fræðum við háskólann í
Kaupmannahöfn 1910. Hann var stundakennari við MR 1911-20, kenndi við Kennaraskólann 1912-21, gerðist þá skólameistari Gagnfræðaskóla Akureyrar sem síðar varð Menntaskóli Akureyrar, 1930. Sigurður var því fyrsti skólameistari MA og gegndi því starfi til 1947. Rit eftir Sigurð eru Ágrip af forníslenskri bókmenntasögu, 1915; Heiðnar hugvekjur og mannaminni, 1946 og Á sal, 1948.

Sigurður Jónsson (1916-1994)

  • S02860
  • Person
  • 11. ágúst 1916 - 28. okt. 1994

Sigurður Jónsson, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 11. 08.1916. Foreldrar: Jón Sveinsson, bóndi í Hóli í Sæmundarhlíð, f. 1887 og kona hans Margrét Sigurðardóttir, f. 1895. Hún lést þegar Sigurður var 7 ára gamall og giftist faðir hans síðar Petreu Óskarsdóttur. Sigurður varð stúdent úr stærðfræðideild MR árið 1939 en hóf nám í lyfjafræði í Laugavegsapóteki það haust. Að loknu námi í fyrri hluta lyfjafræðinngar hélt hann til Ameríku og lauk námi við Philadelphia College of Pharmacy í júní 1945. Eftir að hafa starfað í Laugavegsapóteki um árabil, svo og hjá Heildverzlun Stefáns Thorarensen og Efnagerð Reykjavíkur (1945-1963) gerðist hann apótekari í Húsavíkur apóteki í ágúst 1963 og gegndi því starfi unz hann fluttist með fjölskyldu sinni og tók við stöðu apótekara í Sauðárkróksapóteki í maí 1970. Sigurður og Margrét kona hans fluttu svo til Reykjavíkur er hann lét af störfum sem apótekari á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Magnúsdóttir, f. 1918, d. 2006.

Magnús Jónsson (1938-1979)

  • S01892
  • Person
  • 18. nóv. 1938 - 2. des. 1979

Magnús Jónsson fæddist 18. nóvember 1938. Hann var sonur Ragnheiðar Möller og Jóns Magnússonar fréttastjóra. Hann var leikstjóri, leikritaskáld og sálfræðingur. Eftir stúdentspróf árið 1958 stundaði Magnús nám í kvikmyndagerð í Moskvu og lauk kvikmyndastjórn árið 1964. Er hann kom aftur heim til Íslands, stundaði hann leikstjórn og var hann tvö ár leikhússtjóri á Akureyri. Magnús samdi nokkur leikrit og gerði kvikmyndir. Hann hóf nám við sálarfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi og var að ljúka framhaldsnámi í sálarfræði í Carbondale, Illinois í Bandaríkjunum er hann lést. Magnús Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kuregei Alexandra frá Jakútíu í Sovétríkjunum og áttu þau 4 börn.
Síðari kona hans er Renata Kristjánsdóttir.

Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason (1876-1969)

  • S02861
  • Person
  • 1. jan. 1876 - 2. ágúst 1969

Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, f. 01.01.1876 í Glæsibæ. Foreldrar: Gísli Sigurðsson bóndi í Glæsibæ og Neðra-Ási í Hjaltadal og kona hans Kristín Björnsdóttir. Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum í Reykjavík árið 1897, embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum árið 1900. Hann fór víða um heim til að kynna sér trúarmála- og líknarstörf. Hann starfaði að kristnidómsmálum alla tíð, sinnti barnaguðþjónustum guðfræðinema 1897-1900 og síðar sunnudagaskólastarfi í Reykjavík í fjóra áratugi. Hann ferðaðist um landið í 30 sumur til að vekja áhuga á kristilegu sjálfboðastarfi, kenndi við Kvennaskólann, Barnaskóla Reykjavíkur, Æskulýðsskólann, Kennaraskóla Íslands, Verslunarskóla Íslands og Vélstjóraskóla Íslands. Hann stofnaði, ásamt Gísla syni sínum, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og var heimilisprestur þar frá 1942 til æviloka. Sigurbjörn var ritstjóri kristilegra tímarita og sinnti ótal trúnaðarstörfum fyrir bindindishreyfinguna, kristniboð og á sviði líknarmála. Hann var formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar í 30 ár, sat í framkvæmdanefnd stórstúku Íslands, var stjórnarmaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og formaður Barnaverndarráðs. Hann hlaut margvíslega viðurkenningu frá íslenskum og erlendum félagasamtökum.
Maki: Guðrún Lárusdóttir alþingismaður og rithöfundur. Sigurbjörn og Guðrún bjuggu að Ási við Ásvallagötu í Reykjavík en Guðrún fórst af slysförum, ásamt tveimur dætrum þeirra hjóna, er bifreið þeirra rann út í Tungufljót árið 1938.

