Sýnir 6397 niðurstöður

Nafnspjöld

Anna Vigdís Steingrímsdóttir (1855-1939)

  • S03415
  • Person
  • 05.09.1854-24.01.1939

Anna Vigdís Steinsgrímsdóttir, f. 05.09.1854, d. 24.01.1939. Foreldrar: Steingrímur Jónsson bóndi í Saurbæ í Myrkárdal og kona hans Rósa Egilsdóttir.
Anna Vigdís og Þorvaldur Ari bjuguu á Flugumýri 1882-1896 og á Víðimýri 1896-1921.
Maki: Þorvaldur Ari Arason (1849-1926). Þau eignuðust sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Anna Jónsdóttir (1883-1962)

  • S03400
  • Person
  • -1962

Anna Jónsdóttir, f. 21.10.1883, d. 23.06.1962. Foreldrar: Jón Björn Stefánsson (1856-) og
Skráð á Tjörnum í Staðarbakkasókn 1901, Bragagötu 31 í Reykjavík 1930.
Maki: Björn Jónatansson frá Bæ á Höfðaströnd. Þau ólu upp fósturbarn, Báru Þorbjörgu Jónsdóttur (1943).
Búsett á Bakka í Viðvíkursveit og síðar Ásgeirsbrekku. Fluttu svo í Stykkishólm.

Arnbjörn Jóhannsson (1910-1985)

  • S03287
  • Person

Arnbjörn Jóhannsson, f. 09.10.1910, d. 11.01.1985. Foreldrar: Jóhann Gunnarsson (1880-1985) og Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965). Var búsettur á Sauðárkróki, ókvæntur og barnlaus.

Haraldur Hróbjartsson (1925-1985)

  • S03101
  • Person
  • 11. des. 1925 - 31. mars 1985

Foreldrar: Hróbjartur Jónasson og Vilhelmína Helgadóttir á Hamri í Hegranesi. Múrarameistari á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð árið 1952 og það sama ár hófu þau búskap á Hamri í félagi við foreldra Haraldar, systur hans og mág. Haraldur og Sigríður eignuðust fjögur börn.

Gísli Jónasson (1891-1967)

  • S02485
  • Person
  • 22. des. 1891 - 11. okt. 1967

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Kennari og síðar skólastjóri í Reykjavík. Kvæntist Margréti Jónu Jónsdóttur frá Hafnarfirði.

Sæmundur Jónasson (1890-1972)

  • S02483
  • Person
  • 30. mars 1890 - 17. júlí 1972

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Verkamaður í Reykjavík.

Sigrún Guðmundsdóttir (1929-2017)

  • S02777
  • Person
  • 26. júní 1929 - 14. sept. 2017

Sigrún Guðmundsdóttir, f. 26.06.1929 á Ísafirði. Foreldrar: Guðmundur Guðni Kristjánsson f. 23.01.1893 og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 19.07.1894. Hún átti sjö bræður. Sigún ólst upp á Ísafirði. Hún útskrifaðist sem fóstra frá uppeldisskóla Sumargjafar í Reykjavík árið 1949 og vann á leikskólum þar til hún giftist árið 1954. Hún hóf aftur störf árið 1972 og starfaði þá sem leikskólakennari í Garðabæ og Reykjavík. Var leikskólastjóri í Hlíðarborg við Eskihlíð í Reykjavík frá 1974 og þar til hún lét af störfum árið 1982. Maki: Hallgrímur F. Árnason bifreiðastjóri, f. 12.09.1918. Þau eignuðust þrjú börn. Bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði en eftir að Hallgrímur lést fluttist Sigrún til Reykjavíkur.

Helga Gunnlaugsdóttir (1893-1922)

  • S02752
  • Person
  • 3. mars 1893 - 10. sept. 1922

Foreldrar: Gunnlaugur Pétur Tómasson, f. 1848 og Nikólína Helga Magnúsdóttir f. 1855, búsett á Miðgrund. Helga dó ógift og barnlaus.

