Aðalgata 15

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Húsið var reist árið 1897 af Ólafi Jónssyni söðlasmið frá Dæli og er húsið kennt við hann. Hann bjó þar ásamt konu sinni Ingveldi Jónsdóttur, en hún dó árið 1902. Ólafur bjó áfram í húsinu þar til hann lést árið l933. Í húsinu var fyrsta lyfjaverslunin á Sauðárkróki og var það K.M. Lindgreen sem starfrækti hana. Hann opnaði seinna lyfjaverslun í viðbyggingu við Aðalgötu 19 sem byggð var árið 1923. Um það bil tveimur áratugum seinna var Sparisjóður Sauðárkróks til húsa í byggingunni og húsið um tíma kallað Sparisjóðurinn. Á þeim tíma var byggð viðbótarbygging við húsið í norður og er sú bygging inngangur hússins í dag. Áður var minni inngangur inn í húsið á norðurhlið hússins en vestar en núverandi inngangur. Þá var einnig útibú Búnaðarbankans í húsinu uns það var flutt á Faxatorg árið 1967. Frímúrarastúkan Mælifell var í húsinu frá 1968 til 1982. Veitingarekstur hófst í húsinu í byrjun 9. áratugar 20. aldar.

Display note(s)

Hierarchical terms

Aðalgata 15

Aðalgata 15

Equivalent terms

Aðalgata 15

  • UF Ólafshús

Associated terms

Aðalgata 15

3 Archival descriptions results for Aðalgata 15

3 results directly related Exclude narrower terms

KCM426

Aðalgata 15. Söðlahús - Ólafshús - byggt 1897. Þar var íbúðarhús - fyrsta apotekið á Sauðárkróki - Sparisjóður Sauðárkróks - Búnaðarbankinn á Sauðárkróki - Frímúrarahús og loks veitingahús.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)