Sýnir 6495 niðurstöður

Nafnspjöld

Baldur Eyjólfsson (1882-1949)

  • S03249
  • Person
  • 17.05.1882-16.06.1949

Baldur Eyjólfsson, f. að Gilsfjarðarmúla 17.05.1882, d. 16.06.1949 í Reykjavík. Foreldrar: Eyjólfur Bjarnason bóndi í Gilsfjarðarmúla og kona hans Jóhanna Halldórsdóttir. Baldur ólst frá barnæsku upp hjá hjónunum Eggert Stefánssyni og Kristrúnu Þorsteinsdóttur í Króksfjarðarnesi. Er Ragnheiður dóttir þeirra giftist Arnóri Árnasyni að Felli í Kollafirði og síðar að Hvammi í Laxárdal, flutti Baldur með þeim mæðgum til sr Arnórs að Felli og átti heimili sitt hjá þeim Arnóri og Ragnheiði oftast upp frá því. Fluttist hann með konu sinni frá Rauðamýri á Langadalsströnd til Húsavíkur 1905 og að Hvammi í Laxárdal 1907. Voru hjónin þar í vinnumennsku í eitt ár. Bjuggu á Selá á Skaga 1908-1909. Fluttust þá aftur vestur að Rauðamýri og var Baldur síðan vestra til 1912, er hann kom aftur að Hvammi. Var hann þá skilinn við konu sína.
Fyrstu árin eftir 1916 hafði Baldur póstferðir á Skaga, en seinna um margra ára skeið hafði hann á hendi póstferðir milli Víðimýrar og Sauðárkróks. Einhvern tíma á þessum árum annaðist hann einnig póstferðir milli Hóla og Sauðárkróks, jafnvel alla leið út í Hofsós. Hélt hann þá til á Sauðárkróki með hesta sína og átti hús fyrir þá og hafði sjálfur herbergi á Hótel Tindastól. Póstferðir stundaði hann alveg til 1936.
Maki: Hólmfríður Ingibjörg Halldórsdóttir. Þau eignuðust einn son.

Guðlaugur Jónsson (1895-1982)

  • S02579
  • Person
  • 31. mars 1895 - 3. des. 1981

Guðlaugur var fæddur Ölviskrossi í Kolbeinsstaðarhreppi í Hnappadalssýslu þann 31. mars 1895. Foreldrar hans voru Stílveig Þórhalladóttir og Jón Guðmundsson. Guðlaugur ólst þar upp og stundaði hefðbundin landbúnaðarstörf fram yfir tvítugassaldur, en fluttist þá til Reykjavíkur. Árið 1919 gerðist Guðlaugur lögregluþjónn og vann við það allar götur síðan.

Pálína Þorfinnsdóttir (1890-1977)

  • S02582
  • Person
  • 18. apríl 1890 - 19. júlí 1977

Fædd á Eilífsstöðum í Kjós. Foreldrar: Þorfinnur Jónsson og Þuríður Pálsdóttir. Búsett í Reykjavík frá 1908, félagi í Verkakvennafélaginu Framsókn, Jafnaðarfélagi Reykjavíkur, Alþýðuflokknum og kvenfélagi Alþýðuflokksins. Starfaði aldarfjórðung hjá alþýðudeild Háskóla Íslands. Gift Magnúsi Péturssyni og áttu þau tvö börn saman, en Pálína tvö börn af fyrra hjónabandi.

Anna Margrét Magnúsdóttir (1873-1959)

  • S03408
  • Person
  • 18.11.1873-16.07.1959

Anna Margrét Magnúsdóttir, f. á Möðruvöllum í Eyjafirði 18.11.1873, d. 16.07.1959. Foreldrar: Magnús Ólafsson bóndi og hreppstjóri á Möðruvöllum og kona hans Marselína Kristjánsdóttir. Anna var í Kvennaskólanum á Laugalandi 1889-1892. Hún lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1897. Mun einnig hafa lært matreiðslu þar. Þá lærði hún handavinnu og hattagerð í Kaupmannahöfn um 1901. Rak ljósmyndastofu í Lækjargötu 3 á Akureyri frá 1902 og síðar í Brekkugötu 1b. Rak handavinnuskóla á Akureyri 1911-1922. Fluttist frá Akureyri um 1930 og var eftir það m.a. búsett í Reykjavík, á Siglufirði og Vestmannaeyjum. Anna var ógfit og barnlaus en ól upp Jóhönnu Jóhannsdóttur, söngkonu.

