Sýnir 6495 niðurstöður

Nafnspjöld

Bergur Óskar Haraldsson (1926-2006)

  • S02966
  • Person
  • 8. nóv. 1926 - 17. ágúst 2006

Bergur Óskar Haraldsson fæddist í Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði hinn 8. nóvember 1926. Hann var sonur hjónanna Haraldar Jóhannessonar, bónda á Bakka í Viðvíkursveit og konu hans Önnu Margrétar Bergsdóttur húsfreyju. ,,Bergur ólst upp hjá foreldrum sínum á Frostastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann lauk barnaskólaprófi frá Flugumýrarskóla í Blönduhlíð og búfræðiprófi 1945 frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Árið 1950 lauk Bergur sveinsprófi í pípulögnum frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann öðlaðist meistararéttindi í greininni 1953 og stundaði síðan framhaldsnám 1953-1954 við National Foreman Institute í Bandaríkjunum. Bergur starfaði hjá Gísla Halldórssyni pípulagningameistara á árunum 1945-51. Var hjá Sameinuðum verktökum og Íslenskum aðalverktökum 1951-64. Starfaði við fasteignasölu 1964-66 en hóf síðan störf hjá Félagi vatnsvirkja 1967 og vann þar uns hann lét af störfum sökum aldurs 1996. Þar var hann verklegur framkvæmdastjóri 1969-71 og þá framkvæmdastjóri til 1996. Bergur sat í stjórn Félags vatnsvirkja frá 1969-96, sat í stjórn Sameinaðra verktaka í 23 ár, þar af varaformaður og formaður í þrjú ár. Hann sat í stjórn Vatnsvirkjans hf. um árabil sem fulltrúi Félags vatnsvirkja. Bergur sat í stjórn Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi og var formaður þess félags í tvö ár. Sat hann fjölmörg ársþing Landssambands hestamanna sem fulltrúi Gusts.
Bergur kvæntist Kristínu Láru Valdemarsdóttur sjúkraliða. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík árið 1948 en fluttu í Kópavog árið 1956 og bjuggu þar síðan, þau eignuðust þrjú börn."

Stefán Sigurðsson (1893-1969) sýslumaður

  • S02969
  • Person
  • 22.08.1893-22.09.1969

Stefán Sigurðsson, f. í Vigur á Ísafjarðardjúpi, d. 22.08.1893, d. 22.09.1969. Foreldrar: Þórunn Bjarnadóttir og Sigurður Stefánsson prestur í Vigur. Stefán lauk gagnfræðaprófi frá Akureyri vorið 1911 og fór síðar í Verzlunarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Vann síðan skrifstofu- og verslunarstörf á Ísafirði og stundaði einnig loðdýrarækt. Sat einnig í bæjarstjórn Ísafjarðar fyrir sjálfstæðisflokkinn árin 1925-1928.

Þorsteinn Jósepsson (1907-1967)

  • S02974
  • Person
  • 18. júlí 1907 - 29. jan. 1967

Fæddur á Signýjarstöðum í Borgarfirði. Foreldrar: Jósep G. Einarson bóndi þar og Ástríður Þorsteinsdóttir. Æskuárin dvaldist hann í foreldrahúsum en hleypti heimdraganum skömmu eftir tvítugsaldur. Fór fyrst til Reykjavíkur en síðan erlendis, þar sem hann ferðaðist víða um Evrópu og dvaldist m.a. í Þýskalandi og Sviss. Árið 1939 réðst hann blaðamaður að Vísi og starfaði þar óslitið til æviloka. Maki: Jósefína Gísladóttir. Þau eignuðust eina dóttur. Maki 2: Edith Wischatta frá Austurríki.
Þorsteinn gaf út bækurnar Ævintýri förusveins (1934), Undir suðrænni sól (1937), Tindar (1934), Týrur (1946), Í djörfum leik (1946). Einnig hið mikla staðfræðilrit, Landið þitt Ísland, sem kom út 1966. Var mikilvirkur bókasafnari og átti eitt stærsta og glæsilegasta bókasafn landsins í einkaeigu.

