Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 2306 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu: Skjalasafn Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988) Eining
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

3 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Bréf Vilhelms Erlendssonar til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A4 broti, alls tvær skrifaðar síður.
Það varðar fjallskilamál Hofshrepps gegn Fellshreppi.
Með liggur bréf frá Haraldi Hjálmarssyni og Hjálmari Pálssyni vegna málsins.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Nafnalisti yfir sundnemendur

Listinn er vélritaður á pappírsörk í A4 stærð og telur nemendur við Reykjarhólslaug vorið 1919.
Með liggur skýrsla um sundkennsluna. Hún er vélrituð á pappírsörk í A5 stærð.
Ástanda skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Útsvarskæra Hjálmars Þorgilssonar

Pappírsörk í folio broti. Þrjár síður handskrifaðar, útsvarskæra Hjálmars Þorgilssonar á Kambi í Deildardal. Aftasta síðan er niðurstaða hreppsnefndar í útsvarskærumálum þriggja einstaklinga.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Vegamálastjóra til sýslunefndar

Bréfið er vélritað á pappírsörk í folio stærð. Það varðar greiðslu sements vegna Norðurárbrúar. Með liggja skrá yfir timbur í brúna og reikningur frá Eimskipafélagi Íslands vegna sementsflutnings.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Gjörðabók sýslunefndar 1952-1959

Innbundin fundargerðabók í stærðinni 23,5x34 cm. Bókin er 304 númeraðar síður og þar af eru 6 auðar. Kápan er farin að losna frá bókinni og kjölurinn nokkuð slitinn.
Þessar fundirgerðir voru gefnar út á prenti.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf íbúa í Rípurhreppi

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A5 broti, alls tvær skrifaðar síður. Það varðar girðingu fyrir hinn svokallaða Bakkaveg. undir bréfið rita nokkrir íbúar í Rípurhreppi.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tillaga fjármálanefndar

Tillögurnar eru handskrifaðar á pappírsörk í A4 broti.
Þær varða ýmis fjármál.
Með liggja símskeyti og pappírsörk í A4 stærð, sem einnig varða fjármál.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 1 to 85 of 2306