Showing 6397 results

Authority record

Hólmfríður Jósefína Einarsdóttir (1903-1950)

  • S03468
  • Person
  • 17.06.1903-22.08.1950

Hólmfríður Jósefína Einarsdóttir, f. 17.06.1903, d. 22.08.1950. Foreldrar: Einar Jónsson, bóndi í Brimnesi og kona hans Margrét Símonardóttir. Hólmfríður ólst upp með foreldrum sínum í Brimnesi. Árið 1921 tók móðir hennar sig upp og sigldi með þær systur til Danmerkur til að afla þeim frekari menntunar. Þar voru þær í nokkur ár, gengu í menntaskóla, lýðháskóla og gekk Hólmfríður í teikni- og hannyrðaskóla. Hún lauk þaðan prófi sem handavinnukennari 1924. Þá um sumarið fékk hún lömunarveiki og náði aldrei fullri heilsu aftur. Haustið 1924 hófu þær systur að stunda handavinnukennslu í Reykjavík. Eftir að Sigurlaug giftist og flutti burt hélt Hólmfríður því áfram þar til hún veiktist af krabbameini sem varð banamein hennar.
Hólmfríður var hannyrðakennari. Hún var ógift og barnlaus.

Sigurlaug Einarsdóttir (1901-1985)

  • S03467
  • Person
  • 09.07.1901-23.06.1985

Sigurlaug Einarsdóttir, f. 09.07.1901, d. 23.06.1985. Foreldrar: Einar Jónsson bóndi í Brimnesi og koma hans, Margrét Símonardóttir. Sigurlaug ólst upp með foreldrum sínum í Brimnesi. Árið 1921 tók móðir hennar sig upp og sigldi með þær systur til Danmerkur til að afla þeim frekari menntunar. Þar voru þær í nokkur ár, gengu í menntaskóla og lýðháskóla. Árið 1924 hófu þær systur hannyrðakennslu í Reykjavík og stundaði Sigurlaug hana þar til hún giftist. Sigurlaug var húsfreyja í Læknishúsinu á Flatey 1930. Síðast búsett í Hafnarfirði.
Maki: Ólafur Einarsson læknir. Þau einguðust sex börn.

Jóhann Eiríksson (1892-1970)

  • S03469
  • Person
  • 19.01.1892-08.05.1970

Jóhann Eiríksson, f. á Sólheimum í Blönduhlíð 19.01.1892, d. 08.05.1970 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Eiríkur Gíslason, síðast húsmaður á Tyrfingsstöðum og barnsmóðir hans, Ólöf Jónsdóttir, þá ógift vinnukona á Sólheimum.
Jóhann ólst upp með móður sinni, fyrstu tvö árin í Sólheimum og síðar aftur þar 1897-1902. Annars voru þau á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og fylgdust að til ársins 1911, að Ólöf fór í aðra vist.Þegar bærinn á Víðivöllum brann 1908 voru þau þar og komst Jóhann naumlega úr brunanum. Jóhann var áfram á Víðivöllum til 1915 en eftir það fylgfust þau að á Miðsitju, Úlfsstöðum og Kúskerpi. Árið 1919 fóru þau í húsmennsku að Flatatungu á Kjálka. Átti Jóhann þá orðið eitthvað af skepnum og voru þú búandi í nokkur ár. Árið 1924 tók Jóhann jörðina Tyrfingsstaði til ábúðar og var móðir hans áfram ráðskona hans, þar til Freyja Ólafsdóttir réðst þangað og giftist síðan Jóhanni árið 1940.
Maki: Freyja Ólafsdótir(1899-1982). Þau eignuðust eina dóttur.

Eiríkur Gíslason (1872-1952)

