Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 63386 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Enska
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

38700 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Bréf frá Gunnlaugi Jónassyni

Bréf frá Gunnlaugi bróður Halls. Gunnlaugur skrifar frá Reykjavík þar sem hann dvelur á leið sinni heim frá Laugarvatni. Gunnlaugur stoppaði í Reykjavík til að vinna í nokkrar vikur áður en hann héldi norður í land.

Bréf frá Gunnlaugi Jónassyni

Bréf frá Gunnlaugi til móður sinnar, skrifar um ferðalagið suður yfir heiðar, þar sem hann stundar nám á Laugarvatni. Biður fyrir kveðjum í bæinn og biður sérstaklega um að Sigurður bróðir hans dragi undan hestunum og slepppi þeim niðrá eyjar.

Gunnlaugur Jónasson (1917-2009)

Bréf frá Gunnlaugi Jónassyni

Bréf frá Gunnlaugi til móður sinnar, skrifar frá Laugarvatni þar sem hann dvelst í skóla. Hann skrifar um prófin sem hann er búinn að þreyta og segir mömmu sinni frá því að hann ætli að stoppa í eina viku í Reykjavík og vinna áður en hann kemur norður í Skagafjörð.

Gunnlaugur Jónasson (1917-2009)

Bréf frá Gunnlaugi Jónassyni

Gunnlaugur skrifar móður sinni bréf frá Laugarvatni þar sem hann stundar nám. Hann segir móður sinni að hann sé að hugsa um að taka sér viku vinnu í Reykjavík áður en hann komi aftur í Skagafjörð.

Gunnlaugur Jónasson (1917-2009)

Bréf frá Gunnlaugi Jónassyni

Bréf frá Gunnlaugi Jónassyni til Sigurðar bróður síns. Bréfið skrifar Gunnlaugur frá Laugarvatni þar sem hann stundar nám. Hann segir Sigurði frá lífinu á Laugarvatni og spyr frétta að heiman.

Bréf frá Gunnlaugi Jónassyni

Gunnlaugur Jónasson skrifar Sigurði bróður sínum. Gunnlaugur skrifar frá Laugarvatni þar sem hann stundar nám. Gunnlaugur er í bréfinu að biðja Sigurð fyrir því að senda sér 500 krónur á Laugarvatn. Spyr jafnframt frétta af mæðuveikinni sem nú geysar í Skagafirði.

Bréf frá Halli Jónassyni

Bréf frá Halli til móður sinnar. Bréfið skrifar Hallur frá Akureyri. Segir fréttir af daglegu lífi og lýsir einnig draumi sem hann dreymdi og hvernig hann túlkar drauminn.

Hallur Jónasson (1918-2011)

Bréf frá Halli Jónassyni

Bréf frá Halli Jónassyni til Sigurðar bróður síns. Hallur skrifar frá Vestmannaeyjum þar sem hann dvelur. Segir Sigurði frá því að hann sé búinn að fá sér hjól en spyr jafnan frétta að heiman, bæði varðandi búskapinn og hvernig landskipti hefðu farið fram eftir að prófasturinn kom í heimsókn.

Bréf frá Halli Jónassyni

Bréf frá Halli Jónassyni til Gunnlaugs bróður hans. Hallur segir frá lífinu á Akureyri og spyr frétta úr Skagafirðinum. Hann segir Gunnlaugi að vera í sambandi við sig varðandi kaup á byggingarefni því mögulega sé ódýrara að fá efni á Akureyri og hann geti aðstoðað með flutning.

Bréf frá Hrefnu Sigmundsdóttur

Bréfið er frá Hrefnu Sigmundsdóttur frá Vestmannaeyjum en Hrefna og Sigurður skrifuðust á eftir að hafa séð auglýsingu um pennavini í Æskunni. Með bréfinu fylgir mynd af Vestmannaeyjum. Hrefna segist nú vera flutt til Reykjavíkur og ætli sér að hætta að skrifast á við Sigurð, þetta sé því síðasta bréfið frá henni.

Bréf frá Hrefnu Sigmundsdóttur

Bréfið er frá Hrefnu Sigmundsdóttur í Vestmannaeyjum en Hrefna og Sigurður skrifuðust á eftir að hafa séð auglýsingu um pennavini í Æskunni. Með bréfinu fylgir mynd af Hrefnu og mynd af heimili hennar.

Bréf frá Jónasi Jónassyni

Bréf frá Jónasi til móður sinnar, Jónas skrifar frá Reykjavík og segir frá stúlkum sem óska eftir að komast sem kaupakonur í sveit, óskar Jónas eftir því við móður sína að hún segi til um það hvort hún vilji taka þær í Hátún.

Jónas Jónasson (1919-1984)

Bréf frá Jónasi Jónassyni

Bréf frá Jónasi Jónassyni til móður sinnar. Skrifað frá Reykjavík þann 29.12.1940.
Jónas þakkar móður sinni fyrir bréfið og skrifar hann um mæðuveikina sem herjar á féð. Hann leggur til að Steinunn komi suður næsta sumar og fái sér gleraugu. Jónas talar einnig um að nóg sé af atvinnu í Reykjavík tengt bretunum.

Bréf frá Jóni Sigurðssyni

Bréf frá Jóni Sigurðssyni alþingismanni. Jón skrifar Gunnlaugi varðandi leiðréttingar á fjártölum og segir bæði Gunnlaug og Steinunni móður hans fá leiðréttingar á uppeldisstyrk á lömbum sem voru sett á haustið 1941.

Niðurstöður 7226 to 7310 of 63386