Hólar í Hjaltadal

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Hólar í Hjaltadal

Equivalent terms

Hólar í Hjaltadal

Tengd hugtök

Hólar í Hjaltadal

397 Lýsing á skjalasafni results for Hólar í Hjaltadal

397 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Gjöf til Hóladómkirkju

Bréfið er vélritað á pappírsörk í A4 stærð og er gjafabréf til Hóladómkirkju, til minningar um Gísla Sigurðsson og Kristínu Björnsdóttur er bjuggu í Neðra-Ási í Hjaltadal. Gefið af börnum þeirra. Staðfesting á afhendingu bankabókar er handskrifuð á bréfið og undirrituð af Kristjáni Eldjárn, síðar forseta.

Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason (1876-1969)

Grunnskólinn á Hólum

  • IS HSk N00476
  • Safn
  • 1970 - 1990

Pappírsgögn. Bréf, fundargerðir, fjárhagsgögn og fleira.

Grunnskólinn á Hólum*

Hcab 2400

Skólstjóri og kennarar í Hólaskóla 1963-1964. Standandi frá vinstri: 1. Kári Jónasson. 2. Sigurður Haraldsson. 3. Jón Friðbjörnsson. 4. Stefán Þorláksson. 5. Haukur Jörundsson. 6. Stefán Jónsson. 7. Sr. Björn Björnsson. Sitjandi: Hólmjárn Jósefsson (1891-1972) kennari Hólum- Gefandi: Trausti Pálsson bóndi Laufskálum í Hjaltadal. 20.10.2006.

Hcab 2401

Starfsfólk Hólabúsins 1953. Efri röð frá vinstri: 1. Gunnar Sigurbjörnsson. 2. Sigurður Karlsson. 3. Bernharð Hjartarson. 4. Hörður. Neðri röð frá vinstri: 1. Baldvin Baldvinsson. 2. Sigurlaug. 3. Trausti Pálsson. Gefandi: Trausti Pálsson bóndi Laufskálum í Hjaltadal. 20.10.2006.

Hcab 324

Tekið á Hólum áður en lagt var af stað til Sauðárkróks veturinn 1921- frá vinstri: Gunnar Valdimarsson á Víðimel- Ásmundur Eiríksson frá Reykjarhóli í Fljótum- Páll Jónsson frá Brekkukoti og Óli Hjartarson frá Ási í Kelduhverfi. Gefandi: Gunnar Valdimarsson á Víðimel 17.07.1978. Klæða sig í bestu brók bæði Páll og hinir sigla nú á Sauðárkrók sannir kvennavinir. Benjamín Sigvadason

Hcab 472

Krikjukór Hólasóknar um eða fyrir 1960 frá vinstri: Árni G. Pétursson Hólum- Friðfríður Jóhannsdóttir Hlíð- Páll Sigurðsson Hofi- Þórey Sigurðardóttir Skúfsstöðum- Guðmundur Stefánsson Hrafnhóli- Una Þ. Árnadóttir Kálfsstöðum- Friðbjörn Traustason Hólum söngstjóri- Fjóla Gunnlaugsdóttir Víðinesi- Pétur Runólfsson Efra-Ási- Helga Ásgrímsdóttir Efra-Ási- Árni Sveinsson Kálfsstöðum og Guðrún Ásgrímsdóttir Efra-Ási. Eftirtaka: Jónas Hallgrímsson Dalvík. filma nr. H78.8. 1979.

Jónas Hallgrímsson (1915-1977)

Hólabardagi 1209

Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Hólabardagi 1209. Að tilstuðlan Haukdælingsins Þorvaldar Gissurarsonar í Hruna slóust sunnlenskir og borgfirskir bændur í lið með Arnóri Tumasyni að hefna Kolbeins Tumasonar og tóku upp erindi hans frá Víðinesi. Með þeim voru þeir bræður Sighvatur og Snorri Sturlusynir. Slí í brýnu á Hólum, en biskup var liðfár og gerði Arnór honum þá kosti að létta af þeim bannfæringunni og bauð á móti grip fyrir sakamenn þá sem biskup hélt hlífiskildi yfir. Neitaði biskup þar til Snorri bauð honum með sér í Reykholt og reið með hann brott af Hólastað, en sakamenn þeir sem Kolbeinn hafði sektað voru dregnir úr kirkju og höggnir." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 18).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Hólakirkja

