Showing 5 results

Authority record
Spáná í Unadal

Monika Sigurðardóttir (1894-1963)

  • S02761
  • Person
  • 2. ágúst 1894 - 30. mars 1963

Monika Sigurðardóttir, f. 02.08.1894 á Spáná í Unadal. Foreldrar: Sigurður Ólafsson, f. 1868 og Margrét Jakobína Baldvinsdóttir, f. 1871. Monika var á Hugljótsstöðum á Höfðaströnd 1901. Hún kom í Reynistað 1916 og átti þar heimili síðan, en Guðmundur Helgi bróðir hennar var húsmaður þar. Monika sinnti einkum saumaskap en var einnig vinnukona á bænum. Oft var hún á Sauðárkróki vetrartíma við sauma og ferðaðist um hreppinn og hélt saumanámskeið. Tók virkan þátt í leiklistarstarfi og annarri starfsemi Ungmennafélagsins Æskunnar. Monika var ógift og barnlaus.

Margrét Sigurðardóttir (1871-1932)

  • S02913
  • Person
  • 23. okt. 1871 - 26. jan. 1932

Margrét Anna Sigurðardóttir fæddist árið 1871. Foreldrar: Sigurður Stefánsson og Guðbjörg Pétursdóttir bændur í Garðshorni á Höfðaströnd. Kvæntist Helga Péturssyni frá Fjalli í Sléttuhlíð, þau eignuðust átta börn. Þau bjuggu á Garðshorni 1897-1898, á hluta af Hofi á Höfðaströnd 1898-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1915. Eftir það voru þau meira og minna búsett hjá Vilhelmínu dóttur sinni á Hamri í Hegranesi.

Helgi Pétursson (1865-1946)

  • S02914
  • Person
  • 4. mars 1865 - 21. okt. 1946

Helgi Pétursson fæddist árið 1865 á Fjalli í Sléttuhlíð. Foreldrar: Pétur Sigmundsson b. að Fjalli og k.h. Sigríður Helgadóttir. Helgi stundaði sjómennsku framan af en hóf svo búskap ásamt konu sinni, Margréti Sigurðardóttur frá Garðshorni á Höfðaströnd árið 1897. Bjuggu í Garðshorni 1897-1898, á hluta af Hofi á Höfðaströnd 1898-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1915. Eftir það áttu þau heimili hjá Vilhelmínu dóttur sinni á Hamri í Hegranesi. Helgi og Margrét eignuðust átta börn.

Guðrún Jónsdóttir (1830-1905)

  • S02284
  • Person
  • 1. maí 1830 - 21. apríl 1905

Frá Spáná í Unadal. Kvæntist Sigurði Gunnlaugssyni frá Skriðulandi. Þau hófu búskap á Flögu í Hörgárdal árið 1862, fluttust svo að Skúfsstöðum í Hjaltadal árið 1866 og síðan að Skriðulandi í Kolbeinsdal árið 1872 og bjuggu þar til æviloka. Sigurður og Guðrún eignuðust fjögur börn.

Ármann Rögnvaldur Helgason (1899-1977)

  • S01552
  • Person
  • 1. jan. 1899 - 3. jan. 1977

Foreldrar: Helgi Pétursson og k.h. Margrét Sigurðardóttir. Ármann ólst upp hjá foreldrum sínum á Hofi á Höfðaströnd 1899-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, Geirmundarhóli í Hrolleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1911, en foreldar hans bjuggu þar til 1915. Árið 1913 fór Ármann sem hjú að Ríp í Hegranesi og var þar til vors 1917. Þá fór hann að Eyhildarholti og var þar í eitt ár. Síðan að Ási og var þar til vors 1924, að hann fór í Vatnskots til vorsins 1927. 1927-1930 var hann við vega- og símavinnu í Suður - Þingeyjarsýslu. Árið 1930 var hann talinn til heimilis að Hamri í Hegranesi hjá Hróbjarti Jónassyni mági sínum, þá skráður sem símamaður að atvinnu. Árið 1931 flutti Ármann til Sauðárkróks og hóf störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þar vann hann margvísleg störf, s.s. við fiskvinnslu, sláturhússtörf og fl. Hjá KS vann hann samfellt fram á sjötugsaldur.
Kvæntist Sigurbjörgu Stefaníu Pálmadóttur frá Skagaströnd, þau eignuðust þrjú börn.