Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 133 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Vesturfarar: Ljósmyndasafn Mannamyndir*
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

131 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Mynd 128

Árni Kristinsson, 12 ára gamall. (F. 30.04.1883).
Líklega fyrsta mynd sem til er af honum.
Tekin í Winnipeg, Manitoba, Kanada árið 1895.

Mynd 1

Fólkið á myndinni er óþekkt.
Aftan á myndina er skrifað: "Our home in Moves Bay Calif., before us moved to to Bellingham Wash."

Mynd 56

Fólkið á myndinni er óþekkt.
Aftan á myndina er rituð eftirfarandi jólakveðja:
"August 1919 Svevig. Glædelig julog mange velige hilser fra deres danske venner E og S Paulli."

Mynd 84

Konan í upphlutnum heitir Helga Jónsdóttir og sú í kjólnum heitir Hildur.
Aftan á myndina er skrifað:
"Reykjavík 21/3 1912. Kæra Guðbjörg mín. Jeg hef að öllum líkindum ekki breyst svo mikið að þú þekkir mig ekki, en samt þori jeg ekki annað en segja þjér að jeg er sú sem er í upphlutnum, en Hildur sem er á kjólnum. Skilaður kærri kveðju til alls heimilisfólksins, svo er jeg. Þín einlæg frænka Helga Jónsdóttir."

Mynd 100

Óþekkt hjón með lítið barn.
Aftan á myndina er skrifað:
"Þóra A. G. Sigurðsson. Baby 6 months."

Mynd 8

Maðurinn og barnið á myndinni er óþekkt en aftan á hana eru skrifaðar þessar upplýsingar:
"Þetta er af pabba í sumar, tekið framan við húsið heima."

Mynd 61

Samkvæmt upplýsingum á myndinni er maðurinn á myndinni annað hvort Sigurbjörn Bjarnason eða Guðmundur Bjarnason, bróðir Bjargar Bjarnadóttur í Borgargerði, en þeir fóru báðir til Vesturheims. Myndin var send Björgu Bjarnadóttur í Borgargerði.

Mynd 63

Börnin á myndinni eru óþekkt.
Myndin er merkt Sigríði Magnúsdóttur á Hofsósi og virðist hún því hafa fengið hana senda.

Mynd 60

Fimm óþekkt börn.
Aftan á myndina er ritað:
"Sigríður Magnúsdóttir með lukku ósk frá S. Þórarinsdóttur."

Mynd 44

Á myndinni eru óþekktur maður í hermannabúningi með byssu um öxl.
Aftan á myndina er skrifað:
"Sonur Björns Skagfjörð í Ameríku."

Mynd 81

Myndin er tekin á óþekktri leiksýningu. Fólkið á myndinni er óþekkt.

Mynd 82

Á myndinni eru níu óþekktar konur. Flestar eru þær í íslenskum búningum.

Mynd 78

Tvær óþekktar stúlkur.
Myndin er merkt Ingibjörgu Jónsdóttur á Þröm.

Mynd 4

Stúlkan á myndinni er óþekkt.
Aftan á myndina eru ritaðar eftirfarandi upplýsingar:
"Fríða. Klædd í grímubúning "Bandaríkjafáninn".
Tekið í júlí 1921.

Mynd 87

Fjórir óþekktir karlmenn. Samkvæmt upplýsingum sem ritaðar eru framan á myndina er hún tekin upp á Flöebanen í Bergen árið 1926.

Mynd 38

Passamynd. Óþekkt kona.
Myndin er tekin hjá Hennepin studio í Minneapolis.

Mynd 15

Konurnar á myndinni eru óþekktar.
Aftan á myndina er skrifað:
"1932 í Florída með vinastúlku minni."

Mynd 16

Átta manna hópur fólks fyrir utan hús á slóðum Vesturfara.
Fólkið á myndinni er óþekkt.

Mynd 133

Árni Kristinsson les jólasögu fyrir tvö af barnabörnum sínum, Patti og Steve Thompson. Myndin er tekin 24. desember 1959 í Saskaton.

Mynd 130

Sigríður (Johnson) Kirstinsson, kölluð Sadie. Kona Árna á mynd nr 1. Ef til vill brúðarmynd og ef svo er væri hún tekin árið 1012. Tekin í Winnipeg í Kanada.