Óskar Jónsson (1943-

  • S02872
  • Person
  • 14. sept. 1943-

Foreldrar: Ingibjörg Óskarsdóttir og Jón Dagsson múrarameistari. Læknir á Sauðárkróki. Búsettur á Höfuðborgarsvæðinu.

Gunnar Þórir Guðjónsson (1945-2020)

  • S01903
  • Person
  • 7. júlí 1945 - 3. okt. 2020

Sonur Guðjóns Sigurðssonar bakara á Sauðárkróki og k.h. Ólínu Ingibjargar Björnsdóttur. Bakarameistari. Lengi búsettur á Sauðárkróki, síðar í Reykjavík.

Steinunn Ingimarsdóttir (1942-

  • S02878
  • Person
  • 26. mars 1942-

Foreldrar: Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri og kona hans Sigrún Jónsdóttir húsfreyja. Fædd og uppalinn á Flugumýri. Gagnfræðingur og verkakona í Reykjavík.
Maki 1: Þórður Sigurðsson vélamaður. Þau skildu.
Maki 2: Gunnlaugur Már Olsen tónlistarkennari. Þau skildu.
Maki 3: Jónatan Eiríksson bifvélavirki.

Ragnar Örn (1921-2005)

  • S03060
  • Person
  • 7. okt. 1921 - 11. jan. 2005

Ragnar Örn fæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 7. október 1921. Foreldrar: Hallfríður Jónsdóttir, hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og Árni Hafstað bóndi í Vík. Ragnar ólst upp í Kjartansstaðakoti á Langholti í Skagafirði hjá Óskari Þorsteinssyni og Sigríði Hallgrímsdóttur. Ragnar kvæntist Hansínu Jónsdóttur frá Glaumbæ á Langholti 1957. Þau bjuggu lengst í Fellsmúla 11 í Reykjavík. Ragnar lærði smíðar í Reykjavík og vann hann þar lengstum sem smiður.

Erla Árnadóttir (1921-2000)

  • S00447
  • Person
  • 6. des. 1921 - 28. sept. 2000

Erla fæddist í Vík, Staðarhreppi í Skagafirði 6. desember 1921. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Árni J. Hafstað bóndi í Vík í Staðarhreppi. Eiginmaður Erlu var Indriði Sigurðsson, stýrimaður, f. 7.5. 1921 að Hofdölum, Skagafirði, d. 6.11. 1986, þau eignuðust fimm börn. ,,Erla útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún vann ýmis störf á sinni starfsævi, þ.á m. hjá Búnaðarbankanum, Búnaðarfélaginu, í Ísbirninum á Seltjarnarnesi og á Lögfræðistofu Sigurðar Baldurssonar, en lengst af vann hún á Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti."

Páll Hafstað (1917-1987)

  • S03062
  • Person
  • 8. des. 1917 - 5. sept. 1987

Foreldrar: Árni Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir í Vík. Fulltrúi orkumálastjóra í Reykjavík. Kvæntist Ragnheiði Baldursdóttur kennara, þau eignuðust þrjú börn.

Gunnar Geir Gunnarsson (1952-

  • S02897
  • Person
  • 24. jan. 1952-

Foreldrar: Gunnar Geir Gunnarsson (1927-2016) og Arnbjörg Jónsdóttir (1928-), kölluð Ebba. Ólst upp á Hofsósi. Búsettur í Reykjavík.

Kári Kort Jónsson (1949-2018)

  • S02903
  • Family
  • 6. ágúst 1949 - 10. feb. 2018

Foreldrar: Þuríður Guðlaug Márusdóttir, f. 1926 og Jón Kort Ólafsson, f. 1921, d. 2000. Kári ólst upp í Efra-Haganesi í Fjótum. Hann lærði bifvélavirkjun á bílaverkstæði Áka á Sauðárkróki þar sem hann starfaði þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1972. Árið 1973 stofnaði Kári eigið fyrirtæki og var sjálfstæður atvinnurekandi upp frá því. Síðustu starfsárin vann hann m.a. við fasteigna- og bílasölu. Tók virkan þátt í félagsstarfi, m.a. JC hreyfingunni og var um tíma í hverfisráði Sjálfstæðisflokksins í Breiðholti. Hann var einnig í skagfirsku söngsveitinni.
Maki 1: Sigurlaug Vilborg, f. 1949. Þau slitu samvistum árið 1985. Þau eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap á Sauðárkróki en fluttu til Reykjavíkur.
Maki 2: Kristín Alfreðsdóttir, f. 1959. Þau eignuðust tvö börn. Þau slitu samvistum 2012. Þau bjuggu í Reykjavík.

