Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 3259 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu: Skjalasafn Enska
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

3 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Nefndarálit samgöngumálanefndar

Skjalið er handskrifuð pappírsörk í foliostærð.
Það varðar tillögur nefndarinnar vegna vinnuskýrslu úr Lýtingsstaðahreppi, brúar á Hofsá og Fljótaárbrúar.
Ástand skjalsins er gott.
Með liggur kaupskrá fyrir daglaunamenn vegna vegavinnu í Lýtingsstaðahreppi.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Nefndarálit um Drangey

Skjalið er handskrifað á pappírsörk í folio stærð.
Varðar nefndarálit allsherjarnefndar um eggjatöku í Drangey.
Skjalið er talsvert upplitað.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Nefndarálit um fjallskilamál

Skjalið er handskrifuð pappírsörk í foliostærð.
Nefndarálit allsherjarnefndar vegna markaskoðunar.
Með liggur nefndarálit atvinnumálanefndar vegna uppsagnar Stefáns Hannessonar, einnig í folio stærð.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Nefndarálit um fundarlaun

Vélrituð pappírsörk í A5 stærð, varðar nefndarálit allsherjarnefndar um fundarlaun Skefilsstaðahrepps.
Skjalið er heillegt. Búið er að handskrifa eina leiðréttingu með blýanti.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Nefndarálit um sjúkratryggingar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A4 broti, alls þrjár skrifaðar síður.
Það varðar nefndarálit um sjúkratryggingar. Með liggur viðbót á litlum pappírsmiða. Með liggur einnig pappírsörk í folio stærð sem hefur verið brotin utan um pappírana.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Nefndarálit um sveitarstjóðsreikning Skagafjarðarsýslu 1931

Álitið er handskrifað á pappírsörk í folio broti.
Með liggur endurskoðun sveitarsjóðsreikninga Skagafjarðarsýslu fyrir árið 1931 handskrifuð á tvær pappírsarkir í folio broti, sem og tveir pappírslappar með minnispunktum/ drögum sem tengjast málinu.
Það varðar frumvarp að áætlun um tekjur og gjöld sýslusjóðsins 1932.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Reglugerð um hreinsun hunda

Reglugerðin er vélrituð á 2 pappírsarkir í folio stærð.
Yfirskrift hennar er "Reglugjörð fyrir Skagafjarðarsýslu um hreinsum hunda af bandormum og varnir gegn sullaveiki"
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 2211 to 2295 of 3259