Sýnir 139 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Steinunn Sigurjónsdóttir: Skjalasafn
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Bréf frá Steinunni Sigurjónsdóttur

Steinunn Hallsdóttir skrifar Gunnlaugi syni sínum bréf þar sem hann dvelur í Laugarvatnsskóla. Í bréfinu óskar hún Gunnlaugi góðs gengis í skólanum og vonar að hann verði alltaf sá stillti og prúði drengur sem hann nú er. Hún lætur hugann reika til æskuáranna og óskar þess að sjálf væri hún ung að setjast á skólabekk. Steinunn segir Gunnlaugi frá því að hún sé ekki vel frísk en vill þó ekki gera mikið úr því.

Ýmis gögn

Ýmis gögn sem voru í skjölum Gunnlaugs Jónassonar. Þetta eru siðferðisvottorð fyrir Gunnlaug gefið út af Hallgrími Thorlacius, lyfseðill og félagsskírteini ungmennadeildar Slysavarnafélags Íslands.

Gögn Halls Jónassonar

Skjöl sem tilheyra Halli Jónassyni frá Hátúni. Steinunn móðir Halls hélt gögnunum til haga. Í skjölunum er að finna einkunnablöð, bréf, reikninga og nótur, ásamt einni innbundinni vasabók.

Hallur Jónasson (1918-2011)

Islandsk folkeopdragelse

Hefti í stærðinni 15,3x22,5 sm. Heftið er alls 20 bls, auk kápu.
Höfundur er Holger Kjær.
Heftið er áritað af honum en utan á kápu stendur: "Lisa Hallgrima Thorlacius. Med venlig hilsen fra forfatteren."

Landvörn

Blað í stærðinni 38x25 cm, prentað á dagblaðapappír, alls ein opna.

  1. árg 2. tbl. Gefið út í Reykjavík 10. apríl 1946.

Steinunn Sigurjónsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00316
  • Safn
  • 1920-1950

Skjalasafn Steinunnar Sigurjónsdóttur í Hátúni á Langholti. Gögnin eru samsafn af hennar persónulegu gögnum, bréfum og bókhaldi, ásamt gögnum barna hennar. Steinunn hefur haldið utan um gögn barna sinna frá grunnskólagöngu þeirra og fram á fullorðinsár og eru þau þess vegna skráð með hennar eigin gögnum.

Steinunn Sigurjónsdóttir (1891-1981)

Bréf frá Steinunni Hallsdóttur

Bréf frá Steinunni Hallsdóttur á Akureyri. Hún segir Steinunni frá búferlaflutningum suður yfir heiðar og vonast til að þær hittist þar á Hótel Borg og geri sér glaðan dag saman.

Steinunn Hallsdóttir (1877-1946)

Ýmis gögn

Hér er að finna ýmis gögn úr búi Steinunnar. Happdrættismiða fyrir sundlaug í Varmahlíð, skömmtunarmiða, jólakort, erfiljóð um Sigurð Jónsson frá Brautarholti, dagskrá frá söngskemmtunar Sigurðar Skagfield, ljóð og fleiri blaðsnepplar sem ekki er ljóst hver skrifaði. Einnig ýmislegt útgefið efni, t.d. Barnablaðið, tímaritið Landvörn, tímaritið Ægir, tímaritið Dýraverndarinn, bókaslitrur og auglýsingar.

Vinnubækur Bjarna

Vinnubækur frá grunnskólagöngu Bjarna Jónassonar. Bækurnar gefa góða innsýn í nám barna á þessum tíma en um er að ræða vinnubækur í ýmsum fögum. Bækurnar innihalda teikningar, stíla, skriftaræfingar og fleira.
Bækurnar eru ekki merktar með ártali né námsgrein en líklega inniheldur hver bók/mappa öll námsgögn það skólaárið.
Bjarni myndskreytti mörg blöð með fallegum og vel gerðum myndum.
Gögnin eru líklega mynduð einhvertíman á árabilinu 1937-1943.

