Print preview Close

Showing 6 results

Archival descriptions
Pétur Jónasson: Skjalasafn Sauðfé English
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 19,5 x 15,4 cm.
Hún inniheldur æviágrip um Gunnar Einarsson á Þangskála, Snorra Bessason í Grundarkoti og Guðmund Bergsson.
Einnig ýmsar ættfræðiupplýsingar, ábúendatal eftir 1900, fjártölu Holtshrepps 1967 o.fl.
Kápan er óhrein en ástand bókarinnar er að öðru leyti gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Bréf Kolbeins Kristinssonar til Péturs Jónassonar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A4 stærð auk fjórðungs úr annarri pappírsörk.
Efi bréfsins er sauðfjárbúskapur þeirra Kolbeins og Péturs og auk þess svar við fyrirspurn um ættir Péturs.
Blöðin eru upplituð og óhrein.

Kolbeinn Kristinsson (1895-1983)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,3 x 16 cm.
Bókin inniheldur m.a. fróðleik um Siglufjarðarveg, annál 1881-1882 og frásögn af hval í Hraunakoti, veðurfar sumarið 1882 í Fljótum, upplýsingar um foreldra Péturs, um Myllu-Kobba, frásögn af þreföldu brúðkaupi, tóvinnu, verslun og sauðasölu, skíðamenn og konur, fjölskylduhagi Péturs og æskuminningar, sveitarlýsingu Hannesar Hannessonar og brúagerð yfir Fljótaá og fleira.
Með liggur minnismiði frá Hjalta Pálssyni um efnisatriði bókarinnar.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 25,3 x 19,5 cm.
Í bókina er skrifaður ýmiss fróðleikur, m.a. um presta sem þjónað hafa í Fljótum, ljóð, þjóðsöguna um Sálina hans Jóns míns, sauðfjártölu í Holtshreppi og Haganesvík 1966, úrslit kosninga í kaupstöðum 1962 og uppskrift af viðtali við Hannes Hannesson á Melbreið.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 32 x 13 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaður fróðleikur og ljóð úr útvarpsþáttum. Einnig ýmis önnur ljóð, æviágrip Pálma Sveinssonar á Reykjavöllum í Skagafirði, hugleiðing um kosningarétt kvenna, annála atriði, fróðleikur um símalagningu og Glaumbæ í Skagafirði, fjártala í Holtshreppi 1932,frásögn um leiksýningu 1953 (ekki ljóst hvar hún var sett upp) og sögn um álagablett í Minni-Brekku.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggja tvö minnisblöð

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)