Showing 83 results

Archival descriptions
Verkamannafélagið Fram
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

A-B-D-E-F-G

Litlir bláir miðar um félagaskráningu. Miðarnir eru prentaðir, persónugreinanlegir en án ártals og vel læsilegir.
Gögnin eru sett i öskjur eftir stafrófsröð eins og þau lágu í safni.

Bókhald 1909-1946

Safnið samanstendur af árs- og rekstrarreikningum, skýrslum, fylgigögnum bókhalds, bókhaldsfærslubók, félagaskrá og frumbók með kvittunum. Safnið er allt ágætlega varðveitt og vel læsilegt. Hefti og bréfaklemmur voru fjarlægðar að öðru leyti var það látið halda sér óbreytt.

Bókhald 1935-1984

Innbundin og handskrifuð bók í A3 broti skrifað er í örfáar blaðsíður. Í bókinni er blað með upplýsingum með nöfnum nokkurra manna sem skulda (ekki kemur nákvæmlega fram hverjum þeir skulda eða hversu mikið), bréfið er ódagsett og án ártals.
Bókin er vel varðveitt og í góðu ásigkomulagi.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1970-1985

Í safninu er mikið af skjölum sem eru úthlutanir frá Verkamannafélaginu Fram vegna atvinnuleysisbóta, gögnin persónugreinanleg og með trúnaðarupplýsingum.

Bókhald 1986-1997

Í safninu eru skilagreinar, ársskýrslur Verkamannafélagsins Fram einnig Lífeyrissjóðs stéttarfélaga í Skagafirði auk annara.
Í safni C-D-6 og C-D-16 eru persónugreinanleg trúnaðargögn.

Félagatal- miðar

Litlir bláir miðar um félagaskráningu. Miðarnir eru prentaðir, persónugreinanlegir en án ártals og vel læsilegir.
Gögnin eru sett i öskjur eftir stafrófsröð eins og þau lágu í safni. Gögnin eru hreinsuð af bréfaklemmum, auka eyðublöðum og plast milliblöðum með stafrófstölustöfum.

Fundagerðabók hjálparsjóðs Verkamannafélagsins Fram 1954-1961.

Fundagerðabók hjálparsjóðs Verkamannafélagsins Fram 1954-1961, bókin er innbundin og með línustrikuðum blaðsíðum.
Í bókina eru sjö fundagerðir skráðar, í þeim eru persónugreinanleg trúnaðargögn og í þeirri síðustu sem er dagsett 17. 12.1961 kemur fram að þetta sé síðasta úthlutun úr sjóðnum í núverandi formi, nýtt kerfi tæki við um áramót sem hefur mikið hærri tekjustofn en núverandi kerfi.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðabók stjórnar sjúkrasjóðs Verkamannafélagsins Fram 1962-1985.

Fundagerðabók stjórnar sjúkrasjóðs Verkamannafélagsins Fram 1962-1985, innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum. Bókin er í A4 stærð og í henni eru persónugreinanleg trúnaðarupplýsingar er varða félagsmenn sem sóttu um hjá sjúkrasjóðnum. Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt. Aftast í bókinni eru tvö blöð með töllegum upplýsingum frá sjúkrasjóðnum 1973 og 1977.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðabók úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram

Í bókina eru skráðar fundagjörðir úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram 1978-1991. Bókin er þykk, innbundin og með línustrikuðum blaðsíðum, í hana eru PERSÓNUGREINANLEG TRÚNAÐARGÖGN er tengjast meðal annars bótum frá sameiginlegri úthlutunarnefnd verkalýðsfélaga á Sauðárkróki.
Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðir úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram 1991-1996

Í bókina eru skráðar fundagjörðir úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram 1991-1996. Bókin er innbundin og með línustrikuðum blaðsíðum, í hana eru PERSÓNUGREINANLEG TRÚNAÐARGÖGN er tengjast meðal annars bótum frá sameiginlegri úthlutunarnefnd verkalýðsfélaga á Sauðárkróki.
Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðir úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram 1996-1997

