Sýnir 22 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Ungmennafélag Höfðstrendinga Eining Enska
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

5 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Jón Þorkelsson Vídalín

Þessi mynd af Jón Þorkelsson Vídalín með gögnum U.M.F.H. En Jón Þorkelsson Vídalín (21. mars 1666 – 30. ágúst 1720) var biskup í Skálholti, lærdómsmaður, mikill prédikari og helsta latínuskáld sinnar tíðar.

Leikrit Henrik og Pernille

Í gögnum Ungmennafélags Höfðstrending var þessi handskrifaða bók, leikritið Henrik og Pernille eftir Ludvig Holberg, Baron of Holberg (3 December 1684 – 28 January 1754). Þýðandi Lárus Sigurbjörnsson. Ekki vitað hver skráði í bókina. Bókin er harðspjalda og heilleg, letur er læsilegt en bókakápa snjáð.

Leikskýrslur

Handskrifaðar leikskýrslur vegna knattspyrnuleikja á Hofsósvelli og 2 körfuboltaskýrslur. Ein útfyllt leikskýrslubók, heftuð saman. Gögnin eru lesanleg en skrift máð.

Lög U.M.F.H ódagsett

Handskrifuð bók um lög U.M.F.H, fundarsköp og þá félagsmenn sem þá voru mættir. Hér er trúlega önnur handskrifað lagabók félagsins. Orðalag hefur breyst frá fyrstu bók og félagsmenn í annarri röð en áður. Bókin er ódagsett og dagsett miðið við gögn sem hún kom með, hefur trúlega orðið fyrir vatnsskaða. Bókakápan er undin og blettótt.

Lög U.M.F.H ódagsett

Handskrifuð bók um lög U.M.F.H, fundarsköp og þá félagsmenn sem þá voru mættir. Hér er trúlega fyrsta handskrifað lagabók félagsins vegna orðalags og hve hún er illa farin laus blöð gulnuð og í slæmu ástandi og. Bókin er ódagsett.

Lög U.M.F.H ódagsett

Handskrifuð bók um lög U.M.F.H. Hér er trúlega þriðja handskrifað lagabók félagsins. Orðalag hefur breyst frá fyrstu bók og félagsmenn í annarri röð en áður. Bókin er ódagsett og dagsett miðað við það tímabil sem hún kom með. Bókin er í góðu ástandi.

Óli Magnús Þorsteinsson

Persónuleg skjöl Óla M Þorsteinssonar frá Fasteignalánafélagi Samvinnumanna, Veðdeildarlánum, Brunabótavottorð, Grunnleigusamningur, Veðbókavottorð, ásamt öðrum gögnum Óla Magnúsar. Gögnin eru heilleg og læsileg.

Sjóðsbók 1917 - 1947

Handskrifuð bók yfir tekjur og gjöld Ungmennafélags Höfðstrendiga. Bókin er harðspjalda og í viðkvæmu ástandi, eitt horn spássíðu rifið, rauðbrúnir blettir við kjöl á nokkrum blaðsíðum.

Sjóðsbók 1947 - 1951

Harðspjalda, handskrifuð sjóðsbók sem inniheldur rekstrarreikninga og efnahagasreikninga U.M.F.H 1947 - 1951.
Bókin lítur vel út er 38 x 32 cm að stærð.

Sjóðsbók 1960 - 1969

Harðspjalda bók um greiðslur vegna íþróttavallar U.M.FH Hofsós. Einungis 3. skrifaðar blaðsíður í bókinni og kápan er blettótt og nokkuð undin, letur hefur runnið til, trúlega vegna vatns.

Sveitablaðið Félaginn

Handskrifaðar sögur og ljóð frá ýmsu sagnafólki sveitarinnar, stuttar greinar og skemmtilegar. Bókin virðist spanna nokkra árganga af sveitablaðinu Félaginn og er í góðu ásigkomulagi og blöðin heilleg og læsileg.