Ástína Þorbjörg Jóhannsdóttir (1892-1954)

  • S02747
  • Person
  • 4. okt. 1892 - 4. feb. 1954

Fædd á Vatnsenda í Ólafsfirði. Foreldrar: Jóhann Friðrik Tómasson og Sigurbjörg Björnsdóttir, síðast búsett í Sveinskoti á Reykjaströnd. Maki: Jón Gíslason, f. 1891. Þorbjörg kom sem kaupakona í Skagafjörð og kynntist Jóni þar. Þau bjuggu í Krossanesi 1922-1933, síðan á Sauðárkróki. Þau eignuðust einn son.

Svanlaug Bjarnadóttir (1905-1982)

  • S02745
  • Person
  • 11. okt. 1905 - 18. mars 1982

Foreldrar: Bjarni Björnsson bóndi í Hlíð við Reykjavík og kona hans Júlíana Guðmundsdóttir. Svanlaug missti föður sinn á áttunda ári og brá móðir hennar þá búi. Maki: Ísleifur Jónsson. Þau hófu búskap hjá foreldrum hans, Lovísu Ísleifsdóttur og Jóni Eyvindarsyni, á Stýrimannastíg 9 í Reykjavík en bjuggu lengst af á Túngötu 41. Svanlaug var virk í ýmsu félagsstarfi kvenna og var heiðursfélagi í Thorvaldsen félaginu.

Polly Grönvald (1889-1934)

  • S02737
  • Person
  • 25.03.1889-04.08.1934

Foreldrar: Karl Gústaf Grönvold verslunarstjóri á Siglufirði og k.h. Karólína Vilborg Grönvold. Eftir andlát föður síns fór Polly til frænda síns Jóns Vigfússonar verslunarstjóra á Akureyri. Fór til Reykjavíkur 1912. Maki: Gísli J. Ólafsson, f.09.09.1888, d. 15.08.1931, bæjarsímstjóri í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur.

Gísli Ólafsson (1888-1931)

  • S02738
  • Person
  • 9. sept. 1888 - 15. ágúst 1931

Foreldrar: Jón Ólafsson og Helga Eiríksdóttir. Byrjaði á námi í Latínuskólanum, fór 1904 til Danmerkur og nam símritun. Var síðan í þjónustu Landsímans í Reykjavík frá 1927. Maki: Polly Grönvold frá Siglufirði, f. 1889. Þau eignuðust tvær dætur.

Sigurbjörg Þórarinsdóttir (1915-1997)

  • S02723
  • Person
  • 23. ágúst 1915 - 27. jan. 1997

Fædd á Auðnum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Þórarinn Sigurjónsson b. á Auðnum í Sæmundarhlíð, Vík í Staðarhreppi, Glæsibæ í Staðarhreppi og Garði í Hegranesi og f.k.h. Hallfríður Sigríður Jónsdóttir. Maki: Ragnar Marinó Bjarnason rafvirki, fæddur á Álftanesi. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturdóttur. Voru búsett í Reykjavík.

Margrét Jónsdóttir (1877-1965)

  • S02718
  • Person
  • 15. júlí 1877 - 31. maí 1965

Foreldrar: Jón Antonsson og Guðlaug Sveinsdóttir á Arnarnesi í Eyjafirði. Ólst upp í foreldrahúsum. Fór um tvítugt til Kaupmannahafnar til að leita sér menntunar og dvaldi þar hjá frænkum sínum. Kom heim 1898. Maki: Sigtryggur Benediktsson. Þau eignuðust einn son. Ráku Hótel Hvanneyri á Siglufirði og Hótel Akureyri um tíma. Komu upp matsölu og gistihúsi á Hjalteyri og ráku það. Margrét var einnig um tíma ráðskona á heimavist Gagnfræðaskólans á Akureyri. Dvöldu á heimilis sonar síns í Reykjavík en síðustu árin dvaldist Margrét á Ási í Hveragerði og Elliheimilinu Grund í Reykjavík.

Skafti Óskarsson (1912-1994)

  • S02712
  • Person
  • 12. sept. 1912 - 7. ágúst 1994

Foreldrar: Óskar Á. Þorsteinsson og Sigríður Hallgrímsdóttir, búsett í Hamarsgerði og síðar Kjartansstaðakoti. Nemandi á Hólum í Hjaltadal 1930. Bóndi á Kjartansstöðum á Langholti. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Maki: Ingibjörg Hallgrímsdóttir, f. 08.02.1915. Þau eignuðust fjórar dætur.