Í bókina eru skráðar fundagjörðir úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram 1996-1997. Bókin er innbundin og með línustrikuðum blaðsíðum, í hana eru PERSÓNUGREINANLEG TRÚNAÐARGÖGN er tengjast meðal annars bótum frá sameiginlegri úthlutunarnefnd verkalýðsfélaga á Sauðárkróki.
Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðir hjálparsjóðs og sjúkrasjóðs Verkamannafélagsins Fram 1985-1997

Fundagjörðir hjálparsjóðs og sjúkrasjóðs Verkamannafélagsins Fram 1985-1997, innbundin bók í A4 stærð með handskrifuðum færslum og línustrikuðum blaðsíðum í henni eru persónugreinanleg trúnaðargögn. Bókin er vel læsileg og í góðu ásigkomulagi, ekki er færðar fundagerðir nema í hluta bókarinnar og er hún að mestu heil og ónýtt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðir kjörnefndar Verkamannafélagsins Fram 1996

Tvö lausblaða blöð (líklega klippt úr fundagerðabók, sbr. númerum efst á blöðunum) línustrikuð sem á eru handskrifaðar fundagjörðir kjörnefndar Verkamannafélagsins Fram. Annað blaðið er dagsett 4/3,1996, hið síðara er dagsett 8/3 en ekkert ártal er á því. Blöðin eru vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðir kjörstjórnar Verkamannafélagsins Fram 1997-1998.

Fundagjörðir kjörstjórnar Verkamannafélagsins Fram 1997-1998, bókin er harðspjalda með línustrikuðum blaðsíðum. Í bókinni eru færðar fimm fundagerðir, sú fyrsta er dagsett 23/3 en ekkert ártal er skráð. Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðir samninganefndar Verkamannafélagsins Fram

Fundagjörðir samninganefndar Verkamannafélagsins Fram 1996-1997. Í bókinni er fyrsta fundagerð samninganefndarinnar sem haldin var 12.11.1996 auk tveggja annara funda sem nefndin hélt árið 1997 - ekkert annað er skráð í bókina. Bókin er í A4 stærð og er heilleg og vel læsileg.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðir Verkamannafélagsins Fram 1997-1999

Fundagjörðir Verkamannafélagsins Fram 1997-1999, í safninu eru úptrentuð og ljósrituð pappírsgögn með fundagerðum stjórnar V.M.F. Fram, stjórn sjúkarsjóðs Vlf. Fram og sameiginlegs fundar Verkamannafél. Fram og Verkakvennafélags Öldunnar.
Safnið inniheldur fundarboð og dagskrá funda, einnig gögn sem tengjast dagskrárefnis fundanna, öll hefti voru hreinsuð úr safninu. Skjölum var raðað eftir dagsetningu funda og ártali - að öðru leyti var það látið haldast óbreytt. Öll gögn eru í góðu ásigkomulagi og vel læsilegt. Í fundagerð 24.9.1998 er t.d. rætt um samstarf V.M.F. Fram og Vkf. Ölduna um ýmis samstarfsverkefni félaganna, þar að auki er rætt um sameiningu þeirra. Í fundargerð stjórnar Vlf. Fram dags.18.10.1999 kemur meðal annars fram formlegar samþykktir félaganna tveggja um sameiningu.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðir Verkamannafélagsins Fram v/ Ströndin sf.

Fundagerðabók Verkamannafélagsins Fram vegna Strandar sf. (sem er Sæmundargata 7b) sem Verkamannafélagið Fram átti. Þar rak félagið veislu- og fundarsal sem það leigði út.
Í bókina eru skráðar þrjár fundagerðir auk þess sem ein fundagerð, dagsett 25. okt. (án ártals) er á lausu línustrikuðu blaði. Einnig voru í bókinni vélrituð blöð með dagskrá stjórnafundar, hugmynd að gjaldskrá og drög að starfslýsingu umsjónarmanns með sal. Bókin er vel læsileg og í góðu ásigkomulagi.

