Showing 6 results

Authority record
Selá á Skaga

Árni Sigurður Kristmundsson (1889-1976)

  • S00614
  • Person
  • 14. nóvember 1889 - 15. október 1976

Árni Sigurður Kristmundsson f. á Höfnum á Skaga 14.11.1889, d. 15.10.1976. Foreldrar: Kristmundur Guðmundsson bóndi á Selá og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til þau létu af búskap árið 1908. Eftir það fór hann í vistir, fyrst hjá sr. Arnóri Árnasyni og Ragnheiði Eggertsdóttur í Hvammi í Laxárdal. Hjá þeim var hann í fimm ár. Næstu árin stundaði hann vinnu á ýmsum stöðum í Skefilstaðahreppi, ýmist vistráðinn eða sem kaupmaður við heyskap á sumrin eða vetrarmaður við hirðingu búfjár á vetrum eins og það var nefnt. Einnig stundaði hann sjóróðra á haustin, en þá var róið frá Selvík og víðar af Skaga. Árið 1920 réðist Árni að Hóli á Skaga sem ráðsmaður til Ingibjargar Sigurðardóttur. Árið 1924 tók Árni við búi en Ingibjörg varð ráðskona hans. Eftir að Árni lét af búskap á Hóli árið 1948 var hann í tvö ár til heimilis á Hrauni hjá Guðrúnu systur sinnum og manni hennar, Steini L. Sveinssyni. Vann hann þá við brúarvinnu o.fl. Síðar hóf hann búskap á ný, í Hvammnkoti á Skaga. Fyrstu búskaparárin á Hóli hélt Árni út báti í Selvík á haustin og var sjálfur formaður.
Erin gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps frá 1946-1962, var í allmörg ár í skattanefnd, varamaður í sýslunefnd í mörg ár og sat a.m.k. tvo aðalfundi Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu. Hann var mörg ár formaður Búnaðarfélags Skefilsstaðahrepps og einnig formaður lestrarfélagsins í hreppnum og bókavörður um alllangt skeið. Þá hafði hann með höndum afgreiðslu á vörum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, en félagið hafði um árabil vöruskýli við Selvík.
Framan af búksaparárum sínum fékkst Árni við vefnað á vetrum og óf vaðmál úr heimaunnum þræði. Mun hann hafa verið síðasti maðurinn í hreppnum sem stundaði þá iðn.
Haustið 1964 brá Árni bvúi og fluttist til Önnu Leósdóttur og Agnars Hermannssonar að Hólavegi 28 á Sauðárkróki. Næstu 2-3 sumur var hann um 2-3 mánaða skeið heima hjá sér í Hvammkoti en hætti því eftir að sjón hans hrakaði. Um 1970 hafði hann alveg tapað sjón. Hann naut umönnunar á heimili Önnu í sjö ár en fór árið 1971 á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki og dvaldist þar til æviloka. Árni var ókvæntur og barnlaus.

Ásta Jónína Kristmundsdóttir (1902-1980)

  • S03339
  • Person
  • 12.06.1902-15.04.1980

Ásta Kristmundsdóttir, f. að Selá á Skaga 12.06.1902, d. 15.04.1980 á Sauðárkróki. Foreldar: Kristmundur Guðmundsson síðast bóndi á Selá og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Ásta var yngst fjögurra systkina. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum til 12 ára aldurs, fyrstu sex árin á Selá en síðan að Höfnum á Skaga. Síðan dvaldi hún á Hóli og hjá hjá systur sinni og mági á Hrauni. Sautján ára gömul réðist hún til Þorvaldar Guðmundssonar bónda í Brennigerði og Salóme Pálmadóttur. Þau ráku sjúkrahúsið á Sauðárkróki og vann Ásta þar um skeið. Á Sauðárkróki dvaldi hún um tíma á heimili Jóhanns og Þorbjargar Möller.
Ásta og Vilhjálmur bjuggu í Víkum 1926-1934 og á Hvalnesi 1934-1956. Eftir að Ásta fluttist til Sauðárkróks vann hún lengst af við fiskverkun og ræstingu á pósthúsinu. Hún var mikil hannyrðakona og öll matreiðsla fórst henni vel úr hendi.
Maki: Vilhjálmur Árnason (1898-1974). Þau eignuðust þrjú börn og ólu upp tvö fósturbörn, Karl Thomsen Hólm og Önnu Liljju Leósdóttur.