Thor Harald Thors (1903-1965)

  • S02710
  • Person
  • 26. nóv. 1903 - 11. jan. 1965

Foreldrar: Thor Jensen og Margrét Þ. Kristjánsdóttir. Stúdent 1922 og lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1926. Stundaði framhaldsnám í hagfræði í Cambridge og París og einnig um skeið á Spáni og í Portúgal. Framkvæmdastjóri hjá Kveldúlfi hf., forstjóri Sölusambands Íslenskra fiskframleiðenda. Skipaður aðalræðismaður Íslands í Bandaríkjunum 1941 og ambassador þar 1955. Einnig sendiherra Íslands í mörgum öðrum ríkjum vestan hafs. Var alþingsmaður Snæfellinga 1933-1941. Maki: Ágústa Ingólfsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn.

Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972)

  • S02709
  • Person
  • 13. maí 1894 - 15. sept. 1972

Ásgeir Ásgeirsson fæddist árið 1894 í Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lauk stúdentsprófi 1912 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1915. Hann stundaði framhaldsnám við háskólana í Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916-1917. Kjörinn heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1961 og við Edinborgarháskóla 1967. Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 1923-1934, utanflokka 1934-1937 og fyrir Alþýðuflokkinn 1937-1952. Forseti Sameinaðs þings 1930-1931 og varaforseti þess 1928-1929. Fjármálaráðherra 1931-1932 er hann varð forsætis- og fjármálaráðherra og gegndi hann því starfi til 1934. Ásgeir var biskupsritari 1915-1916, bankaritari við Landsbankann í Reykjavík 1917-1918 og kennari við Kennaraskólann 1918-1927. Fræðslumálastjóri 1926-1931 og 1934-1938. Bankastjóri Útvegsbankans í Reykjavík. Kjörinn forseti Íslands 29. júní 1952 og endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1956, 1960 og 1964 og lét af embætti 1968. Maki: Dóra Þórhallsdóttir, f. 23.02.1893. Þau eignuðust þrjú börn.

Hrafnhildur Ester Pétursdóttir (1939-

  • S02705
  • Person
  • 3. maí 1939-

Foreldrar: Pétur Jónsson verkstjóri á Sauðárkróki og kona hans Ólafía Sigurðardóttir. Flugfreyja hjá Loftleiðum um tíma. Tannfræðingur og starfsmaður á tannlæknastofu og hjá Reykjavíkurborg. Lærði tannfræði í Árósum í Danmörku. Búsett á Akureyri, síðar í Reykjavík. Maki: Pétur Pálmason byggingarverkfræðingur, þau eignuðust fimm börn.

Jón Jónsson (1894-1952)

  • S02701
  • Person
  • 3. ágúst 1894 - 23. apríl 1952

Foreldrar: Jóhanna Eiríksdóttir, f. 1864 og Jón Jónsson, f. 1853, vinnumaður og húsmaður á Höskuldsstöðum. Jón var smiður, ókvæntur og barnlaus, búsettur á Höskuldsstöðum.

Geirþrúður Kristjánsdóttir (1916-1933)

  • S02695
  • Person
  • 24. okt. 1916 - 19. feb. 1933

Geirþrúður Kristjánsdóttir, f. 24.10.1916 á Minni-Ökrum, d. 19.02.1933 á Sauðárkróki. Ólst upp á Minni-Ökrum. Lést úr skarlatsótt. Foreldrar: Kristján Ragnar Gíslason og Aðalbjörg Vagnsdóttir Minni-Ökrum.

Þorvaldur Árnason (1906-1974)

  • S02693
  • Person
  • 28. júlí 1906 - 1. júlí 1974

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Maki: Kristín Sigurðardóttir. Þau áttu tvö börn. Þorvaldur var tannsmiður í Reykjavík. Kvæntur Kristínu Sigurðardóttur.

Ólafur Örn Jónsson (1964-

  • S02688
  • Person
  • 25. maí 1964-

Ólafur Örn Jónsson, f. 25.05.1964 á Siglufirði. Fyrrum staðarhaldari á Lónkoti í Sléttuhlíð.