Ríkharður Jónsson (1888-1972)

  • S02589
  • Person
  • 20. sept. 1888 - 17. jan. 1977

Ríkarður Jónsson fæddist 20. september árið 1888 að Tunguhóli í Fáskrúðsfirði. Hann var sonur Jóns Þórarinssonar, sem var frægur þjóðhagasmiður og bóndi að Núpi á Berufjarðarströnd og síðan að Strýtu við Hamarsfjörð, og síðari konu hans, Ólafar Finnsdóttur húsfreyju. Ríkharður ólst upp að Strýtu, en fór sautján ára til Reykjavíkur í trésmíðanám til Stefáns Eiríkssonar og lauk prófi í þeirri grein tvítugur að aldri. Hann stundaði síðan nám hjá Einari Jónssyni myndhöggvara í Kaupmannahöfn og í Teknisk Selskabs Skole og stundaði nám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm og hálft ár. Ríkharður gerði mannamyndir og minnisvarða en einnig rismyndir og tréskurðarverk í kirkjur og aðrar opinberar byggingar. Meðal þekktra verka Ríkarðs má nefna biskupsstól í Kristskirkju í Landakoti, krossmark þar með Kristslíkneski og hurðina á Arnarhvoli. Hann gerði auk þess fjölda brjóstmynda og lágmynda af samtíðarmönnum, skírnarfonta og predikunarstóla.

Samband íslenskra samvinnufélaga (1902-1993)

  • S02591
  • Corporate body
  • 20.02.1902-1993

Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) var stofnað á Ysta-Felli Þingeyjasýslu 20. febrúar 1902 sem Sambandskaupfélag Þingeyinga en fékk síðan nafn sitt endanlega árið 1906.
SÍS var stofnað upphaflega til að vera samræmingaraðili íslenskra samvinnufélaga og þróaðist síðan yfir í samvinnuvettvang þeirra á sviði út- og innflutnings og til að ná hagstæðum samningum erlendis vegna þess taks sem danska kaupmannastéttin hafði enn á íslensku viðskiptalífi á þeim tíma.

Jónas Hálfdánarson (1919-2011)

  • S02583
  • Person
  • 8. feb. 1919 - 3. mars 2011

Jónas var fæddur á Giljum í Vesturdal í Skagafirði þann 8. febrúar 1919. Foreldrar hans voru Hálfdán Helgi Jónasson og Guðrún Jónatansdóttir. Þegar faðir Jónasar lést fluttist hann með móður sinni og ömmu á Sauðárkrók, þá um átta ára gamall. Á sumrin dvaldi hann mikið á Vindheimum í Skagafirði. Jónas hóf störf hjá Kaupfélagi Skagirðinga við akstur og síðar hjá Haraldi Júlíussyni kaupmanni. Jónas kynntist tilvonandi eiginkonu sinni, Konkordíu Sigmundsdóttur, um þrítugt og fluttu þau til Hofsóss, þar sem hann vann hin ýmsu störf, en starfaði svo hjá Stuðlabergi æ síðan, eða þar til um sjötugt. Þau áttu einn uppeldisson. Jónas var mikið í félagsmálum, var til að mynda formaður í verkalýðsfélaginu og starfaði einnig með leikfélaginu. Hann var mikill unnandi tónlistar og lærði um skeið söng og orgelleik hjá Eyþóri Stefánssyni. Jónas spilaði og söng með kirkjukór Hofsóskirkju og var stjórnandi hans um skeið.

