Björn Ólafur Jónsson (1864-1924)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Björn Ólafur Jónsson (1864-1924)

Parallel form(s) of name

  • Björn Ólafur Jónsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

  • Björn Jónsson

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

29.08.1864-14.08.1924

History

Björn Ólafur Jónsson, f. að Vestara-Hóli í Flókadal 29.08.1864, d. 14.08.1924. Foreldrar: Jón Ólafsson (1838-1887) og kona hans Soffía Björnsdóttir (1841-1907). Björn ólst upp á Vestara-Hóli en var eitthvað á Auðólfsstöðum í Langadal í kaupavinnu eða vinnumennsku og kynntist þar konu sinni. Fyrsta ár hjúskapar síns mun hann hafa verið til heimilis að Borgargerði í Borgarsveit, 1887-1888, þá að Egg í Hegranesi 1888-1889 en síðan með sr. Hallgrími Thorlacius að Ríp í Hegranesi 1889-1893. Þá fluttust þau hjónin að Rein, þar sem foreldrar Guðríðar konu Björns voru til heimilis. Vorið eftir fór hann aftur að Ríp, er sr. Hallgrímur fluttist að Glaumbæ og fékk Björn til að búa á jörðinni meðan Rípurprestakalli var óráðstafað, til vorsins 1896. Björn var bóndi á Stafshóli 1896-1899, Stóra-Grindli 1899-1909, Stóraholti 1909-1910, Karlsstöðum 1910-1924. Eftir að Björn kom í Fljótin tók hann að stunda sjómennsku samhliða búskapnum. Réðist hann þá í að nema sjómannafræði. Var hann um það bil 20 ár skipstjóri á Flink, Kristjönu og Fljótavíkingi. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Haganeshreppi og var m.a. í hreppsnefnd í nokkur ár.
Maki: Guðríður Hjaltadóttir (1861-1947). Þau eignuðust níu börn og sjö þeirra komust upp.

Places

Vestari-Hóll
Auðólfsstaðir í Langadal
Borgargerði í Borgarsveit
Egg í Hegranesi
Ríp í Hegranesi
Rein
Stafshóll
Stóri-Grindill
Stóraholt
Karlsstaðir

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Occupations

Bóndi

Note

Vestari-Hóll
Auðólfsstaðir í Langadal
Borgargerði í Borgarsveit
Egg í Hegranesi
Ríp í Hegranesi
Rein
Stafshóll
Stóri-Grindill
Stóraholt
Karlsstaðir

Control area

Authority record identifier

S03222

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráning í Atóm 08.04.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Skagfirskar æviskrár 1890-1910 I, bls. 33-35.

Maintenance notes