Gunnar Þórðarson (1917-2015)

  • S02685
  • Person
  • 6. okt. 1917 - 1. apríl 2015

Foreldrar hans voru Þórður Gunnarsson bóndi á Lóni í Viðvíkursveit og k.h. Anna Björnsdóttir. Eiginkona Gunnars var Jófríður Björnsdóttir frá Bæ á Höfðaströnd, þau eignuðust tvær dætur. Þau bjuggu á Hólavegi 17, Sauðárkróki, nær alla sína búskapartíð. Þau reistu sér sumarbústað á Lóni þar sem Gunnar sinnti æðarvarpi, lax- og silungsveiði, auk skógræktar og landgræðslustarfa. Einnig gerði Gunnar út trillu og stundaði skot- og stangveiðar fram á elliár. Gunnar sótti barnaskóla í Viðvíkursveit, gekk í Bændaskólann á Hólum og Héraðsskólann á Laugarvatni. Hann ók langferða- og leigubílum á yngri árum en var síðar yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Var einnig prófdómari ökuprófa og bifreiðaeftirlitsmaður á Sauðárkróki. Starfaði mörg ár í Rótarýklúbbi Sauðárkróks, Veiðifélagi Skagafjarðar, Æðarræktarfélagi Skagafjarðar og bridgefélagi Sauðárkróks.

María Kristín Sigríður Gísladóttir (1932-)

  • S02683
  • Person
  • 4. ágúst 1932-

María Kristín Sigríður Gísladóttir, frá Eyhildarholti, f. 04.08.1932. Foreldrar Maríu voru Gísli Magnússon b. í Eyhildarholti og k.h. Guðrún Sveinsdóttir. Maki: Árni Ásgrímur Blöndal. Þau voru barnlaus.

Kolbjörg Katla Hinriksdóttir (1994-

  • S02680
  • Person
  • 23. des. 1994-

Foreldrar: Kolbrún María Sæmundsdóttir og Hinrik Már Jónsson á Syðstu-Grund í Blönduhlíð.

Herbert Sölvi Ásgrímsson (1915-1963)

  • S02760
  • Person
  • 20. jan. 1915 - 31. júlí 1963

Foreldrar: Ólöf Konráðsdóttir og Ásgrímur Halldórsson, búsett á Tjörnum í Sléttuhlíð og víðar. Herbert var bifreiðastjóri í Reykjavík. Reisti sér hús í landi Tjarna og kallaði Þrastarlund. Maki: Kristín Anna Jóhannsdóttir, f. 1911 á Lónkoti í Sléttuhlíð. Þau eignuðust sex börn.

Sigmundur Baldvinsson (1900-1983)

  • S02772
  • Person
  • 4. jan. 1900 - 13. jan. 1983

Sigmundur Baldvinsson, f. 04.01.1900. Foreldrar: Baldvin Jóhannsson, útvegsbóndi á Þönglabakka, f. 1857 og kona hans Anna Sigurlína Jónsdóttir, f. 1863. Sigmundur átti eina systur, Sigurbjörgu, sem fluttist með honum í Hofsós árið 1953. Maki: Efemía Jónsdóttir, f. 04.07.1904, d. 27.07.1976. Sigmundur var útgerðarmaður á Þönglabakka og síðar á Hofsósi. Er hann flutti frá Þönglabakka 1953 fór jörðin í eyði.

Valdimar Helgi Guðmundsson (1878-1966)

  • S02779
  • Person
  • 20. mars 1878 - 25. nóv. 1966

Valdimar Helgi Guðmundsson, f. 25.03.1877 á Myrká í Hörgárdal. Foreldrar: Guðmundur Jónsson, bóndi á Bási í Hörgárdal og víðar og kona hans Lilja Gunnlaugsdóttir. Valdimar fór ungur úr foreldrahúsum til móðurbróður síns, Jóhanns í Flöguseli og var þar fram yfir fermingu. Stundaði svo vinnumennsku í nokkur ár. Hóf búskap á Bessahlöðum í Öxnadal. Fluttist að Efra-Rauðalæk á Þelamörk 1905. Á yngri árum fékkst Valdimar við nautgripakaup fyrir Kaupfélag Eyfirðinga og eitt vorið rak hann í einni ferð um 30 naut, mörg fullorðin og mannýg, í einni ferð niður yfir heiði til Akureyrar. Með honum í för var aðeins Guðmundur sonur hans, þá innan við fermingu. Árið 1910 fluttist hann ásamt konu sinni, Arnbjörgu Guðmundsdóttur, að Fremri-Kotum og bjuggu þau þar til 1924. Keyptu þá jörðina Bólu og fluttu þangað og bjó Valdimar þar lengst af síðan, síðast hjá Guðmundi syni sínum. Valdimar og Arnbjörg eignuðust tvo syni og eins fósturdóttur.