Mynd 131

Guðrún Ólöf (Kristinsson) Thompson, kölluð Olive, með bróður sínum, Jóhn Alan Kristinsson. Börn Árna á mynd nr 1. Myndin er tekin í Saskatoon, Saskatchewan í Kanada í september 1993.

Mynd 132

Guðrún Ólöf (Olive) með börn sín, talið frá vinstri: Bob Thompson, Carol (Thompson) Hellman, Olive (Kristinsson) Thompson, Patti (Thompson) Miller, gefandinn og Steve Thompson. Myndin er tekin í Saskaton í september 1993.

Mynd 2

Á myndina er prentaður texti: "Hópur fulltrúa og áheyraenda á 3. þingi SUJ.
Samband ungra jafnaðarmanna var stofnað 1930 og því líklegt að myndin sé tekin 1932-1933.
Á myndinni sést fáni Félags ungra jafnaðarmanna en það var stofnað 1928.

Mynd 129

Kristín Jónsdóttir (1847-1933). Móðir Árna á mynd nr 1. Myndin er tekin í Mountain, Norður-Dakota.

Mynd 25

Fólkið á myndinni er óþekkt. Bak við er bjálkahús og er hún tekin í Vesturheimi.
Aftan á myndina er skrifað:
"Back row from left ti right. Evelyn, Bobby, myself, Frank, Berniel, Vernaa, Alvin, Irene, Verla, Keith.
Baby Ruth not here. 1936."

Mynd 108

Konan hægra megin á myndinni er Sigurlína, sem var hjá Pálma Péturssyni og Helgu og Sjávarborg en fór til Vesturheims.
Hin konan er óþekkt.

Mynd 13

Á myndinni er óþekkt fólk, við störf á rannsóknarstofu í New Jersey.
Aftan á myndina er skrifað:
"Jólin 1946 á rannsóknarstofu sem ég vann á þá í New Jersey. Þetta fólk vann með mér."

Mynd 114

Sigurður Pétursson frá Sjávarborg.
Aftan á myndina er skrifað: "Sigurður Pétursson sýslumaður frá Sjávarborg dó ungur."
Myndin var gefin 09.07.2003 úr dánarbúi Kristínar Sölvadóttur Skr.

Mynd 115

Fjögur óþekkt börn.
Aftan á myndina er skrifað:
"Kalli bróðir minn."
Gefandi er Magnús Gíslason frá Frostastöðum, 20.05.1997.

Mynd 126

Þorbjörg Þorvaldsdóttir og fjölskylda hennar.
Þorbjörg var dóttir Þorvaldar Einarssonar og Láru Sigfúsdóttur á Sauðárkróki.
Aftan á myndina er ritað:
"Pjettur bróðir. Jeg sendi þjer mind af okkur en vonast til að fá mind af ykkur ef þið gjettið. Þín systir Þorbjörg."

Mynd 39

Þrjár óþekktar konur.
Aftan á myndina er skrifað:
"Þetta erum við þrjár sistur Lauga til vinstri, jeg í miðið og Björg til hægri."

Mynd 97

Fólkið á myndinni er óþekkt.
Aftan á myndina er skrifað:
"Þetta er Silvía dóttir Gunnlýgs bróðir míns og heit bróðir hennar."

Mynd 101

Aftan á myndina er skrifað:
Antoniette og Eurico og ég. Þetta er sama sunnudaginn. Hjónin heita Carmine og Antoniette Mezzacappa og drengirnir eru Eurico. Mig þekkið þið býst ég við."
Myndin er merkt með sömu rithönd og mynd nr 98.

Mynd 3

Fólkið á myndinni er óþekkt en aftan á myndina eru ritaðar eftirfarandi upplýsingar.
"Frá vinstri til hægri. ?, Jóhanna kona mín, Margrét systir mín, Þorbjörg móðir mín, Florence dóttir Margrétar, Thorsteina, Sigríður dóttir mín, ég og yngsta dóttir mín."

Mynd 116

Tveir óþekktir menn.
Mennirnir heita Daníel og Kristján.
Úr eigu Sigurðar Laxdal, Holtsmúla.

Mynd 119

Óþekktur karlmaður með tvö börn.
Aftan á myndina er skrifað: "Til Lilju."

Mynd 123

Óþekkt hjón með þrjú börn.
Myndin er tekin um 1904 af Benedikt Ólafssyni sem var ljósmyndari í Winnipeg.

Niðurstöður 1 to 85 of 133