Sonur Guðrúnar Sigurðardóttur frá Sauðárkróki og Ingólfs Lárussonar frá Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð. Guðrún og Ingólfur voru ekki kvænt. Guðrún kvæntist síðar Þórhalli Traustasyni b. á Hofi í Hjaltadal. Árið 1944 missti hún heilsuna og lést svo 1948. Ævar ólst upp á Sauðárkróki frá fimm ára aldri hjá móðurforeldrum sínum Sigurði Jósafatssyni og Þórönnu Magnúsdóttur. Vélvirki, síðast búsettur í Kópavogi.
Skólastjóri á Laugum og bóndi á Þverá, Hálshr., S-Þing. Varaþingmaður, rithöfundur, ritstjóri og fulltrúi á Hagstofu Íslands. Bóndi og skólastjóri í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, 1930. Síðast bús. í Kópavogi. Fóstursonur: Indriði Sigurðsson, f. 22.4.1924.
Tengist bréfasafni Kristmundar.
Ása Þorvaldsdóttir Baldurs, f. á Þóroddsstöðum í Hrútafirði 27.11.1930, d. 19.04.2021. Foreldrar: Þorvaldur Böðvarsson bóndi og hreppsstjóri á Þóroddsstöðum og kona hans Gróa María Oddsdóttir húsfreyja. Ása ólst upp í stórum systkinahópi. Hún stundaði nám við Reykjaskóla og síðar Kvennaskólann á Blönduósi. Hún starfaði á símstöðinni á Borðeyri í Hrútafirði, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá Langlínumiðstöð Landssímans í Reykjavík. Lengst af starfaði Ása þó hjá Landssambandi vörubifreiðarstjóra. Ása og Jóhann bjuggu lengst af að Urðarbraut 9 í Kópavogi. Ása var virk í félagsstarfi Kvenfélags Kópavogs, Sinawik og ITC.
Maki: Jóhann Frímann Baldurs (1926-2014). Þau eignuðust þrjá syni.
Foreldrar: Ólafur Helgi Jensson kaupmaður á Hofsósi og kona hans, Lilja Haraldsdóttir. Maki: Jóhanna Ágústsdóttir. Ólst upp á Hofsósi en fluttist með foreldrum sínum til Siglufjarðar árið 1922, þar sem hann gekk í unglingaskóla og síðan til Vestmannaeyja árið 1927. Þar störfuðu þeir feðgar við póststörf til 1930. Það ár réðst Baldur í Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum. Vann þar sem ritari, gjaldkeri og útibússtjóri frá árinu 1953. Hann gegndi því starfi til 1968 að hann tók við útibústjórastörfum í Kópavogi. Tók einnig virkan þátt í félagslífi, ma. í Oddfellowreglunni. Var vararæðismaður Norðmanna í Eyjum. Maki: Jóhanna Ágústsdóttir frá Kiðabergi í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust 3 börn en fyrir átti Jóhanna eina dóttur.
Bergur Óskar Haraldsson fæddist í Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði hinn 8. nóvember 1926. Hann var sonur hjónanna Haraldar Jóhannessonar, bónda á Bakka í Viðvíkursveit og konu hans Önnu Margrétar Bergsdóttur húsfreyju. ,,Bergur ólst upp hjá foreldrum sínum á Frostastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann lauk barnaskólaprófi frá Flugumýrarskóla í Blönduhlíð og búfræðiprófi 1945 frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Árið 1950 lauk Bergur sveinsprófi í pípulögnum frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann öðlaðist meistararéttindi í greininni 1953 og stundaði síðan framhaldsnám 1953-1954 við National Foreman Institute í Bandaríkjunum. Bergur starfaði hjá Gísla Halldórssyni pípulagningameistara á árunum 1945-51. Var hjá Sameinuðum verktökum og Íslenskum aðalverktökum 1951-64. Starfaði við fasteignasölu 1964-66 en hóf síðan störf hjá Félagi vatnsvirkja 1967 og vann þar uns hann lét af störfum sökum aldurs 1996. Þar var hann verklegur framkvæmdastjóri 1969-71 og þá framkvæmdastjóri til 1996. Bergur sat í stjórn Félags vatnsvirkja frá 1969-96, sat í stjórn Sameinaðra verktaka í 23 ár, þar af varaformaður og formaður í þrjú ár. Hann sat í stjórn Vatnsvirkjans hf. um árabil sem fulltrúi Félags vatnsvirkja. Bergur sat í stjórn Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi og var formaður þess félags í tvö ár. Sat hann fjölmörg ársþing Landssambands hestamanna sem fulltrúi Gusts.
