Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 2265 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Eining
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Yfirlýsing um skipti á dánarbúi

Skiptagjörðin er vélrituð pappírsörk í tvöfaldri folio stærð. Hún er í tvíriti. Með liggur önnur yfirlýsing um dánarbú Þorsteins Þorsteinsonnar, gerð árið 1929.

Sigurður Sigurðsson (1887-1963)

Lokaskýrsla

Eyðublaðið er vélritað á pappírsörk í A4 stærð. Það er frá endurhæfingarstöðinni á Akureyri og ætlað sem lokaskýrsla sjúkraþjálfara til læknis, að meðferð lokinni.

Sjálfsbjörg í Skagafirði (1962-

Tilvísun til sjúkraþjálfara

Eyðublaðið er fjölritað á pappírsörk í A4 stærð. Það er frá Landssambandinu Sjálfsbjörgu og ætlað til útfyllingar á tilvísun til sjúkraþjálfara. Á það eru handskrifaðar athugasemdir um notkun blaðsins.

Sjálfsbjörg í Skagafirði (1962-

Félagatal 1970

Listinn er vélritaður á 2 pappírsarkir í A4 stærð. Búið er að gera ýmsar útstrikanir og merkingar á listann með penna.

Sjálfsbjörg í Skagafirði (1962-

Yfirlit og athugasemdir 1828

Skjöl með yfirliti um skiptingu fátækraframfærslu milli hreppa í sýslunni ásamt meðfylgjandi skjali með athugasemdum. Um er að ræða 3 pappírsarkir.
Efst á einu blaðinu stendur: "Fattigræferets Tilfrand í Skagefjords Syjsel for Aaret 1828." Á öðru blaði er samsvarandi yfirskrift. Þriðja blaðið inniheldur athugasemdir fyrir nokkra af hreppunum.

Skagafjarðarsýsla

Yfirlit og athugasemdir 1838-1839

Skjöl með yfirliti um skiptingu fátækraframfærslu milli hreppa í sýslunni ásamt meðfylgjandi skjali með athugasemdum.
Um er að ræða 3 pappírsarkir, sem hver um sig er opna úr bók.
Efst á fyrstu örkinni stendur: "Fattigræferets Tilfrand í Skagefjords Syjsel for Aaret fra Fardag 1838 til Fardag 1839."
Á hinar tvær arkirnar eru færðar athugasemdir um yfirlitið. Þær hanga saman með bandi.

Skagafjarðarsýsla

Yfirlit og athugasemdir 1840-1841

Skjöl með yfirliti um skiptingu fátækraframfærslu milli hreppa í sýslunni ásamt meðfylgjandi skjali með athugasemdum.
Um er að ræða 2 pappírsarkir. Sú stærri er í 2xfolio stærð en sú minni í A5 stærð.
Efst á fyrri örkinni stendur: "Fattigræferets Tilfrand í Skagefjords Syjsel for Aaret fra Fardag 1840 til Fardag 1841."
Á hina örkina eru færðar athugasemdir um yfirlitið.

Skagafjarðarsýsla

Yfirlit og athugasemdir 1848-1849

Skjöl með yfirliti um skiptingu fátækraframfærslu milli hreppa í sýslunni ásamt meðfylgjandi skjali með athugasemdum.
Um er að ræða 3 pappírsarkir.
Á tveimur þeirra stendur efst: "Fattigræferets Tilfrand í Skagefjords Syjsel for Aaret fra Fardag 1848 til Fardag 1849."
Á þá þriðju eru færðar athugasemdir um yfirlitið.

Skagafjarðarsýsla

Athugasemdir 1855-1856

Um er að ræða 1 pappírsörk í 2xfoliostærð. Á hana eru færðar athugasemdir með yfirliti vegna fátækraframfærslu. Yfirlitið fylgir ekki.

Skagafjarðarsýsla

Stærðfræðipróf

Prófið er fjölritað á pappírsörk í A4 stærð. Það er merkt Menntaskólanum á Akureyri og er árspróf 2. bekkjar árið 1949

Jóhann Lárus Jóhannesson (1914-1989)

Fjárhagsvottorð

Vottorðið er útfyllt eyðublað fyrir fjárhagsvottorð stúdenta við Háskóla Íslands. Um uppkast er að ræða.

Sigurður Sigurðsson (1887-1963)

Listi yfir ævifélaga

Listinn er ritaður á pappírsörk í folio stærð.
Listinn telur 30 ævifélaga í Framfarafélagi Skagfirðinga.
Fram kemur að árið 1918 voru stofnfélagar 22 talsins, en árið 1925 voru þeir gerðir að ævifélögum.
Ástand skjalsins er gott.