Þorsteinn Þorsteinsson (1884-1961)

  • S02976
  • Person
  • 23. des. 1884 - 15. feb. 1961

Fæddur á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Foreldrar: Þorsteinn Davíðsson (1843-1932) bóndi þar og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (1840-1914).
Maki: Áslaug Lárusdóttir (1890-1956) húsmóðir.
,,Stúdentspróf MR 1910. Lögfræðipróf HÍ 1914. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1914. Fékkst við ýmis lögfræðistörf ásamt sveitavinnu 1914–1917. Settur um stund 1914 sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1917–1920. Settur 1918 sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Settur 1919 sýslumaður í Árnessýslu. Sýslumaður í Dalasýslu 1920–1954, sat í Búðardal. Átti heima í Reykjavík síðustu ár sín. Rak búskap á Staðarfelli, í Sælingsdalstungu og á Fjósum um skeið.
Eftirlitsmaður opinberra sjóða frá 1940 til æviloka. Sat í bankaráði Búnaðarbankans 1941–1957, í úthlutunarnefnd skáldastyrks og listamanna 1946–1959. Alþingismaður Dalamanna 1933–1937 og 1942–1949, landskjörinn alþingismaður (Mýramanna) 1937–1942 og (Dalamanna) 1949–1953 (Sjálfstæðisflokkur).
Ritaði meðal annars lýsingu Dalasýslu í Árbók Ferðafélags Íslands 1947 og Mýrasýslu 1953."

Stefanía Sigríður Stefánsdóttir (1857-1893)

  • S02978
  • Person
  • 10. des. 1857 - 7. júní 1893

Foreldrar: Stefán Ólafsson bóndi og hreppstjóri í Hvammkoti í Kópavogi og Guðríður Jónsdóttir. Stefanía hélt skóla fyrir ungar stúlkur á heimili sínu og kenndi þeim hannyrðir og fleira.
Maki: Arnór Árnason prestur. Þau bjuggu í Hvammi í Laxárdal. Þau eignuðust fjórar dætur.

Þórunn Bjarnadóttir (1855-1936)

  • S02986
  • Person
  • 15. júní 1855 - 22. maí 1936

Foreldrar: Bjarni Brynjólfsson bóndi, skipasmiður, hreppstjóri og dannebrogsmaður á Kjaransstöðum og Helga Ólafsdóttir húsfreyja, fædd Stephensen.
Maki: Sigurður Stefánsson (1854-1924) prestur í Vigur. Þau eignuðust fjögur börn.

Gunnvör Pálsdóttir (1870-1958)

  • S03009
  • Person
  • 16. ágúst 1870 - 14. maí 1958

Foreldrar: Páll Pálsson (1829-1871) og Guðbjörg Björnsdóttir (1832-1910) b. á Kjartansstöðum. Faðir hennar lést þegar Gunnvör var eins árs og móðir hennar brá búi vorið 1872 og flutti í Eyjafjörð. Gunnvör var ógift og barnlaus. Var á Sauðárkróki 1930.

Margrét Árnadóttir (1884-1935)

  • S03012
  • Person
  • 12.08.1884-29.10.1985

Margrét Árnadóttir, f. 12.08.1884, d. 29.10.1985. Faðir: Árni Sigurðsson (1835-1886) bóndi í Höfnum.
Skráð húsfreyja í Stykkishólmi í manntölum 1920 og 1930 en ekkja í Reykjavík 1945.