  • IS HSk N00477-B-C
  • Málaflokkur
  • 1960 - 1994
  • Part of Hólahreppur

Bókhaldsgögn bréfaskriftir og kvittanir. Kirkjukórsgögn og bréf frá biskup Íslands Sigurbirni Einarssyni 5. des. 1960.
Bók um legstaðaskrá 1967 - 1991, og fjórir litlir bæklingar. Hátíðarmessa á Hólum 4 des 1988. Héraðasfundur Skagafjarðarprófasts 14 okt.1984. Biskupsvígsla að Hólum 27. júní. 1982. Tveir garðar fornir í Fljótum, Páll Sigurðsson frá Lundi, 1979.

Hólahreppur

Hólaljóð

Útgefið rit í stærðinni 22,5 x 14,2 cm.
Hólaljóð. Biskupsvígsla á Hólum 10. júlí 1910, er vígður var Geir biskup Sæmundsson.
Skáldið Matthías Jockumsson flutti ljóðið í Hóladómkirkju á vígsludaginn.
8 bls. Félagsprentsmiðjan 1910.

Matthías Jochumsson

Hólamenn: Skjalasafn

  • IS HSk N00094
  • Safn
  • 1890-1891

Sveitablaðið Stígandi sem gefið var út af "nokkrum Hólamönnum", 1890-1891.

Hólamenn (1890-1891)

Hólar í Hjaltadal: Skjalasafn

  • IS HSk N00523
  • Safn
  • 1942-1997

Gögn ýmissa félaga er störfuðu á Hólum í Hjaltadal á tímabilinu 1942-1997.

Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal

Hvis 1053

Efri röð frá vinstri: Hjalti Pálsson. Sigurður Pálsson. María Pálsdóttir. Anna Pálsdóttir. Sigurlaug Pálsdóttir. Trausti Pálsson. Sigurður Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Hörður Jónsson. Harpa Jónsdóttir. Gunnar Guðmundsson

Hvis 1409

Frá vinstri: Óþekkt. Margrét Árnason hfr. á Sjávarborg II. Óþekkt. Haraldur Árnason frá Sjávarborg, skólastjóri á Hólum í Hjaltadal, (maður Margrétar).

Hvis 1691

Myndin er tekin 1952 við þvottahúsið Hólum í Hjaltadal -.frá vinstri: Magnús Benedikt Steinþórsson. Anna Steingrímsdóttir. Trausti Pálsson. Þorleifur Hjaltason. Gunnar Svanur Hafdal

Hvis 23

Þorbjörg Árnadóttir (1855-1932)- kona Sigfúsar Vigfússonar á Geimundarstöðum- og dóttir hennar- Sigríður Benediktsdóttir (1886-1948) frá Hólum í Hjaltadal- kona Arngríms Sigurðarssonar- Litlu-Gröf Skag.

Hvis 236

Börn Hermanns Jónassonar skólastjóra á Hólum í Hjaltadal og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Hallgrímur Hermannsson (1892-), flutti til Vesturheims og Sigríður Hermannsdóttir (1889-1921), búsett í Reykjavík.

Arnór Egilsson (1856-1900)

Hvis 27

Þorbjörg Árnadóttir (1855-1932)- kona Sigfúsar Vigfússonar á Geirmundarstöðum- og dóttir hennar Sigríður Benediktsdóttir (1886-1948) frá Hólum í Hjaltadal- kona Arngríms Sigurðarssonar Litlu-Gröf Skag.

Hvis 558

Gunnlaugur Björnsson, kennari á Hólum og oddviti í Brimnesi, (t.v.) og Guðmundur Skarphéðinsson, skólastjóri á Siglufirði (t.h.).

Ólafur Oddsson (1880-1936)

Jón Arason Hólabiskup

Bæklingur í stærðinni 17,8 x 11,4 cm.
Jón Arason Hólabiskup. Fæddur á Grýtu í Eyjafirði 1484. Hálshöggvinn í Skálholti 7. nóv 1550.
Alls 4 bls bæklingur með ljóði eftir Pál Ólafsson.
Bæklingurinn er áritaður: "Til hr Árna Þorkelssonar. Vinsaml. frá höfundi.
Alls 12 bls., auk kápu.