Richard Beck (1897-1980)

  • S02597
  • Person
  • 9. júní 1897 - 20. júní 1980

Richard Beck, fæddur á Svínaskálastekk í Reyðarfirði. Foreldrar: Hans Kjartan Beck og Þórunn Vigfúsína Vigfúsdóttir. Kona: Ólöf Daníelsdóttir frá Helgustöðum. Hún lést skömmu eftir að þau giftu sig. Fór vestur um haf með móður sinni. Kennari, prófessor og rithöfundur í Kanada.

Valborg Hjálmarsdóttir (1907-1997)

  • S02600
  • Person
  • 1. maí 1907 - 27. sept. 1997

Fædd á Breið í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Rósa Björnsdóttir og Hjálmar Sigurður Pétursson bændur á Breið. Vinnukona á Mælifelli og húskona á Sauðárkróki. Húsfreyja á Tunguhálsi frá 1926. Kvæntist Guðjóni Jónssyni, þau eignuðust sex börn. Starfaði í Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps og kirkjukór Goðdalasóknar. Fluttist á Sauðárkrók 1964. Starfaði í fiski og á Saumastofunni Ylrúnu á Sauðárkróki.

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir (1893-1964)

  • S02605
  • Person
  • 31. jan. 1893 - 12. mars 1964

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir, f. í Fremri-Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Eiríkur Sigurðsson b. á Írafelli í Svartárdal og k.h. Helga Björnsdóttir. Maki: Stefán Stefánsson, járnsmíðameistari á Akureyri, f. í Litlu- Hlíð í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Þau eignuðust tvö börn og bjuggu á Akureyri.

Þórhallur Vilmundarson (1924-2013)

  • S02639
  • Person
  • 29. mars 1924 - 27. nóv. 2013

Þórhallur var fæddur á Ísafirði 1924. Foreldrar hans voru Kristín Ólafsdóttir læknir og Vilmundur Jónsson landlæknir. Árið 1941 lauk Þórhallur stúdentsprófi frá menntaskólanum í Reykjavík og cand.mag. gráðu í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1950, því næst stundaði hann nám háskóla í Danmörku og Noregi (Kaupmannahöfn og Osló). Þórhallur var kennari við Menntaskólann í Reykjavík árabilið 1951 til 1960. Þar kenndi hann íslenska bókmenntasögu við heimspekideild HÍ og var skipaður prófessor í sögu Íslands 1961 og var hann forseti heimspekideildar 1969-1971. Þá var hann forstöðumaður Örnafnastofnunar frá stofnun hennar eða frá 1969-1998 og var formaður örnefnanefndar. Einnig átti hann sæti í nýyrðanefnd árabilið 1961-1964 og íslenskri málnefnd 1964-2001.

Eiður Sigurjónsson (1893-1964)

  • S02641
  • Person
  • 10. sept. 1893 - 15. okt. 1964

Eiður Sigurjónsson f. 10.09.1893 á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurjón Jónsson Ósland og Sigurjóna Magnúsdóttir. Ólst upp á Óslandi í Óslandshlíð. Gekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar og Hólaskóla. Vann við verslun Ólafs Jenssonar á Hofsósi við afgreiðslu og skrifstofustörf. Bóndi á Skálá 1918-1954. Kennari í Fellshreppi í 35 ár. Í hreppsnefnd frá 1923 og oddviti frá 1928, sýslunefndarmaður 1925-1942 og 1946-1954. Hreppstjóri 1935-1954. Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga í 24 ár. Fluttist til Reykjavíkur 1964 og gerðist þingvörður og stundaði það starf fram til síðasta árs. Kvæntist árið 1918 Guðlaugu Veróniku Franzdóttur f. 1896 á Vatni á Höfðaströnd. Foreldrar: Franz Jónatansson bóndi og kennari í Málmey á Skagafirði og Jóhanna Gunnarsdóttir. Eiður og Verónika eignuðust fjögur börn.