Ingimundur Bjarnason (1886-1976)

  • S00033
  • Person
  • 16. sept. 1886 - 6. mars 1976

Ingimundur var fæddur á Illugastöðum í Laxárdal fremri, foreldrar hans voru Bjarni Sveinsson og Kristín Jónsdóttir. Ingimundur ólst upp í Kirkjuskarði í Laxárdal hjá Stefáni Guðmundssyni og Sigríði Guðmundsdóttur. Árið 1919 kvæntist Ingimundur Sveinsínu Bergsdóttur og tóku þau við búi að Kirkjuskarði. 1925 brugðu þau búi og fluttu í húsið Árbakka (Suðurgötu 5) á Sauðárkróki. Í kjallara hússins opnaði Ingimundur járnsmíðaverkstæði og starfaði þar sem járn/eldsmiður. Ingimundur og Sveinsína eignuðust fjórar dætur.

Ásdís Charlotte Guðlaugsdóttir (1887-1960)

  • S00044
  • Person
  • 19. okt. 1887 - 30. sept. 1960

Húsfreyja í Útskálum í Gerðahreppi 1920. Húsfreyja og prestfrú á Akureyri 1930. Maður hennar var Friðrik J. Rafnar vígslubiskup.

Benedikt Sigurjónsson (1916-1986)

  • S00046
  • Person
  • 24. apríl 1916 - 16. okt. 1986

Var á Skefilsstöðum 1930. Hæstaréttardómari og forseti hæstaréttar um tíma. Síðast búsettur í Reykjavík.

Sigríður Zoëga (1889-1968)

  • S00057
  • Person
  • 14. apríl 1889 - 24. sept. 1968

Ljósmyndari í Reykjavík.
Faðir: Geir Tómasson Zoëga rektor (1857-1928)
Móðir: Bryndís Sigurðardóttir húsfreyja (1858-1924)
Sigríður lærði ljósmyndun hjá Pétri Brynjólfssyni í Reykjavík 1906-1910. Sótti námskeið við Teknologisk institut; Fagskolen for Håndværkere og mindri Industri drivenda í Kaupmannahöfn í mars 1911. Framhaldsnám hjá August Sander í Köln í Þýskalandi 1911-1914.
Vann um tíma á ljósmyndastofu Noru Lindstrøm og hjá Rosu Parsberg í Kaupmannahöfn 1910-1911. Vann hjá Otto Kelch í Bad Freienwald í Þýskalandi 1911. Rak ljósmyndastofu í Austurstræti 14, Vöruhúsinu í Reykjavík frá 1914 til 1915 en þá brann húsið. Keypti ljósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar 14. maí 1915 með Steinunni Thorsteinson. Sigríður Zoëga & Co. var fyrst til húsa á Hverfisgötu 18 en frá 1917 á Hverfisgötu 4 og frá 1934 í Austurstræti 10. Myndatökum hætt á stofunni 1955 en stofan hélt áfram að sinna ljósprentun. Sigríður starfaði á stofunni til 1967.

Sveinn Norðmann Þorsteinsson (1894-1971)

  • S03031
  • Person
  • 15. des. 1894 - 7. okt. 1971

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðlaug Baldvinsdóttir, Vík í Haganesvík. Sveinn var skipstjóri og hafnarvörður á Siglufirði og síðar hafnarvörður í Vestmannaeyjum.
Maki: Anna Júlíana Guðmundsdóttir frá Syðsta-Mói í Fljótum (1901-1985). Þau eignuðust þrjú börn.

Herdís Þorsteinsdóttir (1893-1968)

  • S03032
  • Person
  • 30. ágúst 1893 - 23. nóv. 1968

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðlaug Baldvinsdóttir í Vík í Haganesvík. Maki: Jóhann P. Jónsson. Þau eignuðust tvo syni. Þau bjuggu í Vestamannaeyjum en fluttust að Vík í Haganesvík árið 1933. Seinna fluttust þau til Siglufjarðar.

