Showing 5 results

Authority record
Reykholt í Borgarfirði

Steinar Páll Þórðarson (1919-1999)

  • S02208
  • Person
  • 16. ágúst 1919 - 27. jan. 1999

Steinar Páll Þórðarson var fæddur að Háleggsstöðum í Deildardal í Skagafirði 16. ágúst 1919. Foreldrar hans voru Þórður Hjálmarsson b. á Háleggsstöðum og kona hans, Þóranna Þorgilsdóttir. Steinar stundaði í æsku nám í Unglingaskólanum í Óslandshlíð, síðar í Héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði 1939-40 og í Samvinnuskólanum 1944-46. Veturinn 1946-47 var hann kennari við Unglingaskólann á Hofsósi, en haustið 1947 réðst hann kennari að Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og kenndi þar átta vetur eða til vors 1955. Samhliða kennslunni stundaði Steinar bústörf heima á Háleggsstöðum og almenna byggingarvinnu og verkamannastörf. Heimili átti hann á Háleggsstöðum frá 1952-1964, en þá fluttist hann með Trausta bróður sínum til Reykjavíkur. Aftur kennari í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar 1966-1970. Í Reykjavík vann hann m.a. við höfnina í nokkur ár. Ókvæntur og barnlaus.

Marinó Ásvaldur Sigurðsson (1920-2010)

  • S01828
  • Person
  • 3. feb. 1920 - 25. feb. 2010

Marinó Ásvaldur Sigurðsson fæddist á Ísafirði 3. febrúar 1920. Foreldrar hans voru Þórdís Sigríður Jensdóttir og Sigurður Jónasson. ,,Marínó fluttist á fyrsta aldursári frá Ísafirði í Álfgeirsvelli til föður síns og afa síns og ömmu, Jónasar og Maríu, þar sem hann ólst upp. Marinó missti föður sinn af slysförum árið 1933 og lögðust þá ýmsar skyldur varðandi búreksturinn á herðar hans þó ungur væri. Veturinn 1936-37 stundaði Marinó nám við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði í yngri deild. Sjálfstæðan búskap hóf hann svo á Álfgeirsvöllum árið 1938 í félagsskap við afa sinn og ömmu. Veturinn 1940-41 lauk hann síðan seinna skólaárinu í Reykholti og minntist hann oft á dvölina þar. Árið 1944 kom ung kona inn í líf Marinós, það var Guðlaug Egilsdóttir frá Bakka í Vallhólmi og hófu þau búskap á Álfgeirsvöllum. Þau giftu sig 2. apríl 1946 og bjuggu á Álfgeirsvöllum til 2006 er þau fluttu til Sauðárkróks. Á fyrstu búskaparárum þeirra vann Marinó töluvert utan búsins. Hann hóf vinnu hjá Ræktunarsambandi Skagafjarðar 1946 og vann á jarðýtum og gröfum í mörg ár. Einnig vann hann við löndun úr togurum á Sauðárkróki þegar gafst og lentu bústörfin því mikið á Laugu. Marinó var greindur maður og víðlesinn og átti mikið safn góðra bóka. Hann þekkti vel til staðhátta víða um land og hafði gaman af að ferðast og kynnast landi og þjóð. Ræktun lands var honum mikið hjartans mál alla tíð. Á Marinó hlóðust mörg trúnaðarstörf og var hann hreppstjóri og oddviti Lýtingsstaðahrepps um árabil, einnig sat hann í sýslunefnd Skagafjarðar og í stjórn margra félaga, svo sem Kaupfélags Skagfirðinga og Fiskiðjunnar."
Marinó og Guðlaug eignuðust sex börn.

Haukur Jósef Jósefsson (1915-1999)

  • S01500
  • Person
  • 11. nóv. 1915 - 3. sept. 1999

Haukur Jósefsson fæddist 11. nóvember 1915 á Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Hann var alinn upp á Vatnsleysu og á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Jósef Jón Björnsson skólastjóri og bóndi og 3.k.h. Hildur Björnsdóttir. ,,Haukur varð búfræðingur frá Búnaðarskólanum á Hólum árið 1932. Stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti 1933-­34. Sat í Samvinnuskólanum 1936-­38. Sótti námskeið í hagfræði og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Var við nám og störf í Svíþjóð á vegum Samvinnuhreyfingarinnar frá 1945 til 1946. Haukur hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga 1.10. 1939. Hann var deildarstjóri byggingarvörudeildar Sambandsins frá 1947 þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Samvinnuhugsjónin var Hauki alla tíð hjartfólgin og tók hann virkan þátt í störfum starfsmannafélags SÍS, var m.a. formaður, stóð að stofnun Sambands starfsmannafélaga samvinnumanna og vildi í hvívetna auka veg samvinnuhreyfingarinnar. Rætur Hauks voru alla tíð í Skagafirðinum og því ekki að undra að meðal áhugamála hans voru hestamennska og kórsöngur." Haukur kvæntist 24.5. 1947 Svövu Jensen Brand, þau eignuðust þrjú börn.

Guðný Jónsdóttir (1856-1930)

  • S01243
  • Person
  • 7. júní 1856 - 8. des. 1930

Fædd og uppalin í Borgarfirði, dóttir Jóns Þorvarðarsonar prests og prófasts að Reykholti í Borgarfirði og k.h. Guðríðar Skaftadóttur. Kom til Skagafjarðar árið 1879 úr Reykjavík, vinnukona að Ási í Hegranesi veturinn 1879-1880 og kynntist þá manni sínum Gunnari Ólafssyni frá Ási í Hegranesi. Þau bjuggu að Ási, í Keldudal og Lóni í Viðvíkursveit, þau eignuðust átta börn.

Eyjólfur Egilsson (1925-2010)

  • S02130
  • Person
  • 6. ágúst 1925 - 4. júlí 2010

Eyjólfur Egilsson fæddist í Reykjahjáleigu í Ölfusi 6. ágúst 1925. ,,Eyjólfur var einn vetur í Reykholti í Borgarfirði. Hann starfaði lengst af hjá Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Árið 1951 kvæntist hann Irmgard Lisu Egilsson."