Bergur kvæntist Kristínu Láru Valdemarsdóttur sjúkraliða. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík árið 1948 en fluttu í Kópavog árið 1956 og bjuggu þar síðan, þau eignuðust þrjú börn."
Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Póst- og símastjóri í Vestmannaeyjum, á Egilsstöðum og síðast í Kópavogi. Afreksmaður í frjálsum íþróttum og skák.
Foreldrar: Jónína Guðrún Einarsdóttir og Ingólfur Daníelsson á Steinsstöðum. Fósturforeldrar Daníels voru Hannes Halldór Kristjánsson og Sigríður Benediktsdóttir í Hvammkoti.
Daníel var bóndi í Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 1944-1945 og var áfram þar eftir að hann brá búi. Hann hóf búskap á Brenniborg á Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi árið 1956 og bjó þar fram til ársins 1963. Flutti aftur að Laugabóli er hann brá búi á Brenniborg. Síðar búsettur í Kópavogi. Ókvæntur.
Eyþór Þorgrímsson, f. 20.09.1889, d. 25.05.1971. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Eyþórs lést þegar Eyþór var 11 ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Ráðsmaður á Hressingarhælinu í Kópavogi 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Foreldrar: Gissur Jónsson (1908-1999) bóndi í Valadal á Skörðum og kona hans Ragnheiður Eiríksdóttir húsfreyja. Maki: Ester Selma Sveinsdóttir. Þau eiga þrjú börn. Þau eru búsett í Kópavogi.
Frímann Ágúst Jónasson, f. 30.11.1901, d. 16.01.1988. Foreldrar: Jónas Jósef Hallgrímsson (1863-1906) bóndi á Fremri-Kotum og kona hans Þorey Magnúsdóttir (1861-1935) húsmóðir. Foreldrar Frímanns voru búandi á Fremri-Kotum þegar hann fæddist en þegar hann var þriggja ára lést faðir hans. Móðir hans bjó þar áfram til 1909 en fluttist þá að Bjarnastöðum og bjó þar á móti Hirti syni sínum til 1912. Frímann nam bókband á Akureyri 1916-1917 og lauk síðar sveinsprófi í þeirri iðn 1947. Hann fór síðar í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1923. Síðan kenndi hann tvo vetur á Melgraseyri við Ísafjarðardjúp og var kennari við barnaskólann á Akranesi í átta ár. Árið 1933 tók hann við heimavistarskóla á Strönd á Rangárvöllum og stýrið honum í sextán ár en árið 1949 gerðist hann skólastjóri við Kópavogsskóla og gengdi því starfi til 1964. Síðustu æviárin fékkst hann við bókband. Auk kennslu sinnti hann ýmsum félagsmálum, sat í stjórnum kennarafélaga og ungmennafélaga þar sem hann var kennari, einnig í stjórn Norræna félagsins í Kópavogi og Rotaryklúbbs Kópavogs.
Lengi starfaði hann í Góðtemplarareglunni, var einn aðalstofnandi stúkunnar á Rangárvöllum og lengi æðstitemplari hennar. Hann var á Akranesárum sínum i stjórn bókasafnsins þar, en á Rangárvöllum sá hann um bækur lestrarfélagsins og í Kópavogi var hann í stjórn bókasafnsins. Hann var lengi í stjórn Sambands íslenskra barnakennara. Frímann skrifaði nokkrar bækur handa börnum og unglingum: Hve glöð er vor æska (1944). Þegar sól vermir jörð (1950). Valdi villist í Reykjavík (1980). Landið okkar, Iesbók um landafræði íslands (1969).