Jón Guðbrandsson (1903-1979)

  • S02644
  • Person
  • 11. sept. 1903 - 11. nóv. 1979

Jón Guðbrandsson f. 11.09.1903 í Saurbæ í Fljótum. Foreldrar: Guðbrandur Árnason bóndi í Saurbæ og k.h. Þuríður Jónasdóttir. Ólst upp hjá foreldrum sínum í Saurbæ. Var til sjós og síðan bóndi í Saurbæ 1928-1976. Vann mikið við grenjavinnslu og skrifaði talsvert í blaðið Dýraverndarann. Maki: Guðbjörg Margrét Jónsdóttir, þau eignuðust tvö börn.

Árskógshreppur (1911-1998)

  • S03626
  • Félag/samtök
  • 1911-1998

Hreppur í Eyjafirði. Varð til árið 1911 þegar Arnarneshreppi var skipt í tvennt. Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Árskógshreppur Dalvíkurbyggð og Svarfaðardalshreppi undir nafninu Dalvíkurbyggð.

Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason (1876-1969)

  • S02861
  • Person
  • 1. jan. 1876 - 2. ágúst 1969

Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, f. 01.01.1876 í Glæsibæ. Foreldrar: Gísli Sigurðsson bóndi í Glæsibæ og Neðra-Ási í Hjaltadal og kona hans Kristín Björnsdóttir. Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum í Reykjavík árið 1897, embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum árið 1900. Hann fór víða um heim til að kynna sér trúarmála- og líknarstörf. Hann starfaði að kristnidómsmálum alla tíð, sinnti barnaguðþjónustum guðfræðinema 1897-1900 og síðar sunnudagaskólastarfi í Reykjavík í fjóra áratugi. Hann ferðaðist um landið í 30 sumur til að vekja áhuga á kristilegu sjálfboðastarfi, kenndi við Kvennaskólann, Barnaskóla Reykjavíkur, Æskulýðsskólann, Kennaraskóla Íslands, Verslunarskóla Íslands og Vélstjóraskóla Íslands. Hann stofnaði, ásamt Gísla syni sínum, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og var heimilisprestur þar frá 1942 til æviloka. Sigurbjörn var ritstjóri kristilegra tímarita og sinnti ótal trúnaðarstörfum fyrir bindindishreyfinguna, kristniboð og á sviði líknarmála. Hann var formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar í 30 ár, sat í framkvæmdanefnd stórstúku Íslands, var stjórnarmaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og formaður Barnaverndarráðs. Hann hlaut margvíslega viðurkenningu frá íslenskum og erlendum félagasamtökum.
Maki: Guðrún Lárusdóttir alþingismaður og rithöfundur. Sigurbjörn og Guðrún bjuggu að Ási við Ásvallagötu í Reykjavík en Guðrún fórst af slysförum, ásamt tveimur dætrum þeirra hjóna, er bifreið þeirra rann út í Tungufljót árið 1938.

Björn Jónsson (1923-2011)

  • S02655
  • Person
  • 28. ágúst 1923 - 26. apríl 2011

Foreldrar: Jón Björnsson deildarstjóri á Sauðárkróki og k.h. Unnur Magnúsdóttir. Rafvirki og rafmagnseftirlitsmaður í Skagafirði, búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Guðrúnu Sigríði Andrésdóttur frá Eskifirði.

Guðni Ragnar Björnsson (1959-

  • S02666
  • Person
  • 29. júní 1959-

Sonur Margrétar Björneyjar Guðvinsdóttur og Björns Guðnasonar á Sauðárkróki. Búsettur í Kópavogi.

Óli Björn Kárason (1960-

  • S02663
  • Person
  • 26. ágúst 1960-

Óli Björn Kárason er fæddur á Sauðárkróki 26.ágúst 1960. Foreldar: Kári Jónsson (1933-1991) og Eva Mjallhvít Snæbjörnsdóttir (1930-2010). Maki: Margrét Sveinsdóttir (f. 1960) og börn þeirra eru þrjú. Óli Björn útskrifðist með stúdentspróf frá MA 1981 og BS-próf í hagfræði frá Suffolk University í Boston 1989. Óli Björn hefur starfað við ýmsa útgáfu og ritstjórn ásamt því að vera alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2016 og varaþingmaður þar áður.