Framfarafélag Skagfirðinga

Kvittun fyrir opinberum gjöldum

Kvittunin er vélrituð á hálfa pappírsörk í A4 stærð.
Hún varðar opinber gjöld Stefáns til Sauðárkróksbæjar.
Ástand skjalsins er gott.

Stefán Vagnsson (1889-1963)

Kvittun fyrir vátryggingum

Kvittunin er vélrituð á pappírsörk í A5 stærð.
Hún varðar greiðslu á vátryggingum.
Skjalið er óhreint og hefur orðið fyrir rakaskemmdum.

Stefán Vagnsson (1889-1963)

Framtíðin 25. janúar 1958

Blaðið er fjölritað á 5 pappírsarkir í folio stærð.
Það varðar stefnumál Framsóknarflokksins í Skagafirði vegna bæjarstjórnarkosninga sem fram fóru 1958.
Ástand skjalsins er gott.

Framsóknarfélag Skagfirðinga

Andvari 18.01.1958

Blaðið er fjölritað á 7 pappírsarkir í folio stærð.
Það varðar stefnumál listans fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fóru árið 1958.
Ástand skjalsins er gott.

H-listinn á Sauðárkróki

Kosningablað 19. maí 1962

Blaðið er prentað á eina pappírsörk í dagblaðabroti.
Það varðar stefnumál Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði vegna bæjarstjórnarkosninga 1962,
Ástand þess er gott.
Blaðið er merkt Árna Jónssyni, Skógargötu 17b á Sauðárkróki.

Sjálfstæðisflokkurinn í Skagafirði (1929-

Kosningablað 26. maí 1962

Blaðið er prentað á eina pappírsörk í dagblaðabroti.
Það varðar stefnumál Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði vegna bæjarstjórnarkosninga 1962,
Ástand þess er gott.
Blaðið er merkt Árna Jónssyni, Skógargötu 17b á Sauðárkróki.

Sjálfstæðisflokkurinn í Skagafirði (1929-

Kotungur

Blaðið er fjölritað á pappírsörk í A4 broti, alls fjórar síður.
Það varðar stefnumál Sauðárkróksdeildar Kommúnistafélags Íslands fyrir bæjarstjórnarkosningar 1934.
Ástand skjalsins er gott.

Sauðárkróksdeild Kommúnistaflokks Íslands

Bréf Stephans G. Stephanssonar til óþekkts bréfritara

Pappírsörk í A5 stærð, handskrifuð.
Um er að ræða eftirmæli um son Stephans, Gest Cecil (1893-1909), sem virðast hafa verið flutt yfir gröf hans.
Hugsanlega er um að ræða eftirrit, en nafn Stephans er ritað undir og eftirmælin virðast hafa fylgt bréfi.
Skjalið er nokkuð skemmt af óhreinindum.

Stephan G. Stephansson (1853-1927)

Afmæliskveðja til Júlíusar Þórðarsonar

Skjalið er prentað á pappírsörk í A5 broti, 4 síður.
Um er að ræða texta við ýmis lög, sem gerðir hafa verið í tilefni af afmæli Júlíusar Þórðarsonar þann 11. mars 1959.
Undir rita Einar og Ragnar.
Ástand skjalsins er gott.

Stefán Vagnsson (1889-1963)

Málverkasýning Páls Sigurðssonar

Sýningarskráin er fjölrituð á pappírsörk í stærðinni A4. Með liggur listi yfir verk í eigu Listasafns Skagfirðinga.
Skráin er frá sýningu Páls í Safnahúsinu á Sauðárkróki í september 1981.
Ástand skjalsins er gott.

Páll Sigurðsson (1944-

Færslubók 1942-1959

Þykk innbundin bók í stærðinni 32,5x20 cm.
Bókin virðist tengjast einhvers konar verslunarrekstri, líklega deildaskiptu kaupfélagi en óljóst er hvaða verslun um ræðir.
Ástand bókarinnar er gott.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

Skilagrein frá Dalvíkurhreppi

Skilagreinin er vélrituð á pappírsörk í A4 stærð.
Hún arðar greiðslur vegna Guðlaugs Bergssonar, sem var faðir Tryggva Guðlaugssonar.
Ástand skjalsins er gott.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

Stefnuyfirlýsing

Yfirlýsingin er 8 fjölritaðar síður í A4 broti.
Hún varðar stefnumál K-listans fyrir bæjarstjórnarkosningar á Sauðárkróki 1986.
Ástand skjalsins er gott.

Marteinn Bergmann Steinsson (1909-2004)

Skýrsla um rækjuveiðar

Bók í A4 broti þar sem færðar eru inn skýrslur um rækjuveiðar.
Bókin er upphaflega í tvíriti en frumritin hafa verið tekin úr.
Blettir eftir óhreinindi eru á bókinni en að öðru leyti er ástand hennar gott.

Dögun ehf.

Niðurstöður 1616 to 1700 of 2265