Maki: Málfríður Björnsdóttir (1893-1977 kennari. frá Innstavogi við Akranes. Þau eignuðust þrjú börn.
Skáld, kennari, leiðsögumaður og verkamaður, síðast bús. í Kópavogi.
Sonur Haraldar Guðbergssonar og Ingibjargar Guðbjartsdóttur. Búsettur í Kópavogi.
Sonur Margrétar Björneyjar Guðvinsdóttur og Björns Guðnasonar á Sauðárkróki. Búsettur í Kópavogi.
Fæddist á Skútustöðum við Mývatn sonur Árna Jónssonar prófasts og alþingsmanns á Skútustöðum og k.h. Auðar Gísladóttur. Nam guðfræði við Háskóla Íslands. Sóknarprestur í Bergstaðaprestakalli frá 1925 og bjó á Æsustöðum í Langadal. Veitt Bústaðaprestakall í Reykjavík 1952, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli frá því ári og tók við þjónustu Kópavogsprestakalls er því var skipt úr Bústaðaprestakalli 1964, jafnan með búsetu í Kópavogi. Hann lét af prestsþjónustu 1971. Gunnar var afkastamikill rithöfundur, samdi þónokkur útvarps- leikrit, tók saman sagnfræði og þjóðfræðiþætti, samdi bókakafla í ýmis rit og var afkastamikill þýðandi.
Maki: Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) frá Auðkúlu, þau eignuðust fimm börn.
Hjálmar Sigurður Helgason fv. bifreiðarstjóri, Holtagerði 84 í Kópavogi fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 29. ágúst 1909. Foreldrar hans voru Margrét Sigurðardóttir frá Ásmúla í Holtum og Helgi Björnsson bóndi. Hjálmar kvæntist 6. maí 1943 konu sinni Kristbjörgu Pétursdóttur kennara frá Hranastöðum í Eyjafirði, f. 25. júlí 1916. Þau bjuggu fyrst eitt ár á Sauðárkróki, síðan á Akureyri frá 1944 - 1967. Þá fluttust þau til Kópavogs og bjuggu þar upp frá því.
Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi) bændur á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Stefán Þórðarson múrari, frá Þorljótsstöðum í Skagafirði, f. 1895, d. 1951. Þau eignuðust þrjár dætur. Þau hófu búskap hjá foreldrum Indíönu en fluttust fljótlega að Kollugerði í sömu sveit og síðan að Eyjakoti á Skagaströnd. Þaðan fluttu þau síðan til Sauðárkróks eftir 15 ára búskap. Eftir andlát Stefáns sá Indíana fyrir sér með kaupavinnu á sumrin og vann við fiskvinnu á veturna. Að nokkrum árum liðnum tók hún að sér að annast heimili fyrir ekkjumanninn Skafta Magnússon. Héldu þau saman heimili yfir 20 ár eða þar til Skafti andaðist 1982 en þá voru þau flutt í Kópavog. Síðustu þrjú æviárin bjó Indíana á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Jóhann fæddist á Grímsstöðum í Svartárdal í Skagafirði 27. nóvember 1919. Þriggja ára missti hann föður sinn, Hjálmar Jóhannesson frá Ölduhrygg í Lýtingsstaðahreppi, en Jóhann var hið níunda af tólf börnum Hjálmars og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur frá Hömrum í Lýtingsstaðahreppi. Fósturforeldrar frá þriggja ára aldri: Jóhann Pétur Magnússon og Lovísa Sveinsdóttir á Mælifellsá. Bóndi á Mælifellsá á Efribyggð 1941-43, í Brekkukoti í sömu sveit 1943-46 og á Ljósalandi á Neðribyggð 1946-73. Síðar húsvörður í Reykjavík. Síðast bús. í Kópavogi. Kvæntist María Benediktsdóttir, þau eignuðust átta syni.