Sigmar Hróbjartsson (1919-2014)

  • S02912
  • Person
  • 24. maí 1919 - 5. nóv. 2014

Sigmar Hróbjartsson var sonur hjónanna Hróbjartar Jónassonar og Vilhelmínu Helgadóttur á Hamri í Hegranesi. Sigmar ólst upp með foreldrum sínum, lengst af á Hamri í Hegranesi. Leiðin lá síðan í Héraðsskólann í Reykholti. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1944, lærði síðan múraraiðn, tók sveinspróf á Sauðárkróki 1959 og meistarapróf í Reykjavík 1973. Hann bjó á Efri-Harrastöðum á Skagaströnd 1947-1955, fluttist þá til Skagastrandar og vann við múrverk, sjómennsku og fleira. Var kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1965-1968, fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði þar við múrverk til 1981. Var vaktmaður hjá SÍS 1981-1989. Eftir það var hann við blaðburð og starfaði einnig mikið með Silfurlínunni sem aðstoðaði eldra fólk. Sigmar kvæntist Jóhönnu Guðbjörgu Gunnlaugsdóttur. Þau skildu. Þau eignuðust tvö börn. Sigmar kvæntist aftur árið 1978, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, hún átti sex börn fyrir.

María Björnsdóttir Hansen (1920-2006)

  • S02917
  • Person
  • 5. mars 1920 - 26. jan. 2006

María Björnsdóttir fæddist á Refsstöðum í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu árið 1920. Foreldrar hennar voru Björn Leví Gestsson og María Guðmundsdóttir. María brautskráðist úr Samvinnuskólanum árið 1940. Hún vann skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og var aðalbókari á skrifstofu Ríkisspítalanna í Reykjavík. María gekk í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1944-1945. Árið 1946 giftist hún Kristjáni Friðrikssyni Hansen. Eftir giftingu vann hún á skrifstofu sýslumanns á Sauðárkróki en síðar sem bókhaldari og fleira við flutningafyrirtæki eiginmanns síns "Kristján og Jóhannes". María og Kristján eignuðust einn son en tóku einnig í fóstur systurson Maríu.

Rögnvaldur Gíslason (1923-2014)

  • S02920
  • Person
  • 16. des. 1923 - 7. apríl 2014

Foreldrar: Gísli Magnússon og Guðrún Sveinsdóttir í Eyhildarholti. Maki: Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal, þau eignuðust fjögur börn. Rögnvaldur ólst upp í Eyhildarholti og gekk í farskóla í Rípurhreppi en var síðan einn vetur í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík, annan í Héraðsskólanum á Laugarvatni og þann þriðja í Bændaskólanum á Hólum. Hann varð búfræðingur 1945. Aðra vetur var hann við bústörf heima í Eyhildarholti, en á sumrin oftast í vega- og brúarvinnu víða um Norður- og Norðausturland. Þegar þau Sigríður giftust hófu þau búskap í Djúpadal og stóð til að þau tækju þar að fullu við búi en snöggur endir var bundinn á þau áform þegar Rögnvaldur fékk lömunarveiki vorið 1956. Hann lamaðist ekki en varð óvinnufær um nokkurra ára skeið og gat ekki unnið erfiðisvinnu eftir það. Um tíma vann Rögnvaldur íhlaupavinnu á skrifstofu Búnaðarsambands Skagafjarðar, en í ársbyrjun 1961 hóf hann störf á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki og vann þar til starfsloka um sjötugt, lengst af sem aðalbókari. Fyrstu árin átti fjölskyldan áfram heimili í Djúpadal ásamt föður og föðurbræðrum Sigríðar, en Rögnvaldur leigði herbergi á Sauðárkróki og kom heim um helgar. Haustið 1967 fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks og áttu þau hjón þar heima síðan.

