Showing 6395 results

Authority record

Aðalsteinn Sigurðsson (1921-2015)

  • S02410
  • Person
  • 18. ágúst 1921 - 8. feb. 2015

Aðalsteinn fæddist á Akureyri, sonur hjónanna Elínborgar Jónsdóttur húsmóður og Sigurðar Sölvasonar húsasmíðameistara. Aðalsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941. Hann útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði frá Bandaríkjunum árið 1944. Kenndi við MA 1944 -1985. Aðalsteinn vann mörg sumur sem afleysingamaður í banka. Hann annaðist tekjubókhald fyrir Flugfélag Norðurlands og síðar Flugfélag Íslands. Eiginkona Aðalsteins var Alise Julia Soll Sigurðsson, grafískur hönnuður, þau eignuðust einn son.

Aðalsteinn Jónsson (1916-1997)

  • S00108
  • Person
  • 1916-1997

Guðmundur Aðalsteinn Jónsson
Fæddur í Skagafjarðarsýslu 4. júlí 1916
Látinn 15. september 1997
Síðast bús. á Sauðárkróki.
"Steini Putt"

Aðalsteinn Gottfreð Michelsen (1918-1994)

  • S00092
  • Person
  • 28. okt. 1918 - 9. des. 1994

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem bifvélameistari, síðast búsettur í Reykjavík.

Aðalsteinn Eiríksson (1919-2006)

  • S03389
  • Person
  • 27.08.1919-02.10.2006

Aðalsteinn Eiríksson, f. í Vilinganesi 27.08.1919, d. 02.10.2006 á Sauðárkróki. Foreldrar: Eiríkur Jón Guðnason bóndi í Villinganesi og þriðja kona hans, Petra Einarsdóttir. Aðalsteinn ólst upp hjá foreldrum sínum í Villinganesi. Barnafræðslu hlaut hann í heimahúsum en síðar var hann í farskóla. Aðalsteinn hóf búskap í Vlinniganesi árið 1946 ásamt Guðrúnu systur sinni. Árið 1986 kom frændi þeirra, Sigurjón Valgarðsson í Villinganes og hóf þar búsakp að hluta. Hann varð systkinunum mikil hjálparhella síðustu búskaparárin.

Aðalbjörg Vagnsdóttir (1893-1951)

  • S02015
  • Person
  • 14. feb. 1893 - 16. ágúst 1951

Foreldrar: Vagn Eiríksson b. í Miðhúsum í Blönduhlíð og k.h. Þrúður Jónsdóttir. Faðir hennar lést þegar hún var aðeins fimm ára gömul, móðir hennar bjó áfram í Miðhúsum með börnin í tvö ár en var eftir það í húsmennsku. Kvæntist Kristjáni R. Gíslasyni frá Grundarkoti í Blönduhlíð, þau bjuggu á Minni-Ökrum frá 1914-1927 er þau fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Voru svo í húsmennsku á Bakka í Vallhólmi og á Hjaltastöðum. Fluttu til Sauðárkróks árið 1930. Eftir að þau hættu búskap á Minni-Ökrum var Aðalbjörg ráðskona í vegavinnu hjá Rögnvaldi Jónssyni frá Kotum. Árið 1945 fluttu þau til Reykjavíkur, þau eignuðust sex börn.

Aðalbjörg Steindóra Skarphéðinsdóttir (1928-)

  • S01288
  • Person
  • 16.12.1928-

Dóttir Þórdísar Þorkelsdóttur og Skarphéðins Sigfússonar. Aðalbjörg fæddist á Ysta-Hóli 16. desember 1928. Húsfreyja í Brúsholti í Borgarfirði.
Maður hennar: Sigurður Ingiberg Albertsson (1915-2003), bóndi í Brúsholti.

Aðalbjörg Sigmarsdóttir (1952-

  • S02640
  • Person
  • 16. maí 1952-

Aðalheiður var forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins á Akureyri í 34 ár; lét af störfum árið 2018.

Aðalbjörg Jónsdóttir (1860-1922)

  • S03387
  • Person
  • 20.11.1860-26.12.1922

Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 20.11.1860, d. 26.12.1922. Móðir: Þrúður Jónsdóttir (1821-1906)
Skráð ekkja á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp í sóknarmannatali 1918.

Aðalbjörg Friðvinsdóttir (1887-1967)

  • S01605
  • Person
  • 27. okt. 1887 - 29. sept. 1967

Dóttir Friðvins Ásgrímssonar b. á Reykjum á Reykjaströnd og k.h. Margrétar Jóhannsdóttur. Verkakona á Siglufirði og Akureyri.

A.C.Lambertsen

Virðist hafa verið einhvers konar fæðubótafyrirtæki í Danmörku.

Abel Jónsson (1898-1953)

  • S02707
  • Person
  • 18. apríl 1898 - 25. des. 1953

Abel Jónsson, f. 18.04.1898 í Brautarholti í Svarfaðardal. Foreldrar: Jón Jónsson og Margrét Jóhannsdóttir. Abel var fyrsta árið hjá móður sinni að Brautarholti en hjá foreldrum sínum á Hrísum í Svarfaðardal 1898-1900. Fór þá í fóstur til Sigurjóns Jónassonar og Kristínar Stefánsdóttur sem síðast bjuggu að Sæbóli í Aðalvík. Um tvítugt kom Abel í Skagafjörð og var þar vinnumaður á Heiði í Gönguskörðum, síðan á Veðramóti. Flutti til Sauðárkróks 1923. 25 ára að aldri. Stundaði þar sjómennsku og einnig í tvö ár á Dalvík. Fór aftur til Sauðárkróks og starfaði m.a. sem matsveinn á síldarbátum nokkur sumur. Maki: Gunnhildur Andrésdóttir, f. 22.08.1887 á Tyrfingsstöðum á Kjálka. Þau eignuðust ekki börn en tóku að sér fósturdóttur.

Aage V. Michelsen (1928-2018)

  • S00075
  • Person
  • 14. okt. 1928 - 7. jan. 2018

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara og Guðrúnar Pálsdóttur. Bifvélavirki í Hveragerði.

A. Solvason, Calvalier (1890-1907)

  • S02659
  • Privat company
  • 1890-1907

Ljósmyndastofa í Calvalier í Kanada sem Ásgeir Sölvason starfrækti á árinum 1890-1907.

Results 6376 to 6395 of 6395