Showing 1 results

Authority record
Húsmóðir Hraun í Fljótum

Jórunn Einarsdóttir Norðmann (1871-1961)

  • S01297
  • Person
  • 16.05.1871-11.09.1961

Foreldrar: Einar Guðmundsson hreppstjóri og alþingismaður að Hraunum í Fljótum og 1.k.h. Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Hún missti móður sína átta ára gömul en þremur árum síðar gifist faðir hennar Jóhönnu Jónsdóttur sem annaðist uppeldi barnanna síðan.
Maki: Jón Norðmann Jónsson frá Barði í Fljótum.
Árið 1908 missti hún eiginmann sinn og áttu þau þá sjö ung börn. Vorið 1909 flutti hún með barnahópinn sinn til Reykjavíkur. Tvö barnanna létust ung, en þó komin á fullorðinsaldur. Eftir að börnin stofnuðu heimili var hún hjá þeim til skiptis. Síðustu árin var hún mest hjá Katrínu dóttur sinni og Jóni Sigurðssyni, eiginmanni hennar. Jórunn var söngelsk mjög og mikil tónlist á heimili hennar.