Páll Ólafsson skáld

Kæra til sáttanefndar í Viðvíkursáttaumdæmi ásamt niðurstöðum

Jón Jónsson, hreppstjóri á Hafsteinsstöðum, leitar til sáttanefndar Viðvíkurssáttumdæmi varðandi skuld Þorgils Hjálmarssonar, Hólum, hjá verslun Á. Ásgeirssonar á Ísafirði en Jón hafði umboð verslunarinnar til að innheima þessa skuld. Plaggið inniheldur erindi Jóns (nefnd kæra seinna í plagginu) ásamt viðbrögðum og niðurstöðu. Hefst 5. janúar 1903 og lýkur 13. janúar 1903.

KCM2624

Tilg. 850 ára afmæli biskupsstóls á Hólum í ágúst 1956 (eða Hólahátíð í júlí 1957 þar sem minnst var 75 ára afmælis Hólaskóla).
Samkoma við kirkjugarðinn á Hólum. Í ræðustól er hugsanlega Sigurður Sigurðsson sýslumaður.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2625

Hólar í Hjaltadal. Sjá mynd 2624. Á miðri mynd í ljósum fötum er hugsanlega Konráð Þorsteinsson.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2626

Sjá mynd 2624. Lengst t.v. er H.J. Hólmjárn (Hólmjárn Jósefsson Hólmjárn), Vatnsleysu, hinir óþekktir.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2629

Sjá mynd 2624. T.v. Jónas Jónasson frá Hofdölum (Hofdala-Jónas) og t.h. Ágúst Magnússon, Víðinesi.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2630

Sjá mynd 2624. Hópur fólks við kirkjugarðinn á Hólum. Jón Þ. Björnsson kennari með hatt á miðri mynd og t.h. við hann Kristján Ingi Sveinsson og séra Björn Björnsson.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2631

Sjá mynd 2624. Skólahúsið á Hólum. Hugsanlega er Hermann Jónasson ráðherra í ræðustól (sér á bak).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Kort

  • IS HSk N00477-E-B
  • Undirskjalaflokkar
  • 1974 - 1987
  • Part of Hólahreppur

Kort sem eru sett hér koma frá einkasafni Harðar Jónssonar oddvita og eru sett með Hólahrepp því þar lágu gögnin við komu. Teiknistofa Laugarvegi 96. Hrafnkell Thorlasíus arkitekt , Reykjavík jan.1974 eru með afstöðumynd, grunnmyndir og útlitsmyndir af Barnaskóla Hólum í Hjaltadal. Sökum stærðar teikningar er hún brotin saman í uppruna frá gögnum.
Einnig Grunnmyndsteikning og innréttingateikning fyrir smábarnaskóla Hólum í Hjaltadal, sama teiknistofa, sept. 1974.
Bréfaskriftir 3 blöð og teikning af deiliskipulagi einbýlishúsalóða á Hólum í Hjaltadal, Árni Ragnarsson arkitekt júlí 1987.

Hólahreppur

Lestrarfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00108
  • Safn
  • 1885 - 1993

Gögnin í safninu segja langa sögu félagsins en þau eru í misgóðu lagi svo gott væri að mynda elsta hluta safnsins til að halda heimildum félagsins. Hreinsun var úr safni af heftum, bréfaklemmum og umslögum.
Fundagerða- reikninga og skýrslubækur innihalda skrár yfir keyptar bækur, félagaskrá, bókhald og fundagerðir.
Samkvæmt bókskrárbókum eru bókum skipt í deildir eftir því um hvað þær fjalla. Samanber deild E eru leikrit.
Útektar bækur eru skráðar á bæjarheiti, ártal og bókaheiti. Gjafabækur frá Friðbirni Traustasyni og er það heillöng bókaskrá.
Lítil ljóðabók Milli vita er skrifuð með mjög fallegri rithönd og gaman væri að koma ljóðunum út í veröldina. Bók er eftir Sigríði K Traustadóttur 24.04. 1886 - 02.07.1951.

Lestrarfélag Hólahrepps

Milli vita

Lítil harðspjalda handskrifuð ljóða og minnisbók Sigríðar Traustadóttur. Hún ritar sín ljóð og annarra í þessa litlu bók á meðan hún er á ferðalagi sínu. Hún er einnig að þýða í bókinni ljóð eftir Colly Monrad Rósir lífs og dauða og Kvöldvísa eftir Göethe, ásamt því að yrkja ljóð á norsku, hér er einnig ljóð um Jón Magnússon Ósmann.