Árni Theodór Jónsson (1848-1933)

  • S02662
  • Person
  • 7. sept. 1848 - 13. maí 1933

Árni Theodór Jónsson var fæddur 7. sept 1848 á Sauðá í Borgarsveit. Foreldrar hans voru hjónin Jón Árnason og Ingibjörg Símonardóttir er lengst bjuggu í Dæli í Sæmundarhlíð. Árni dvaldi hjá foreldrum sínum þar til hann var 32 ára. Vorið 1881 fór hann að búa á Marbæli í Seyluhreppi, og giftist um haustið Sigurlínu Magnúsdóttur frá Marbæli. Árið 1892 var hann skipaður hreppstjóri í Seyluhreppi og gegndi því starfi í nær 23 ár.

Kristinn Sigurðsson (1863-1943)

  • S01551
  • Person
  • 28. júlí 1863 - 5. okt. 1943

Foreldrar: Sigurður Gunnlaugsson síðast b. á Skriðulandi í Kolbeinsdal og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Kristinn ólst upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim að Skriðulandi í Kolbeinsdal árið 1872. Reisti bú á Fjalli í Kolbeinsdal 1894. Fluttist að Þúfum í Óslandshlíð 1895, að Stóragerði 1896. Fór aftur að Skriðulandi 1897, tók við búskap þar að fullu árið 1900-1933. Kristinn fylgdi ferðamönnum ótal sinnum yfir Heljardalsheiði í erfiðum veðrum. Eftir að síminn var lagður yfir heiðina annaðist Kristinn eftirlit með línunni og bilanir voru tíðar. Kristinn kvæntist Hallfríði Jónsdóttur, hún var alin upp á Hvalnesi á Skaga, þau eignuðust einn son saman. Fyrir hafði Kristinn eignast son með Kristínu Jónsdóttur, sá fór til Vesturheims.

Elín Rannveig Briem (1856-1937)

  • S03323
  • Person
  • 19.10.1856-04.12.1937

Elín Rannveig Briem fæddist að Espihóli í Eyjafirði 19. október 1856. Foreldrar hennar voru Eggert Ólafur Briem, þá sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir. Síðar varð Eggert sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og bjó fjölskyldan lengst af á Reynistað. Elín átti fjölmörg systkini en tvíburabróðir hennar var Páll Briem amtmaður. Elín kenndi í kvennaskólum Húnvetninga og Skagfirðinga en árið 1881 heldur hún til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við kvennaskóla Nathalie Zahle. Hún lauk þar kennaraprófi 1883.
Elín hélt þá heim til Íslands og stýrði kvennaskóla Húnvetninga á Ytri-Ey á Skagaströnd til ársloka 1895 en þá giftist hún Sæmundi Eyjólfssyni guðfræðikandidat og ráðunaut Búnaðarfélags Íslands og flutti til Reykjavíkur. Tæpu ári seinna var Elín orðin ekkja.
Þá fór Elín að vinna að því að stofnaður yrði hússtjórnaskóli í Reykjavík. Hann var settur á fót 1897 og rak Elín skólann, þótt hún veitti honum ekki forstöðu. Árið 1901 flytur hún aftur norður og tekur við stjórn Kvennaskólans á Blönduósi, sem var arftaki skólans á Ytri-Ey. Í það sinn stýrði hún skólanum aðeins tvö ár, en giftist þá í annað sinn Stefáni Jónssyni, verslunarstjóra á Sauðárkróki, en hann andaðist árið 1910. Þá tók hún enn og aftur við stjórn kvennaskólans en lét af störfum 1915 og fluttist til Reykjavíkur.

Á Ytri-Ey ritaði Elín bókina Kvennafræðarann sem kom fyrst út um áramótin 1888-1889. Elín hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1921, fyrst kvenna ásamt Þórunni Jónassen, fyrir störf sín í þágu menntunar íslenskra kvenna.

