Showing 15 results

Authority record
Winnipeg

Anna Sveinsdóttir Myrdal (1873-1957)

  • S02020
  • Person
  • 18. feb. 1873 - 15. nóv. 1957

Dóttir Sveins Sigvaldasonar í Árbæ á Sauðárkróki og f.k.h. Ingibjargar Hannesdóttur. Fór til Vesturheims með móður sinni árið 1900, var í Winnipeg til 1912 en síðan í Point Roberts, þar kvæntist hún Sigurjóni Sigurðssyni Myrdal og tók upp eftirnafn hans. Anna átti tvíbura systur sem var alnafna hennar (Anna Sveinsdóttir).

Daníel Tómasson (1896-óvíst)

  • S01145
  • Person
  • 5. apríl 1896 - óvíst

Sonur Tómasar Ísleikssonar og Guðrúnar Jóelsdóttur í Kolkuósi (1891-1903), þau fluttu til Winnipeg 1903. Stundaði nám við Wesley College í Winnipeg, starfaði sem blaðamaður.

Finnbogi Guðmundsson (1924-2011)

  • S02922
  • Person
  • 8. jan. 1924 - 3. apríl 2011

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Laufey Vilhjálmsdóttir kennari og Guðmundur Finnbogason prófessor og landsbókavörður. Finnbogi kvæntist Kristjönu P. Helgadóttur lækni, þau eignuðust eina dóttur og ólu upp fósturdóttur. Finnbogi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Eftir útskrift frá menntaskóla hóf Finnbogi nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1949. Hann lauk doktorsprófi frá HÍ 1961. Finnbogi tók við nýstofnuðu embætti í Kanada (Winnipeg), sem Vestur-Íslendingar höfðu stofnað. Þar vann hann mikilvægt brautryðendastarf, bæði við kennslu og kynningastarf meðal Vestur-Íslendinga. Einnig vann hann afrek á sviði fornra fræða. En hann var stórvirkur í fræðum Vestur-Íslandinga. Finnbogi gegndi starfi Landsbókasafnsvarðar í þrjátíu ár. Hann stundaði kennslu um árabil og var m.a. stundakennari við MR, aðstoðarkennari við Manitoba-háskóla og sendikennari við Óslóarháskóla og Björgvinjarháskóla. Hann var einnig dósent við HÍ um tíma. Eftir Finnboga liggur fjöldi ritverka, bæði frumsamins efnis og þýðinga. Hann annaðist einnig útgáfu fjölda bóka, m.a. fornrita og bóka eftir föður sinn. Finnbogi tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. um tíma í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og var gerður að heiðursfélaga þess, formaður Félags íslenskra fræða og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Hann var formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðunnar frá 1970.

Guðríður Helgadóttir (1852-1924)

  • S03466
  • Person
  • 1852-12.05.1924

Guðríður Helgadóttir, f. 1852, d. 12.05.1924. Vinnukona í Galtalæk, Bræðratungusókn 1870. Vinnukona í Reykjavík 1880. Fór til Vesturheims 1889. Var í Winnipeg Manitoba 1901. Var í Selkirk Manitoba 1916.
Maki: Gunnlaugur Sölvason. Þau eignuðust a.m.k. þrjú börn.

Guðrún Jóelsdóttir (1866-1949)

  • S01144
  • Person
  • 20. júní 1866 - 4. ágúst 1949

Fædd í Svarfaðardal. Fluttist að Kálfsstöðum í Hjaltadal 1888. Starfaði sem ljósmóðir. Kvæntist 1889 Tómasi Ísleikssyni frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð og að Kolkuósi en fluttu til Vesturheims árið 1903 ásamt fimm af börnum sínum, þrjú yngstu af börnum þeirra sem þá voru fædd, voru skilin eftir á Íslandi. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson. Alls eignuðust Guðrún og Tómas 12 börn.

Gunnlaugur Sölvason (1854-1934)

  • S03465
  • Person
  • 1854-01.09.1934

Gunnlaugur Sölvason, f. 1854, d. 01.09.1034. Vinnumaður í Kolugili í Víðidal 1880. Fór til Vesturheims 1889. Var í Winnipeg í Manitoba 1901. Var í Selkirk í Manitoba 1916.
Maki: Guðríður Helgadóttir. Þau eignuðust a.m.k. þrjú börn.
innumaður í Kolugili, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1889, óvíst hvaðan. Var í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1901. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916.

Helga Victoria Albertsdóttir (1879-1920)

  • S01792
  • Person
  • 1879-1920

Dóttir Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fædd í Vesturheimi. Giftist Andrési Ísfeld b. á Hólmi í Víðirnesbyggð og í Skógum í Víðirnesbyggð, en síðan lengi að Winnipeg Beach í Manitoba.

Hörður Tómasson (1892-1917)

  • S01146
  • Person
  • 27. mars 1892 - 28. apríl 1917

Sonur Tómasar Ísleikssonar og Guðrúnar Jóelsdóttur í Kolkuósi, þau fluttu til Winnipeg 1903. Hörður var góður hnefaleikamaður. Hann féll í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni.