Verkamannafélagið Fram

Fundasókn Verkamannafélagsins Fram 1928-1929

Þunn stílabók með línustrikuðum blaðsíðum sem inniheldur lista yfir félagsmenn Verkamannafélagsins Fram 1928-1929 og mætingu þeirra á fundi félagsins. Hefti sem binda bókina voru orðin mjög ryðguð og farin að molna og skemma blaðsíðurnar í miðjubrotinu. Heftin voru fjarlægð (molnuðu reyndar í sundur við viðkomu), bókin er vel læsileg og að öðru leyti hefur varðveist ágætlega.

Verkamannafélagið Fram

Fundgerðabók atvinnumálanefndar Verkamannafélagsins Fram 1969-1970.

Fundgerðabók atvinnumálanefndar Verkamannafélagsins Fram 1969-1970, bókin er innbundin handskrifuð og með línustrikuðum blaðsíðum. Í bókina eru færðar inn tvær fundagerðir, sú fyrsta er dagsett 14.12.1960, hin seinni 14.1.1970 til viðbótar er vélritað blað sem er afrit af bréfi sem sent til Verkamannafélagsins Fram og Bæjarstjórn Sauðárkróks. Bréfið er ódagsett en fest með heftum við fundagerðina sem er skráð í desember 1969. Bókin er vel læsileg og vel varðveitt, heftin voru fjarlægð.

Verkamannafélagið Fram

Fundgerðabók kjörstjórnar Verkamannafélagsins Fram 1966-1972.

Fundgerðabók kjörstjórnar Verkamannafélagsins Fram 1966-1972. Bókin er innbundin með línustrikuðum blaðsíðum, níu fundagerðir eru skráðar í bókina. Bókin er ágætlega varðveitt og vel læsileg.
Í bókinni var umslag sem á stendur "Framboðslistar: til fulltrúakjörs á 32. þing A.S.Í 1972". Með umslaginu eru þrjú blöð, tvö í A4 stærð og eitt í A5, sem er línustrikað. A4 blöðin eru vélrituð og handskrifuð með nöfnum fulltrúa fyrir fulltrúakjör fyrir þing A.S.Í árið 1972 fyrir lista A og B. Á blöðunum eru líka nöfn meðmælenda fulltrúanna. Á A5 blaðinu er handskrifuð yfirlýsing þar sem undirritaður, Egill Helgason segist hafa tekið á móti framboðslistum fyrir áðurnefndu fulltúakjöri. Egill skrifar undir yfirlýsinguna sem er dagsett 4. okt.1972. Blöðin eru viðkvæm til meðhöndlunar.

Verkamannafélagið Fram

Gestabók , orlofshús Fram 1979 -1985

Harðspjalda vínrauð kápa með gullstöfum er utan um bók en gormar halda henni svo saman, bókin er merkt no 31. Bók í góðu ástandi og bókin segir frá gleði sumaðbústaðarlífsins og veðurfari ásamt undirritun þakklátra gesta.

Gestabók Illugastaðir no.31 1992 - 1999

Vínrauð bólstruð bók með 5-6 skurðum á kápusíðu og gullstöfum. Bókin segir frá gleði sumaðbústaðarlífsins og veðurfari ásamt undirritun þakklátra gesta. Bókin er í þokkalegu ástandi.