Karl Grímur Dúason (1900-1970)

  • S03240
  • Person
  • 15.04.1900-12.05.1970

Karl Grímur Dúason, f. 15.04.1900, d. 12.05.1970. Foreldrar: Dúi Grímsson bóndi í Langhúsum í Fljótum og kona hans Eugenía Jónsdóttir Norðmann. Faðir Dúa var barnabarn Gríms græðara á Minni-Reykjum. Karl var yngstur þriggja bræðra. Hann ólst upp að Krakavöllum og var með foreldrum sínum til fjórtán ára aldurs er hann fór í Gagnfræðaskóla Akureyrar og var þar frá 1914-1916 og lauk svo gagnfræðaprófi vorið 1918. Eftir það fór hann til Danmerkur og stundaði þar verslunarnám til 1920. Eftir það fór hann heim til foreldrar sinna á Krakavöllum og vann að búi þeirra uns hann fluttist með þeim til Siglufjarðar. Þar vann hann við Síldarverksmiðjur Ríkisins og auk Þess við endurskoðun bæjarreikninga þar um mörg ár. Á Siglufirði kynntist hann konu sinni, Sigriði Ögmundsdóttur. Þau eignuðust fimm börn. Fyrir átti Sigríður tvær dætur. Frá Siglufirði fluttist Karl með fjölskyldu sína til Ytri-Njarðvíkur árið 1951. Þar vann hann við frystihús mága sinna ásamt smíðum við húsbyggingar bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Karl hafði orðið fyrir heilsubresti þegar á unglingsáum og síðustu árin tók hjartað að bila. Hann lést sjötugur að aldri.

Trausti Sveinbergur Símonarson (1920-2018)

  • S00505
  • Person
  • 23.10.1920-05.01.2018

Trausti Sveinbergur Símonarson, f. 23.10.1920, d. 05.01.2018. Foreldrar: Símon Jóhannsson og Monika Súsanna Sveinsdóttir.
Maki: Þórey Guðmundsdóttir. Þau bjuggu í Litluhlíð í Lýtingsstaðahreppi. Þau eignuðust fjóra syni.

Jóhann Sólberg Þorsteinsson (1910-2006)

  • S00468
  • Person
  • 6. mars 1910 - 12. maí 2006

Jóhann Sólberg var fæddur í Stóru-Gröf í Skagafirði 6. mars 1910, foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóhannsson og Mínerva Sveinsdóttir. ,,Jóhann lauk námi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1930. Hann lærði mjólkurfræði í Noregi og brautskráðist frá Statens Meieriskole í Þrándheimi sumarið 1938. Eftir heimkomuna hóf hann störf við Mjólkursamlagið í Borgarnesi, en hélt síðan til Akureyrar og starfaði þar við Mjólkursamlagið í fjögur ár. Árið 1945 tók hann við starfi mjólkurbústjóra á Sauðárkróki og gegndi því til ársloka 1982." Jóhann kvæntist Áslaugu Ester Sigfúsdóttur, þau eignuðust þrjár dætur.

Sigurlaug Sveinsdóttir (1929-2008)

  • S03016
  • Person
  • 27.12.1929-27.12.2007

Sigurlaug Sveinsdóttir, f. á Akureyri 27.12.1929, d. 27.12.2007. Foreldrar: Sveinn Árnason Bjarman og Guðbjörg Björnsdóttir Bjarman. Hún ólst upp í foreldrahúsum á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi þar 17 ára gömul.
Maki: Snorri Sigurðsson skógfræðingur (1929-2009). Þau eignuðustu sex börn. Tvær dætur þeirra létust ungar.
Snorri nam skógfræði í Noregi og bjuggu þau 4 ár í Kóngsbergi og Ási. Heim komin bjuggu þau fyrst á Akureyri en síðan í Kópavogi, síðast hjá dóttur sinni og tengdasyni. Hún starfaði við umönnunarstörf og sinnti líknarmálum.

