Björn Magnússon (1879-1939)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Björn Magnússon (1879-1939)

Parallel form(s) of name

  • Björn Magnússon

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

  • Björn Magnússon Borgarlæk

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17.03.1879-26.01.1939

History

Björn Ólafur Magnússon f. á Selnesi á Skaga 17.03.1879-26.01.1939 í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Björnsson bóndi á Selnesi og kona hans Ingibjörg Vigfúsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum en faðir hans lést er Björn var um tvítugt. Tók hann þá við heimilisforsjá ásamt móður sinni. Einnig stundaði hann ýmsa vinnu til sjós og lands, m.a. útræði úr Selvík og fuglatekju við Drangey. Eftir þriggja ára búskap á Borgarlæk fluttust þau mæðginin á Sauðárkrók. Fengu þar inni hjá Vigfúsi bróður Björns. Til ársins 1934 bjuggu þau í leiguhúsnæði en það ár keypti Björn Odda, gamla sjóðbúð þar sem nú er Freyjugata 26 og bjó þar með fjölskyldu sinni og móður til dauðadags.
Björn hafði fast skipsrúm hjá Bjarna Sigurðssyni formanni frá Hólakoti, bði sem háseti og beitningamaður. Var einnig við eggja- og fuglatekju í Drangey. Eftir lát Bjarna sótti Björn til Drangeyjar með eigin útveg. Vann hann mörg haust í sláturhúsi og tvö sumur voru þau hjón hjá sr. Hallgrími Thorlacius í Glaumbæ í kaupavinnu. Nokkur síðustu sumur ævinnar vann Björn hjá Sigurði Péturssyni verkstjóra frá Sauðárkróki í vita- og hafnabyggingum víðs vegar um land. Haustið 1938 kom hann heim frá því starfi fársjúkur og var fljótlega fluttur til Reykjavíkur á Landspítalann þar sem hann lést eftir nokkurra mánaða legu.
Maki: Karitas Jóhannsdóttir, f. 03.03.1894 í Innri-Drápuhlíð í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, d. 11.09.1979 í Reykjavík. Þau eignuðust tvo syni.

Places

Borgarlækur
Sauðárkrókur

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S03156

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráning í Atóm 15.01.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Skagfirskar æviskrár 1910-1950 IV, bls. 15-17.

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places