  • S03470
  • Person
  • 02.12.1872-20.08.1952

Eiríkur Gíslason, f. á Höskuldsstöðum 02.12.1872, d. 20.08.1952 á Tyrfingsstöðum. Foreldrar: Gísli Þorláksson og María Jónsdóttir. Fyrstu æviár sín var Eiríkur á hrakningi í Blönduhlíð, en lenti í Sólheimum á barnsaldri og var þar að mestu til tvítugs. Hirti um árabil suaði Helga ríka í Fjallhúsum. Hann var í vinnumennsku á ýmsum stöðum á Kjálka og Austurdal. Auk þess eitt ár í Fagranesi á Reykjaströnd. Þangað fluttist hann með Friðfinni Kristjánssyni frá Ábæ. Fluttist hann svo aftur fram til dala. Um 1910 gerðist hann húsmaður á Merkigili og fékk eyðibýlið Miðhús til afnota. Þar var hann með sauðfjárbú og hesta. Árið 1927 fluttist hann að Tyrfingsstöðum til sonar síns og var þar til æviloka í húsmennsku.
Einar giftist ekki en átti barn með Ólöfu Jónsdóttur frá Hóli í Siglufirði.
Ráðskona Eiríks um skeið var Inga Guðrún Guðmundsdóttir.

Sögufélag Skagfirðinga (1937- )

  • S03471
  • Organization
  • 1937-

Sögufélag Skagfirðinga er elsta héraðssögufélag landsins. Það var stofnað árið 1937 og, hefur síðan þá starfað óslitið. Fyrsta bókin sem út kom á vegum Sögufélags Skagfirðinga voru Ásbirningar eftir Magnús Jónsson prófessor. Bókin kom út árið 1939. Í kjölfarið fylgdi Landnám í Skagafirði eftir Ólaf Lárusson prófessor, árið 1940 og Frá miðöldum í Skagafirði eftir Margeir Jónsson frá Ögmundarstöðum árið 1941. Sögufélagið hefur gefið út meira en 100 rit um sögu Skagafjarðar.

Kristján Ólafur Kristjánsson (1873-1959)

  • S03472
  • Person
  • 26.04.1873 - 04.05.1959

Kristján Ólafur Kristjánsson skipstjóri og fornbóksali var fæddur í Trostansfirði í Arnarfirði. Faðir hans var Kristján Páll Jónsson bóndi í Trostansfirði og móðir hans var Jóhanna Ólafsdóttir frá Hamri á Hjarðarnesi. Faðir Kristjáns lést þegar hann var á 1. ári, þá flutti hann með móður sinni til föðuafa síns að Skápadal. 1895 fór hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi tveimur árum seinna 24 ára gamall. Hann var á sjó til 1908, það ár kvæntist hann konu sinni Sigurlaugu Traustadóttur yfirsetukonu og barnakennara. Hann setti á stofn matvöruverslun á Laugarvegi 17 en rak hana stutt því hann fór aftur á sjó þegar fyrstu íslensku togararnir komu. Árið 1916 hætti Kristján að mestu sjómennsku. Kristján stofnaði 1918 fornbókasölu sína í Lækjargötu 10 og rak hana til 1940. Kristján lést að heimili sínu Kirkjugarðsstíg 6 í Reykjavík.

Samband íslenskra rafveitna (1942-1995)

  • S03473
  • Organization
  • 1942-1995

Samband íslenskra rafveitna var stofnað 1942. Árið 1995 sameinaðist það Sambandi íslenskra hitaveitna og varð til Samorka.

Skagfirska söngsveitin (1970-)

  • S03474
  • Organization
  • 1970-

Skagfirska söngsveitin var stofnuð 20. september 1970, innan vébanda Skagfirðingafélagsins. Snæbjörg Snæbjarnardóttir var fengin sem kórstjórnandi. Sveitin kom fyrst fram á árshátíð Skagfirðingafélagsins í mars 1971 og aftur á sumarfagnaði sama ár. Sá fagnaður var helgaður verkum Eyþórs Stefánssonar tónskálds.
Fyrsti samsöngurinn var haldinn í Miðgarði í Skagafirði þann 2. júlí 1971 og annar í Bifröst á Sauðárkróki daginn eftir. Einnig tók söngsveitin þátt í útihátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis Sauðárkróks sama dag. Vorið 1972 var efnt til samsöngs í félagsheimili Seltirninga. Að ósk stjórnar Skagfirðingafélagsins fór söngsveitin í upptöku hjá Eíkisútvarpinu vegna væntanlegrar útgáfu á hljómplötu. Árið 1971 veitti Skagfirðingafélagið Gunnar Björnssyni gullmerki fyrir skelegga framgöngu við stofnun sveitarinnar. Sveitin gaf út hljómplötuna Skín við sólu árið 1973.

