Showing 5 results

Authority record
Keldudalur

Páll Sigurðsson (1880-1967)

  • S02834
  • Person
  • 4. apríl 1880 - 9. sept. 1967

Páll Sigurðsson f. 04.04.1880 á Þóroddsstöðum í Köldukinn. Foreldrar: Sigurður Pálsson bóndi í Pálsgerði í Dalsmynni og kona hans Hólmfríður Árnadóttir. Páll ólst upp á heimili foreldra sinna en eftir að móðir hans lést fluttist hann ásamt föður sínum og bræðrum að Brenniborg í Lýtingsstaðahreppi árið 1902. Þar bjó þá Margrét systir hans, ásamt eiginmanni sínum Stefáni Sigurðssyni. Ásamt yngri bræðrum sínum sótti hann nám við Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan vorið 1906. Að lokinni skólavist tók við lausamennska á ýmsum stöðum í Skagafirði og Húnaþingi, lenst af með heimili hjá Kristjáni bróður sínum á Brúsastöðum í Vatnsdal. Árið 1907-1910 var hann eftirlitsmaður hjá Nautgriparæktarfélagi Lýtingsstaðahrepps og stundaði jafnframt barnakennslu á vetrum. Maki: Guðrún Elísa Magnúsdóttir, f. 24.04.1899 á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu. Þau eignuðust 7 börn og tóku tvær fósturdætur. Bóndi á Bergsstöðum í Svartárdal A-Hún 1921-1922, í Kolgröf á Efribyggð 1922-1927, í Austurhlíð í Blöndudal A-Hún 1927-1933, í Dæli í Sæmundarhlíð 1933-1935, í Holtskoti í Seyluhreppi 1935-1942 og í Keldudal 1942-1953. Páll söng um hríð í karlakórnum Heimi og var safnaðarfulltrúi í mörg ár. Síðast búsettur á Sauðárkróki.

Helga Steinsdóttir (1852-1931)

  • S03041
  • Person
  • 4. nóv. 1852 - 1. jan. 1931

Fædd að Stóru-Gröf. Foreldrar: Steinn Vigfússon bóndi í Stóru-Gröf (1814-1887) og kona hans Helga Pétursdóttir (f. 1820-1892). Helga ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar, sem veitt var "betri bænda dætrum." Hún tók oft fósturbörn um lengri eða skemmri tíma. Þegar hún settist að á Sauðárkróki keypti hún leyfi til veitingasölu og gistihússreksturs og stundaði það um 30 ár í eigin íbúð. Rak einnig búskap í nokkur ár og leigði sér lönd til heyskapar. kMaki: Jónas Halldórsson. Þau giftu sig um 1875. Bjuggu að Stóru-Seylu á Langholti til 1888 en fóru þá búferlum að Keldudal í Hegranesi og bjuggu þar til 1901. Þá brugðu þau búi og fluttu til Sauðárkróks og fór Jónas síðar til dætra sinna í Ameríku en Helga varð eftir. Þau eignuðust 4 börn og fóru þrjú þeirra til Ameríku.

Gunnar Ólafsson (1858-1900)

  • S01241
  • Person
  • 16. júlí 1858 - 20. okt. 1900

Foreldrar: Ólafur Sigurðsson bóndi og alþingismaður að Ási í Hegranesi og k.h. Sigurlaug Gunnarsdóttir. Gunnar ólst upp með foreldrum sínum í Ási. Fór til Danmerkur haustið 1879 að læra nýtísku vefnað og annan heimilisiðnað. Sneri aftur til Íslands 1880 og hafði þá meðferðis ýmis iðnaðartæki, svo sem hraðskyttuvefstól, lóskurðarvél, vaðmálapressur og fleira. Vann næstu ár við iðnaðarstörf hjá foreldrum sínum og tók til kennslu nemendur innan héraðs og utan, er lærðu meðferð ýmissa iðnaðartækja. Hann flutti frá Ási 1883 og bjó að Keldudal í Hegranesi 1883-1888, stundaði einnig iðnaðarstörf sín, var og 1883-1888 oddviti í Rípurhreppi. Fór búferlum að Lóni í Viðvíkursveit 1888 og bjó þar til 1897, en flutti þá aftur á hálfan Ás á móti bróður sínum og bjó þar til æviloka. Gunnar kvæntist Guðnýju Jónsdóttur frá Reykholti í Borgarfirði, þau eignuðust átta börn.

Guðný Jónsdóttir (1856-1930)

  • S01243
  • Person
  • 7. júní 1856 - 8. des. 1930

Fædd og uppalin í Borgarfirði, dóttir Jóns Þorvarðarsonar prests og prófasts að Reykholti í Borgarfirði og k.h. Guðríðar Skaftadóttur. Kom til Skagafjarðar árið 1879 úr Reykjavík, vinnukona að Ási í Hegranesi veturinn 1879-1880 og kynntist þá manni sínum Gunnari Ólafssyni frá Ási í Hegranesi. Þau bjuggu að Ási, í Keldudal og Lóni í Viðvíkursveit, þau eignuðust átta börn.

Gísli Jakob Jakobsson (1882-1951)

  • S01034
  • Person
  • 14.12.1882-31.08.1951

Foreldrar: Jakob Halldórsson ráðsmaður á Herjólfsstöðum í Laxárdal og Ragnheiður Eggertsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Markúsi Arasyni. Hann aflaði sér menntunnar í hljóðfæraslætti og var orgelleikari um nokkur ár við Rípurkirkju. Stundaði búskap á hálfri Rípurjörðinni, á móti fósturföður sínum 1910-1931, flutti þá að Keldudal í Hegranesi þar sem hann bjó til 1936 er hann flutti til Sauðárkróks þar sem hann bjó til æviloka. Hafði hann nokkurn búrekstur á Sauðárkróki meðfram verkamannavinnu. Kvæntist árið 1910 Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi, þau eignuðust tvo syni.