Gestabók Illugastöðum no 7 1968 - 1980

Gestabók Verkalýðsfélaganna Fram og Öldunnar, Sauðárkróki merkt no 7, Illugastaðir. Löng harðspjalda bók en ekki í fullri breidd. Bókin hefur verið límd inn við kjöl til að halda henni saman, blöð losnuð og gulnuð. Bókin segir frá gleði sumaðbústaðarlífsins og veðurfari ásamt undirritun þakklátra gesta.
Aftast í bók liggur teiknuð mynd af sveit og er hún sett aftan við bók.Teikninginn er merkt aftan á 20.06.1976 hr. Svavar Jósefsson, Haukur Steingrímsson, Halla Rögnvaldsdóttir, Dóra Valgarðsdóttir, Haraldur Svavarsson, Bjarney Sigurðardóttir. Sauðárkróki.

Gjörðabók atvinnumálanefndar Verkamannafélagsins Fram 1950

Fundagerðabók Verkamannafélagsins Fram 1950, sem inniheldur fundagerðir atvinnumálanefndar. þetta er þunn stílabók, handskrifuð með línustrikuðum blaðsíðum. Í bókinni er fyrstu tvær fundagerðir atvinnumálanefndar V.M.F. Fram auk þess sem skrifað er svar frá stjórn V.M.F. Fram vegna fyrirspurnar frá nefndinni um verksvið nefndarinnar innan félagsins. Fremst er handskrifað "Komin frá Jóni Magnússyni, Skr.1987". Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

K-L-M-N-I-J-O-Ó-P-R

Litlir bláir miðar um félagaskráningu. Miðarnir eru prentaðir, persónugreinanlegir en án ártals og vel læsilegir
Gögnin eru sett i öskjur eftir stafrófsröð eins og þau lágu í safni.

Lög Verkamannafélagsins Fram 1933-1938

Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum í bókinni eru skráð lög Verkamannafélagsins Fram. Fyrstu lög félagsins voru skráð 7. febrúar 1933 og til ársins 1938 auk undirskriftum félagsmanna og skráðar eru sex lagabreytingar. Bókin er í A3 stærð er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

"Mas og Þras"

Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ástandi. í bók liggur kvittun fyrir afhendingu bókar til skjalasafns. Bókin er handskrifuð af Jóni Gíslasyni Guðmann, bónda á Skarði við Akureyri og afhendist hér með Héraðsskjalasafni Skagfirðinga 16. sept. 1993. Undirritun Ísak Guðmann.
Bókin er uppskrift Jóns G Guðmanns á blaðinu "Mas og þras" frá árinu 1916 - 1917, II. árgangur, tölublöð 1 -11. Vantar allan fyrsta árgang.

Minnisbækur 1984 - 1987

Tvær litlar bleikar gormabækur eru í örk og komu þannig í safn og látið halda sér. Merktar júl. '84- febr. '86 og febr. '86 - ág. '87. Bækur eru í góðu ástandi.

Minnisbækur Formanns

Minnisbækur formanns eru teknar frá safni og settar hér í eina öskju. Bækurnar eru í góðu ástandi og mismikið í þær skrifað. Þetta eru ýmist gormastílabækur, stílabækur eða harðspjalda bækur.

Minnisbók 1980

Harðspjalda handskrifuð svört Dagbók um fundi formanns Fram og það helsta sem gerist, svo og frásögn af málefnum. Bókin er í góðu ástandi.

Minnisbók 1987 - 1990

Litlar gormabækur lágu saman í safni og það látið halda sér.
Bækur í góðu ástandi og merktar 21/8 1987 - 10/2 1989 og 3 mars '89 - 10 sept. '90.

Minnisbók 1990 - 1993

Litlar gormabækur ( gorma stílabók appelsínugul og gorma dagbók með almanaki grá ) lágu saman í safni og það látið halda sér.
Bækur í góðu ástandi.

Reglugerð ekknasjóðs Verkamannafélagsins Fram 1922

Tvær reglugerðir fyrir ekknasjóðs Verkamannafélagsins Fram. Um er að ræða pappírsgögn línu- og rúðustrikuð blaðsíður sem á eru handskrifaðar þessar reglugerðir, eldri reglugerðin er dagsett 23. jan. 1922, hin (og líklega gerð mun seinna) er ódagsett og án ártals.
Gögnin hafa varðveist ágætlega og eru vel læsileg.