Elín var barnlaus og lést 4.12. 1937.

Sigríður Daníelsdóttir (1883-1973)

  • S02954
  • Person
  • 22. júlí 1883 - 1. júlí 1973

Sigríður Daníelsdóttir fædd 22. júlí 1883, ólst upp á Steinsstöðum, dóttir Daníels Sigurðssonar b. og pósts á Steinsstöðum og s.k.h. Sigríður Sigurðardóttir. Sigríður var fyrst kvenna til þess að læra sund í Steinsstaðalaug litlu fyrir aldamótin 1900. Hún var við nám í Hvítárbakkaskóla veturinn 1908-1909 og tvo vetur á Reynistað hjá Sigríði Jónsdóttur. Eftir það dvaldi hún um tíma á Hornafirði. Eiginmaður Sigríðar var Kristján I. Sveinsson (1884-1971) frá Stekkjarflötum í Austurdal. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1920-1942 en fluttust þá til Siglufjarðar og loks til Reykjavíkur. Á Sauðárkróki og Siglufirði vann Sigríður stundum utan heimilis, fór þá á síldarvertíðir eða í kaupavinnu. Sigríður og Kristján eignuðust þrjár dætur.

Þorbjörg Stefánsdóttir (1855-1903)

  • S01535
  • Person
  • 28. sept. 1855 - 18. maí 1903

Foreldrar: Stefán Stefánsson b. á Heiði í Gönguskörðum og k.h. Guðrún Sigurðardóttir. Kvæntist Birni Jónssyni frá Háagerði við Skagaströnd árið 1877 og það sama ár hófu þau búskap þar. Vorið 1884 fluttu þau að Heiði í Gönguskörðum og 1888 að Veðramóti þar sem Þorbjörg lést árið 1903. Þorbjörg og Björn eignuðust tólf börn, tíu þeirra náðu fullorðinsaldri.

Petrea Þorsteinsdóttir (1866-1936)

  • S00620
  • Person
  • 12. sept. 1866 - 16. apríl 1936

Petrea var fædd á Grund í Þorvaldsdal. Kvæntist Sigfúsi Jónssyni presti á Mælifelli, þau eignuðust sex börn.

Sigurlaug Ólafsdóttir (1865-1922)

  • S02727
  • Person
  • 9. sept. 1865 - 31. jan. 1922

Foreldrar: Ólafur Rafnsson og Sigríður Gunnarsdóttir á Tyrfingsstöðum. Maki: Sölvi Guðmundsson bóndi á Skíðastöðum í Laxárdal og víðar. Þau eignuðust átta börn, eitt dó á fyrsta ári.

Stefán Jóhann Stefánsson (1863-1921)

  • S02979
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 20. jan. 1921

Fæddur á Heiði í Gönguskörðum. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) og Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903). Maki: Steinunn Frímannsdóttir (1863-1947). Þau eignuðust 2 börn.
Stefán tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1884 og nam náttúrufræði við Hafnarháskóla með grasafræði sem sérgrein en lauk ekki prófi. Kennari við Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum, síðar á Akureyri 1887–1908, skólameistari frá 1908 til æviloka. Átti heima í Stórubrekku 1889–1891. Bóndi á Möðruvöllum 1891–1910, en fluttist með skólanum til Akureyrar 1902. Oddviti Arnarneshrepps um skeið. Í amtsráði 1894–1905, er amtsráðin voru lögð niður. Ferðaðist um landið til jurtarannsókna með styrk úr landssjóði flest sumur á árunum 1883–1900. Frumkvöðull að stofnun Náttúrufræðifélags Íslands 1889 og að stofnun Náttúrugripasafnsins. Átti sæti í millilandanefndinni 1907. Í bankaráði Íslandsbanka 1913–1919. Alþingismaður Skagfirðinga 1900–1908, konungkjörinn alþingismaður 1908–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn). Samdi rit og greinar um grasafræði, skólamál og sjálfstæðismál Íslands.

Niðurstöður 5696 to 5780 of 6495