Jón Jónsson (1883-1950)

  • S03029
  • Person
  • 6. okt. 1883 - 2. okt. 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi og oddviti á Skúfsstöðum í Hjaltadal og barnsmóðir hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir, þá ógift vinnukona í Hofstaðaseli. Jón ólst upp hjá föður sínum á Skúfsstöðum og naut barnafræðslu í heimahúsi. Snemma fór hann að heiman í vinnumennsku á ýmsum bæjum. 1908-1909 bjó Jón í Viðvík með unnustu sinni, Fanneyju Sigfúsdóttur. Þaðan fluttu þau í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit til foreldra hennar. Þar var Jón eitt ár en þá skildu leiðir. Jón fór í vinnumennsku, fyrst í Skúfsstaði, síðan í Ingveldarstaði í Hjaltadal og árið 1913 í sjálfsmennsku að Keldulandi á Kjálka. Áður hafði Fanney dáið frá tveimur ungum börnum þeirra og var sonur þeirra komin til fósturs í Kelduland en dóttir þeirra ólst að mestu upp hjá móðursystur sinni á Bjarnastöðum í Bönduhlíð. Næstu árin var Jón á Keldulandi, ýmist í sjálfsmennsku eða vinnumennsku. Jón var svo vinnumaður í Tungukoti 1917-1918. Um nokkurra ára skeið var ráðskona hans Anna Einarsdóttir. Þau eignuðust saman son. Bóndi í Bólu í Blönduhlíð 1922-1923, á Fossi í sömu sveit 1923-1924, á Kúskerpi 1924-1925. Árið 1926 kvæntist hann Jónínu Ólafsdóttur og voru þau eitt ár á Miklabæ og annað í Axlarhaga, sem vinnujú. Bjuggu á Ystu-Grund 1929-1932, í Grundarkoti 1933-1947 og í Litladal í Blönduhlíð 1947-1950. Jón og Jónína eignuðust þrjú börn.

NLFA

Alþingi (930-)

  • S03565
  • Félag/samtök
  • 930-

"Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þinghaldsstaðurinn hét Lögberg. Þar komu höfðingjar saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Flestum öðrum var einnig frjálst að fylgjast með þinghaldinu, eins og tíðkast á Alþingi enn í dag. Æðsti maður þingsins var lögsögumaðurinn sem var gert að leggja á minnið lög landsins og þylja upp fyrir aðra sem þingið sátu; einn þriðja laganna á ári hverju. Fram að árinu 1271 var svo þinginu slitið eftir tvær vikur á svokölluðum þinglausnardegi, en eftir það var þinghald stytt nokkuð.
1262-4 gengu Íslendingar Noregskonungi á hönd með gerð Gamla sáttmála og við það breyttust störf Alþingis. Til að lög Alþingis tækju gildi þurfti konungur nú að samþykkja þau, og hann einn fór með framkvæmdavaldið. Tveir lögmenn komu svo í stað lögsögumanns. Aðalverk Alþingis varð smám saman að grunda dóma, og varð eina verk þess þegar löggjafarvaldið færðist alfarið til Danakonungs á seinni hluta 17. aldar. Þann 6. júní árið 1800 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi lagt niður. Þá tók landsyfirréttur í Reykjavík við hlutverki Lögréttu sem æðsti dómstóll Íslands. Árið 1920 var hann svo lagður niður en í hans stað kom Hæstiréttur.
Þann 8. mars árið 1843 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi endurreist sem ráðgjafarþing, og 1. júlí árið 1845 kom þingið saman á ný. Einungis efnamiklir karlmenn höfðu kosningarétt, en þeir voru ekki nema um 5% allra landsmanna á þessum tíma. Árið 1874 fengu Íslendingar svo stjórnarskrá og Alþingi sömuleiðis löggjafarvald á ný, þótt enn hefði konungur neitunarvald sem hann beitti oft. Þann 3. október árið 1903 fengu Íslendingar heimastjórn og þingræði komst á. Sömuleiðis fengu fleiri kosningarétt, enn þó bara karlmenn. Árið 1915 fengu svo bæði konur og vinnuhjú rétt til að kjósa í Alþingiskosningum.
Þann 1. desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og Alþingi fór með löggjafarvald án afskipta konungs. Konungur fór enn með utanríkismál og sá um landhelgisgæslu. Þegar Danmörk var hernumin árið 1940 sendi Alþingi frá sér tilkynningu um að það skyldi fara með öll mál sem vörðuðu Ísland, þar með talin utanríkismál og landhelgismál. Lýðveldið Ísland var svo formlega stofnað á Þingvöllum 17. júní árið 1944."