Einhildur Sveinsdóttir (1912-2008)

  • S02921
  • Person
  • 6. ágúst 1912 - 29. júní 2008

Fædd á Eyvindará í Eiðaþinghá í S.- Múl. Foreldrar: Sveinn Árnason bóndi á Eyvindará (1866-1924) og Guðný Einarsdóttir (1877-1924). Systkinahópurinn á Eyvindará varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu að foreldrarnir dóu úr lungnabólgu með níu daga millibili í febrúar 1924. Elstu systkinin, Guðný og Björn, þá um tvítugt, ákváðu þó að halda áfram búskap foreldranna og annast og ala upp yngri systkini en Einhildur var þá 11 ára. Einhildur gekk í Alþýðuskólann á Eiðum frá 1931-32. Á næstu árum var hún á vetrum í vist á ýmsum heimilum í Reykjavík en sumrum eyddi hún í átthögunum. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1936-7 og þar með var brautin mörkuð. Til Akureyrar flutti hún 1939 og vann á Akureyrarspítala við matreiðslu og var ráðskona þar í ein 3-4 ár. Síðan varð hún matráðskona við Menntaskólann álíka lengi. Matsölu stundaði hún svo á eigin vegum næstu árin. Við tóku verslunarstörf og hún keypti verslunina Brekku og rak í nokkur ár. Í hjáverkum stofnaði hún ásamt vinkonu sinni Kristínu Ísfeld litla bókaútgáfu, Von, og gáfu þær út nokkrar bækur.
Maki: Marteinn Sigurðsson frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal. Þau hjón stofnuðu verslunina Drangey í Brekkugötu og höndluðu með málverk, minjagripi og hannyrðavörur af ýmsu tagi. Saman störfuðu þau Einhildur og Marteinn að verslun sinni, allt til þess að heilsu hans fór að hraka upp úr 1960. Þá hélt hún versluninni áfram í smærri stíl á heimili þeirra.

Finnbogi Guðmundsson (1924-2011)

  • S02922
  • Person
  • 8. jan. 1924 - 3. apríl 2011

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Laufey Vilhjálmsdóttir kennari og Guðmundur Finnbogason prófessor og landsbókavörður. Finnbogi kvæntist Kristjönu P. Helgadóttur lækni, þau eignuðust eina dóttur og ólu upp fósturdóttur. Finnbogi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Eftir útskrift frá menntaskóla hóf Finnbogi nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1949. Hann lauk doktorsprófi frá HÍ 1961. Finnbogi tók við nýstofnuðu embætti í Kanada (Winnipeg), sem Vestur-Íslendingar höfðu stofnað. Þar vann hann mikilvægt brautryðendastarf, bæði við kennslu og kynningastarf meðal Vestur-Íslendinga. Einnig vann hann afrek á sviði fornra fræða. En hann var stórvirkur í fræðum Vestur-Íslandinga. Finnbogi gegndi starfi Landsbókasafnsvarðar í þrjátíu ár. Hann stundaði kennslu um árabil og var m.a. stundakennari við MR, aðstoðarkennari við Manitoba-háskóla og sendikennari við Óslóarháskóla og Björgvinjarháskóla. Hann var einnig dósent við HÍ um tíma. Eftir Finnboga liggur fjöldi ritverka, bæði frumsamins efnis og þýðinga. Hann annaðist einnig útgáfu fjölda bóka, m.a. fornrita og bóka eftir föður sinn. Finnbogi tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. um tíma í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og var gerður að heiðursfélaga þess, formaður Félags íslenskra fræða og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Hann var formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðunnar frá 1970.

Guðmundur Björnsson (1864-1937)

  • S02927
  • Person
  • 12. okt. 1864 - 7. maí 1937

Guðmundur Björnsson, f. 12.10.1864 í Gröf í Víðidal í V-Hún. Foreldrar: Björn Leví Guðmundsson bóndi í Gröf í Víðidal og kona hans Þorbjörg Helgadóttir húsfreyja. Guðmundur tók stúdentspróf frá Lærða skólanum í júní 1887 með 1. einkunn. Lauk cand. med. prófi frá Hafnarháskóla í janúar 1894 með 1. einkunn. Dvaldi um skeið í Noregi með styrk úr landssjóði til að kynna sér ráðstafanir varðandi holdsveiki. Fór einnig í kynnisferðir um Evrópu á árunum 1905-6 og síðar. Starfaði í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Kenndi við Læknaskólann um skeið. Var jafnframt ljósmæðrakennari. Landlæknir og forstöðumaður Læknaskólans frá 1906-1931. Settur prófessor við Háskóla Íslands 1911. Var einnig alþingismaður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Eftir hann liggur mikið af rituðu máli um heilbrigðismál auk þess sem hann gaf út ljóðabókina Undir ljúfum lögum árið 1918 (undir höfundarnafninu Gestur).
Maki 1: Guðrún Sigurðardóttir, f. 31.12.1864, d. 29.01.1904. Þau eignuðust sjö börn.
Maki 2: Margrét Magnúsdóttir Björnsson, f. Stephensen. F. 05.08.1879, d. 15.08.1946. Þau eignuðust sjö börn.

Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson (1903-1978)

  • S02929
  • Person
  • 28. sept. 1903 - 18. nóv. 1978

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðrún Brynjólfsdóttir. Starfaði sem lögmaður og hæstaréttarlögmaður í Reykjavík og í Kaupmannahöfn, um tíma bæjarfógeti í Vestmannaeyjum.
Maki 1: Jóna Marta Guðmundsdóttir húsfreyja. Þau skildu. Þau eignuðust 2 börn.
Maki 2: Guðrún Ágústa Þórðardóttir húsfreyja. Þau skildu.
Maki 3: Þóra Emilía María Júlíusdóttir Havsteen húsfreyja. Þau skildu.

Guðmundur Ingi Kristjánsson (1907-2002)

  • S03063
  • Person
  • 15. jan. 1907 - 30. ágúst 2002

Fæddur á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Foreldrar: Kristján Guðjón Guðmundsson og Bessa Halldórsdóttir. Guðmundur Ingi ólst upp á Kirkjubóli og var þar heimilisfastur alla ævi. Hann stundaði nám í eldri deild Alþýðuskólans á Laugum 1929-1930 og í eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík 1931-1932 en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Ungur hóf hann afskipti af ýmsum félagsmálum innan sveitar sem utan. Hann hafði einnig afskipti af stjórnmálum og var þrisvar í framboði til alþingis fyrir Framsóknarflokkinn. Aðalatvinna hans var búskapur en formlega tók hann þó ekki við búi á Kirkjubóli fyrr en 1944. Samhliða fékkst hann við barnakennslu í hreppnum, með hléum á árunum 1927-1946 en samfellt 1954-1974. Frá 1955 var hann skólastjóri barnaskólans í Holti i Önundarfirði. Guðmundur Ingi sendi frá sér fimm ljóðabækur, Sólstafir, Sólbráð, Sóldögg, Sólborgir og Sólfar. Voru ljóð allra bókanna endurútgefin undir heitinu Sóldagar árið 1993. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi 1984 og var heiðursborgari Mosvallahrepps og síðar Ísafjarðarbæjar.
Maki: Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði, þau eignuðust ekki börn saman en hún átti fyrir einn son.

Gísli Sveinsson (1880-1959)

  • S02928
  • Person
  • 7. des. 1880 - 30. nóv. 1959

Fæddur að Sandfelli í Öræfum. Foreldrar: Sveinn Eiríksson (1844-1907) prestur í Sandfelli og kona hans Guðríður Pálsdóttir (1845-1920). Lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1903 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1910. Um tíma bæjarfógeti og settur sýslumaður á Akureyri. Varð yfirdómslögmaður í Reykjavík árið 1910. Sýslumaður í Víkurkauptúni í V-Skaftafellssýslu. Skipaður sendiherra í Noregi árið 1947. Alþingismaður 1916-1921, 1933-1942 og 1946-1947 fyrir Vestur-Skaftfellinga. Landskjörinn þingmaður 1942-1946. Gegndi ýmsum nefndarstörfum og ritaði margar greinar um sjálfstæðismál Íslendinga og kirkjumál. Samdi einnig bækling um Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess. Maki: Guðrún Pálína Einarsdóttir (1890-1981). Þau eignuðust fjögur börn.

Hákon Bjarnason (1907-1989)

  • S02930
  • Person
  • 13. júlí 1907 - 16. apríl 1989

Foreldrar: Ágúst H. Bjarnason, prófessor í heimspeki við HÍ og Sigríður Jónsdóttir kennari við Kvennaskólann. Hákon lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og hélt að því loknu til náms í skógræktarfræðum við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan brautskráðist hann 1932 fyrstur Íslendinga í þessum fræðum. Vann einn vetur sem aðstoðarmaður á Plantefysiologisk Laboratorium við sama háskóla. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands frá 1933 til loka 7. áratugarins. Kjörinn heiðursfélagi þess 1977. Hákon var skipaður skógræktarstjóri 1935 og gegndi því starfi í 42 ár, til 1977. Hákon dvaldist erlendis veturinn 1936—37 til þess að kynna sér vinnubrögð við tilraunastarfsemi í jarðannsóknum. Forstöðu Mæðiveikivarna gegndi Hákon til 1941. Beitti sér mjög fyrir innflutningi trjátegunda til Íslands í störfum sínum sem og notkun lúpínu við landgræðslu. Hákon var kjörinn heiðursfélagi Norska skógræktarfélagsins.
Maki 1: Guðrún Magnúsdóttir Þau eignuðust eina dóttur. Þau slitu samvistum.
Maki 2: Guðrún Bjarnason. Þau eignuðust fjögur börn.

Results 341 to 425 of 551