Showing 15 results

Archival descriptions
Sigurbjörg Gunnarsdóttir (Afh. 2023:031)
Print preview Hierarchy View:

Bókhald

Bókhaldsgögn Sigurbjargar um hennar samskipti við Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturfélag Skagfirðinga. Gögnin eru vel læsileg.
Efst í safninu er óopnað umslag frá Kaupfélagi Skagfirðinga merkt Stefánía M Pétursdóttir, Garði Hegranesi, það er látið halda sér þannig.

Ljóðakver

Lítil handskrifuð, kápulaus kver í mjög viðkvæmu ástandi blöð laus, gulnuð og rifin en nokkuð vel læsileg en í kverið hafa verið rituð ljóð frá mörgum aðillum, því hér er ýmis skriftarform í gangi og ekki nöfn undir. Einnig er ritað í hana á hvolfi og allkonar upplýsingar, nöfn og tölur.

Sigurbjörg Gunnarsdóttir (Afh. 2023:031)

  • IS HSk N00481
  • Fonds
  • 1926 - 1960

Í safni þessu eru fjölmörg sendibréf og meðylgjandi umslög er bárust til Sigurbjargar og Magnúsar bróður hennar á þessu tímabili. Einnig eru sendibréf til Walters sem var í sveit hjá þeim Bréfin eru vel læsileg og í góðu ástandi. Í safni þessu liggja líka jólakort og myndir myndir og eru látnar halda sér hjá því sendibréfi vegna uppruna. Í series bókhaldi E, lá efst í safninu er óopnað umslag frá Kaupfélagi Skagfirðinga merkt Stefánía M Pétursdóttir, Garði Hegranesi, það er látið halda sér þannig.
Í series G-4 er handskrifað bréf með stimpilmerki. Bréfið sýnist vera skírnavottorð um skírn Jón fæddur 9.janúar, skírður 2.des.ár 1916.
Foreldrar, Björn Pálmason og Sigurbjörg Jónsdóttir.Ytri - Húsabakka. Dagsett, Glaumbæ 3.maí 1930.

Sigurbjörg Gunnarsdóttir (1888-1964)

Skírnavottorð

Handskrifað bréf með stimpilmerki. Bréfið sýnist vera skírnavottorð um skírn Jón fæddur 9.janúar, skírður 2.des.ár 1916.
Foreldrar, Björn Pálmason og Sigurbjörg Jónsdóttir.Ytri - Húsabakka. Dagsett, Glaumbæ 3.maí 1930.

Viðtakandi Magnús

Sendibréf og umslög er bárust til Magnúsar, bróður Sigurbjargar, frá hinum ýmsu samferðamönnum Magnúsar frá ýmsum stöðum s.s Reykjavík, Siglufirði og Viborg. Bréfin eru vel læsileg og í góðu ástandi.

Sigurbjörg Gunnarsdóttir (1888-1964)

Viðtakandi Sigurbjörg

Í safni þessu eru fjölmörg sendibréf og meðylgjandi umslög er bárust til Sigurbjargar á þessu tímabili. Bréfin eru frá hinum ýmsu samferðamönnum Sigurbjargar, frá Akranesi, Siglufirði, Vífilstöðum, Máná, Wiad og Sauðárkróki. Þau eru öll vel læsileg og í góðu ástandi. Í safni þessu liggja líka 3 myndir er fylgdu bréfsefni og eru látnar halda sér hjá því sendibréfi vegna uppruna.

Walter Theodór Ágústsson

Tvö sendibréf ásamt umslagi eru í gögnum annað frá mömmu Walters sent til hans frá Reykjavík þegar hann er rúmlega 10 ára gamall í sveit í Utanverðunesi, og hitt bréfið er stílað frá pabba hans, bæði dagsett 24. júní 1937 og eitt umslag fylgir með dagsett Reykjavík 25. VI. 37. Lítil bréfnóta er hér einnig sem á stendur: Innil hamingjuóskir með ferminguna Volli minn. Guð geymi þig, Jónas stóri og Margrét.