Guðrún Símonardóttir (1871-1924)

  • S01563
  • Person
  • 22. feb. 1871-1924

Foreldrar: Símon Pálmason og Sigurlaug Þorkelsdóttir á Brimnesi. Guðrún kvæntist árið 1894 Sigurði Jónssyni frá Tungu í Stíflu. Þau bjuggu sem vinnuhjú Hvalnesi á Skaga 1893-1895, á Bakka í Viðvíkursveit 1895-1897, eitt ár á Sauðárkróki, aftur á Bakka 1898-1903 en tóku það ár við búskap á Hvalnesi og bjuggu þar til 1919 er þau fluttu til Sauðárkróks þar sem þau dvöldu í þrjú ár. Þaðan fóru þau að Hringveri í Hjaltadal og þar lést Guðrún árið 1924. Guðrún og Sigurður eignuðust tvö börn en sonur þeirra lést aðeins 11 ára gamall.

Jóhann Sigurðsson (1869-1934)

  • S03158
  • Person
  • 03.05.1869-04.09.1934

Jóhann Sigurðsson, f. í Vatnskoti í Hegranesi 03.05. 1869, d. 04.09.1934 á Sævarlandi. Foreldrar: Sigurður Stefánsson bóndi í Vatnskoti (1835-1887) og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir (1835-1908). Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum til 13 ára aldurs, en þá voru þau komin að Heiðarseli og bjuggu þar við mikla fátækt. Vorið 1881 réðst Jóhann að Skíðastöðum í Laxárdal, þar sem hjónin á bænum, Hjörtur og Þórunn, tóku hann að sér. Hann dvaldi 2 vetur á Möðruvallaskóla. Er hann reisti bú á Sævarlandi hafði hann verið ráðsmaður Þórunnar um skeið.
Jóhann átti lengi sæti í hreppsnefnd Skefilstaðahrepps, var oddviti hennar frá 1906-1919, sýslunefndarmaður frá 1901-1922 og hreppsstjóri frá 1901 til æviloka.
Maki (gift 1901): Sigríður Magnúsdóttir (18.09.1868-14.09.1949). Þau eignuðust eina dóttur.

Einar Baldvin Guðmundsson (1894-1977)

  • S02507
  • Person
  • 25. okt. 1894 - 7. des. 1977

Foreldrar: Guðmundur Davíðsson b. og hreppstjóri á Hraunum og k.h. Ólöf Einarsdóttir frá Hraunum. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1910, stúdentsprófi frá MR 1913 og cand. phil. frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1915. Stundaði jafnframt nám í landbúnaðarhagfræði við danska Landbúnaðarháskólann til 1916. Sneri aftur heim til Íslands árið 1917 og tók við búskap á Hraunum 1918 og bjó þar til 1945. Nokkur síðustu búskaparár sín hafði Einar ekki kvikfénað og vann þá á ýmsum stöðum á vetrum. Var hann m.a. nokkra vetrarparta bókavörður á Amtbókasafninu á Akureyri. Einar sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og samfélag. Sat í hreppsnefnd í 12 ár, þar af oddviti í þrjú, mörg ár í stjórn Samvinnufélags Fljótamanna og um tíma formaður þess. Eftir að hann brá búi og seldi jörðina flutti hann til Reykjavíkur og bjó þar eftir það. Starfaði þar við skrifstofustörf til 73 ára aldurs og eftir það í nokkur ár hjá Orðabók Háskólans. Einar skrifaði talsvert um hugðarefni sín, m.a. langa grein um þróun fæðuöflunar og atvinnuhátta og áhrif hennar á siðferðislega þróun mannsins og hamingju hans. Grein þessi var birt 1954. Um svipað efni fjallaði hann í bók sinni Þungir straumar sem kom út árið 1951. Hann fékkst einnig töluvert við þýðingar, veigamest af því er bókin Of Human Bondage sem fékk íslenska nafnið Fjötrar. Einar kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Þrúði Ólafsdóttur Briem.