Valgerður Hafstað (1930-2011)

  • S03475
  • Person
  • 01.06.1930-09.03.2011

Valgerður Hafstað, f. í Vík í Skagafirði 01.06.1930, d. 09.03.2011. Foreldrar: Ingibjörg Sigurðardóttir frá Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð og Árni Hafstað frá Hafsteinsstöðum. Valgerður var yngst tíu systkina sem upp komust. Valgerður stundaði myndlistarnám við Akademi for fri og merkantil kunst í Kaupmannahöfn, Handíða- og myndlistarskóla Íslands og Academi de la Grande Chaumiere í París. Hún lærði m.a. mósaíkvinnslu í Ecole des Arts Italiennes. Af verkum hennar hérlendis má nefna steinda glugga í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal og veggskreytingu í Varmahlíðarskóla í Skagafirði.
Maki: André Énard (1926-) listmálari. Þau bjuggu fyrst í Frakklandi. Þau eignuðust þrjá syni.

Snorri Sveinn Friðriksson (1934-1999)

  • S03476
  • Person
  • 01.12.1934-31.05.1999

Snorri Sveinn Friðriksson f. á Sauðárkróki 01.12.1934, d. 31.05.1999. Foreldrar: Fjóla Jónsdóttir frá Brattavöllum á Árskógsströnd og Fririk Júlússon verslunarmaður á Akureyri.
Maki: Dagný Björg Gísladóttir. Þau eignuðust þrjú börn.
Snorri lauk iðnskólaprófi frá Iðnskóla Sauðárkróks 1951 og myndlistarprófi frá Myndalista- og handíðaskóla Íslands 1958 og frá Konstfackskolan í Stokkhólmi 1961. Hann starfaði sem útlitsteiknari hjá Vikunni 1962-1969. Frá 1969 starfaði hann við leikmyndadeild Ríkissjónvarpsins og veitti deildinni forstöðu frá 1977.

Jónas Guðvarðarson (1932-1997)

  • S03477
  • Person
  • 17.10.1932-29.11.1997

Jónas Guðvarðarson, f. á Sauðárkróki 17.10.1932, d. 29.11.1997. Foreldrar: Guðvarður Steinsson bílstjóri, vélstjóri og ´siðar bóndi á Selá og Kleif á Skaga og kona hans Bentína Þorkelsdóttir.
Maki. Halldóra Guðmundsdóttir fararstjóri og húsmóðir. Þau eignuðust þrjú börn.
Jónas varð gagnfræðingur árið 1949 frá Flensborg. Hann lauk meiraprófi bílstjóra 1957, var við myndlistarnám í myndlistarskóla Reykjavíkur 1963-1968 og Escuela massana í Barcelona 1968-1969. Hann var skrifstofustjóri hjá Sölunefnd Varnaliðsins 1961968, fararstjóri á Mallorca árið 1969-1971 og fararstjóri hjá Úrval 1971-1977. Jafnframt var hann fararstjóri hjá Flugfélagi Íslands og síðan Flugleiðum til 1978.

Indriði G. Þorsteinsson (1926-2000)

  • S03478
  • Person
  • 18.04.1926-03.09.2000

Indriði G. Þorsteinsson, f. í Gilhaga í Skagafirði 18.04.1026, d. 03.09.2000. Foreldrar: Þorsteinn Magnússon bóndi og Anna Jósefsdóttir húsfreyja.
Maki: Þórunn Friðriksdóttir. Þau eignuðust fjóra syni.
Indriði stundaði nám við Héraðsskólann á Laugavatni 1941-1943, var bílstjóri á Akureyri og blaðamaður við Tímann og Alþýðublaðið. Hann var ritstjóri Tímans 1962-1973, framkvæmdastjóri Þjóðhátíðar 1973-1975, var aftur ritstjóri Tímans 1987-1991 og skrifaði eftir það sjónvarpsgagnrýni í Morgunblaðið til æviloka. Hann þótti íhaldssamur en beittur penni í þjóðmálaumræðu líðandi stundar og oft afar skemmtilegur í ræðu og riti.
Indriði sendi frá sér skáldsögur, ævisögur, smásögur og leikrit. Hann var í heiðurslaunaflokki Alþingis.