Eyþór Jóhann Hallsson (1903-1988)

  • S02784
  • Person
  • 4. ágúst 1903 - 4. feb. 1988

Eyþór Jóhann Hallsson, f. 04.08.1903 á Hofsósi. Foreldrar: Hallur Einarsson og Friðrika Jóhannsdóttir (Jakobína Friðrikka Karina Jóhannsdóttir). Eyþór lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1927 og var þekktur skipstjóri til ársins 1945. Veiktist þá af berklum sem hann síðar læknaðist af. Var framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Siglufjarðar á árunum 1947-1953. Umboðsmaður Olíufélagsins Skeljungs hf. á Siglufirði frá árinu 1957. Meðeigandi í Síldarsöltun O. Henriksens sf. frá árinu 1950 og fékkst að auki við útgerð. Eyþór var ræðismaður Noregs á Siglufirði frá árinu 1958. Sat í ýmsum nefndum og stjórnum. Maki: Ólöf Jónsdóttir frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Þau ólu upp fósturdóttur.

Guðmundur Valdimarsson (1911-1976)

  • S02785
  • Person
  • 7. nóv. 1911 - 17. okt. 1976

Foreldrar: Valdemar Helgi Guðmundsson bóndi á Fremri-Kotum og síðar Bólu og kona hans Arnbjörg Guðmundsdóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Fremri-Kotum og fór með þeim að Bólu 1924. Eftir að móðir hans lést í nóvember 1938 bjuggu þeir feðgar áfram í Bólu. Valdemar lést í nóvember 1966 en Guðmundur bjó í Bólu til æviloka, oftast einn. Nokkur síðustu árin var hjá honum piltur, Gunnar Sigurðsson að nafni, er kom til hans ellefu eða tólf ára. Guðmundur var lengi formaður sóknarnefndar Silfrastaðakirkju og vann mikið að málefnum hennar. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.

Einar Bragi Sigurðsson (1921-2005)

  • Person
  • 1921-2005

Einar Bragi fæddist á Eskifirði árið 1921. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannsson skipstjóri og Borghildur Einarsdóttir húsmóðir. Einar stundaði nám í bókmenntum, listasögu og leikhússögu í Lundi og Stokkhólmi.
Einar var rithöfundur , skáld og þýðandi, m.a þýddi hann leikrit Strindbergs og Ibsens, ljóðlist og margt fleira. Eftir hann liggur fjölda rita, m.a. Saga Eskifjarðar.
Einar stofnaði tímaritið Birting (yngri) og var hann ábyrgðarmaður þess.
Einar hlaut margskonar viðurkenningar, m.a. sænsk-íslenskuverðlaunin og þýðingingarverðlaun Sænsku akademíunnar.

Einar G.Pétursson

  • Person

Sagnfræðingur. Starfar hjá Stofnun Árna Magnússonar.

Elín R. Líndal (1956

  • Person
  • 1956

Fædd á Hammstanga. Foreldrar:Sigurður J. Líndal, og kona hans Elín H. Líndal

Þorleifur Benedikt Þorgrímsson (1903-1981)

  • S02796
  • Person
  • 14. júlí 1903 - 23. sept. 1981

Foreldrar: Arnór Þorgrímur Helgason og Salbjörg Helga Jónsdóttir á Miklahóli í Viðvíkursveit. Þorleifur var kaupmaður og útgerðarmaður í Reykjavík. Maki: Sigrún Pétursdóttir. Þau eignuðust einn son. Bjuggu í Snælandi í Kópavogi.