Sveinn Vilhjálmur Pálsson (1903-1992)

  • S03364
  • Person
  • 15.08.903-28.07.1992

Sveinn Vilhjálmur Pálsson, f. á Gili í Fljótum 15.08.1903, d. 28.07.1992. Foreldrar: Páll Arngrímsson bóndi í Hvammi í Fljótum og kona hans Ingveldur Hallgrímsdóttir. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum, lengst af í Hólakoti en síðar í Hvammi. Þegar hann fékk aldur til fór hann til sjós og réri bæði fyrir fisk og hákarl úr Hraunakróki. Átti hann heimili í Hvammi þar til hann stofnaði heimili að Illugastöðum með sambýliskonu sinni. Hann var bóndi á Illugastöðum 1936-1939, á Sléttu 1940-1942 og aftur 1943-1971. Árið 1942-1943 voru þau Kristín í húsmennsku á Bjarnargili. Þá brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst í Hraunbænum en síðar á Bræðraborgarstíg. Síðustu árin voru þau á Dvalarheimili á Dalbraut í Kópavogi.

Svavar Ellertsson (1911-1992)

  • S02840
  • Person
  • 11. jan. 1911 - 18. júlí 1992

Foreldrar: Ellert Símon Jóhannsson frá Saurbæ á Neðribyggð og k.h. Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð, þau bjuggu lengst af í Holtsmúla og ólst Jón þar upp. Bóndi og hagyrðingur í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki. Maki: Helga Sigríður Sigurðardóttir frá Sauðárkróki, þau eignuðust níu börn.

Helga Sigríður Sigurðardóttir (1909-1987)

  • S02849
  • Person
  • 3. júlí 1909 - 26. sept. 1987

Helga Sigríður Sigurðardóttir, f. 03.07.1909 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, húsvörður í barnaskólanum á Sauðárkróki. Helga Sigríður ólst upp á Sauðárkróki til sjö ára aldurs en fór þá í fóstur að Fagranesi á Reykjaströnd til hjónanna Björns og Dýrólínu. Maki: Jón Svavar Ellertsson frá Holtsmúla, bóndi og hagyrðingur. Þau eignuðust níu börn. Húsmóðir í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki.

Árni Rögnvaldsson (1891-1968)

  • S03621
  • Person
  • 06.02.1891-05.04.1968

Árni Rögnvaldsson, f. á Ríp í Hegranesi 06.02.1891, d. 05.04.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Rögnvaldur Jónasson, b. síðast á Þröm á Langholti og sambýliskona hans Sigurlaug Þorláksdóttir húsfreyja.
Árni ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Rein, Steini, Jaðri og síðast á Þröm á Langholti frá 1910-1916, en þá fluttu þau með Árna að Hólkoti (nú Birkihlíð). Árni bjó í Hólkoti frá 1916-1920, á Hafragili í Laxárdal 1920-1921 og á Selnesi á Skaga 1921-1923. Þegar hann hætti búskap fluttist hann til Sauðárkróks ásamt konu sinni og bjó þar til æviloka. Þar stundaði hann sjómennsku og daglaunavinnu sem gafst þess á milli. Auk þess áttu þau hjónin oftast nokkrar skepnur.
Maki: Margrét Jónasdótir (1883-1972). Þau eignuðust eina dóttur

Niðurstöður 4166 to 4250 of 6495