Jóhanna fæddist 20. september 1929 í Reykjavík. Dóttir hjónanna Salbjargar Níelsdóttur og Björns Ástráðs Erlendssonar. Jóhanna fluttist með foreldrum sínum í Kópavog árið 1938. Hún lauk námi við Kvennaskólann árið 1948. Fór eftir það að vinna hjá Hagstofu Íslands. Giftist Óskari Hannibalssyni vagnstjóra hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, þau eignuðust fimm börn. Hún skrifaði mikið síðustu árin og tók m.a. saman ferðadagbók Salbjargar dóttur sinnar og gaf út í nokkrum eintökum. Síðasta verk hennar var að ljúka yfirgripsmiklu riti með ýmsum fróðleik um presta, sem hún nefndi Prestlu.
Jón F. Hjartar var fæddur 15. ágúst 1916 á Suðureyri við Súgandafjörð. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Hjartar skólastjóri og Þóra Jónsdóttir Hjartar. Hinn 3. júlí 1947 kvæntist Jón Rögnu Hjartardóttur frá Flateyri, þau eignuðust þrjá syni. ,, Jón lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og framhaldsnámi í íþróttum frá Idræts højskolen Gerlev í Danmörku 1939. Hann sótti síðan íþróttanámskeið í Svíþjóð. Jón var íþróttakennari við barna- og gagnfræðaskólana á Siglufirði, Flateyri og víðar. Hann vann við skrifstofustörf og almenna kennslu á Flateyri ásamt ýmsum öðrum störfum. Hann var fulltrúi sveitarstjóra í Borgarnesi og seinna deildarstjóri á bæjarskrifstofu Kópavogs. Jón starfaði innan íþróttahreyfingarinnar í fjölda ára og var sæmdur margvíslegum heiðursmerkjum fyrir störf sín og árangur. Hann tók þátt í starfi Góðtemplarareglunnar frá unga aldri og var heiðursfélagi þar. Hann var félagi í Rotary og einnig í Oddfellow-reglunni. Jón var virkur í kór og safnaðarstarfi bæði í Borgarnesi og við Áskirkju í Reykjavík."
Jón Guðmundsson f. 03.09.1900 í Efra-Haganesi í Fljótum. Foreldrar: (Filippus) Guðmundur Halldórsson b. í Neðra-Haganesi og kona hans Anna Pétursdóttir. Gekk í barnaskóla í Haganesvík og lærði bókfærslu hjá Hermanni á Ysta-Mói. Fór til sjós hjá Stefáni Benediktssyni í Neðra-Haganesi um fermingu. Var eftir það á árabátum, síldarbátum og hákarlabátum. Hóf störf hjá Samvinnufélagi Fljótamanna 1923, fyrst sem sláturhússtjóri. Fluttist frá Dælí í Fljótum 1929 að Móskógum í sömu sveit. Stundaði sjóróðra, ásamt búskap og tilfallandi störfum hjá Samvinnufélaginu. Fluttist í Molastaði 1940 og byggði upp húsakost þar. Í hreppsnefnd Haganeshrepps, fyrst 1925, Hreppstjóri Holtshrepps 1944-1956. Lengi endurskoðandi hjá Samvinnufélagi Fljótamann, í kjörstjórn og skattanefnd. Formaður sóknarnefndar Barðskirkju í fjögur ár. Fluttist í Kópavog árið 1960. Vann við bókhald og í byggingarvöruverslun Byko hjá Guðmundi syni sínum. Fluttist á Sauðárkróki 1981. Kona: Helga Guðrún Jósefsdóttir frá Stóru-Reykjum í Fljótum, þau eignuðust 13 börn.
Sonur Jóns Ósmanns ferjumanns í Utanverðunesi og bústýru hans Elínar Jónsdóttur. B. í Hofstaðaseli 1933-1948, síðar verkamaður á Suðurlandi. Síðast búsettur í Kópavogi.