Stefán Valdimar Sigurjónsson (1886-1973)

  • S02803
  • Person
  • 28. okt. 1886 - 13. apríl 1973

Foreldrar: Sigríður Helgadóttir og Sigurjón Jónsson.
Maki: Sigríður Guðrún Pálsdóttir, f.1891. Þau eignuðust sjö börn.
Bóndi á Grjótgarði í Kræklingahlíð og síðar á Blómsturvöllum á Þelamörk.

Tryggvi Þórhallsson (1889-1935)

  • S02804
  • Person
  • 9. feb. 1889 - 31. júlí 1935

Foreldrar: Þórhallur Bjarnarson, f. 1855 og Valgerður Jónsdóttir, f. 1863. Maki: Anna Guðrún Klemensdóttir, f. 1890. Þau eignustu sjö börn.
Tryggvi tók stúdentspróf frá MR 1908 og guðfræðipróf frá HÍ 1912. Var biskupsritari og barnakennari í Reykjavík 1912-1913, prestur á Hesti í Borgarfirði 1913-1917. Settur dósent í guðfræði við HÍ 1916-1917. Ritstjóri Tímans 1917-1927. Forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra frá 1927. Jafnframt fjármálaráðherra frá 1928 til 1929. Var síðan forsætis, dóms,- krikju- og kennslumálaráðherra frá apríl til ágúst 1931 og þá aftur forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra. Bankastjóri Búnaðarbankans frá 1932 til æviloka. Sat einnig í ýmsum nefndum og stjórnum. Var formaður Búnaðarfélags Íslands 1925-1935 og formaður Framsóknarflokksins 1927-1932. Formaður Bændaflokksins 1933-1935.

Ármann Þorsteinsson (1903-1987)

  • S02797
  • Person
  • 19. mars 1903 - 22. ágúst 1987

Foreldrar: Þorsteinn Jónsson og Ólöf Guðmundsdóttir. Ármann fluttist með foreldrum sínum að Bakka í Öxnadal árið 1912 og ólst þar upp til fullorðinsára. Maki: Anna Sigurjónsdóttir ljósmóðir, f. 1899, frá Ási á Þelamörk. Þau hófu búskap á Ási en fluttu tveimur árum síðar að Þverá í Öxnadal. Þau eignuðust tvo syni. Anna lést árið 1968 og bjó Ármann áfram á Þverá, fyrst hjá syni sínum og tengdadóttur en síðar hjá frænda sínum sem leigði jörðina. Fór síðar á elliheimilið Skjaldarvík. Ármann var um langt árabil formaður Búnaðarfélags Öxndæla og deildarstjóri Öxndæladeildar KEA.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • Félag/samtök
  • 02.05.1926

Stofnfundur Ungmennafélagsins Glóðafeyki var haldinn 2. maí 1926, að Stóru Ökrum, félagssvæði þess er Akrahreppur. Lög félagsins voru samþykkt 27. júní sama ár. Tilgangur félagsins var að efla félagslíf íbúa hreppsins með margvíslegum hætti eins og t.d. með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu. Eins og segir í lög og reglum félagsins; „Tilgangur félagsins er að glæða félagslíf á félagssvæðinu, að efla hverskyns manndáð og drengskap, auka samvinnu og bróðurhug og örva menn og auka þeim möguleika á að starfa í þeim anda“. Virk starfsemi var í félaginu framan að, á árunum 1945 - 1964 virðist sem starfsemin sé með daufara móti en er endurvakin með fundi í Héðinsmynni 12. apríl 1974. Þann 22.06.1952 fékk félagið inngöngu í Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS).
Fyrsti formaður félagsins var Björn Sigtryggsson (14.05.1901-26.08.2002) í Framnesi og voru stofnfélagar 27.

Albert Guðmundsson (1925-1994)

  • S03305
  • Person
  • 1925-1994

Albert var fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Gíslason gullsmiður og kona hans Indíana Katrín Bjarnadóttir húsfreyja. Börn:Helena Þóra, Ingi Björn og Jóhann Halldór.
Samvinnuskólagenginn, Verslunarnám frá Skotlandi.
Atvinnumaður í knattspyrnu, heildsali í Reykjavík. Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra. Sendiherra Íslands í París.

Niðurstöður 5781 to 5865 of 6397