Hreinn Guðjónsson (1937-2016)

  • S02128
  • Person
  • 7. des. 1937 - 13. des. 2016

Foreldrar Hreins voru Guðjón Jónsson og Elísabet Ísfold Steingrímsdóttir, bændur á Selá á Skaga. Hreinn var bóndi á Selá, ógiftur og barnlaus.

Kristrún Skúladóttir (1902-1979)

  • S02427
  • Person
  • 19. júlí 1902 - 5. ágúst 1979

Foreldrar: Skúli Sveinsson b. á Ytra-Mallandi og k.h. Jónína Rafnsdóttir. Kristrún stóð fyrir búi ásamt föður sínum á Ytra-Mallandi og síðar á hluta Selár í sömu sveit til ársins 1935 er hún flutti með dóttur sína að Meyjarlandi þar sem dóttir hennar var alin upp. Um nokkurra ára skeið var hún húskona á Meyjarlandi og Innstalandi. Dvaldist síðan allnokkur ár í Kálfárdal í Gönguskörðum og flutti svo til Sauðárkróks um miðjan sjöunda áratuginn. Kristrún kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Steingrími Jóhannessyni b. á Selá á Skaga.

Sigurður Gunnar Jósafatsson (1893-1969)

  • S03309
  • Person
  • 15.04.1893-05.08.1969

Sigurður Gunnar Jósafatsson, f. í Krossanesi í Vallhólmi 15.04.1893, d. 05.08.1969 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson bóndi í Krossanesi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum en missti móður sína átta ára gamall og tók systir hennar, Margrét Ólafsdóttir þá við hússtjórn á bænum. Hann fór í Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Hann fluttist með föður sínum og fjölskyldu að Syðri-Hofdölum 1914 og vann að búi hans uns hann gifti sig. Fyrstu þrjú ár hjúskaparins voru hann og kona hans í húsmennsku á Syðri-Hofdölum við lítil efni en vorið 1919 tóku þau sig upp og hófu búskap á Hvalnesi á Skaga. Bjuggu þar til 1923 en síðan á Selá á Skaga 1923-1924. Þá misstu þau nær öll lömb sín úr fjöruskjögri og heimilið leystist upp og Sigurður gerðist farandverkamaður. Kona hans varð vinnukona á Hvammi í Laxárdal.Árið 1926 settust þau að á Sauðárkróki og áttu þar heimili síðan.
Maki: Guðrún Þóranna Magnúsdóttir, f. 19.08.1895, d. 30.07.1968. Þau eignuðust átta börn og ólu auk þess upp frá fimm ára aldri dótturson sinn, Ævar Sigurþór.

Sigurður Jósafatsson (1893-1969)

  • S01466
  • Person
  • 15.04.1893-05.08.1969

Sigurður var fæddur og uppalinn í Krossanesi í Vallhólma, sonur Jósafats Guðmundssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur. Sigurður fór í Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Hann fluttist með föður sínum og skylduliði að Syðri-Hofdölum 1914 og vann búi hans þar uns hann kvæntist Þórönnu Magnúsdóttur frá Ytri-Hofdölum. Fyrstu þrjú ár hjúskapar síns voru þau í húsmennsku á Syðri Hofdölum við lítil efni, en vorið 1919 tóku þau sig upp og hófu búskap á Hvalnesi á Skaga þar sem þau bjuggu til 1923. 1923-1924 bjuggu þau á Selá á Skaga. Bústofninn hafði verið keyptur meðan verðlag og afurðir stóðu í háu verði, en síðan kom verðhrunið eftir 1920. Afurðir féllu stórkostlega og við bættist að vorið 1920 missti Sigurður nær öll lömb sín úr fjöruskjögri. Þessi áföll urðu til þess að þau hættu búskap búskap 1924, stórskuldug. Heimilið leystist upp, börnunum var komið fyrir og við tók staða farandsverkamannsins. Árið 1926 settust þau að á Sauðárkróki og áttu þar heimilisfesti uppfrá því. Sigurður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Verkalýðsfélagið Fram og var alla tíð ötull og áhugasamur félagi. Þá sat hann mörg ár aðalfundi KS sem fulltrúi Sauðárkróksdeildar. Sigurður og Þóranna eignuðust níu börn, átta þeirra komust á legg, einnig ólu þau upp dótturson sinn.