Item 24 - Lög Verkamannafélagsins Fram 1933-1938

Identity area

Reference code

IS HSk E00119-A-A-24

Title

Lög Verkamannafélagsins Fram 1933-1938

Date(s)

  • 1933-1938 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Innbundin bók
1 örk

Context area

Name of creator

(1915-2000)

Biographical history

Verkamannafélagið Fram var stofnað 9. janúar árið 1915 en þá var haldinn fundur af verkamönnum á Sauðárkróki í Sýslufundarsalnum. Fundinn setti Ólafur Jóhannesson, fundarstjóri var Páll Friðriksson og ritari Sigurður Jakobsson.
Fundarstjóri skýrði frá því að hér hefði áður verið starfandi verkamannafélag, hefði það heitið "Fram". Á fundinum kom fram að það félag hefði verið hætt að starfa og ekki verið starfandi í nokkurn tíma, á meðan félagið lá í dvala þá hefðu með einhverjum hætti glatast allar bækur, lög, sjóður og öll skilríki félagsins hjá þáverandi formanni þess.
Á meðal félagsmanna var um það rætt hvort mynda ætti nýtt verkamannafélag eða halda áfram með það gamla. Í ljós kom að nokkrir félagsmenn hefðu greitt tillög og að einn fundur hefði verið haldinn. Því var ákveðið að halda áfram með gamla félagið auk þess að halda nafninu. Þrír menn voru kosnir í nefnd til að hrinda málinu í framkvæmd og semja ný lög og áttu þessir þrír menn að ljúka starfi sínu svo fljótt sem auðið var svo hægt yrði að boða til fundar.
Á fundi sem Verkamannafélagið Fram hélt 15. janúar 1915 í Góðtemplarahúsinu á Sauðárkróki ræddu fundarmenn breytingartillögu á lögum félagsins. Halda þurfti framhaldsfund til að klára umræður um breytingartillögur og síðan var ný stjórn kosin. Kosning fór þannig að Magnús Guðmundsson var kosinn formaður, Snæbjörn Sigurgeirsson varaformaður Eggert Kristjánsson ritari, vararitari var kosinn Ólafur Jóhannesson, á fundinum var Jóhannes Björnsson kosinn féhirðir en varaféhirðir Björn Magnússon. Endurskoðendur reikninga voru kosnir Daníel Daníelsson og Árni Daníesson.

Samkvæmt fyrstu lögum félagsins var tilgangur þess að efla hag og rétt verkamanna gagnvart atvinnuveitendum, koma á reglubundnu kaupagjaldi, relgumundnum vinnutíma og mynda sjóð til eflingar félagsskapnum. Ennfremur að hrinda í framkvæmd ýmsum arðvænlegum fyrirtækjum og styrkja þau með ráð og dáð. Í félagið skulu allir hafa aðgang, bæði karlar og konur sem náð hafa 16 ára aldri án tillits til starfs eða stéttar. Karlmenn er náð hafa 18 ára aldri skulu greiða full árstillög.

Með seinni breytingum sem er dagsett 22. janúar 1921 féllu eldri lög félagsins úr gildi þegar í stað og við tóku ný lög þá sem hljóða á þessa leið.
Tilgangur félagsins er að efla hag verkamanna með því

  1. Að þeir fái viðunanlegt kaup fyrir vinnu sína, og styðja þá til hagfeldrar verslunar með vinnulaun sín.
  2. Að útvega félagsmönnum vinnu þegar tök eru á.
  3. að hvetja félagsmenn til að tryggja sig gegn sjúkdómskostnaði með því að vera í sjúkrasamlagi og styrkja þá ef slys eða önnur óhöpp bera þeim að höndum, sem gjöra þeim ómögulegt að vera sjálfbjarga. Þó skal styrkveiting veitt af frjálsum vilja frá hverjum einstökum félagsmanni.
  4. Að mynda sjóð til eflingar félagsskapnum.
  5. Að hafa fundi félagsins fræðandi og skemmtilega.
  6. Að hrinda í framkvæmd fyrirtækjum sem arðvænleg eru fyrir félagið og einstaklinga þess.
    Í 4.gr. laga félagsin frá 1921 segir ennfremur.
    Í félagið geta allir verkamenn fengið inngöngu. Sjórn félagsins ræður hvort þei menn skuli teknir í félagið sem vafi er á hvort tilheyri verkamannastéttinni. Í félagið fá ekki inngöngu hjú þeirra manna sem ekki vilja skilyrðislaust gefa þeim skriflegt og vottfest leyfi til að hlýða lögum og reglum félagsins.
    Verkamannafélagið Fram sameinaðist Verkakvennafélagi Öldunnar, og fékk hið nýja stéttarfélag nafnið Aldan Stéttarfélag, það félag tók til starfa í ársbyrjun 2001. Aldan Stéttarfélag á sér merkilega og langa fortíð í sögu þessara tveggja félaga. Talið er að Verkamannafélagið Fram hafi upphaflega verið stofnað 1902 eða 1903, en Aldan var stofnuð um 1930.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum í bókinni eru skráð lög Verkamannafélagsins Fram. Fyrstu lög félagsins voru skráð 7. febrúar 1933 og til ársins 1938 auk undirskriftum félagsmanna og skráðar eru sex lagabreytingar. Bókin er í A3 stærð er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

IS-HSk

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places