Uppkast að bréfum og fleira

Eitt tölublað af Barnablaðinu ( 8 árg. 8 tbl.), uppkast að bréfi til Sogurðar Helgasonar, og uppkast að bréfi varðandi áskrift að Barnablaðinu, einnig nokkur tóm umslög merkt Bjarna.

Bréf frá Hrefnu Sigmundsdóttur

Bréfið er frá Hrefnu Sigmundsdóttur í Vestmannaeyjum en Hrefna og Sigurður skrifuðust á eftir að hafa séð auglýsingu um pennavini í Æskunni. Með bréfinu fylgir mynd af Hrefnu og mynd af heimili hennar.

Bréf frá Gunnlaugi Jónassyni

Bréf frá Gunnlaugi Jónassyni til Sigurðar bróður síns. Bréfið skrifar Gunnlaugur frá Laugarvatni þar sem hann stundar nám. Hann segir Sigurði frá lífinu á Laugarvatni og spyr frétta að heiman.

Bréf frá Gunnlaugi Jónassyni

Gunnlaugur Jónasson skrifar Sigurði bróður sínum. Gunnlaugur skrifar frá Laugarvatni þar sem hann stundar nám. Gunnlaugur er í bréfinu að biðja Sigurð fyrir því að senda sér 500 krónur á Laugarvatn. Spyr jafnframt frétta af mæðuveikinni sem nú geysar í Skagafirði.

Uppkast að bréfi til Maddýar

Bréf til Maddýar frá Sigurði. Líklega er Maddý pennavinkona Sigurðar úr barnablaðinu Æskunni. Sigurður segir henni frá lífinu í Hátúni en þegar þetta er skrifað er faðir Sigurðar nýlega fallinn frá.

Bréf frá Halli Jónassyni

Bréf frá Halli Jónassyni til Gunnlaugs bróður hans. Hallur segir frá lífinu á Akureyri og spyr frétta úr Skagafirðinum. Hann segir Gunnlaugi að vera í sambandi við sig varðandi kaup á byggingarefni því mögulega sé ódýrara að fá efni á Akureyri og hann geti aðstoðað með flutning.

Námsgögn Gunnlaugs Jónassonar

Námsgögn Gunnlaugs Jónassonar frá Hátúni. Aðallega er um að ræða námsbækur og blöð frá dvöl hans í Laugarvatnsskóla en ein vinnubók er frá grunnskólagöngu Gunnlaugs og inniheldur eina smásögu um tófuna og snigilinn.

Námsgögn frá Laugarvatni

Námsgögn Gunnlaugs frá þeirri tíð er hann dvaldi í Laugarvatnsskóla. Um er að ræða stílabækur og reikningsbækur ásamt lausum blöðum af ýmsu tagi. Skjölin gefa ágætis innsýn í þau fræði sem lögð var áhersla á í skólanum á þeim tíma.

Bréf frá óþekktum

Óþekktur bréfritari skrifar Halli og óskar honum til hamingju með skírnina á litla bróður hans, Bjarna Sigurvin. Bréfið hefur líklega komist í tæri við bleytu og er það því torskilið og hefur blekið máðst af á hluta.

Gögn Guðrúnar Jónasdóttur

Gögn Guðrúnar Jónasdóttur frá Hátúni sem móðir hennar, Steinunn Sigurjónsdóttir hélt til haga. Gögnin eru reikningar og nótur frá Kaupfélagi Skagfirðinga og eitt einkunnablað frá árinu 1936.

Guðrún Jónasdóttir (1927-2019)

Uppkast að bréfi

Uppkast að bréfi frá Sigurjóni, skrifað að Syðra-Skörðugili. Bréfið er svarbréf við auglýsingu sem kom í útvarpinu þar sem óskað var eftir bústjóra á jörð skammt frá Reykjavík. Sigurjón segir stuttlega frá sjálfum sér og spyr jafnan frekari upplýsinga varðandi starfið.

Niðurstöður 86 to 139 of 139