Sonur Ástu Jósefsdóttur og Ólafs Hauks Matthíassonar. Kvæntist Guðrúnu Oddsdóttur frá Flatatungu. Búsettur í Kópavogi.
Fædd á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Ættleidd af Kristmari Ólafssyni kaupmanni á Siglufirði og Hallfríði Friðriku Jóhannesdóttur móðursystur sinni. Hún var kennd við stjúpa sinn. ,,Kristfríður var jafnvel betur þekkt undir nafninu Didda. Hún flutti til kjörforeldra sinna á Siglufirði 1931, þar ólst hún upp og gekk í skóla. 16 ára flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna fyrir sér. Árið 1948 kynntist hún Höskuldi Þorsteinssyni sem var nýkominn úr flugnámi í Kanada en hann lést í flugslysi, þau eignuðust fimm börn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykjavík en kringum 1955 fluttu þau í Kópavog í hús sem þau byggðu á Víghólastíg. Didda var heimavinnandi að mestu fyrstu árin en brá sér oft til Siglufjarðar og saltaði síld. Árið 1969 flutti hún á Bjarnhólastíg og bjó þar í rúm 30 ár. Árið 1970 hóf hún störf á leikskólanum Kópahvoli og starfaði þar í 27 ár." Seinni maður Kristfríðar var Eyjólfur Ágústsson.
Foreldrar: Björn Hafliðason b. í Saurbæ í Kolbeinsdal og k.h. Ragnheiður Sigríður Þorláksdóttir. ,,Kristín ólst upp hjá foreldrum sínum í Saurbæ í Kolbeinsdal. Ung stundaði hún nám við unglingaskólann á Hólum í Hjaltadal og síðar við Húsmæðraskólann á Blönduósi. Í Danmörku dvaldi hún við nám og störf í um þrjú ár, lærði fatasaum og vann að saumum fyrir verslunarhúsið Rosenberg í Kaupmannahöfn. Eftir heimkomuna réðst hún til starfa á heimili Kristjáns Siggeirssonar. Kvæntist Georg Lüders af dönskum og austurrískum ættum. Eftir að Kristín gifti sig var hún heimavinnandi framan af en hóf síðan störf við niðursuðuverksmiðjuna ORA í Kópavogi við stofnun hennar, og starfaði þar um árabil. Kristín og Georg voru landnemar í Kópavogi þar sem þau byggðu sér lítið hús á Kársnesbraut 37 árið 1944 en reistu síðan stærra hús er varð Kársnesbraut 101. Árið 1975 flutti Kristín alfarin til Danmerkur." Kristín og Georg eignuðust tvær dætur.
Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.
Oddrún Sigurlaug Guðmundsdóttir fæddist á Giljum í Vesturdal í Skagafirði hinn 10. febrúar 1936. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Guðmundur og Ingibjörg bjuggu síðar á Hofi í Vesturdal, í Hvammi í Svartárdal og í Stapa í Lýtingsstaðahreppi. Oddrún giftist 8. ágúst 1964 Sigurbergi Hraunari Daníelssyni deildarstjóra, þau eignuðust fjögur börn. ,,Oddrún lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki og Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni 1962. Hún vann við verslunarstörf á Sauðárkróki og kenndi síðan um árabil sund í Sundlaug Kópavogs."
Sonur Guðmundar Guðna Kristjánssonar og Láru Ingibjargar Magnúsdóttur. Deildarstjóri í Reykjavík. Síðast búsettur í Kópavogi.