Lestrarfélag Hólahrepps

Minning - Greinar 1966 - 1969

Minning um:
Jóhannes Jónsson Þorleifsstöðum. Minningagrein. Tíminn 8 / 1 1966.
Jón Jónsson Hof Höfðaströnd. Minningagrein. Tíminn 5 / 6 1966.
Jón Jónsson Syðri - Húsabakka. Minningagrein. Tíminn 7 / 9 1966.
Steingrímur Steinþórsson, fyrrverandi forsætisráðherra Reykjavík. Minningargrein. Tíminn 18 / 11 1966.
Guðbjartur Ólafsson Reykjavík. Minningargrein. Tíminn 14 / 2 1967.
Amalía Sigurðardóttir frá Víðivöllum. Minningargrein. Tíminn 15 / 8 1967.
Sigurður Þórðarson alþingismaður, frá Nautabúi. Minningargrein og bréf. Tíminn 12 / 9 1967. Meðfylgjandi er bréf um beiðni um birtingu á greininni.
Guðmundur Sveinsson fulltrúi Sauðárkróki. Minningargrein. Tíminn 22 / 10 1967.
Páll Sigurðsson frá Keldudal. Minningargrein. Tíminn. 7 10 1967.
Jóhannes Steingrímsson Silfrastöðum. Minningargrein. Tíminn 21 / 4 1968.
María Rögnvaldsdóttir frá Réttarholti Sauðárkróki. Minningargrein. Tíminn 14 / 11 1968.
Arngrímur Sigurðsson Litlu - Gröf. Minningargrein. Tíminn 20 / 12 1968.
Kristján Karlsson fyrrverandi skólastjóri á Hólum, Reykjavík. Minningargrein. Tíminn 2 / 12 1968.
Árni J. Hafstað Vík. Minningargrein. Tíminn. 29 / 6 1969.
Páll D. Þorgrímsson Hvammi. Minningargrein. Tíminn 15 / 7 1969.
Guðrún Sigurðardóttir Sleitustöðum. Minningargrein. Tíminn 31 / 7 1969.
Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Ási. Aldarminning 19 / 11 1969.

Gísli Magnússon (1893-1981)

Mynd 09

Ljósmynd í stærðinni 8,8x12,5 cm. Á myndinni sést Pálmi Jónsson á Akri, þáverandi landbúnaðarráðherra, taka fyrstu skóflustunguna að laxeldisstöð á Hólum í Hjaltadal á ýtu Garðars Guðjónssonar.

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

Mynd 109

Fjórir drengir á Hólum í Hjaltadal. Hóladómkirkja í baksýn.
Tilgáta: Jón Norðmann Jónsson lengst til vinstri og Sigurgeir Snæbjörnsson lengst til hægri.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

Mynd 166

Prestar og fleira fólk á leið til kirkju.
Myndin er tekin á Hólahátíð en óvíst um ártal.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

Mynd 167

Mannfjöldi fyrir utan Hóladómkirkju. Óþekktur maður í ræðustóli.
Myndin er tekin á Hólahátíð en óvíst um ártal.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

Mynd 169

Prestar og fleira fólk á gangi. Í bakgrunni er Hólaskóli. Í forgrunni er óþekktur maður með myndavél.
Myndin er tekin á Hólahátíð en óvíst um ártal.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

Mynd 170

Prestar og fleira fólk fyrir utan Hóladómkirkju.
Myndin er tekin á Hólahátíð en óvíst um ár.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

Mynd 191

Hólar í Hjaltadal. Fjósið til vinstri, skólahúsið til hægri og sér í íþróttahúsið.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

Mynd 195

Benedikt Vigfússon prófastur á Hólum.
Myndin var í jólakorti sem á var skrifað: Til Sigríðar Benediktsdóttur á jólunum 1945 frá Sigurði Þórðarssyni.

Á neðra horni kortsins er skrifað með penna No.28276cab.copi

Mynd 66

Hópur presta gengur frá Hóladómkirkju.
Mannfjöldi í bakgrunni.
Tilgáta: Hólahátíð.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

Mynd 82

Hópur presta gengur frá Hóladómkirkju.
Mannfjöldi í bakgrunni.
Tilgáta: Hólahátíð.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

Niðurstöður 171 to 255 of 397