Kolskeggur Tómasson Thorsteinsson (1890-1963)

  • S01147
  • Person
  • 4. júní 1890 - 5. jan. 1963

Sonur Tómas Ísleikssonar og Guðrúnar Jóelsdóttur í Kolkuósi, þau fluttu til Winnipeg 1903. Starfaði sem trésmiður í Winnipeg. Kvæntist Sigurlaugu Gilbert Magnúsdóttur.

Lárus Tryggvi Albertsson (1884-1919)

  • S01794
  • Person
  • 1884-1919

Sonur Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fæddur í Vesturheimi. Hann átti alltaf heima á Steinsstöðum á Nýja-Íslandi, var fyrirvinna hjá móður sinni eftir að faðir hans dó. Hann andaðist á almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, eftir að hafa gengist þar undir botnlangaskurð, ókvæntur og barnlaus.

Ólafur Jónsson (1886-1971)

  • S01063
  • Person
  • 23. apríl 1886 - 8. nóv. 1971

Foreldrar: Jón Jónsson og Jósefína Guðrún Heiðberg Ólafsdóttir, lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Heiði, 18 ára gamall sigldi hann til Vesturheims þar sem hann starfaði við skógarhögg, timburflutninga og margvísleg störf sem tengdust járnbrautarlagningu í grennd við Winnipegvatn. Árið 1911, þá 25 ára gamall, sneri hann aftur til Íslands og bjó og vann fyrst um sinn hjá foreldrum sínum sem þá bjuggu á Kimbastöðum. Árið 1916 tók hann alfarið við búi á Kimbastöðum og bjó þar til 1934 en fluttist þá að Veðramóti þar sem hann bjó til 1943 er hann flutti til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði hann aðallega við verslunarrekstur. Kvæntist Matthildi Ófeigsdóttur frá Ytri-Svartárdal, alin upp á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn saman en Matthildur lést eftir aðeins sex ár í hjónabandi. Seinni sambýliskona Ólafs var Engilráð Júlíusdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Stefán Eiríksson (1896-1975)

  • S00734
  • Person
  • 12.06.1896-24.01.1975

Sonur Eiríks Jónssonar og Sigríðar Hannesdóttur í Djúpadal. Fór í nám austur að Eiðum í tvo vetur og útskrifaðist hann þaðan vorið 1921. Að Eiðadvölinni lokinni hélt hann kyrru fyrir í Djúpadal og tók þar við búi ári 1923. En árið 1925 breytti hann til og brá sér við fjórða mann til Kanada. Ameríkuárin urðu rúm 30, og ævintýrin, sem Stefán sagðist hafa farið til þess að leita, sniðgengu hann svo sannarlega ekki. Þar vestra starfaði hann m.a. við ýmiskonar byggingastörf og í gullnámu. Hann kom heim fyrir fullt og allt árið 1957. Stefán kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Kristínu Sigfúsdóttur (1893-1941).

Þorbjörg Traustadóttir (1917-2007)

  • S00705
  • Person
  • 8. nóv. 1917 - 20. júlí 2007

Dóttir Trausta Friðrikssonar og Ásu Nýbjargar Ásgrímsdóttur. Flutti til Vesturheims með foreldrum sínum árið 1922. Húsfreyja í Winnipeg.

Tómas Ísleiksson (1854-1941)

  • S01143
  • Person
  • 25. júlí 1854 - 17. júlí 1941

Frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Kom sem vinnumaður að Brúarlandi í Deildardal árið 1877 og fluttist tveimur árum síðar að Efra-Ási í Hjaltadal, lærði um þær mundir söðlasmíði. Var á Hólum 1889 og kvæntist það ár Guðrúnu Jóelsdóttur ljósmóður frá Sauðanesi í Svarfaðardal. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð 1890 og í Kolkuósi 1891-1903 er þau fluttu til Vesturheims og settust að í Winnipeg. Þau tóku fimm af börnum sínum með sér, þrjú yngstu barna þeirra sem fædd voru þá voru skilin eftir á Íslandi. Í Winnipeg lagði Tómas fyrir sig trésmíði, einkum húsabyggingar. Á efri árum var hann búsettur í Gimli. Tómas og Guðrún eignuðust alls tólf börn, fyrir hjónaband hafði Tómas eignast eina dóttur. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson.

Trausti Friðriksson (1872-1962)

  • S00701
  • Person
  • 21.10.1872-20.09.1962

Fæddur að Hléskógum í Höfðahverfi í S-Þing. ,,Ungur þurfti Trausti að treysta á mátt sinn og megin, því að móður sína missir hann átta ára og föður sinn 19. ára. Hann stundar sjómennsku frá Akureyri og Látraströnd á yngri árum, en fluttist svo til Skagafjarðar árið 1908. Var húsmennsku á Framnesi í 2 ár. Árið 1910 hóf hann búskap í Eyhildarholti í félagi við Jónas Sigurðsson frá Felli í Sæmundarhlíð. Bóndi á Ingveldarstöðum syðri á Reykjaströnd 1911-1914 og á Ingveldarstöðum ytri 1914-1921. Í janúar 1922 fór hann til Ameríku með Goðafossi. Bjó í Baldur, Man. 1922-1949. Vann á járnbrautum. Fluttist til Winnipeg 1949 og átti þar heima til lokadægurs."
Trausti kvæntist Ásu Nýbjörgu Ásgrímsdóttur frá Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, þau eignuðust þrjú börn.