Verkamannafélagið Fram

Samningar 1920-1993

Prentuð pappírsgögn ( handskrifuð ca 1940 ) um hina ýmsu samninga, kauptaxta og samkomuleg er félagið kom að. Gögnin eru í góðu lagi en elstu gögnin í viðkvæmu ástandi en það kom i ljós mygla í örk 29 sem er hreinsuð. Gögnin liggja í ártalaröð og eru hreinsuð af heftum og skráning uppfærð.

Samningar 1982-2000

Prentuð pappírsgögn og litlir bæklingar um hina ýmsu samninga, kauptaxta og samkomuleg er félagið kom að. Gögnin eru í góðu lagi og liggja í ártalaröð þau eru einnig hreinsuð af heftum.

Samningar 1988-2000

Prentuð pappírsgögn og litlir bæklingar um hina ýmsu samninga, kauptaxta og samkomuleg er félagið kom að. Gögnin eru í góðu lagi og liggja í ártalaröð þau eru einnig hreinsuð af heftum.

Samningar 1995-1999

Prentuð pappírsgögn og litlir bæklingar um hina ýmsu samninga, kauptaxta og samkomuleg er félagið kom að. Gögnin eru í góðu lagi og liggja í ártalaröð þau eru einnig hreinsuð af heftum.

Samningar 2000

Prentuð pappírsgögn um hina ýmsu samninga, kauptaxta og samkomuleg er félagið kom að. Gögnin eru í góðu lagi og liggja í ártalaröð þau eru einnig hreinsuð af heftum.

Stimplar

Tveir stimplar er lágu í safni setti í sömu öskju. Þeir eru fyrir Lífeyrissjóðastéttarfélaga í Skagafirði og Verkalýðsfélagið Fram.

S-T-U-Ú-V-Þ-Ö

Litlir bláir miðar um félagaskráningu. Miðarnir eru prentaðir, persónugreinanlegir en án ártals og vel læsilegir.
Gögnin eru sett i öskjur eftir stafrófsröð eins og þau lágu í safni.

Umsóknir og útborganir

Persónugreinanleg trúnaðargögn og eru látin halda sér eins og þau lágu í safni eftir ártalaröð í upprunalegum örkum en skráning leiðrétt. Gögnin eru hreinsuð af heftum, bréfaklemmum og plasti.

Verkamannafélagið Fram

Umsóknir og útborganir 1954-1979

Persónugreinanleg trúnaðargögn og eru látin halda sér eins og þau lágu í safni eftir ártalaröð í upprunalegum örkum en skráning leiðrétt. Gögnin eru hreinsuð af heftum, bréfaklemmum og plasti.

Verkamannafélagið Fram

Umsóknir og útborganir 1978 - 1979

Dagbók -atvinnumiðlun Skr. Stór rauð harðspjalda handskrifuð dagbók í góðu ástandi, persónugreinanleg trúnaðargögn. Blöð inn í bók látin fylgja með í örk sett fyrir aftan bók. 1. Tryggingastofnun ríkisins bótaupphæðir 1979. 2. Lagabreyting 1979. 3. Umburðarbréf til úthlutunnar atvinnuleysisbóta. 4.Steinullarverksmiðjan stofnfundur 1979. 5. Umslag, merkt Þorgeir Jónsson Fiskiðja Sauðárkróks hf. Tómt. 6. Umslag merkt Sigurbjörg Magnúsdóttir inniheldur tvö blöð um staðfestingu á vinnu hjá Sjúkrahúsinu á Sauðárkrók.

Umsóknir og útborganir 1987-2000

Persónugreinanleg trúnaðargögn og eru látin halda sér eins og þau lágu í safni eftir ártalaröð í upprunalegum örkum en skráning leiðrétt. Gögnin eru hreinsuð af heftum, bréfaklemmum og plasti.