Hjaltadalur - Skagafjörður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hjaltadalur - Skagafjörður

Equivalent terms

Hjaltadalur - Skagafjörður

Associated terms

Hjaltadalur - Skagafjörður

1 Authority record results for Hjaltadalur - Skagafjörður

1 results directly related Exclude narrower terms

Slysavarnardeildin Hjálp (1944- Hólahreppi

  • S03750
  • Association
  • 1944-

Slysavarnadeildin Hjálp var formlega stofnuð 13.10.1944 í þeim tilgangi til að styðja Slysavarnarfélag Íslands í viðleitni þess til að koma í veg fyrir drukknanir og önnur slys, bæði með fjárframlögum og með því að stofna sérstaka slysavarnadeild í Hólahreppi. Fyrir stofnfundinn var safnað undirskriftir 50 einstaklinga sem skuldbundu sig til að ganga í félagið ef það yrði stofnað jafnvel það mætti ekki á sjálfan stofnfundinn. í forsvari fyrir stofnun félagsins var Anna Sigurjónsdóttir á Nautabúi og skýrði hún frá á fundinum að nokkur undirbúningu hefði verið að stofnun deildarinnar. Hefðu hreppsbúar af nær öllum heimilinum hreppsins með undirskrift sinni lýst fylgi sínu við stofnun slysavarnadeildarinnar. Á fundinum var lagðar fram tvær tillögur um árgjald félagsmanna, a) Árstillag verði krónur 2.00 og b) Árstillag verði króna 1.00 og verðlagsvísitala á hana eins og er á hverjum tíma. Á fundinum var tillaga a samþykkt
Lög Slysavarnadeildarinnar Hjálp voru samþykkt á fundi 4. nóvember 1945. Þar kemur fram að tilgangur deildarinnar er að styðja Slysavarnafélag Íslands í störfum þess, gefa stjórn þess allar þær upplýsingar um skipströnd, drukknanir og aðrar slysfarir er gerast á starfssvæði hennar jafnskjótt og þess er kostur og láta félaginu í té álit sitt um allt sem verða má félaginu og stefnumálum þess til eflingar og gagns.