Reynir Þorgrímsson fæddist á Siglufirði 7. október 1936. Foreldrar Reynis voru Þorgrímur Brynjólfsson frá Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum og Margét Ingibjörg Jónsdóttir frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd. ,,Reynir ólst upp á Siglufirði og bjó þar til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur og stundaði nám við Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan árið 1954. Reynir kom víða komið við í atvinnulífinu, hann var einn af stofnendum Hagkaups, rak og átti verksmiðju á Sauðárkróki þar sem sokkabuxur undir nafninu Gleymmérei voru framleiddar. Hann átti bílasöluna Bílakaup sem var í Borgartúninu. Þá stofnaði hann Fyrirtækjasöluna í Suðurveri árið 1986 og rak hana þar til hann settist í helgan stein árið 2012. Reynir var áhugaljósmyndari og hélt hann margar ljósmyndasýningar, meðal annars í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hann sýndi og seldi ljósmyndir sem hann hafði tekið og nefndi Skartgripi fjallkonunnar. Reynir var virkur í félagsstörfum, hann var félagsmaður í JCI og var þar landsforseti frá '73-'74, hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Víðarr og þá var hann einnig frímúrari. Reynir kvæntist Rósu Guðbjörgu Gísladóttur, þau eignuðust fjögur börn, þau bjuggu meirihluta ævi sinnar í vesturbænum í Kópavogi."
Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Dóttir Jens Péturs Eriksen og Sigríðar Amalíu Njálsdóttur. Rósa tók gagnfræðapróf á Akureyri 1947 og var síðan einn vetur á húsmæðraskólanum á Löngumýri, 1949-1950. Hún byrjaði snemma að vinna á símstöðinni á Sauðárkróki. Maki: Karl Salómonsson frá Ísafirði. Fyrstu árin bjuggu þau í Kópavogi. Þau eignuðust fjögur börn. Karl lést árið 1970 langt fyrir aldur fram. Rósa vann hjá Landsímanum í Reykjavík sem talsímavörður og varðstjóri og í nokkur ár var hún verslunarstjóri í Ás-verslunum. Árið 1973 fluttist Rósa vestur í Hrútafjörð og giftist Jósep Rósinkarssyni bónda á Fjarðarhorni. Hann var ekkjumaður með fimm börn og tók Rósa þar við stóru heimili sem hún stýrði í um 15 ár en þá skildu leiðir þeirra. Rósa fluttist þá suður aftur og vann á langlínumiðstöðinni í Reykjavík á meðan heilsa leyfði.
Fædd og uppalin á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Foreldrar hennar voru María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson. Sigríður giftist 23. nóvember 1947 Ingólfi Hannessyni, alifuglabónda og athafnamanni í Kópavogi, f. á Stóra-Hálsi í Grafningshreppi. Þau eignuðust fimmtán börn. ,,Sigríður og Ingólfur voru ein af frumbyggjum Kópavogs, hófu búskap þar árið 1946 og ráku m.a. stórt alifuglabú í bænum til langs tíma. Þau tóku virkan þátt í uppbyggingu Kópavogs og bjuggu þar allt til dánardags."
Sonur Laufeyjar Magnúsdóttur í Enni í Viðvíkursveit og Daníels Einarssonar. Laufey kvæntist síðar Kristjáni Einarssyni b. í Enni. Verslunarmaður á Sauðárkróki síðar Kópavogi. Kvæntist Oddrúnu Guðmundsdóttur, þau eignuðust fjögur börn.
Foreldrar: Magnús Jónsson b. í Gilhaga og Guðbjörg Guðmundsdóttir, þau voru ekki kvænt. Skafti ólst upp hjá föður sínum og k.h. Helgu Indriðadóttur í Gilhaga.
Leigjandi á Ytri-Mælifellsá 1930. Stundaði síðar eigin atvinnurekstur, hellusteypu, á Sauðárkróki. Seinna bókari í Kópavogi.
Kvæntist Önnu S. Sveinsdóttur frá Mælifellsá, þau eignuðust fjögur börn. Anna lést árið 1953. Sambýliskona Skafta eftir það var Indíana Albertsdóttir frá Neðstabæ í Húnavatnssýslu.
Foreldrar: Steindór Kristinn Steindórsson og Fjóla Soffía Ágústsdóttir. Læknaritari á Sauðárkróki. Kvæntist Gunnari Þóri Guðjónssyni. Nú búsett í Kópavogi.