Elías Björn Halldórsson (1930-2007)

  • S03479
  • Person
  • 02.12.1930-02.05.2007

Elías Björn Halldórsson, f. á Snotrunesi í Borgarfirði eystra 02.12.1930, d. 02.05.2007. Foreldrar: Halldór Ármannsson bóndi og Gróa Björnsdóttir.
Maki. Ásthildur Ísidóra Sigurðardóttir frá Sólbakka í Borgarfirði. Þau eignuðust þrjá syni. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1963-1986 n fluttu þá til Reykjavíkur og þaðan í Kópavog.
Elías ólst upp í Snotrunesi. Hann nam í Eiðaskóla 1946-1950. Hann fór til náms í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1955-1958. Framhaldsnám í Listaháskólanum í Stuttgart 1959 og á Konunglegu akademíunni í Kaupmannahöfn 1961. Hann hélt rúmlega 50 einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga.

Stefán Leó Holm (1930-2018)

  • S02909
  • Person
  • 22. nóv. 1930 - 22. júlí 2018

Foreldrar: Fanney Margrét Árnadóttir Holm (1899-1969) og Bogi Thomsen Holm (1873-1948).
Maki 1: Björg Þóra Pálsdóttir, f. 1937. Þau eignuðust 7 börn.
Maki 2: Guðrún Sigurbjörg Stefánsdóttir (1938-2006). Þau eignuðust 1 barn. Þau giftu sig árið 1980 og bjuggu fyrstu árin á Sauðárkróki, svo á Stokkseyri og í Reykjavík en fluttu árið 1985 á Blönduós.

Magnús Jónasson (1889-)

  • S03480
  • Person
  • 15.08.1889-

Magnús Jónasson, f. 15.08.1889, dánardagur óviss.
Foreldrar: Jónas Hallgrímsson og Þórey Magnúsdóttir á Fremri-Kotum. Magnús kvæntist Margrétu Jóhnson sem var norsk í föðurætt. Fluttist til Vesturheims.

Jón Gunnlaugsson (1915-1984)

  • S03341
  • Person
  • 15.11.1915-12.04.1984

Jón Gunnlaugsson, f. á Ytri-Kotum í Norðurárdal 15.11.1915, d. 12.04.1984 á Akranesi. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Bakka í Vallhólmi og kona hans Friðbjörg Halldórsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Ytri-Kotum til níu ára aldurs, síðan eitt ár á Uppsölum og annað á Sólheimagerði. Á Grófargili í tvö ár, Ípishóli í fimm ár og var síðan búsettur á Bakka frá 1933 og bóndi þar á hluta af jörðinni 1938-1941. Haustið 1933 fór hann í Bóndaskólann á Hólum og var þar til vors 1934. Kom aftur seinni hluta vetrar 1935 en var þá við smíðanám. Árið 1936 kvæntist hann fyrri konu sinni. Það ár keypti hann vörubifreið og fór að stunda margskonar flutninga. Vorið 1941 fór fjölskyldan að Víðimýri og var þar í eitt ár. Þau Soffía skildu og Jón fór til Siglufjarðar 1942, með seinni konu sinni. Þar vann hann við bifreiðaakstur en stundaði jafnframt ökukennslu. Einnig lærði hann að gera tundurdufl óvirk og fékkst við það. Árið 1952 fluttist Jón til Akraness og stundaði þar bifreiðaakstur. Jón hafði góða söngrödd og söng með Karlakórnum Vísi á Siglufirði og Karlakórnum Svönum á Akranesi.
Maki 1: Soffía Jónsdóttir (1910-2006). Þau eignuðust tvö syni.
Maki 2: María Nálsdóttir (1917-2003). Þau eignuðust einn son.

Stefán Sigurðsson (1893-1969) sýslumaður

  • S02969
  • Person
  • 22.08.1893-22.09.1969

Stefán Sigurðsson, f. í Vigur á Ísafjarðardjúpi, d. 22.08.1893, d. 22.09.1969. Foreldrar: Þórunn Bjarnadóttir og Sigurður Stefánsson prestur í Vigur. Stefán lauk gagnfræðaprófi frá Akureyri vorið 1911 og fór síðar í Verzlunarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Vann síðan skrifstofu- og verslunarstörf á Ísafirði og stundaði einnig loðdýrarækt. Sat einnig í bæjarstjórn Ísafjarðar fyrir sjálfstæðisflokkinn árin 1925-1928.

Results 5441 to 5525 of 6397