Stefán fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var sonur hjónanna Skafta Stefánssonar útgerðarmanns, skipstjóra og síldarsaltanda á Siglufirði og Helgu S. Jónsdóttur húsfreyju.
,,Stefán varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1948. Hann útskrifaðist frá læknadeild HÍ 1956 og stundaði framhaldsnám í háls-, nef- og eyrnalækningum í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku. Stefán starfaði sem læknir í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku á árunum 1956 til 1969, er hann tók við nýstofnaðri háls-, nef- og eyrnadeild á Borgarspítalanum sem yfirlæknir og starfaði þar til loka starfsferils síns árið 1996. Samhliða starfrækti Stefán ásamt konu sinni, Maj, lækningastofu og heyrnarrannsóknarstöð í Kópavogi. Þá tók hann þátt í stofnun Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Stefán stundaði kennslu í háls-, nef- og eyrnalækningum í Kalmar í Svíþjóð á árunum 1963-1967 og við Háskóla Íslands 1976-1997. Árið 1993 var hann skipaður prófessor við læknadeild. Doktorsritgerð hans fjallaði um 1.001 eyrnaaðgerð (skurðaðgerðir í smásjá) sem hann framkvæmdi á árunum 1970 til 1980 og varði ritgerðina við Háskóla Íslands 1987. Hann gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna og Lions á Íslandi, var m.a. formaður í norrænum samtökum háls-, nef- og eyrnalækna og fékk æðstu viðurkenningu Lionshreyfingarinnar. Eftir Stefán liggur fjöldi greina í erlendum og innlendum læknaritum, ásamt blaðagreinum, um málefni heyrnarskertra." Fyrri kona Stefáns var Ingibjörg Alda Bjarnadóttir, þau skildu, þau eignuðust eina dóttur. 1961 kvæntist Stefán Maj Vivi-Anne Skaftason skurðhjúkrunarfræðingi, þau eignuðust tvö börn.
Foreldrar: Stefán Ólafsson bóndi og hreppstjóri í Hvammkoti í Kópavogi og Guðríður Jónsdóttir. Stefanía hélt skóla fyrir ungar stúlkur á heimili sínu og kenndi þeim hannyrðir og fleira.
Maki: Arnór Árnason prestur. Þau bjuggu í Hvammi í Laxárdal. Þau eignuðust fjórar dætur.
Foreldrar: Kári Steinsson frá Neðra-Ási í Hjaltadal og Dagmar Valgerður Kristjánsdóttir frá Róðhóli í Sléttuhlíð. Steinn er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Kvæntur Kristínu Arnardóttur, þau eiga þrjá syni saman, fyrir átti Steinn tvö börn. Búsettur í Kópavogi.
Dóttir Ingimundar Bjarnasonar járnsmiðs á Sauðárkróki og k.h. Sveinsínu Bergsdóttur. Starfaði sem forstöðumaður félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra í Reykjavík. Kvæntist Jóni Guðmundssyni rafvirkjameistara frá Eiríksstöðum í Svartárdal, búsett í Kópavogi.
Foreldrar: Sveinn Ólafsson og Þórunn Tómasdóttir. Steinunn ólst upp hjá foreldrum sínum á Syðra Mallandi við venjuleg sveitastöf og fiskvinnslu. Áður en hún giftist var hún vinnukona á Skaga, m.a. í Ketu og Höfnum. Kvæntist Ásmundi Árnasyni og bjuggu þau á Ytra-Mallandi og í Ásbúðum. Þau tóku að sér mörg börn í fóstur um skemmri og lengri tíma.
Árið 1965 flutti Steinunn með dóttur sinni til Kópavogs og var síðast búsett á höfuðborgarsvæðinu. Steinunn og Ásmundur eignuðust fimm börn, Ásmundur átti einnig dóttur með Sigurlaugu Skúladóttur.